,

Vel heppnaður flóamarkaður í Skeljanesi

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, býður upp “pöllurnar” góðu (spaðalykilinn) frá Speed-Paddles U.S.A.

Flóamarkaður Í.R.A. að hausti fór fram sunnudaginn 16. október 2011. Alls mættu yfir 35 manns á viðburðinn sem hófst  stundvíslega kl. 13 og stóð yfir fram til kl. 16. Framboð var ágætt, m.a. notaðar UHF stöðvar, mikið af smíðaefni, íhlutir, kassar til smíða, ýmis mælitæki og margs konar aukahlutir, m.a. frá MFJ og Yaesu, auk loftneta fyrir HF, VHF, UHF og SHF böndin frá Mosley, New-Tronics, M2, WiMo og J-Beam. Þá var ágætt framboð af LCD tölvuskjám og sérhæfðum tölvuhlutum. Óhætt er að fullyrða að þeir sem gerðu viðskipti á flóamarkaðnum hafi undantekningarlaust gert góð kaup.

Hápunktur viðburðarins var uppboð á dýrari hlutum og búnaði sem haldið var stundvíslega kl. 14 og annaðist Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, það af einskærri snilld. Alls voru 14 “númer” á uppboðinu og sala með ágætum, en hvað mest var boðið í New-Tronics Hustler 6-BTV stangarloftnet fyrir HF-sviðið og valinkunnar gullhúðaðar “pöllur” (spaðalykil) frá Speed-Paddles. Stórt Mosley TA-53-M 4 staka Yagi loftnet fyrir HF-böndin (sem nýtt) seldist þó ekki, þrátt fyrir sanngjarnt ásett verð og sumir uppboðshlutir seldust jafnvel eftir uppboðið, þegar þeir sem komu seint höfðu náð að kynna sér nánar hlutina, sbr. t.d. nýjan Comtex PS30SW-I 13.8VDC/30A spennugjafa (sem færri fengu en vildu). Stefnt er að því að halda flóamarkað að vori í apríl n.k., en félagið á von á umtalsverðu magni af gefins búnaði, tækjum og íhlutum upp úr áramótunum.

Stjórn Í.R.A. þakkar félagsmönnum fyrir góða þátttöku og Jóni Svavarssyni TF3LMN fyrir myndatökuna.

Margt áhugavert og nýtilegt gat leynst í kössunum. Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM, kannar málið.

Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN; Haraldur Þórðarson, TF3HP; og Gunnar Svanur Hjálmarsson, TF3FIN.

Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG; Bjarni Magnússon, TF3BM; og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ.

Andrés Þórarinsson, TF3AM; Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS; Jónas Bjarnason, TF2JB; og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, skoða “roller” spólur, einangrara, hverfiþétta og fleira áhugavert.

Gísli G. Ófeigsson, TF3G, gjaldkeri félagsins þótti harður í verðlagningunni, en sanngjarn þegar upp var staðið.

Nokkuð magn var eftir af UHF-stöðvum, borðhleðslutækjum og fleiru.

Hluti af dýrari tækjum og búnaði sem voru til uppboðs á flóamarkaðnum.

Eldri mælitæki og margskonar tæki sem flestallt seldist við vægu verði.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

7 − five =