Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Með tilvísan til 16. gr. félagslaga er hér með boðað til aðalfundar Í.R.A. laugardaginn 19. maí 2012. Fundurinn verður haldinn í Snæfelli (áður "Yale") fundarsal Radisson Blu hótel Sögu, við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt félagslögum.

Samkvæmt ákvæði í 26. gr. laganna þurftu tillögur að lagabreytingum að berast stjórn félagsins fyrir 15. apríl s.l. Með tillögum að breytingum skyldu fylgja skriflegar greinargerðir þar sem gerð var grein fyrir ástæðum tillagnanna og væntanlegum áhrifum þeirra. Kynning á ákvæði 26. gr. var birt á heimasíðu félagsins og póstlista þann 2. apríl s.l.

Frumvörp til lagabreytinga á aðalfundi 2012 sem bárust stjórn fyrir tilskilinn frest er dreift með þessu aðalfundarboði. Það má kalla fram með að smella á eftirfarandi vefslóð: http://www.ira.is/download/attachments/4557309/Fundarbo%C3%B0+a%C3%B0alfundar+%C3%8D.R.A.+2012+sent+28APR%C3%8DL2012.pdf

Ofangreindu til staðfestingar,

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.

------------------------------

  • No labels