Nýr starfshópur. Kristján Benediktsson TF3KB, Yngvi Harðarson TF3Y formaður starfshópsins, Jónas Bjarnason TF3JB (gestur á fundinum) og Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX. Ljósmynd: Sölvi Tryggvason.

Næsta erindi á vetrardagskrá Í.R.A. verður haldið fimmtudaginn 18. apríl kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Starfshópur félagsins um fjaraðgang mun gefa félagsmönnum stöðuskýrslu um verkefnið. Þess skal getið, að starfshópnum voru ekki settar tímaskorður í vinnu sinni, enda mikilvægt að tekið sé tillit til alþjóðlegrar leiðsagnar sem er í mótun um þessar mundir.

Starfshópinn skipa þeir Yngvi Harðarson, TF3YH, formaður; Kristján Benediktsson, TF3KB og Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX. Þeir voru skipaðir af stjórn Í.R.A. á stjórnarfundi þann 17. september s.l.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta stundvíslega.

Alþjóðadagur radíóamatöra er þann 18. apríl n.k. Þann mánaðardag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra (International Amateur Radio Union, I.A.R.U.) stofnuð fyrir 89 árum.

Einkunnarorðin eru að þessu sinni: „Amatör radíó: önnur öld neyðarfjarskipta gengur í garð” (e. Amateur Radio: Entering Its Second Century of Disaster Communications). Aðildarfélög I.A.R.U. eru í dag starfandi í 166 löndum heims með rúmlega 4 milljónir leyfishafa.

Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum til hamingju með daginn!

Yngvi Harðarson TF3Y vinnur við forritun loftnets og rótors félagsstöðvarinnar TF3IRA.

Síðasta sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 14. apríl n.k. Yngvi Harðarson, TF3Y segir frá reynslu sinni af SteppIR Yagi loftnetum, en hann hefur um nokkurra ára skeið átt og notað eitt slíkt. Æ fleiri íslenskir leyfishafar hafa fest kaup á SteppIR loftnetum síðustu misseri eða keypt loftnet frá helsta samkeppnisaðila SteppIR, UltraBeam á Ítalíu.

Húsið verður opnað kl. 10 árdegis og er miðað við að dagskrá standi yfir frá kl. 10:30-12:00.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta stundvíslega. Í boði verður rjúkandi Merrildkaffi og nýbökuð vínarbrauð frá Björnsbakaríi á Seltjarnarnesi.

__________

SteppIR loftnetin boðuðu í raun „byltingu” í útfærslu og smíði loftneta fyrir HF böndin þegar þau voru fyrst kynnt á Dayton Hamvention sýningunni í Ohio vorið 2001. Útfærsla SteppIR á loftnetum sínum byggir á því að stökin (e. element) eru sett saman úr holum fíberrörum í tilteknum lengdum og inni í rörunum eru ræmur úr leiðandi efni sem ýmist eru styttar eða lengdar með því að stýra litlum mótorum frá stjórnkassa í fjarskiptaherbeginu. Loftnetin eru þannig stytt eða lengd hverju sinni, allt eftir hvaða tíðni menn ætla að vinna á. Þar af leiðandi eru engar gildrur notaðar sem tryggir aukinn ávinning. Auk stefnuvirkra Yagi loftneta, framleiðir SteppIR tvípóla, stangarloftnet og nú síðast nýja CrankIR línu fyrirtækisins, sem er að koma á markað um þessar mundir. Þetta eru tiltölulega ódýr og einföld og tapslítil ferðaloftnet sem eru handstillt (í resónans) á eitt band í einu.

Það er Fluidmotion Inc., í Bandaríkjunum sem framleiðir SteppIR loftnetin. Þetta er ungt fyrirtæki og var stofnað árið 2001 af þremur leyfishöfum: Mike Mertel K7IR, Jim Thomas K7IRF og John Mertel, WA7IR. Vefslóð á heimasíðu: http://www.steppir.com

Erling Guðnason, TF3EE

Jónas Bjarnason, TF3JB

Guðlaugur Kristinn Jónsson, TF8GX

Erling Guðnason, TF3EE; Jónas Bjarnason, TF3JB; og Guðlaugur Kristinn Jónsson, TF8GX flytja næsta erindi á vetrardagskrá félagsins, sem haldið verður fimmtudaginn 11. apríl kl. 20:30 í félagsaðstöðunnni við Skeljanes. Þeir félagar munu segja frá og kynna, í máli og myndum, stærstu árlegu amatörsýningarnar sem haldnar eru í heiminum, þ.e. Dayton Hamvention í Ohio í Bandaríkjunum, Ham Radio í Friedrichshafen í Þýskalandi og Tokyo Ham Fair í Japan.

Þess má geta, að allir þrír hafa komið oftar en einu sinni á Ham Radio sýninguna í Þýskalandi, en auk þess hefur Erling sótt Tokyo Ham Fair í Japan og Guðlaugur Kristinn, Dayton Hamvention í Bandaríkjunum.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta stundvíslega.

________

Árlega eru haldnar fjölmargar ráðstefnur og sýningar fyrir radíóamatöra um allan heim. Flestar eru svæðisbundnar og sérhæfðar en nokkrar eru mjög stórar og þar er markmiðið að gera sem flestum til hæfis. Þrjár þær stærstu eru haldnar í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan. Nánast öll hugsanleg áhugasvið innan radíótækninnar og fjarskiptanna eru þar til umfjöllunar, auk þess sem framleiðendur sýna nýjustu tæki og búnað, sem oft er jafnframt til sölu á sérstöku sýningarverði ef menn eru tilbúnir til að ganga frá viðskiptum á staðnum. Undirritaður hafði um langan tíma haft áhuga á að sækja annað hvort Dayton Hamvention eða Ham Radio í Friedrichshafenen en af ýmsum ástæðum hafði ekki orðið af því. Síðan kom óvænt upp að mér bauðst að ferðast með þremur öðrum amatörum á Ham Radio 2008.

Textinn að ofan er tekinn úr inngangi ferðasögu TF3JB á sýninguna í Friedrichshafen árið 2008. Lesa má frásögnina í heild í 3. tbl. CQ TF 2009, bls. 27-34 á neðangreindri vefslóð.

Blaðið má finna hér: http://www.ira.is/cq-tf/

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs gengur vel.

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs gengur vel og var mikill hugur í þátttakendum þegar tíðindamaður leit við í kennslustofu V108 í Háskólanum í Reykjavík í gær, föstudaginn 6. apríl. Þá urðu kennaraskipti þegar Andrés Þórarinsson, TF3AM við við kennslu af Hauki Konráðssyni, TF3HK. Þetta var 15. kennslukvöldið (af 22), en námskeiðinu lýkur með prófi til amatörleyfis á vegum Póst- og fjarskiptstofnunar laugardaginn 4. maí n.k.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru þeir Andrés Þórarinsson TF3AM; Ágúst Sigurðsson TF3AU; Haukur Konráðsson TF3HK; Henry Arnar Hálfdánarson TF3HRY; Hörður Mar Tómasson TF3HM, Kristinn Andersen TF3KX; Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA; Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX; og Þór Þórisson TF3GW.

Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, formaður prófnefndar Í.R.A. vann skipulag námskeiðsins. Umsjónarmaður f.h. Í.R.A. er Jónas Bjarnason TF3JB. Námskeiðið er haldið í Háskólanum í Reykjavík og er fjöldi þátttakenda átján.

Yngvi Harðarson TF3Y

Áður auglýst sunnudagsopnun félagsaðstöðunnar sunnudaginn 7. apríl fellur niður, en verður þess í stað haldin viku síðar, þ.e. sunnudaginn 14. apríl kl. 10:30-12:00. Yngvi mun tala um reynslu sína af SteppIR 2E Yagi loftnetinu.

Viðburðurinn verður auglýstur á ný þegar nær dregur.

CQ TF heftin sem einvörðungu hafa komið út á rafrænu formi hafa nú verið ljósrituð og gormuð.

Félagsrit Í.R.A., CQ TF, hefur einvörðungu komið út á rafrænu formi frá og með 3. tölublaði í júlí 2012. Frá þeim tíma hefur blaðinu verið dreift til félagsmanna um tölvupóst í þokkalegum gæðum, en það síðan verið til niðurhals á vefsíðu blaðsins á heimasíðu félagsins í auknum gæðum, sem gera það mun flettivænna.

Í ljósi óska og ábendinga frá félagsmönnum, var samþykkt á stjórnarfundi í félaginu þann 15. febrúar s.l., að láta ljósrita tvö eintök af þessum þremur tölublöðum í svart/hvítu, setja í flettivænan gorm með gegnsærri plastsíðu að framan og harðsíðu í bak og láta liggja frammi í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Þetta hefur nú verið gert og munu eftirtalin tölublöð liggja frammi í Skeljanesi frá og með 4. apríl: 3. og 4. tbl. 2012 og 1. tbl. 2013.

Nýtt tölublað CQ TF sem er væntanlegt í þessum mánuði (apríl) verður ljósritað og gormað strax og það kemur út. Það skal tekið fram, að ætlast er til að þessi hefti verði í félagsaðstöðunni og ekki að þau verði til útláns eða verðifjarlægð af staðnum. Nánari upplýsingar um blöðin má sjá í töflunni að neðan.

Tölublað

Útgefið

Bls.

Höfundar efnis

3. tölublað Júlí 2012
Unknown macro: {center}40

TF2LL, TF3AM, TF3GB, TF3JB, TF3KX og TF3UA
4. tölublað Des. 2012
Unknown macro: {center}42

TF3GB, TF3GL, TF3JB, TF3VB, TF3VD, TF3UA og TF5B
1. tölublað Janúar 2013
Unknown macro: {center}36

TF1EIN, TF3DC, TF3G, TF3JB, TF3UA, TF3Y og TF3-Ø35

Stefán Arndal TF3SA í fjarskiptaherbergi TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JA.

Ágætu Í.R.A. félagar!

Enn vantar nokkuð á að söfnunin fyrir nýjum HF magnara fyrir félagið okkar geti talist viðunandi. Þið, sem þegar hafið ákveðið að leggja þessu verkefni lið, en ekki enn komið því í verk að leggja inn eða millifæra einhverja upphæð á söfnunarreikninginn ættuð nú að reyna að finna tíma til þess.

Athygli þeirra sem ekki hafa gefið verkefninu gaum er vakin á því, að það er bæði nauðsynlegt og gaman fyrir félagið að eignast aflmikinn nýtísku HF magnara. Slíkt verður vart að veruleika nema safnað sé fyrir honum sérstaklega. Því er æskilegt að sem flestir félagsmenn leggi söfnuninni lið. Margt smátt gerir eitt stórt.

Nú er vor í lofti og sumarið framundan, það léttir lund. Ég treysti á stuðning ykkar. Innlánsreikningur er í Íslandsbanka á Kirkjusandi, nr. 515-14-122257 kt. 2608312839.

Söfnunarstjóri – TF3SA.

Sigurður R. Jakobsson TF3CW í fjarskiptaherbergi TF3IRA í október s.l. Ljósmynd: TF3LMN.

Í aprílhefti CQ tímaritsins 2013 eru birtar niðurstöður úr SSB-hluta CQ World-Wide DX keppninnar sem fram fór dagana 27.-28. október 2012. Þátttaka var ágæt frá TF og sendu 7 stöðvar inn keppnisdagbækur. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi í sínum keppnisflokki og varð í 1. sæti yfir Evrópu og handhafi Evrópubikarsins. Þessi niðurstaða tryggði honum jafnframt 2. sæti yfir heiminn; silfurverðlaunin.

Sigurður hafði að þessu sinni 4.260 QSO sem hann náði með 33 klukkustunda viðveru. Þetta er stórglæsilegur árangur og staðfestir enn einu sinni, að Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, er í hópi bestu keppnismanna í heimi.

Aðrar stöðvar reyndust vera með ágætan árangur. Athygli vekur árangur Andrésar Þórarinssonar, TF3AM, sem keppti á öllum böndum, hámarksafli; árangur Ársæls Óskarssonar, TF3AO,sem keppti á 21 MHz, hámarksafli, aðstoð; og árangur Guðmundar Sveinssonar, TF3SG, sem keppti á 3,7 MHz í einmenningsflokki, hámarksafli. Árangur keppnishópsins frá félagsstöðinni TF3W, undir forystu Jóns Ágústs Erlingssonar, TF3ZA, er einnig ágætur en hópurinn keppti í fleirmenningsflokki, hámarksafli, með einn sendi. Sjá nánar meðfylgjandi töflu.

Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði R. Jakobssyni, TF3CW, innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur svo og öðrum þátttakendum með þeirra niðurstöður.

Keppnisflokkur, CQ WW DX SSB 2012

Kallmerki

Árangur, stig

QSO

CQ svæði

DXCC einingar

15 metrar, einmenningsflokkur, hámarksafl, aðstoð
Unknown macro: {center}TF3AO*

Unknown macro: {center}48,720

Unknown macro: {center}433

Unknown macro: {center}19

Unknown macro: {center}65

20 metrar, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF3CW*

Unknown macro: {center}1,387,337

Unknown macro: {center}4,260

Unknown macro: {center}36

Unknown macro: {center}125

80 metrar, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF3SG*

Unknown macro: {center}28,258

Unknown macro: {center}361

Unknown macro: {center}16

Unknown macro: {center}55

Öll bönd, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF3AM*

Unknown macro: {center}169,076

Unknown macro: {center}835

Unknown macro: {center}37

Unknown macro: {center}135

Öll bönd, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF8GX

Unknown macro: {center}10,064

Unknown macro: {center}72

Unknown macro: {center}24

Unknown macro: {center}50

Öll bönd, einmenningsflokkur, hámarksafl, aðstoð
Unknown macro: {center}TF3IG

Unknown macro: {center}16,932

Unknown macro: {center}205

Unknown macro: {center}30

Unknown macro: {center}72

Öll bönd, fleirmenningsflokkur, hámarksafl**
Unknown macro: {center}TF3W*

Unknown macro: {center}7,125,928

Unknown macro: {center}5,701

Unknown macro: {center}130

Unknown macro: {center}489

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals frá CQ tímaritinu. **TF3W op’s: TF3ZA, SMØMDG, SMØMLZ og SMØNOR.

Sigurður fær verðlaunabikar og verðlaunaplatta (líkan þessum) frá keppnisnefnd CQ fyrir árangurinn.

3YØX var QRV frá Peter I Eyju 8.-22. febrúar árið 2006. Leiðangursmenn voru alls 22 talsins frá 8 þjóðlöndum.

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins verður haldinn fimmtudaginn 4. apríl kl. 20:30 í Skeljanesi. Þá verður sýnd DVD heimildarmynd frá DX-leiðangri til Peter I Island, 3YØX. Sýningartími myndarinnar er klukkustund og er sýningin í boði Brynjólfs Jónssonar, TF5B, sem jafnframt færir félaginu mynddiskinn til eignar. Sýningarstjóri verður Guðmundur Sveinsson, TF3SG.

Leiðangursmenn höfðu alls 87,304 QSO á tæplega tveimur vikum í febrúar 2006. Önnur ferð með tæki og búnað til fjarskipta á amatörböndum hefur ekki verið farin þangað síðan, enda eyjan afskekkt, óbyggð og mikið veðravítiá þessum slóðum. Peter I er að mestu þakin íshellu og umlukin hafís (nánast árið um kring). Fjarlægð frá Suður-heimskautinu er rúmlega 400 kílómetrar.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta stundvíslega.


Á þessari vefslóð má lesa frásögn frá leiðangrinum:
http://www.paasw.nl/english/3y0x.htm

Með tilvísan til 16. gr. félagslaga er hér með boðað til aðalfundar Í.R.A. laugardaginn 18. maí 2013. Fundurinn verður haldinn í Snæfelli (áður „Yale”) fundarsal Radisson Blu hótel Sögu, við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 18. gr. félagslaga.

Bent er á, að samkvæmt ákvæði í 27. gr. laganna þurfa tillögur að lagabreytingum að berast stjórn félagsins fyrir 15. apríl n.k. Með tillögum að breytingum skal fylgja skrifleg greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ástæðum tillagnanna og væntum áhrifum þeirra.

Fyrir hönd stjórnar,

Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður Í.R.A.

__________

Til upplýsingar: Fundargögn frá aðalfundum síðustu þriggja ára, þ.e. 2010, 2011 og 2012, eru vistaðar á heimasíðu félagsins. Um er að ræða eftirtalin gögn: Ársskýrslur 2009-2010, 2010-2011 og 2011-2012; ársreikningar fyrir sömu ár svo og fundargerðir aðalfunda 2010, 2011 og 2012. Hægt er að smella á meðfylgjandi vefslóð og síðan má velja hvert ár fyrir sig í dálknum efst til hægri: http://www.ira.is/fundargerdir/adalfundir/

Talhluti CQ World-Wide WPX keppninnar 2013 fer fram um næstu helgi, 30.-31. mars n.k. Keppnin er tveggja sólahringa keppni og hefst kl. 00:00 laugardaginn 30. mars og lýkur kl. 23:59 sunnudaginn 31. mars. Keppnin fer fram á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Í boði eru m.a. 8 einmenningsflokkar:

Keppnisriðlar

Keppnisflokkar

Einmenningsflokkur (a) Allt að 1500W; (b) allt að 100W; (c) allt að 5W
Einmenningsflokkur, aðstoð (a) Allt að 1500W; (b) allt að 100W (c) allt að 5W
Einmenningsflokkur, “overlay” (a) “Tribander/single element”; (b) “Rookie”
Fleirmenningsflokkur (a) Einn sendir; (b) tveir sendar; (c) enginn hámarksfjöldi senda

Keppnisreglur (á ensku): http://www.cqwpx.com/rules.htm

Markmið keppninnar er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörg mismunandi forskeyti og frekast er unnt (TF1, TF2 o.s.frv.). Í WPX keppnunum er gerður greinarmunur á stigagjöf eftir böndum, þ.e. QSO á milli meginlanda (e. continents) á 28, 21 og 14 MHz gefa 3 stig og QSO á 7, 3.5 og 1.8 MHz gefa 6 stig.

Þótt um sé að ræða tveggja sólarhringa keppni er vakin athygli á að keppendur í einmenningsflokkum þurfa að taka sér 12 klst. hvíld að lágmarki (sjá nánar í reglum). Í þessari keppni er notað raðnúmer sambanda á eftir kóða fyrir læsileika og styrk, t.d. 59-001. Þegar náð er 1000 samböndum er haldið áfram, þ.e. 1001 o.s.frv. (en ekki byrjað á ný á 001).

Lokadagur fyrir skil á gögnum til keppnisnefndar er laugardagurinn 6. apríl.

Morshluti keppninnar fer fram helgina 25.-25. maí n.k.