,

VHF-UHF FM STÖÐ

Yaesu FT-7900E sambyggð FM sendi-/móttökustöð fyrir 144 MHz og 430 MHz tíðnisviðin. Sendiafl er valkvætt, 5/10/20/50W á 2 metrum og 5/10/20/45W á 70 cm. Viðtæki þekur aukalega tíðnisviðin frá 108 til 520 MHz og frá 700-1000 MHz. Nánari tæknilegar upplýsingar má sjá á eftirfarandi vefslóð: http://www.universal-radio.com/catalog/fm_txvrs/0790.html

Í fjarskiptaherberginu, er opið á 145.500 MHz og 433.500 MHz á opnunarkvöldum í félagsaðstöðunni. Þannig, að félagar geta kallað á TF3IRA og verið nokkuð vissir um að fá svar þegar viðvera er í húsnæðinu. Kenwood TS-2000 stöð félagsins er QRV á VHF/UHF í gegnum gervitungl á opnunarkvöldum.