,

Vetrardagskrá Í.R.A. tímabilið janúar-maí 2013

Vetrarsól skín á Steppir í Skeljanesi í Reykjavík kl. 14:22 þann 6. desember 2012.

Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið janúar-maí 2013 liggur fyrir. Hún hefst að þessu sinni fimmtudaginn 24. janúar og lýkur fimmtudaginn 2. maí. Samkvæmt dagskránni verða alls í boði 20 viðburðir, þ.e. erindi, sunnudagsopnanir, hraðnámskeið, opið hús, sérstakur fimmtudagsfundur, DVD heimildarmynd og stöðutaka í morsi. Sunnudagsopnanir félagsaðstöðunnar hefjast á ný um miðjan febrúar og lýkur í byrjun apríl. Ánægjulegt er að geta um, að Bjarni Sigurðsson, sérfræðingur hjá Póst- og fjarskiptastofnun heimsækir okkur í Skeljanes á ný með erindi þann 21. mars. Dagskráin verður nánar til kynningar í 1. tbl. CQ TF sem kemur út síðar í þessum mánuði. Dagskráin er einnig birt í dálknum lengst til hægri (ofarlega) á heimasíðunni með meiri upplýsingum ásamt ljósmyndum. Verkefnið var annars í traustum höndum Andrésar Þórarinssonar, TF3AM, varaformanns félagsins, með aðkomu stjórnarmannanna Kjartans H. Bjarnasonar, TF3BJ og Jónasar Bjarnasonar, TF3JB.

J A N Ú A R

Viðburður

Upplýsingar

Fyrirlesari/umsjón

Tímasetn.

Aths.

24.1. fimmtudagur Fundur VHF og UHF málefni Fundarstjóri TF3BJ 20:30-22:00 Veitingar
31.1. fimmtudagur Opið hús Kaffi á könnunni Almennar umræður 20:00-22:00 Molakaffi
F E B R Ú A R Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/umsjón Tímasetn. Aths.
2.2. laugardagur Stöðutaka, mors Skráning, takmarkaður fjöldi TF3SA og TF3SG 15:00-18:00 Molakaffi
7.2. fimmtudagur Erindi PSK-31 fyrir byrjendur TF3VS 20:30-21:30 Molakaffi
14.2. fimmtudagur Erindi Sögur úr bílnum TF3DX 20:30-21:30 Molakaffi
17.2. sunnudagur 1. sófaumræður Kynning á Sky Command TF3WO 10:30-12:00 Molakaffi
21.2. fimmtudagur Opið hús Kaffi á könnunni Almennar umræður 20:00-22:00 Molakaffi
24.2. sunnudagur 2. sófaumræður Félagar koma með morslykla TF3SA 10:30-12:00 Molakaffi
28.2. fimmtudagur Erindi Stafrænt sjónvarp á Íslandi TF3HRY 20:30-21:30 Molakaffi
M A R S Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/umsjón Tímasetn. Aths.
7.3. fimmtudagur Erindi „Nýju” böndin á 4/60/630m TF3JB 20:30-21:30 Molakaffi
9.3. laugardagur Námskeið Win-Test, upprifjun-1 TF3Y 10:00-12:00 Molakaffi
14.3. fimmtudagur Erindi Loftnetsaðlögunarrásir TF3AM 20:30-21:30 Molakaffi
16.3. laugardagur Námskeið Win-Test, upprifjun-2 TF3Y og TF3CW 10:00-12:00 Molakaffi
17.3. sunnudagur 3. sófaumræður Að gera upp kapla rétt TF3TNT 10:30-12:00 Molakaffi
21.3. fimmtudagur Erindi Heiti erindis tilkynnt síðar Bjarni Sigurðsson PFS 20:30-21:30 Veitingar
A P R Í L Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/umsjón Tímasetn. Aths.
4.4. fimmtudagur DVD mynd DX-leiðangurinn til 3CØX TF3SG 20:30-21:30 Molakaffi
7.4. sunnudagur 4. sófaumræður Notkun SteppIR 2E loftnets TF3Y 10:30-12:00 Molakaffi
11.4. fimmtudagur Erindi Amatörsýningar um heiminn TF3EE TF3JB TF8GX 20:30-21:30 Molakaffi
18.4. fimmtudagur Erindi Starfshópur, fjaraðgangur TF3Y TF3DX TF3KB 20:30-21:30 Molakaffi
M A Í Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/umsjón Tímasetn. Aths.
2.5. fimmtudagur Erindi Starfshópur, neyðarfjarskipti TF3JA og fleiri 20:30-21:30 Molakaffi


ATh. að félagsaðstaðan í Skeljanesi verður lokuð eftirtalda fimmtudaga: 29. mars(skírdagur), 25. apríl (sumardagurinn fyrsti) og 9. maí (uppstigningadagur).

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one + 7 =