,

TF3WARD QRV Á ALÞJÓÐADAGINN

Kallmerki ÍRA, TF3WARD, var virkjað í annað skipti á Alþjóðadag radíóamatöra sunnudaginn 18. apríl. Viðskeytið stendur fyrir World Amateur Radio Day. Haldið er upp á stofndag alþjóðasamtaka landsfélaga radíóamatöra, IARU, sem var 18. apríl árið 1925.

TF3WARD var QRV á morsi og tali á HF böndunum og um gervihnöttinn OSCAR 100 til DX fjarskipta og á 2 metrum og 70 sentímetrum til fjarskipta við TF stöðvar innanlands. Skilyrðin á HF böndunum voru afar erfið vegna truflana í segulsviðinu. Allt í allt náðust þó nær 200 sambönd, þar af voru 126 sambönd um QO 100. TF1A, TF3DC, TF3JB og TF3Y virkjuðu kallmerkið á alþjóðadaginn.

Í ár reyndist ekki unnt að hafa opið hús í Skeljanesi fyrir félagsmenn og gesti á alþjóðadaginn vegna kórónaveirunnar. Við lítum hins vegar bjartsýn til næsta árs (2022). Þá er stefnt að mun víðtækari starfrækslu TF3WARD, m.a. að félagsmenn (sem áhuga hafa) geti virkjað kallmerkið frá heimastöð. Verkefnið verður undirbúið með góðum fyrirvara, en t.d. þarf að sækja um sérstaka heimild til Póst- og fjarskiptastofnunar.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 + fourteen =