Námskeiðið hefst laugardaginn 12. nóvember. Áætlað er að halda radíóamatörpróf þann 19. nóvember.

Um helgina 12.-13. nóvember er áætlað að kenna í 6 – 7 tíma hvorn dag og síðan frá klukkan 19 til 22 á hverju kvöldi frá mánudegi til föstudags. Prófið hefst klukkan 10 á laugardagsmorgni og lýkur klukkan 14. Námskeiðsgjald er 20 þkr. fyrir nýja nemendur en nemendur sem áður hafa sótt námskeið hjá ÍRA greiða ekki námskeiðsgjald en greiða kostnaðarverð fyrir námsgögn ef þeir eiga þau ekki til frá fyrri námskeiðum. Námskeiðskynning verður þann 3. nóvember í Skeljanesi og hefst klukkan 20:15.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt skrái sig á námskeiðið með tölvupósti á ira@ira.is eða með símtali í 8633399.

Stjórn ÍRA hélt samráðsfund með Prófnefnd félagsins 19. október þar sem farið var yfir ýmis mál og námskeiðið kynnt. Fundargerð frá fundinum er hér á heimasíðunni undir Félagið – Fundargerðir stjórnar ÍRA. Hér er krækja á fundargerðina: Samráðsfundur Stjórnar ÍRA með Prófnefnd.

f.h. stjórnar ÍRA, 73 de TF3JA

TF3AM fjallar um loftnet á opnu húsi í Skeljanesi annað kvöld klukkan 20:15.

TF3AM

TF3AM

Staðlaráð Íslands hefur gefið út í íslenskri þýðingu staðalinn ÍST EN 50522, Jarðbinding háspennuvirkja. Staðalinn kemur í stað ÍST 170 Háspennuvirki fyrir riðspennu yfir 1 kV, ásamt staðlinum ÍST EN 61936-1 Power installations exceeding 1 kV a.c. – Part 1: Common rules.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Staðlaráðs Íslands: Smellið hér

CQ TF Forsíða 1975

CQ TF Forsíða 1975

Það er alltaf fróðlegt að blaða í gömlum blöðum ekki síður en nýjum … þeir TF3KB og TF3DX skrifuðu mest af efninu sem birt er í CQ TF 1975. Hvort annar hvor þeirra skrifaði brandarana í blaðið kemur ekki fram.

Gamlir brandarar

OG SVO VAR ÞAÐ MAÐURINN,

— sem kallaði CQ DOG X-RAY, eða skyldi það hafa verið SEEK YOU DOG X-RAY. Hann fékk senda röntgenmynd af hundi í pósti.

— sem sá kallmerkið sitt á listanum yfir SILENT KEYS, þótt hann væri ennþá í fullu fjöri. “Að þetta skyldi nú þurfa að koma fyrir mig”, sagði hann og andvarpaði, “ég, sem hef alltaf verið fón-maður”.

Og hvað er nú fréttnæmt við þetta gamla blað? jú ÍRA er núna í nákvæmlega sömu stöðu og forsíðan gæti allt eins verið skrifuð í dag. En nú stendur til að bæta úr því og gefa blað út fljótlega og við auglýsum hér með eftir efni í blaðið.

TF3WZN er með nýja heimasíðu í smíðum og þiggur öll góð ráð og ábendingar.

f.h. stjórnar ÍRA

73 de TF3JA

Ham Radio Update er áhugaverð síða sem tengist mörgum fréttasíðum og safnar saman Amateur Radio fréttum á einn stað.

http://www.hamradioupdate.com/

Á IARU svæðis 2 ráðstefnu í síðustu viku var vinnustofa um neyðarfjarskipti. Hér er vísun á fréttatilkynningu frá vinnustofunni:

press-release-english

Víkurfréttir heimsóttu amatöra á Garðskagavita núna í ágúst síðastliðnum. Tekið var upp svolítið myndband sem er  hér fyrir neðan.

Hér er svo tengill á fréttina hjá vf.is: Víkurfréttir – Amatörar á Garðskagavita

jotajoti2016-logo-design-300px

Krækja á upplýsingar um JOTA-JOTI.

Radíóskátar verða austur í Sólheimum um helgina og aðalfjörið hefst þar klukkan tvö eftir hádegi í dag. Allir radíóamatörar eru velkomnir og meira en það, tilvalið að skreppa á staðinn í góða veðrinu og hjálpa til við að kynna áhugamálið, lyfta hljóðnema eða taka í lykil og fá sér kaffi, segir Vala. Þau Vala, TF3VD og Birgir Thomsen, TF1BT sjá um virknina Í Sólheimum.

Skátafélagið Klakkur á Akureyri tekur þátt í JOTA JOTI um helgina í skátaheimilinu Hyrnu á Akueyri. Hópur skáta gisti þar í nótt og er þegar kominn á fullt á internetinu og stöð er komin í gang á 20 metrunum, 14.290 kHz uppkallstíðni JOTA. Þau eru tilbúin að hafa sambönd á innanlandstíðnum til dæmis 3570 CW eða 3690 SSB segir Þórður, TF5PX umsjónarmaður amatörstöðvarinnar á staðnum.

k5lbj

Opið í Skeljanesi í kvöld 20 – 22 og Villi, TF3VS ætlar að koma og rabba um einföld loftnet. Eftir viku ætlar síðan Andrés, TF3AM að koma til okkar og segja frá stórum og miklum lofnetum. Kaffi á könnunni og kex.

furdulegt_loftnet

Opið hús í Skeljanesi í kvöld 20 – 22 og um helgina er SSB hluti SAC keppninnar.

Heitt kaffi á könnunni og frystar kleinur í Skeljanesi í kvöld frá 20 til 22.

Um helgina er SSB hluti SAC keppninnar. SAC keppnin er norræn alheimskeppni þar sem stöðvar á Norðurlöndunum keppa sín í milli um að ná sem flestum samböndum út um heiminn. Keppnin er líka keppni milli Norðurklandanna á þann hátt að borinn er saman samanlagður árangur allar stöðva í hverju landi Norðurlandanna fyrir sig. Er ekki löngu kominn tími á að Ísland geri tilraun til að vinna þessa keppni?

Stjórn ÍRA hvetur alla félagsmenn til þess að taka þátt og væntanlega verður stöð félagsins virk í keppninni. Fyrir SAC CW keppninna auglýsti stjórn ÍRA eftir áhugasömum amatörum til að taka að sér að sjá um þáttökuna í SAC SSB en enginn hefur ennþá sýnt áhuga.

Keppt er frá kl 12:00 á hádegi laugardagsins 8. október til og með kl 11:59 á hádegi sunnudagsins 9. október. Hér er tengill á heimasíðu SAC þar sem hægt er að kynna sér reglur keppninnar: SAC reglur.

Ég var að þvælast í Litháen núna fyrir stuttu og ákvað að senda línu á Amatöra þar í landi. Þeir buðu mér strax í kaffi og bjór. Ég reynda hafði ekki tíma nema fyrir kaffibolla en fór samt og heimsótti þá og smellti af þeim mynd. Spjallaði við þá í smá tíma og voru þeir allir mjög áhugasamir um ísland. Ég lofaði að koma með hákarl og brennivín fyrir þá í næstu ferð!

Frá vinstri til hægri: Oleg LY3UE, Rolandas LY4Q, Simonas LY2EN, Vilius LY2PX og Vygintas LY2XW.

Heimasíða LRMD: http://www.lrmd.lt/index_en.htm

Morse hluti SAC, Scandinavian Activity keppninnar verður um næstu helgi, 17.-18. september. SSB hlutinn verður helgina 8.-9. október.
SAC er 24 tíma keppni frá hádegi laugardags til hádegis sunnudags.
Norðurlöndin keppa við heiminn og innbyrðis, þess vegna er miklvægt að sem flestar TF stöðvar taki þátt.
http://www.sactest.net/blog/rules/
http://www.sactest.net/blog/

Stjórn ÍRA auglýsir eftir VHF/UHF umsjónaraðila fyrir félagið. Koma þarf upp Kenwoood tæki félagsins sem og netum fyrir það. Áhugasamir sendi póst á ira@ira.is merkt VHF/UHF umsjón.

uhfvsvhf