,

SÓFAUMRÆÐUR Í SKELJANESI Á SUNNUDAG

Sunnudaginn 24. nóvember kl. 11 árdegis verða 2. „sófaumræður“ vetrarins á yfirstandandi vetrardagskrá. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, mætir í sófann og leiðir umræður um hvernig er að vera QRV á FT4.

WSJT-X hópurinn, þeir K1JT, K9AN og G4WJ kynntu nýju FT4 mótunina vorið 2019. FT4 er þróað í framhaldi af FT8 og einkum hugsað til nota í keppnum.

FT4 er nánast hliðstæð í notkun og FT8 nema að samskipti eru 2,5 sinnum hraðari, þ.e. sending á FT4 tekur 4.48 sek. samanborið við 12.64 sek. á FT8. FT4 notar jafnframt minni bandbreidd, eða  90 Hz.

Á meðan hægt er að hafa QSO á FT8 allt niður í -26dB þarf FT4 u.þ.b. 5dB sterkara merki. Tíðnir fyrir FT4 QSO eru yfirleitt 4 kHz ofar á böndunum, en undantekningar eru frá því, t.d. á 20m þar sem tíðnin er 14.080 MHz.

Félagar, mætum tímanlega. Húsið opnar kl. 10:30. Kaffiveitingar frá Björnsbakaríi.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 + 18 =