,

TF3EK skýrði búnað og aðferðir fyrir SOTA

Einar Kjartansson, TF3EK, mætti í Skeljanes 7. mars og hélt erindi undir heitinu: “Búnaður og aðferðir sem henta fyrir SOTA”.

Einar fór yfir tilurð SOTA sem var stofnað 2. mars 2002. Málið snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Hann útskýrði hvernig sambönd eru höfð og færð inn í gagnagrunn á heimasíðu SOTA. Fjallatindar eru skilgreindir sérstaklega í hverju landi og hérlendis eru þeir 908.

Vilhjálmur Þ. Kjartansson TF3DX var fyrstur til að „virkja“ fjallatind samkvæmt verkefninu, þann 1. september 2016 þegar Ísland gerist aðili. Þeir Egill Íbsen TF3EO, Einar Kjartansson TF3EK og Þórður Ívarsson TF5PX settu kerfið upp hér á landi.

                                   Fjöldi   Virkjaðir
Austurland        AL       281      3
Norðurland       NL       211      5
Suðurland         SL        216      43
Snæfellsnes      SN       66        5
Suðvesturland   SV       43        43
Vestmannaeyjar VE       6          2
Vestfirðir          VF       85        9
Samtals:                       908      110

Margskonar viðurkenningarskjöl og verðlaunagripir eru í boði, svo sem Fjallageitin (e. Mountain Goat). Aðspurður, sagðist Einar vera u.þ.b. hálfnaður uns hann getur sótt um „Fjallageitina“.

Erindið var vel flutt og Einar svaraði mörgum fyrirspurnum og fékk að lokum gott klapp. Umræður héldu þó áfram og sýndi Einar búnað sinn. Stöðvarnar eru Yaesu FT-857D og Elecraft KX-2 (sem er ný og hann fékk í lok s.l. árs), loftnet eru heimatilbúin, m.a. dípólar og glertrefjastangir sem eru reistar á vettvangi.

Alls mættu 24 félagsmenn og 2 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld. Þakkir til Einars Kjartanssonar TF3EK fyrir fróðlegt og skemmtilegt erindi.

P.s. Mikil ánægja var með nýju stólana.

Skeljanesi 7. mars. Einar Kjartansson TF3EK flytur erindi um SOTA búnað og aðferðir.
Salurinn var þétt setinn.
Eftir erindið sýndi Einar búnaðinn sem hann notar í SOTA ferðum á fjallatinda. Með honum á myndinni eru þeir Þórður Adolfsson TF3DT og Óskar Sverrisson TF3DC. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × 3 =