Martin Berkofsky, TF3XUU. Myndin var tekin í Reykjavík þann 27. maí 2012. Ljósmynd: TF3SB.

Martin Berkofsky, TF3XUU (KC3RE), hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað, RST 000. Hann lést í svefni á heimili sínu í Bandaríkjunum sunnudaginn 28. desember. Banamein hans var krabbamein. Martin var félagi í Í.R.A. til margra ára.

Martin var píanóleikari og var síðast á ferð hér á landi í maí 2012. Við það tækifæri spilaði hann m.a. á tónleikum í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands.

Martin Berkofsky stóðst próf til amatörleyfis hér á landi árið 1984 og starfaði m.a. um tíma sem radíóvitastjóri Í.R.A. á Garðskaga og gætti radíóvitans TF8VHF sem varð QRV í janúar 1986. Hann var mikill morsmaður og var virkur hér á landi um árabil, bæði sem TF3XUU og TF8XUU.

Um leið og við minnumst Martin Berkofsky með þökk og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar Í.R.A.,

Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, ritari 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 − four =