,

HELGARTILTEKT Í SKELJANESI

Líkt og skýrt er frá (sjá frétt neðar), var hluti af eldri tækjum og búnaði í eigu ÍRA flutt til bráðabirgða til geymslu í stöðvarhúsi RÚV á Vatnsendahæð árið 2017 eftir að vatn flæddi inn í herbergi okkar í kjallaranum í Skeljanesi. Síðdegis 16. júlí var dótið sótt upp á Vatnsendahæð og flutt að nýju í Skeljanes. Sama kvöld var sendiferðabifreiðin affermd og dótið sett til bráðabirgða inn í gang hússins. Ákveðið var því að nota helgina til að koma dótinu fyrir.

Þar sem dagana á undan hafði hellirignt í Vesturbænum (sem og annarsstaðar á landinu) var gólfið á floti í geymslu félagsins í kjallaranum. Í stað þess að flytja dótið þangað, var gripið til þess ráðs að endurskipuleggja herbergi QSL stofunnar á 2. hæð og flytja hluta dótsins þangað. Sá hluti sem gekk af var fluttur í hliðarrými á ganginum niðri, samhliða inngangi í húsið. Hvorutveggja gekk eftir og er hugmyndin að dótið verði geymt á þessum tveimur stöðum uns hægt verður að gera geymsluna nothæfa á ný.

Jónas Bjarnason, TF3JB og Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 önnuðust flutninga og tilfærslur innanhúss. Eftirtaldir félagar mættu á staðinn til að spjalla, gefa góð ráð eða til að færa okkur kaffibrauð. Á laugardag: Mathías Hagvaag, TF3MH, Ari Þór Jóhannesson, TF1A og Garðar Valberg Sveinsson, TF8YY. Á sunnudag: Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, Wilhelm Sigurðsson, TF3AWS og Mathías Hagvaag, TF3MH.

Fyrirkomulagi í herbergi QSL stofunnar á 2. hæð var breytt til bráðabirgða svo hægt væri að koma fyrir hluta dótsins.
Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33 við hliðarrýmið við inngang í húsið þar sem dóti var komið fyrir til bráðabirgða. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sixteen − twelve =