,

VHF/UHF LEIKAR ÍRA 2019 – ÚRSLIT

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður leikanna flutti stutta kynningu í Skeljanesi fimmtudaginn 8. ágúst. Þar kom m.a. fram, að 18 stöðvar skiluðu inn gögnum í ár, samanborið við 19 í leikunum í fyrra (2018).

Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður ÍRA, þakkaði TF8KY og hópnum frábæra vinnu við undirbúning leikanna. Hann afhenti síðan verðlaun félagsins fyrir 3 efstu sætin:

1. sæti, Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN,  2.408 heildarstig.
2. sæti, Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY,  2.160 heildarstig.
3. sæti, Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, 1.581 heildarstig.

Hrafnkell kynnti að lokum Íslandsmet í drægni á 23cm bandinu sem náðist í leikunum, en þeir TF3ML og TF8YY höfðu QSO á FM mótun á 1294,5 MHz frá fjallinu Búrfelli til Keflavíkur og var vegalengd 134 km. Í lokin ræddi Keli keppnisreglur og kynnti hugsanlegar breytingar, sem verða til þróunar fyrir næsta ár.

Alls mættu 23 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í blíðviðri í Vesturbænum.

(Niðurstöður verða birtar í heild í 4. tbl. CQ TF sem kemur út 30. september n.k.).

Skeljanesi 8. ágúst. Hrafnkell Sigurðsson TF8KY kynnti úrslit í VHF/UHF leikunum 2019. Ljósmynd: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB.
Fremst á mynd: Björn Þór Hrafnkelsson TF8TY. Aftar: Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Sigmundur Karlsson TF3VE. Aftast: Jónas Bjarnason TF3JB, Njáll H. Hilmarsson TF3NH og Þorvaldur Bjarnason TF3TB. Ljósmynd: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB.
Verðlaunarhafar í VHF/UHF leikum ÍRA 2019. Frá vinstri: Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN 1. sæti; Hrafnkell Sigurðsson TF8KY 2. sæti; Ólafur B. Ólafsson TF3ML 3. sæti og Jónas Bjarnason TF3JB formaður ÍRA. Ljósmynd: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB.
Slakað á yfir kaffi og Nóa konfekti. Frá vinstri: Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Ólafur B. Ólafsson TF3ML, Þórður Adolfsson TF3DT, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Baldvin Þórarinsson TF3-033, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A (snýr baki í myndavél), Sigmundur Karlsson TF3VD, Georg Kulp TF3GZ og Mathías Hagvaag TF3MH. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + nineteen =