,

SKEMMTILEGUR SÓFASUNNUDAGUR

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS mætti á „sófasunnudag“ í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi 20. nóvember. Umræðuþema var: „Íslenskir amatörar í prentmiðlum í gegnum tíðina“. Um var að ræða þriðju sunnudagsopnunina af fimm á yfirstandandi vetrardagskrá.

Vilhjálmur hefur skoðað, farið yfir og leitað að upplýsingum um radíóamatöra hér á landi sem birst hafa í prentmiðlum frá því í byrjun síðustu aldar. Um er að ræða dagblöðin en auk þess mörg tímarit, t.d. í Útvarpstíðindum, Vikunni, Æskunni, Skátablaðinu, Sjómannablaðinu Víkingi og fl.

Fram kemur furðu mikill fróðleikur í þessum miðlum og ótrúlega margt sem viðstaddir höfðu ekki vitað af eða séð áður. Til dæmis er mikið um skrif í kringum stofnun ÍRA 1946 og setningu fyrstu reglugerðarinnar 1947. Og viðtöl við einstaka radíóamatöra (karla og konur) í gegnum tíðina, bæði í dagblöðunum og bæjarfréttablöðum, t.d. á Akranesi og í Hafnarfirði.

Vilhjálmur flutti efnið með afbrigðum vel. Í fyrsta skipti var notaður skjávarpi á sófasunnudegi, sem kom vel út því hann birti myndir af blaðaúrklippum og [jafnvel] heilum opnum þar sem slíkt var í boði. Vilhjálmur hefur kynnt sér efnið vel og gat í mörgum tilvikum tengt saman efni sem var til umfjöllunar á þessum vettvangi um tiltekið árabil.

Sérstakar þakkir til Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS fyrir áhugaverða, skemmtilega og ekki síst afar fróðlega og „lifandi“ yfirferð um „sögu radíóamatöra“ í meir en 100 ár í íslenskum prentmiðlum. Alls mættu 10 félagsmenn og 1 gestur þennan regnmilda sunnudagsmorgun í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS byrjar flutning í Skeljanesi 20. nóvember. Í fyrsta skipti var notaður skjávarpi á “sófasunnudegi”.
Frá vinstri: Jónas Bjarnason TF3JB, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Erling Guðnason TF3E, Mathías Hagvaag TF3MH og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.
Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Kristján Benediktsson TF3KB, Erling Guðnason TF3E og Mathías Hagvaag TF3MH.
Mathías Hagvaag TF3MH, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.
Vel kom út að nota skjávarpa, samanber myndina hér að ofan. Ljósmyndir: TF3JB og TF3KB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × 5 =