,

VEL HEPPNUÐ VERÐLAUNAAFHENDING

Fyrsta opnunarkvöld félagsins samkvæmt nýrri vetraráætlun var 6. október. Dagskrá var sett kl. 20:30 og fluttu þeir Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður VHF/UHF leikanna og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður TF útileikanna stutt erindi um viðburðina. Að því loknu voru afhent verðlaun og viðurkenningar.

Sérstakir gestir félagsins voru þeir Charles Patterson Byers, VE3EUR frá Ottawa í Kanada og Ómar Magnússon TF3WZ/OZ1OM frá Odense í Danmörku.

Vel heppnað og skemmtilegt fimmtudagskvöld í Skeljanesi. Þakkir til þeirra Hrafnkels og Einars fyrir afbragðsgóð erindi og hamingjuóskir til félagsmanna sem voru að taka á móti verðlaunum og viðurkenningum fyrir þessa tvo fjarskiptaviðburði ársins.

Alls voru 30 manns í húsi í Skeljanesi þetta ágæta haustkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Hrafnkell Sigurðsson TF8KY umsjónarmaður VHF/UHF leikanna flutti stutt erindi um helstu niðurstöður.
Einar Kjartansson TF3EK umsjónarmaður TF útileikanna flutti stutt erindi um helstu niðurstöður.
Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY hlaut verðlaunagripi ÍRA fyrir 1. sætið í TF útileikunum og 2. sætið í VHF/UHF leikunum, auk viðurkenningaskjala fyrir 1. sætið í TF útileikunum og 2. sætið í QSO fjölda í VHF/UHF leikunum. Á myndinni tekur hann á móti viðurkenningarskjali í UHF/UHF leikunum úr hendi Jóns Björnssonar TF3PW, gjaldkera ÍRA.
Andrés Þórarinsson, TF1AM hlaut verðlaunagrip ÍRA fyrir 1. sætið í VHF/UHF leikunum og viðurkenningarskjal fyrir 4. sætið í TF útileikunum. Á myndinni tekur hann á móti verðlaunagrip úr hendi Hrafnkels Sigurðssonar TF8KY umsjónarmanni VHF/UHF leikanna.
Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN hlaut verðlaunagrip ÍRA fyrir 3. sætið í VHF/UHF leikunum og viðurkenningarskjöl fyrir 1. sætið í QSO fjölda í VHF/UHF leikunum og fyrir fyrir 5. sætið í TF útileikunum. Á myndinni tekur hann á móti viðurkenningarskjali úr hendi Hrafnkels Sigurðssonar TF8KY.
Eiður Kristinn Magnússon, TF1EM hlaut viðurkenningarskjöl ÍRA fyrir 3. sætið í QSO fjölda í VHF/UHF leikunum og fyrir 3. sætið í TF útileikunum. Á myndinni tekur hann á móti viðurkenningarskjali úr hendi Einars Kjartanssonar TF3EK.
Einar Kjartansson TF3EK hlaut viðurkenningarskjal ÍRA fyrir 2. sætið í TF útileikunum. Mynd af Einari ásamt TF1EM og TF8KY.
Sérstakir gestir félagsins þetta ágæta fimmtudagskvöld í Skeljanesi voru þeir Charles Patterson Byers, VE3EUR frá Ottawa í Kanada og Ómar Magnússon TF3WZ/OZ1OM frá Odense í Danmörku. Á myndinni eru þeir ásamt Mathíasi Hagvaag TF3MH QSL stjóra ÍRA. Þeir félagar voru alveg sammála um að það væri ekki til betra áhugamál en amatör radíó. Ljósmyndir: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

7 − 3 =