Það gerist af og til, þegar góðir gestir koma, að myndasmiður gleymir sér á spjalli við gestina sem verður til þess að myndatakan situr á hakanum. Þannig var þetta í fyrrakvöld í fjölþjóðlegum hópi amatöra frá fjórum löndum og þremur heimsálfum.

Á fyrstu myndnni eru þeir félagar Höski, TF3RF og Mirek, VK6DXI á góðu spjalli.
Næst er John G. David KB1T á spjalli við Dadda, TF3GW og Spói fylgjist þolinmóður með.
Á þriðju myndinni er Signe, SM0ASQ sem hefur verið á landinu í sumar en hún hefur komið áður í Skeljanesið. Eftir helgi snýr hún aftur til SM lands.
Elizabeth, XYL KB1T er á fjórðu mynd, hún segist ekki vera radíóamatör og á ekki von á að þar verði nein breyting á. Hún hefur komið áður til Íslands en þetta er fyrsta heimsókn Johns.
Á síðustu myndinni eru þeir félagar Sæli og John i þungum þönkum og að sjálfsögðu er verkfræðingurinn
með blað og blýant, tilbúinn að skrifa flóknar formúlur aftan á QSL-kort.

73 de Doddi..3SB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × five =