Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                           

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra!

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi er opin á fimmtudagskvöldum 20:00-22:00. Strætisvagn, leið 12, stansar við húsið.              

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Hvað er amatörradíó ?

K-stuðull, uppfærður.

Í samræmi við 16. gr. félagslaga ÍRA, boðar stjórn félagsins til aðalfundar,

sunnudaginn 17. maí 2015, kl. 14.00 . Fundurinn verður haldinn í sal TR,

Taflfélags Reykjavíkur, í Faxafeni 12, Rvk., sama stað og í fyrra.

Dagskrá fundarins verður samkv. 18. gr. félagslaganna.

Fram komnar breytingatillögur á lögum félagsins, í samræmi við 27. gr.

félagslaganna er að finna undir liðnum "Félagið/Aðalfundur 2015" hér

á heimasíðunni.

73,

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA

TILKYNNING FRÁ PRÓFNEFND

Amatörpróf í raffræði og radíótækni var haldið í Háskólanum í Reykjavík í gær, laugardaginn 18. april.18 þreyttu prófið. 5 náðu einkunn sem nægir til N-leyfis og 12 einkunn sem nægir til G-leyfis. 9 voru með 7,0 eða hærra, þar af 3 með 9,0 eða hærra. Námskeiðið nú var með ítarlegasta móti, sem virðist hafa skilað sér.  Jafnframt var haldið próf í fjarskiptareglum. Af 14 sem þreyttu prófið, voru 2 yfir N-mörkum og 11 yfir G-mörkum. Árangur var líka góður í þessu prófi, 5 fengu hærra en 9,0.

 73, TF3DX

TF3GW sagðist í samtali í morgun vera ánægður með góðan árangur á amatörprófi sem haldið var í gær. 18 nemendur mættu til prófs, 12 náðu  G-leyfi og 5 náðu N-leyfi.

ÍRA óskar öllum nemendum til hamingju með sinn árangur og þeir sem ekki alveg náðu sínu takmarki eru hvattir til að reyna aftur næst.

Vinsamlega takið fréttina með fyrirvara þar til endanlegri yfirferð á prófúrlausnum lýkur.

Veggvörtur - roftíðniaflgjafar

 

Þýdd og endursögð frétt sem birtist á amateurradio.com fyrir tveimur dögum síðan:

Truflanir frá veggvörtum.

Flestir ef ekki allir radíóamatörar eru að berjast við truflanir en hafa ekki hugmynd hvaðan þær koma. Gary Pearce, KN4AQ, ræddi við sérfræðing á þessu sviði, Ed Hare, W1RFI, í Newington, Connecticut hjá ARRL, félagi eða öllu heldur sambandi radíóamatöra í USA.

[KN4AQ] "Hver er algengasta uppspretta truflana hjá radíóamatörum í dag? Áður en þú segir raflínusuð skaltu hlusta á nýlegt svar Ed Hare, W1RFI.“

[W1RFI] "Sennilega er algengasta uppspretta truflana hjá radíóamatörum í roftíðniaflgjöfum. Roftíðniaflgjafar eru í öllum tækjum og búnaði sem við kaupum í dag. Gömlu járnkjarnaspennarnir eru horfnir.“

"Við erum einnig að sjá truflanir frá púls-breiddar stýrðum rafmótorum."

[KN4AQ] "Roftíðniaflgjafar. Við erum þá að tala um litlar veggvörtur. Við erum ekki að tala um MFJ eða Astron? "

[W1RFI] "Nei, þeirra tæki eru yfirleitt mjög vel síuð."

[KN4AQ] "Þú ert með litlar veggvörtur sem er tengja næstum allt í þínu húsi. "

[W1RFI] "Það er rétt, sjónvörpin eru með innbyggðan roftíðniaflgjafa. Næstum hvert einasta tæki er tengt með veggvörtu. Mikið af þessum tækjum eru innflutt og uppfylla ekki endilega reglur FCC, við erum að sjá fleiri og fleiri athugasemdir um slíkan innbyggðan búnað sem ekki er FCC samþykktur. "

[KN4AQ] "Ed er rannsóknarstjóri ARRL og kallmerkið hans, W1RFI, kemur upp um áhuga hans á þessu sviði. Hann sagði mér að sumar LED-perur, sem verða sífellt algengari á heimilum, væru uppsprettur truflana og það eigi líka við um vaxtarljós fyrir plöntur. "

"Hann sagði að ARRL geti unnið með framleiðendum við að leysa þessi vandamál en við þurfum tölur. Við þurfum skráðar upplýsingar um vandamálin sem radíóáhugamenn eru að fást við til að geta nýtt krafta okkar í baráttunni gegn truflanavöldum. "

(KN4AQ] "Radíóamatörar sem búa við RF-truflanavandamál geta haft samband við rannsókanrstofu okkar í síma eða með því að senda tölvupóst á rfi(hjá)arrl(punktur)org.

Meiri upplýsingar frá Ed Hare, W1RFI eru á hamradionow.tv. Smelltu á þátt númer 196.

Gary Pearce, KN4AQ.

Íslenskir radíóamatörar sem búa við truflanir geta að haft samband við Póst- og fjarskiptastofnun og spurt ráða. Hjá ÍRA er starfandi EMC-nefnd sem vill örugglega heyra af auknum truflunum.

 

Próf til leyfis radíóamatöra verður haldið í húsakynnum HR laugardaginn 18. apríl kl 10.00 

í stofu V-102, sem er á sama gangi og stofa V-108, þar sem námskeiðið var haldið. Upplýsingar

um prófgögn og námsefni er að finna undir tenglunum: Félagið/Amatörnámskeið 2015 hér á 

heimasíðunni.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

ekki gekk sú von eftir að óróleikinn hyrfi í einum vettvangi...

18. apríl á hverju ári fara radíóamatörar um allan heim í loftið í tilefni af alþjóðadegi radíóamatöra. Það var á þeim degi árið 1925 sem IARU, alþjóðasamband radíóamatöra, varð til í París. TF3IRA, stöð félagsins í Skeljanesi verður opin á laugardaginn og nánari upplýsingar verða settar hér á síðuna þegar nær dregur. Það fer vel á því að á sama degi verður haldið próf fyrir verðandi radíóamatöra á vegum ÍRA í samráði við Póst- og fjarskiptastofnun eins og lesa mátti hér í frétt fyrir nokkrum dögum.

Munið að tillögur um breytingar á félagslögum ÍRA verða að berast stjórn ÍRA fyrir miðnætti í kvöld.

Undir flipanum Upplýsingar/Neyðarfjarskipti er mynd sem sýnir uppfærðan K-stuðul eins og hann mælist í Tromsö á hverjum tíma. Núna er segulsviðið að róast og samkvæmt því sem fróðir menn hafa sagt munu skilyrðin líkast til fara batnandi á næstu dögum. En munum að þetta er allt líkindareikningur og allt getur gerst en líkurnar eru góðar fyrir næstu helgi. Verulegar líkur eru á svipuðum á K-stuðli í Tromsö og Íslandi.

 

CW-keppni eftir viku

CWJF-hópurinn heldur sína fimmtu  alþjóðlegu CW-keppni um helgina 18. til 19. apríl. Keppnin kallast CQMM DX CONTEST og á rætur sínar að rekja til Brasilíu. Hópurinn hélt fyrst innanlands CW-keppni á árinu 1993, nokrum árum seinna var keppnin útvíkkuð til allrar Suður-Ameríku og frá árinu 2011 hefur keppnin verið alþjóðleg. Svo vill til að nú er töluverður óróleiki, sjá K-stuðul, í segulsviði jarðar og oftar en ekki fylgja slíku óróleikatímabili góð og oft undarleg skilyrði. Þannig að líkurnar á skemmtilegri keppni um aðra helgi eru allgóðar. Nánari upplýsingar um keppnina eru á www.cwjf.com.br . CWJF-hópurinn fagnar um þessar mundir sínu 30 ára afmæli og hefur allan tímann helgað sig Morse samskiptahætti sem að öllum öðrum fjarskiptaháttum ólöstuðum er er ennþá í fyrsta sæti inna raða radíóamatöra. Morse samskipti eru einföld og hraðvirk, jafnvel eitt dit segir meira en heil setning í töluðu máli.

 

 

Stjórn ÍRA vekur athygli á 27. grein félagslaga ÍRA er varðar lagabreytingar og þau tímamörk er þar koma fram.  

Tillögum að lagabreytingum skal skilað til stjórnar fyrir miðnætti 14. apríl.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA

Gleðilega páska

 

Fyrir nokkru lauk TF3GB, Bjarni Sverrisson, viðgerð á SteppIR vertikal félagsins og er loftnetið tilbúið til uppsetningar sem ráðist verður í á næsta góðviðrisdegi. Spáin fyrir næstu helgi 11. - 12. apríl lofar góðu.

Póstur frá Bjarna:

Hér eru nokkrar myndir. Viðgerðin er svo sem engin fegurð, en kannski sæmilega sterk. Kóaxtengin voru farin að tærast, svo ég skipti þeim út. Held að þau séu silfurhúðuð. Það fellur fljótt á slík tengi, ekki síst í saltrokinu. Gekk þannig frá þeim að flangsinn er utaná kassanum. Betra að koma soðteipinu fyrir með því móti. Með gamla laginu var viss hætta á að hulsan á stungutenginu skrúfaðist ekki alveg í botn, og þá opin leið fyrir vatn. Fremstu 10 cm af borðanum voru skemmdir.

73, TF3GB

   

Próf til leyfis radíóáhugamanna  verður haldið í húsnæði HR þann 18. apríl 2015.  Prófið er tvískipt, tæknihluti og reglugerð, samkvæmt reglugerð no. 348 frá 19. apríl 2004 og hefst kl. 10:00. Þeir sem óska eftir að taka prófið að undanskyldum þeim sem hafa setið námskeið til þess í vetur eru beðnir að tilkynna þátttöku til P & F eða Prófnefndar ÍRA sem fyrst. Ef óskað er eftir að taka munnlegt próf þarf að sækja um það til P & F ekki seinna en viku fyrir auglýstan próftíma.

73 Þór Þórisson, varaformaður ÍRA

myndir frá námskeiðinu

  

SSA félag sænskra radíóamatöra kærði nýlega sölu og notkun á 12 tegundum LED-pera vegna of mikillar útgeislunar frá perunum á stuttbylgju.

Á heimasíðu félagsins SSA segir, "Frá sjónarmiði radíóamatöra truflaði E26_E27 Glob-peran mest. Truflunin var meira en 60 dB yfir leyfilegum mörkum." ... segir þar en með fylgir nánari útskýring á því hvaða viðmiðun er notuð á skalanum, viðmiðunin er dBµV... Í raun er rangt að segja að truflunin sé 60 dB yfir mörkum því truflunin er 1000 sinnum meiri en hún má vera sem eru 30 dB, grunnviðmiðun desibels er afl eða breyting á afli en hér eru desibelin miðuð við µV eða spennu. Beinu rauðu línurnar á línuritinu sýna hámarks sviðstyrk leyfilegrar útgeislunar og greinilegt að peran er að geisla miklu meiru út en leyfilegt er. En í okkar félagi er starfandi EMC-nefnd og áhugavert væri að heyra eitthvað frá nefndinni um stöðuna hér.

Nánar má lesa um málið á heimasíðu SSA, ssa.se.

Hvað er Suomen Radioturva, SRT?

Suomen Radioturva, SRT er félag eða klúbbur sem stofnaður var á árinu 2012 í Finnlandi til að annast og byggja upp neyðarskilaboðafjarskipti á radíóbylgjum. SRT er aðili að finnska radíóamatörsambandinu, SRAL. Félagar geta verið radíoamatörar og allir aðrir sem áhuga hafa á að vera tilbúnir að taka þátt í neyðarfjarskiptum og aðstoða bæði opinbera aðlia og aðra við að byggja upp og koma á neyðarfjarskiptum ef almennir innviðir fjarskipta bregðast. Félagið er á byrjunarskeiði og hvetur alla sem áhuga hafa að gefa sig fram og taka þátt í mótun félagsins. Félagið hefur hug á að vinna með Finnska radíóamarörsambandinu, SRAL, IARU og opinberum aðilum að mótun neyðarfjarskiptastefnu og viðbúnaði til framtíðar.

SRT ætlar að nýta sér almennar fjölmiðlunarleiðir eins og Twitter, Fésbók og U-tube til að kynna sína starfsemi og til tengingar við hinn almenna borgara.

Heimasíða SRT

 

...þýtt og endursagt með fyrirvara vegna lítillar kunnáttu í finnsku ... de TF3JA

 

Aðalfundur ÍRA 2014

Aðalfundur ÍRA var haldinn laugardaginn 17. maí 2014. Ný stjórn er þannig skipuð:

formaður TF3HP, Haraldur Þórðarson.

Aðrir í stjórn eru: TF3GW, Þór Þórisson varaformaður; TF3GB, Bjarni Sverrisson ritari; TF3DC, Óskar Sverrisson gjaldkeri;  TF3KX, Kristinn Andersen meðstjórnandi; TF3TNT, Benedikt Guðnason varamaður

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

_

Meira á Skilyrðasíðunni

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 1961 April 17 2015
 • IARU Monitoring Service identifies new intruders into the ham radio bands
 • Geomagnetic storm sparks auroras over Canada and the United States
 • Australia may soon take ham radio into space
 • Unlicensed broadcaster in Kentucky hit with a $15,000 fine
 • What causes the worst interference to ham radio

THIS WEEK'S NEWSCAST
Script
Audio  

Amateur Radio Newsline Report 1960 April 10 2015
 • ARRL tells the FCC that ham radio and vehicle radar can co-exist at 76 - 81 GHz
 • UK hams get 70.5 to 71.5 MHz for digital experimentation by special permit
 • South Africa hams gain full kilowatt power privileges
 • NCDXF announces a grant of $50,000 to the VK0EK Heard Island DXpedition
 • Radio tracking tiny birds as they fly south over the Atlantic

THIS WEEK'S NEWSCAST
Script
Audio

Amateur Radio Newsline Report 1959 April 4 2015
 • Hams in Oklahoma respond to severe weather outbreak
 • ITU dispatches rescue radio communications gear to Vanuatu
 • Broadcasters say no to FCC field office downsizing proposal
 • How to replace FM repeaters with Digital Voice
 • A remote controlled asteroid relocation mission before a ship to Mars
THIS WEEK'S NEWSCAST
Special Notice: 661-296-2407 Dial In Newsfeed Back In Operation

Special Notice:   I was able to get one of the old tape based machines kind of working for the 661-296-2407 dial-in line. I have no idea as to how long it will be functional as its a "make-do" repair. But for now its there for those who need it and Ill keep it going as long as I can. However, the best way to get the audio version is to download the MP3 file from here our website -- de Bill P. / WA6ITF

 

 

 • No labels