File:SOTA-Logo.svg - Wikimedia Commons  SOTA verkefnið Summits On The Air var stofnað 2. mars 2002.

Málið snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum.

Fjallatindar eru skilgreindir sérstaklega í hverju landi og hérlendis eru þeir alls 910.

TF3DX varð fyrstur til að „virkja“ fjallatind samkvæmt verkefninu, þann 1. september 2016 þegar Ísland gerist aðili að SOTA.

Egill TF3EO, Einar TF3EK og Þórður TF5PX settu kerfið upp hér á landi.

Um 24 þúsund radíóamatörar eru með skráða þátttöku í verkefninu í yfir 100 þjóðlöndum. Þar af eru um 20 TF kallmerki.

.

Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX virkjar Hestfjall, SOTA TF/210 á morsi, haustið 2020. Ljósmynd. XYL Guðrún Hannesdóttir TF3GD.

.

Krækja á SOTA tinda á Íslandi. Open SOTA map of Iceland.

Miðað er við virkni á sunnudögum ca. kl. 13 – 14. Tíðnir: 145.500 FM mótun, 14.033 og 3633 CW en að sjálfsögðu eru allar tíðnir í notkun allt eftir áhuga og eftirspurn.

Allt um SOTA er á http://www.sotadata.org.uk/ og á opna fésbókarhópnum SOTA TF eru fréttir og upplýsingar um SOTA á Íslandi, allir eru hvattir til að auglýsa ferðir og ekki síst að skila inn loggum.

Þegar loggum er skilað inn á http://www.sotadata.org.uk vefinn þá er gott að hafa í huga að þegar S2S (summit to summit) QSO verður til þá þarf að logga það sérstaklega. Það er gert með því að velja “SUBMIT LOG” og svo “SUBMIT CHASER/S2S/SWL ENTRY”. Þegar hakað er við “is QSO S2S?” opnast fleiri möguleikar.

Hér fyrir neðan geta allir sett inn eða óskað eftir með pósti á ira@ira.is að settar verði inn ferða- og reynslusögur úr SOTA.