Neyðarfjarskiptaæfing – alþjóðadagur radíóamatöra – opið hús

TF3JA og TF2WIN, ætla á morgun laugardaginn 18. apríl, að taka þátt í alheimsneyðarfjarskiptaæfingu radíóamatöra frá stöð félagsins, TF3IRA. Laugardagurinn er jafnframt alþjóðadagur amatöra og eru allir radíóáhugamenn hvattir til að nota tækifærið og kynna áhugamálið fyrir sem flestum.

Allir félagsmenn og aðrir radíóáhugamenn eru velkomnir til að taka þátt í æfingunni, koma og fylgjast með eða koma og hitta aðra félaga til að rabba.

Allar upplýsingar um æfinguna er að finna hér á heimasíðu félagsins undir heitinu: Neyðarfjarskipti.

Siggi, TF2WIN, ætlar að vera með kynningu á neyðarfjarskiptum klukkan tvö.

ÍRA býður upp á kaffi og meðlæti að lokinni kynningu Sigga.

Í dag hafa radíóamatörar fengið forgangsaðgang 1 og auknar aflheimildir á 40M bandinu. Póst- og fjarskiptastofnunin hefur staðfest að íslenskir leyfishafar hafa nú forgangsaðgang að 7,1 til 7,2 MHz og sömu aflheimildir og gilt hafa á 7,0-7,1 MHz áður, þ.e. 100W fyrir N-leyfishafa og 1KW fyrir-G leyfishafa. Í ljósi þessara breytinga hefur IARU Region 1 kynnt nýtt bandplan (sem samþykkt var á ráðstefnunni í Króatíu í nóvember 2008); sjá nánar eftirfarandi link: http://www.iaru-r1.org/index.php?option=com_content&view=article&id=175&Itemid=127

Þetta er ánægjuleg viðbót enda oft þröngt á 40M bandinu, einkum í alþjóðlegum keppnum, en sér í lagi vegna útvarpsstöðva á 7.100 til 7.200 MHz sem allt til 29. mars 2009 höfðu forgangsaðgang en nú hefur þeim verið gert skylt að flytja sig annað í tíðnisviðinu.

Til hamingju með daginn ágætu amatörar!

TF3HR

Fimmtudagskvöldið 26. mars næstkomandi kl. 20.15 ætlar TF2WIN, Siggi, að halda fyrir
okkur kynningu á því hverning hann sér fyrir sér undirbúning og þáttöku
íslenskra radíóamatöra í neyðarfjarskiptum. Að lokinn framsögu Sigga er hugmyndin að
fleiri félagar IRA kynna sínar hugmyndir og tilraunir með stafræn
fjarskipti.

Fundarstjóri verður TF3JA

Ennfremur verður ferrítlúppa TF3T til sýnis, Sveinn TF3T mun svara áhugasömum um smíðina.

TF3GL

Fyrir hönd íslenskra radíóamatöra hefur stjórn ÍRA sótt um auknar tíðniheimildir á 40m bandinu til samræmis við ákvörðun World Radiocommunications Conference 2003.

Svar hefur borist frá P&F þess efnis að frá 29. mars 2009 verði radíóamatörum sem operera undir íslenskum reglum heimil notkun á tíðnisviðinu 7100-7200 kHz með sömu skilmálum og í dag eru í gildi á 7000-7100 kHz, þ.e. forgangsflokki 1 og hámarksafli G-leyfishafa 1000 W, svo:

Tíðnisvið

Forgangsflokkur

N-leyfi

G-leyfi

Bandbreidd

7000 – 7200 KHz 1 100 1000 6 KHz

Standa vonir til að þetta verði íslenskum amatörum lyftistöng, þar sem 40m bandið er gott DX-band héðan af norðurhjara. Í þessu sambandi er mikilvægt að fara eftir nýja bandplaninu frá IARU Region 1 (en bandplanið í heild sinni má nálgast hér):

IARU Region 1 – 40m bandplan

Frequency
(kHz)

Bandwidth
(kHz)

Usage

7000 – 7025 200 CW, contest preferred
7025 – 7040 200 CW, 7030 kHz – QRP Centre of Activity
7040 – 7047 500 Narrow band modes – digimodes
7047 – 7050 500 Narrow band modes – digimodes,
automatically controlled data stations (unattended)
7050 – 7053 2700 All modes – digimodes, automatically controlled data stations (unattended)*
7053 – 7060 2700 All modes – digimodes
7060 – 7100 2700 All modes, SSB contest preferred
7070 kHz – Digital Voice Centre of Activity
7090 kHz – SSB QRP Centre of Activity
7100 – 7130 2700 All modes, 7110 kHz – Region 1 Emergency Centre of Activity
7130 – 7200 2700 All modes, SSB contest preferred, 7165 kHz – Image Centre of Activity
7175 – 7200 2700 All modes, priority for intercontinental operation
Definitions
  • All modes CW, SSB and those modes listed as Centres of Activity, plus AM (Consideration should be given to adjacent channel users).
  • Image modes Any analogue or digital image modes within the appropriate bandwidth, for example SSTV and FAX.
  • Narrow band modes All modes using up to 500 Hz bandwidth, including CW, RTTY, PSK etc.
  • Digimodes Any digital mode used within the appropriate bandwidth, for example RTTY, PSK, MT63 etc.
  • *Lowest dial setting for LSB Voice mode: 7053 kHz
Notes
  • Amplitude modulation (AM) may be used in the telephony sub-bands providing consideration is given to adjacent channel users. (NRRL Davos 05).
  • CW QSOs are accepted across all bands, except within beacon segments. (Recommendation DV05_C4_Rec_13)
  • The term “automatically controlled data stations” includes Store and Forward stations.
  • The frequencies in the bandplan are understood as “transmitted frequencies” (not those of the suppressed carrier!)

TF3GL

Dótadagur / Flóamarkaður

Það verður fjör á sunnudag á flóamarkaði í félagsheimili IRA og hefst kl. 10.00., og eins og segir fyrstir koma fyrstir fá, gamlar talstöðvar fyrir lítið, rásir og hvað eina sem hugurinn girnist.  Að sjálfsögðu verður boðið upp á kaffi og kökur.

Ég hvet alla til að taka virkan þátt og mæta og mæta einnig með sitt eigið dót og bjóða.  Nóg er plássið.

TF3SG

Fundargerðir Í.R.A. eru nú aðgengilegar á vefnum mánuði eftir viðkomandi fund. Þær má finna á síðunni Fundargerðir.

Eftir sem áður eru fundargerðir gerðar opinberar í félagsblaðinu CQ TF.

TF3GL

Nú um helgina 7.-8. mars ætla félagar í 4×4 í ferð að miðju Íslands. Með í för verður Dagur Bragason TF3DB sem ætlar að vera á 3,633MHz eins og lesa má nánar um á spjall.ira.is.

Í.R.A. ætlar að gera tilraun með að gera kleyft að hlusta á 3,633MHz frá vef félagsins. Viðtæki hefur verið tengt við tölvu sem streymir hljóðinu út á netið.

Áhugsamir ættu að opna Vefradíó síðuna.

Þetta er til gamans og tilraunar gert um þessa helgi. Vonandi verða skilyrðin til innanlandsfjarskipta á 80M góð svo áhugsasamir geti vel heyrt frá þessari spennandi ferð þeirra 4×4 manna.

TF3GL

(Margir linkar í þessarri frétt, allir meira og minna óvirkir – TF3WZ)

Stefnt er að flóamarkaði 15. mars n.k.  Nánar verður sagt frá og jafnvel greint frá einstökum hlutum sem boðnir verða.  Nokkrir hafa þegar boðað komu með mikið dót.

TF3GL

Félagsheimili ÍRA verður opið á sunnudagsmorgnum frá kl. 10.00 í mars og út apríl.  Stefnt er að loftnetapælingum og loftnetauppsetningum.

Mætum hress á sunnudagsmorgnum.

TF3SG

TF3JA stóð fyrir kynningu á amatörradíói í Tækniskóla Íslands föstudaginn 27. febrúar. Nítján áhugasamir nemendur mættu á kynninguna og nokkuð stór hluti þeirra hefur áhuga á að komast á amatörnámskeið. Til stendur að bjóða þeim að koma eina kvöldstund vestur í ÍRA og hlusta á aðeins meiri fróðleik um amatörradíó.

 TF3AO

Einn félaga okkar, Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, hefur þýtt á íslensku: Samskiptareglur radíóamatöra, sem á frummálinu heitir: “Ethics and operating procedures for the radio amateur” og er eftir vel þekkta radíóamatöra, þá John ON4UN og Mark ON4WW.

Pistilinn má finna hér: Siðfræði-og-samskiptasiðir-radíóamatöra.pdf

Ekki er á hverjum degi sem efni fyrir radíóamatöra kemur út á okkar ylhýra og kunnum við Vilhjálmi bestu þakkir fyrir.

Næsta fimmtudag 26. febrúar  verður kynningar- og rabbfundur um amatörradíói,  Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA mun vera með framsögu ásamt tveim öðrum mætum mönnum.  Kynningin er í tengslum við kynningu á amatörradíói í Tækniskólanum föstudaginn 27. febr.   Nánar verður fjallað frá þessari kynningu þegar nær dregur.

TF3SG