,

TF3JB verður með fimmtudagserindið

Jónas Bjarnason, TF3JB

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 7. mars n.k. kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Fyrirlesari kvöldsins er Jónas Bjarnason, TF3JB og nefnist erindi hans: „Nýju böndin á 4, 60 og 630 metrum”.

Sérstakar tímabundnar sérheimildir íslenskra radíóamatöra á 5 MHz (60 metrum) og á 70 MHz (4 metrum) voru nýverið endurnýjaðar af Póst- og fjarskiptastofnun fyrir almanaksárin 2013 og 2014. Ennfremur var sérheimild um aðgang að tíðnisviðinu 1850-1900 kHz í tilgreindum alþjóðlegum keppnum á almanaksárinu 2013, nýverið endurnýjuð. Loks fengum við nýju tíðnisviði úthlutað á 472-479 kHz (630 metrum) þann 16. janúar s.l.

Í erindi sínu, mun Jónas fara stuttlega yfir hvert band fyrir sig. Útskýrt verður m.a. hvað og hvernig menn þurfa að bera sig að til að fá heimildir. Við hverju er að búast hvað varðar útbreiðslu. Einnig verður farið yfir sameiginlega tíðniskiptingu NRRL og Í.R.A. á 60 metra bandinu, ásamt því að veitt verður yfirlit yfir praktíska þætti, s.s. útvegun/smíði sendi-/móttökustöðva og loftneta í þessum tíðnisviðum.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta stundvíslega.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 + 13 =