,

TF3JA verður með fimmtudagserindið 10. febrúar

Í góðum félagsskap. Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA og Anna dótturdóttir hans.

Þá er komið að fyrsta fimmtudagserindinu á síðari hluta vetrardagskrár félagsins á starfsárinu, sem haldið verður fimmtudaginn 10. febrúar kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA.

Erindið nefnist “APRS verkefnið í höfn” en Jón Þóroddur fer fyrir hópi leyfishafa innan félagsins sem eru áhugasamir um verkefnið. APRS er skammstöfun fyrir “Automatic Packet Reporting System” sem hefur verið í þróun hjá radíóamatörum í meira en tvo áratugi, en Robert B. Bruninga, WB4APR, er upphafsmaður þess. Nánari upplýsingar: http://en.wikipedia.org/wiki/Automatic_Packet_Reporting_System

Fyrri hluti erindisins var fluttur þann 25. nóvember s.l., í félagi við þá Ársæl Óskarsson, TF3AO og Harald Þórðarson, TF3HP. Að þessu sinni mun Jón Þóroddur skýra nánar frá útfærslunni hér á landi.

Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar verða í boði félagsins.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 + 1 =