,

Reynsluþýðing á Logger32 er komin út

Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS

Samkvæmt upplýsingum frá Vilhjálmi Sigurjónssyni í dag, er komin út reynsluþýðing á íslensku á dagbókarforritinu Logger32. Þýðingin var gerð af Vilhjálmi og er forritið algerlega ókeypis.

Forritið er fáanlegt á vefslóðinni logger32.net. Þeir sem hafa sett það upp nýlega geta látið nægja að sækja uppfærslu. Hafi menn eldri útgáfur verður að sækja það frá grunni. Þýðingar eru svo í deildinni „support files” og nægir að sækja TF skjalið, afþjappa því í sömu möppu og forritið er og þá kemur þýðingin inn af sjálfu sér.

Stjórn Í.R.A. vill koma á framfæri þakklæti til Vilhjálms fyrir hönd félagsmanna fyrir þessa miklu vinnu. Líklega er um að ræða fyrsta dagbókarforritið af þessu tagi sem þýtt er á íslensku.

Logger32

Sjá nánar á http://www.logger32.net/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eight + five =