,

TF2LL/MM á sjó vestur við Grænland á Vitahelginni

Aðspurður fyrr í vikunni hafði TF2LL þetta að segja um Vitahelgina og skilyrðin:

Svona lítur loftnetið nú út, til þess að gera afskaplega ómerkilegt! en virkar og sannar rétt eina ferðina en að það þarf ekki merkilegan búnað til þess að ná á milli landa.

Ég er með 12 metra langan endafæddan láréttan vír sem ég strengdi á milli handriða rétt ofan við lunningu um 8 metra fyrir ofan sjólínu og ætla i næstu inniveru, fimmtu- eða föstudag að reyna að koma loftnetinu upp á milli mastra.

Já það er merkilegt hvernig skilyrðin eru. Ég er búinn ad spjalla vid Jesper QX3KQ i Syðri Straumfirði á 20 metrunum en heyri ekki bofs i QX5YL skvísunum sem eru eitthvað sunnar. Ílla heyrist i LA en fínt í SM stöðvum og búinn að hafa nokkur QSO við bara ” venjulega ” kalla med lítil loftnet og afl. OH stöðvarnar eru feikna sterkar en heyra ekkert í mér. Þetta virðist einhvernvegin liggja svona undanfarið.

Ég heyrði ekki bofs i vitamönnum um helgina, hvorki Garðskaga né Knarrarósi, sama hver mótunin var. Ég átti hins vegar nokkur vita-QSO austur um, Bretland, Danmörk og Þýskaland. Í gærkvöldi talaði ég við breta sem var rétt nýkominn inn úr vitaleiðangri og hann kvartaði sáran yfir lélegum skilyrðum. Hann hafði 80 QSO, mest á 40 m, örfá á 20 m og ekkert á 80 m og þetta hefði sennilega verið einhver lélegasta vitahelgin sem hann hefði tekið þátt i miðað vid QSO fjölda auk þess sem veðrið var mjög leiðinlegt.

Ég sendi bréfið til þín úr tölvunni sem er í stjórnklefanum i vélarúminu og staðsetningin er i gráðum, 64-04 N og 36-11 W, QTH locator er HP14WA og fjarlægðin í Garðskaga og Knarrarós 700 – 800 km.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 + 2 =