,

Stórvirki í Skeljanesi 24.-25. nóvember.

Helgina 24.-25. nóvember stóð hópur félagsmanna í ströngu í Skeljanesi. Verkefnið var að skipta út turni, Alfa Spid Rak rótor, Fritzel FB-33 loftneti og fæðilínu. Eftirfarandi var gert:

Nýr turn var settur upp – hærri og öflugri. TF2LL gaf og gerði nýjan turn kláran og smíðaði öflugar botnfestingar (fellanlegar) sem og rótorsæti sem er rétt staðsett í turninum. Nýi rótorinn er frá ítalska framleiðandanum Pro.Sis.Tel. af gerðinni PST-61 og stóð félagssjóður straum af kostnaði hans. Nýja loftnetið er breytt OptiBeam OB5-20 einsbands Yagi fyrir 14 MHz. Georg endurvann allar stærðir í samráði við framleiðandann og er nýtt loftnet félagsins í raun 4 elementa OptiBeam OB4-20OWA eftir þær breytingar. Ný fæðilína er „Hardline 1/2“ frá Andrews.

Sex félagar báru hitann og þungann af uppsetningu og frágangi í Skeljanesi um helgina. Það voru Georg Magnússon, TF2LL sem gaf turninn, 4 staka einsbands Yagi loftnet og alla undirbúningsvinnu sem var gríðarlega mikil eða nær 200 tímar – auk vinnu þessa tvo daga. Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, sem tengdi og gaf 40 metra langa fæðilínu og kom að undirbúningsvinnu, auk vinnu þessa tvo daga. Þórður Adolfsson, TF3DT sem gaf alla vinnu þessa tvo daga og kom með vörubíl með krana, sem reyndist ómetanlegt framlag. Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN, sem gaf alla vinnu þessa tvo daga, en hann annaðist m.a. alla vinnu uppi í turninum. Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33, sem kom að undirbúningsvinnu, auk vinnu þessa tvo daga svo og Ásgeir Bjarnason sem aðstoðaði fyrri daginn.

Stjórnarmenn á staðnum: Jónas Bjarnason, TF3JB; Óskar Sverrisson, TF3DC og Elín Sigurðardóttir, TF2EQ. Einnig: Mathías Hagvaag, TF3MH; Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG (fyrri dag) og Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A (síðari dag). Gestir: Jón Björnsson, TF3PW (fyrri dag) og Wilhelm Sigurðsson, TF3AWS (síðari dag).

Bóma nýja loftnetsins er 7,5 metrar að lengd, lengsta element er 11,16 metrar og þyngd 60 kg. Ávinningur er 6,3 dbd / 13,6 dBi og 23 dBi F/B. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, tengdi RigExpert loftnetsgreini TF2LL við nýja netið eftir uppsetningu og kom það afar vel út, eða með standbylgju 1.1 á 14.175 MHz; 1.3 á 14.000 MHz og 1.2 á 14.350 MHz.

Það var síðan Þórður Adolfsson, TF3DT, sem hafði fyrsta sambandið frá TF3IRA á nýja loftnetinu síðdegis á sunnudeginum við EA9ACE. Skilaboðin voru góð frá Ceuta eða R/S 5/9 plús 20dB.

Stjórn ÍRA þakkar viðkomandi frábært framlag í þágu félagsins.

25. nóvember í Skeljanesi. Nýtt 4 el Yagi loftnet fyrir TF3IRA komið upp á nýjan turn, með nýjum rótor og tengt nýrri fæðilínu.

Turninum lyft í fullri lengd.

Loftnetið komið á turninn.

Jón Gunnar Harðarson TF3PPN uppi í turninum að festa Yagi loftnetið.

Óskar Sverrisson TF3DC rúllar út “hardline” fæðilínunni á meðan hann ræðir við Ásgeir Bjarnason. Fjær: Georg Magnússon TF2LL vinnur við nýja Yagi loftnetið.

Baldvin Þórarinsson TF3-033 gengur frá “hardline” fæðilínunni frá turni í fjarskiptaherbergi TF3IRA.

Kátt á hjalla. Ólafur B. Ólafsson TF3ML, Óskar Sverrisson TF3DC, Þórður Adolfsson TF3DZ og Baldvin Þórarinsson TF3-033.

Þórður Adolfsson TF3DT fjarstýrði krananum á vörubílnum af mikilli leikni. Óskar Sverrisson TF3DC fylgist með. Í fjarlægð: Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG og Ásgeir Bjarnason.

Stund á milli stríða. Georg Magnússon TF2LL og Jón Gunnar Harðarson í stiganum að ganga frá fæðilínunni.

Þórður Adolfsson TF3DT tók fyrsta QSO’ið frá TF3IRA á nýja Yagi loftnetið. Óskar Sverrisson TF3DC fylgist með.

Veðrið var eins og “pantað” báða dagana í Skeljanesi; blankandi logn og hitastigið í kringum frostmarkið.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

15 − 5 =