Lokafrestur fyrir skil radíódagbóka úr útileikunum 2009 er fyrir lok morgundagsins, mánudaginn 31. ágúst.

Eftir það hefst stigagjöf fyrir þátttökuna og stefnt er að því að niðurstöður liggi fyrir fljótlega í september.  Nú þegar hafa 19 þátttakendur sent inn logga, með allt frá nokkrum tugum sambanda niður í eitt, en allir sem senda inn logga – hversu fá sem samböndin kunna að vera – fá viðurkenningu fyrir þátttöku í ár.

Nóg er að senda logga á hefðbundnu formi, þar sem eitt QSO er í hverri línu (vinsamlegast ekki ADIF skrár).  Ekki er nauðsynlegt að reikna stig, frekar en menn vilja – þau verða hvort eð er reiknuð aftur í stigagjöfinni.

Sendið loggana fyrir lok morgundagsins, 31. ágúst á undirritaðan:

Kristinn Andersen, TF3KX
Austurgötu 42
220 Hafnarfjörður
Netfang: tf3kx@simnet.is
GSM:  825-8130.

Undirritaður veitir einnig upplýsingar, ef þarf.

73 de TF3KX

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen + eleven =