Umfjöllun TF3OM á fésbók

Í stað þess að nota Lithium rafhlöður, sem geta verið varasamar, mætti íhuga að nota NiMh-LSD (Nickel Metal Hydrid – Low Self Discharge) rafhlöður fyrir QRP stöðvar.

Þessar NiMh LSD rafhlöður eru tiltölulega nýjar og miklu betri en NiMh, sérstaklega vegna þess hve lengi þær halda hleðslu. Gömlu NiMh afhlóðust “af sjálfu sér” á fáeinum vikum, þó ekkert væri álagið.

Sanyo eða Panasonic LSD Eneloop (hvítar) hef ég keypt í Byko. Eyþór í Íhlutum selur grænar ReCyko LSD rafhlöður. Það hafa einnig verið á markaðnum einhverjar kínverskar LSD rafhlöður, en mér líst síður á þær.

Spennan á hverri sellu er um 1,2 volt, þannig að það þarf 10 sellur til að ná 12 voltum.

Sjá afhleðslukúrfurnar fyrir Eneloop. Ef við erum að afhlaða með 1 amper (12 wött) þá er spennan fyrir 10 sellur nálægt 12 voltum.

Rafborg selur alls konar LSD hleðslurafhlöður, og eru held ég snöggir að lóða saman rafhlöðupakka með þeim sellufjölda sem maður óskar. Rafborg

Og hér er bókstaflega allt sem við þurfum að vita um rafhlöður: Rafhlöðuskóli

Þó svo að Lithium Polymer (LiPo) rafhlöður geti verið varasamar er ástæðulaust að afskrifa þær. Aðalatriðið er að þekkja og hvað ber að varast. Bera (óttablandna) virðingu fyrir þeim.

Sjálfur á ég a.m.k. 10 stykki af ýmsum stærðum sem ég hef notað fyrir rafknúnar flugvélar. Ég hef það fyrir reglu, að hlaða þær aldrei innandyra og einnig hef ég þær oft í litlum járnkassa (peningabox) meðan á hleðslu stendur. Síðan þarf maður að vera 100% viss um að hleðslutækið sé rétt stillt, ef það er svona “universal” fyrir margs konar rafhlöður.

Það hleðslutæki sem ég nota mest er með fáum stillimöguleikum. Það stillir sig sjálft á fjölda sella. Það fylgdi með DJI fjölþyrlu (flygildi) sem ég á. Það er eingöngu fyrir LiPo, ekki NiMh eða NiCd.

Ég mæli með svona tæki.
https://www.youtube.com/watch?v=uj7ZrU2EIuE

Svo er auðvitað rétt að hafa í huga að drónabúðir (ekki dónabúðir) selja LiPo og hleðslutæki.

Willi Og Ludy Ég hef notað Eneloop AA rafhlöður lengi í myndvélaflashinu mínu og þær eru mjög góðar og halda hleðslu mjög lengi.
Jón Sighvatsson Það gleymist oft eða fólk skilur ekki að hleðslutæki er ekki sama og hleðslutæki oft fylgir þessum hlöðum einhverjar orku pumpur sem skemma batterìin mun hraðar. Sjálfur nota ég lacrosse bc700 þá fer hitinn ekkert mikið yfir 30c. Þessir svokölluðu “dumb” chargers yfirhlaða batteríin og láta þau gasa, eða venta á góðri ensku. Eneloop chargerinn hefur kannski delta cutoff en gerir ekki greinarmun milli AA og AAA battería og hleður því aaa cellur á mun hærra hleðslu “C” hlutfalli.

Ágúst H Bjarnason Það er rétt sem Jón segir varðandi hleðslutækin. Mörg þeirra eru hálfgert drasl, þar á meðal hvítu Eneloop tækin.

Ég fann þetta sem myndin er af í Byko í vetur. Það er með 4 sjálfstæðum hleðslurásum og 4 LED. Ef t.d. ein sellan er fullhlaðin í byrjun, þá áttar hleðslutækið sig á því innan nokkurra mínútna og viðkomandi LED skiptir úr rauðu í grænt. Við tekur viðhaldshleðsla á þeirri sellu. Sem sagt delta-V skynjun.

Hleðslustraumur er gefinn upp sem 800mA fyrir AA og 400mA fyrir AAA. Virðist virka mjög vel.

Svona stakar sellur nota ég aðeins í ferðaútvarp og þess háttar, en rafhlöðupakka fyrir fjarstýrisendi og viðtæki. (LiPo fyrri mótora). Þá nota ég til þesss gerð delta-V hleðslutæki.

Hér eru töluverðar pælingar frá árinu 2007:
https://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=1248