VHF LAUGARDAGUR Í SKELJANESI

Jón G. Guðmundsson, TF3LM mætti í Skeljanes 18. mars með erindið: „Tilraunir með útgeislun frá VHF loftnetum“.
Hann sagði frá reynslu sinni af að nota VHF stöðvar, bæði í bílum og heimahúsum. Hann vísaði m.a. í tilraunir þeirra Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A sem leiddu til erindisflutnings í Skeljanesi og greinaskrifa í félagsritinu CQ TF undanfarin ár.
Jón fjallaði m.a. um stefnuvirkni á VHF frá bílum og hvernig má nýta hana ef áhugi er fyrir hendi. Hann fjallaði einnig um mismunandi tegundir bílloftneta, kosti þeirra og galla. Einnig ræddi hann um áhugavert forrit á heimasíðu kanadísks radíóamatörs, VE2DBE þar sem hægt er að setja inn upplýsingar og fá fram drægni miðað við gefnar forsendur.
Hann sýndi ennfremur hve þægilegt er að nota SDR viðtækið yfir netið sem vinnur á 24-1800 MHZ þegar gerðar eru tilraunir. SDR viðtækið er staðsett í Perlunni í Öskjuhlíð. Hann benti m.a. á grein sem hann skrifaði um nytsemi viðtækisins á 4. tbl. CQ TF 2021. Loks kynnti hann og ræddi forritið XNEC2 sem er hermiforrit fyrir loftnet og hægt er að nálgast frítt á netinu.
Þakkir til Jóns fyrir áhugavert og vel heppnað erindi. Alls mættu 9 félagsmenn og 2 gestir í Skeljanes þennan sólríka laugardag í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.



Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!