Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra, ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi er opin á fimmtudagskvöldum 20:00-22:00. Strætisvagn, leið 12, stansar við húsið.

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt vísindalegt áhugamál. Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út yfir 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun.

Um ÍRA

ÍRA var stofnað 14. ágúst 1946. Félagið er landsfélag radíóamatöra á Íslandi og á gott samstarf við Póst- og fjarskiptastofnun um málefni radíóamatöra hér á landi. ÍRA er aðili að alþjóðasamtökum landsfélaga radíóamatöra IARU, IARU Svæði 1 og samtökum norrænna landsfélaga radíóamatöra, NRAU.

Félagsaðstaða

Félagsaðstaða ÍRA er opin á fimmtudagskvöldum á milli kl. 20:00-22:00 og eru allir sem áhuga hafa á amatörradíó boðnir velkomnir. Félagið er til húsa við Skeljanes í Reykjavík. Staðsetning hússins er 64° 07′ 33″ N – 21° 56′ 58″ V. Locator HP94AD. Húsið er 14 km frá suðurenda og 2,5 km frá vesturenda “grid” svæðisins. Strætisvagn, leið 12, hefur endastöð við húsið.

Stjórn ÍRA starfsárið 2017 og skoðunarmenn reikninga

Senda má tölvupóst á félagið á póstfangið: ira@ira.is – (GSM sími formanns: 8633399).

EMBÆTTINAFNKALLMERKILEYFISBRÉF
FormaðurJón Þóroddur JónssonTF3JA46
VaraformaðurÓskar SverrissonTF3DC 99
RitariÖlvir Styrr SveinssonTF3WZ438
GjaldkeriEinar KjartanssonTF3EK308
MeðstjórnandiJóhannes HermannssonTF3NE442
VaramaðurS. Hrafnkell SigurðssonTF8KY423
VaramaðurEgill Ibsen ÓskarssonTF3EO412
Skoðunarm. reikningaHaukur KonráðssonTF3HK215
Skoðunarm. reikningaYngvi Harðarson
TF3Y89
Skoðunarm. reikninga, varaVilhjálmur Ívar SigurjónssonTF3VS235

Tölvupóstföng stjórnarmanna og annarra embættismanna má sjá í Félagatali.

Hér má finna verklagsreglur stjórnar: http://www.ira.is/verklagsreglur-stjornar-ira/

Embættismenn 2017 skipaðir af stjórn

IARU tengiliðurFormaður ÍRATF3JA46
PFS tengiliðurRitari ÍRATF3WZ438
Prófnefnd, formaðurVilhjálmur Þór KjartanssonTF3DX44
PrófnefndKristinn AndersenTF3KX91
PrófnefndKristján BenediktssonTF3KB41
PrófnefndEinar KjartanssonTF3EK308
PrófnefndVilhjálmur Ívar Sigurjónsson
TF3VS235
EMC nefnd, formaðurSæmundur E. ÞorsteinssonTF3UA60
EMC nefndGísli G. ÓfeigssonTF3G105
EMC nefndYngvi Harðarson
TF3Y89
QSL stjóri, útsend kortMatthías HagvaagTF3MH411
QSL stjóri, innkomin kortMatthías HagvaagTF3MH411
Rekstrarstjóri vefmiðlaJón Þóroddur JónssonTF3JA
46
VefstjóriÖlvir S. SveinssonTF3WZ438
Ritnefnd CQ TF
Ritnefnd CQ TF
Ritnefnd CQ TF
Stöðvarstjóri TF3IRAÖlvir Styrr SveinssonTF3WZ438
TF útileikar, formaðurBjarni SverrissonTF3GB180
TF útileikarBrynjólfur JónssonTF5B125
Umsjónarm. endurvarpaGuðmundur SigurðssonTF3GS251
VHF leikar, leikstjóri
VHF stjóri
ViðurkenningastjóriBrynjólfur JónssonTF5B125

Heimilisfang ÍRA og TF QSL Bureau er:

Íslenskir radíóamatörar, ÍRA
Pósthólf 1058
121 Reykjavík

Gerast félagsmaður í ÍRA

Samkvæmt 5. gr. félagslaga ÍRA geta allir áhugamenn um radíótækni sem vilja starfa í samræmi við markmið félagsins gerst félagar, enda hafi umsækjandi um inngöngu kynnt sér þau og lýst sig samþykkan þeim. Inntökubeiðni í félagið skal vera skrifleg og sendist stjórninni ásamt árgjaldi.

Hafir þú áhuga á því að ganga í félagið geta fyllt út umsókn hér á síðunni. Félagsgjald í ÍRA er 6.500 krónur á ári. Starfsár/fjárhagsár ÍRA er almanaksárið, frá 1. janúar til 31. desember. 16 ára og yngri og námsmenn 24 ára og yngri greiða ekki árgjald. Fólk 67 ára og eldra og makar félagsmanna greiða hálft gjald.

Hér er hægt að sækja um: http://www.ira.is/gerast-felagi/