Skip to end of metadata
Go to start of metadata


Hluti nemenda sem sat próf til amatörleyfis í félagsaðstöðunni við Skeljanes í maí 2011.


Alls skráðu sig 15 manns í fyrirhugað próf til amatörleyfis án undangengins námskeiðs, sem auglýst var
á heimasíðu Í.R.A. nýlega. Stjórn félagsins hefur nú borist jákvæð umsögn prófnefndar félagsins hvað
varðar prófhald laugardaginn 28. apríl. Prófað verður bæði á íslensku og ensku. Í.R.A. hefur, í framhaldi,
farið þess formlega á leit við Póst- og fjarskiptastofnun að prófið verði haldið þann dag.

Félagið býður hér með upp á sérstakt kynningarkvöld föstudaginn 30. mars kl. 20:30 í félagsaðstöðu
Í.R.A. Sagt verður frá fyrirkomulagi prófs og hvert námsefnið er. Fjölrituð eintök verða á boðstólum. Nýir
próftakar eru sérstaklega hvattir til að koma. Fyrirspurnum má beina á ira hjá ira.is

Sjá má leiðbeiningar um staðsetningu félagsaðstöðunnar á eftirfarandi vefslóð á heimasíðu: http://www.ira.is/download/attachments/360462/IRA%20Club%20House.png

.

  • No labels