,

Úrslit fyrir TF stöðvar í SSB hluta CQ WPX 2009

Úrslitin í SSB hluta CQ WPX keppninnar 2009 hafa verið gerð opinber. Alls skiluðu sjö íslenskar stöðar inn radíódagbókum til keppnisstjórnar.

Bestum heildarárangri TF-stöðva náði Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, eða 1,088,472 punktum. Hann keppti í einmenningsflokki á 14 MHz (hámarks útgangsafl). Jón hafði alls 1336 QSO og 616 forskeyti (e. prefixes). Sigurður Jakobsson, TF3CW, náði næst bestum heildarárangri, eða 853,440 punktum. Hann keppti í einmenningsflokki á öllum böndum (hámarks útgangsafl). Sigurður hafði alls 941 QSO og 480 forskeyti. Andrés Þórarinsson, TF3AM, náði þriðja besta árangri, eða 100,188 punktum. Hann keppti í einmenningsflokki á öllum böndum (hámarks útgangsafl). Andrés hafði alls 342 QSO og 242 forskeyti.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 2 =