Árlegt Norðurlandamót ungra radíóamatöra er haldið um páska-helgina 19.-22. apríl í Salo í Finnlandi. Nýskipaður ungmennafulltrúi ÍRA, Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, er á staðnum.

Að sögn Elínar eru þátttakendur um 40 talsins frá öllum Norður-löndunum, auk gesta frá öðrum Evrópulöndum. Hún nefnir, að dagskrá SRAL (finnska landsfélagsins) sé mjög vönduð og vel að öllu staðið, bæði í gistingu og mat.

Hún sagðist vera spennt fyrir refaveiðunum og er m.a. á lista að vera QRV frá sameiginlegri stöð á staðnum, OH2YOTA og væri gaman að hafa nokkur QSO við Ísland.

Elín er með þrjú erindi á dagskrá mótsins, auk þess sem hún hafði með sér íslenskt „nammi“ (eins og hún orðar það sjálf) sem var boðið viðstöddum að smakka og hefur verið mjög vinsælt.

Stjórn ÍRA þakkar Elínu og sendir páskakveðjur til Salo.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 + 7 =