,

Til hamingju með daginn Villi Radíó, TF3DX

Einn mesti radíóamatörinn í okkar röðum er sjötugur í dag – til hamingju með daginn Villi. Ég ætla ekki í þessari stuttu frétt að gera tilraun til að rekja einhver afreka Villa á radíósviðinu – þið þekkið öll hann Villa. Aðalsmerki Villa sem radíóamatör er að hann hefur náð QSOum um allan heim með heimasmíðuðum QRP-tækjum og loftnetum sem auðvelt er að henda upp í fljótheitum og kosta lítið. Villi hefur byggt sín sambönd á reynslu og þekkingu á útbreiðslu og hegðun radíóbylgjanna en ekki afli. Villi er einn besti og þolinmóðasti kennari sem ég hef haft um ævina, stundum svolítið stríðinn en Villi er kennimaður af guðsnáð.

Villi segir í viðtali í blaði dagsins það standa uppúr í lífinu, að vera afi.

Eigum við ekki að sameinast í hamingjuóskum til Villa og fjölskyldu hans á þessum fallega degi sem rétt í þessu er að birtast í austri yfir fjöllunum á Hellisheiði sem Villi þekkir eins og puttana á sjálfum sér eftir áratuga ferðlög um heiðina jafnt vetur sem sumar.

Til hamingju.

73 de TF3JA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five + eighteen =