,

TF3W verður QRV í ARRL DX Phone keppninni

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, starfrækti TF3W frá félagsstöð Í.R.A. 18.-19. september. Ljósmynd: TF3LMN.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, mun starfrækja stöð félagsins í ARRL DX Phone keppninni 5.-6. mars n.k. og nota kallmerkið TF3W. Keppnin hefst kl. 00:00 laugardaginn 5. mars og lýkur kl. 23:59 sunnudaginn 6. mars. Sigurður mun keppa í einmenningsflokki á 14 MHz á hámarksafli (1kW).

Markmið keppninnar er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tveimur sólarhringum við aðrar amatörstöðvar í W/VE. Mest er hægt að hafa 63 margfaldara á einu bandi. Hvert ríki í Bandaríkjunum og hvert fylki í Kanada telja. Öll ríki í Bandaríkjunum gilda þannig sem margfaldarar nema KH6 og KL7 en “District of Columbia, DC” kemur inn sem margfaldari í keppninni. Í Kanada gilda fylkin: NB (VE1, 9); NS (VE1); QC (VE2); ON (VE3); MB (VE4); SK (VE5); AB (VE6); BC (VE7); NWT (VE8); NF (VO1); LB (VO2); NU (VYØ); YT (VY1); og PEI (VY2).

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

7 − three =