,

Vel heppnuð laugardagsopnun

Laugardagsopnum var í Skeljanesi 28. júlí. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti á staðinn með mælitæki. Byrjað var á að rannsaka skemmdan kóaxkapal. Með því að nota Rigexpert AA-1400 loftnetsgreini tókst fljótt að staðsetja bilunina. Þá voru sérstaklega tekin til skoðunar loftnet á VHF/UHF handstöðvum. Í ljós kom að loftnet handstöðva frá þekktum framleiðendum reyndust í lagi, en loftnet á kínverskum handstöðvum þörfnuðust styttingar við og beitti Ari klippunum af nákvæmi. Ávinningur af klippingunni var staðreyndur með samanburðarmælingum – fyrir og eftir.

TF3LM lýsti þessu ágætlega á FB í dag: „Besta (styttra) loftnetið fyrir Baofeng stöðina á amatörtíðni er sem fyrr Kenwood loftnet en ef lengd er ekki vandamál er það Nagoya 771. Á 4X4 rásunum með Standard Horizon HX400 stöðinni var silfurlita Nagoya 701 best og „original“ loftnetið kom næst, 2 dB neðar. „Original“ netið var langbest á endurvarparásunum. Það var upp og ofan hvað gerðist ef maður setti lausan míkrófón á stöðvarnar. Á Baofeng stöðinnni jókst aflið út um 1-2 dB en á HX400 töpuðust stundum allt að 3 dB. Þessar mælingar voru staðfestar í dag niðri í Skeljanesi hjá ÍRA. Þar var notuð ICOM IC-9100 heimastöð og var notast við hugbúnað frá ICOM, RS-BA1 með fjarstýringu frá heimastöðinni sem var staðsett í Breiðholti. Svo var sent frá Skeljanesi, en það eru 6,7 Km á milli staða“.

Mæting var annars góð, alls 19 félagar. Viðburðurinn hafði verið  auglýstur frá kl. 14 en þeir fyrstu mættu upp úr kl. 13 og var staðurinn yfirgefinn kl. 17. Á milli mælinga var í boði ilmandi Lavazza kaffi og vínarbrauðslengjur frá Björnsbakaríi. Því miður hafði sá sem þetta ritar gleymt að hlaða myndavélarrafhlöðuna þannig að myndir fylgja af færri en fleirum að þessu sinni. Bestu þakkir til Ara, TF1A, fyrir áhugaverðan laugardag í Skeljanesi.

Frá vinstri (sitjandi): TF3MH, TF1A og TF3DT. Frá vinstri (standandi): TF3PW, TF3LM, TF3-Ø33, TF1OL og TF3EE. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen − 1 =