,

SENDI-/MÓTTÖKUSTÖÐ TF3IRA UPPFÆRÐ

Við vinnu í fjarskiptaherbergi TF3IRA 30. maí s.l., þegar þeir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ mættu í Skeljanes til að aðstoða við undirbúning opnunar fjarskiptaherbergis félagsins (sem þá hafði verið meira og minna lokað í heilt ár vegna Covid-19 faraldursins) kom í ljós, að nýr hugbúnaður var fáanlegur til uppfærslu á ICOM IC-7610 stöð félagsins.

Á ný gafst tím til endurbóta í Skeljanesi 25. júlí þegar þeir Ari og Georg mættu í Skeljanes og skiptu m.a. út búnaði við diskloftnet sem gerði gervihnattastöð félagsins QRV á ný um QO-100. Það var einmitt þá sem Ari hafði samband frá TF3IRA við  ZD7GWM á St. Helen eyju í Suður-Atlantshafinu.

Þriðji hluti verkefnisins (sem ekki hafði náðst að ljúka fyrr) var síðan kláraður í gær (1. ágúst) þegar Ari Þórólfur gerði góða ferð í Skeljanes og uppfærði stýrikerfi IC-7610 stöðvar félagsins. Uppfærsla var gerð úr útgáfu 1.06 í 1.30, sbr. https://www.icomjapan.com/support/firmware_driver/3298/

Bestu þakkir til Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A fyrir verkefni vel úr hendi leyst.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 1. ágúst. Uppfærslu hugbúnaðar ICOM IC-7610 stöðvar TF3IRA lokið. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eleven + eight =