Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                           

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra!                

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Sjá nánari upplýsingar með að smella hér: Hvað er amatörradíó? 

TF3TNT, TF3HP og TF3JA sem tók myndina

Formaðurinn var mættur snemma og heitt kaffi tilbúið á könnunni um 9:30. Benni klifraði í mastrið og sá að stýrikaballinn var í sundur og festing mastursins við skorsteininn brotin. Áður var búið að meta rótorinn og ákveða að opna hann. Ákveðið var að stefna að viðgerð á fimmtudeginum í næstu viku en skv spánni á að geta verið ágætis veður þann dag utandyra. Ýmislegt vantaði til að hægt væri að fella turninn í dag og stendur upp úr að fleiri hendur þarf við það verk og einnig að slökunarbúnaður sem félagið á fannst ekki á staðnum.

ef vel er gáð má sjá slitna kapla á myndinni

mastursfóturinn er ílla ryðgaður

Aðalloftnet ÍRA í Skeljanesi þarfnast viðhalds, snúningsvélin situr sem fastast og neitar að hreyfa sig. Ýmislegt fleira verður að laga í mastrinu fyrir veturinn en fyrsta skrefið gæti verið að fella mastrið, taka loftnetið af  og gefa sér tíma til að lagfæra það sem þarf.

Slálfboðaliða vantar í Skeljanesið klukkan tíu á laugardagsmorgun til að aðstoða við að fella mastrið og taka loftnetið af. Ef allt gengur að óskum er þetta um tveggja tíma vinna. Boðið verður uppá kaffi, meðlæti og skemmtilegan félagsskap. Benni TF3TNT stöðvarstjóri stýrir framkvæmdinni og gott væri að þeir sem hafa tök á að koma til aðstoðar létu Benna vita í dag eða kvöld.

Upp með húmörinn og mætum sem flest þó ekki væri nema til að spjalla um loftnetamál ÍRA.

Húsið verður opnað og byrjað að brugga kaffið klukkan 9:30.

Stjórnin.

Fundarboð

Góðir félagar.

Stjórn ÍRA boðar hér með til almenns félagsfundar fimmtudaginn 4. september kl. 20.00. Fundarstaður verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Umræðuefnið er tillaga að ályktun sem fram kom á síðasta aðalfundi, undirrituð af TF3GL, með áorðnum breytingum. Þar er fjallað um lærlingamál, fjaraðgangsmál og fleira því tengt. Stjórnin hvetur alla félagsmenn til að kynna sér tillögur GL mjög vel, svo menn geti rætt þær á fundinum. Stjórnin hvetur félagsmenn einnig til að kynna sér það sem frá stjórninni hefur komið og vistað er á heimasíðu félagsins undir liðnum CEPT o.fl. og í fréttastraumnum á síðunni. Áréttað skal að einungis skuldlausir félagsmenn miðað við 2013 hafa atkvæðisrétt á fundinum. Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Tenglar á efni frá GL:

https://docs.google.com/document/d/1weThZPeQlkW-fVib0pWp89cT7KoVpQe7k07UfYCcGqE/edit?usp=sharing

https://docs.google.com/document/d/1n14AsZ5sWoPsxuNwIZgMqV86i3aKlNlajJpVii5Sy7Q/edit?pli=1

Tenglar á efni frá stjórn félagsins:

http://www.ira.is/download/attachments/14385650/L%C3%A6rlingsm%C3%A1l%20og%20fjara%C3%B0gangur.docx?version=1&modificationDate=1405600504000&api=v2

Fundarboð þetta verður sent á irapóstinn og tölvupóstföng allra samkvæmt félagatalinu á heimasíðu félagsins.

73 de TF3GB, ritari ÍRA.

GAREC 2014
Árleg alþjóða neyðarfjarskiptaráðstefna radíóamatöra, GAREC 2014, var haldin um miðjan ágústmánuð í Huntsville Alabama. Á ráðstefnunni var helst rætt um framtíð amatörradíóáhugamálsins og hvernig hægt væri að nýta þáttöku radíóamatöra í neyðarfjarskiptum til að efla amatörradíó. Til viðbótar venjulegri ráðstefnuvinnu við skýrslur og IARU málefni var fjallað um SATERN verkefni Hjálpræðishersins, ýmsar stafrænar mótunaraðferðir og fjarstýringu amatörstöðva. Einnig var fyrirlestur um nýtingu fjarskiptabúnaðar ýmissa herja heimsins í neyðarástandi og náttúruhamförum og byggingu sameinlegra fjarskiptamiðstöðva svipaðar þeirri sem byggð hefur verið upp í Skógarhlíð á undanförnum árum og er ein sú fyrsta ef ekki fyrsta fjarskiptamiðstöð í okkar heimi sem sameinar allar fjarskiptaleiðir og samtengingu þeirra á einum stað.

Ýmis mál og framtíðarverkefni fæddust á GAREC 2014 eins og skoðun á þörfum ýmiskonar stofnana og samtaka fyrir fjarskipti og hvernig best væri að kynna amatörradíó sem traustverðan aðila í hamfarafjarskiptum. Rætt var einnig um hvernig best væri staðið því að koma á framfæri samstundis upplýsingum til almennings um hamfarir og þróun þeirra.

Næsta GAREC ráðstefna verður haldin í júní 2015 í Tampere Finnlandi.

Nánari fréttir verða sagðar frá GAREC 2014 um leið og fundargerðir berast.

Ég held að ég tali fyrir munn allra radíóamatöra þegar ég segi frá því og fagna að í september verður kallmerkið TF4X með í SAC CW 2014 í flokknum Multi Op./Single TX/All Band [MULTI-ONE]. Þetta er nú hægt með því að tengjast við stöðina í Otradal, TF4X með Remote búnaði sem keyptur hefur verið til landsins.  Remote búnaðurinn verður í Reykjavík.

Nú er skorað á áhugasama og færa CW leyfishafa að slást í hópinn.  Þetta er einstakt tækifæri til þess að taka þátt í SAC með nýjum búnaði og nýrri tækni og kynnast því um leið hvað amatörradíó getur verið skemmtilegt.  Fyrir hina sem ekki geta tekið þátt þá eru þeir boðnir velkomnir í heimsókn til þess að skoða og þiggja kaffibolla.

73 Guðmundur, TF3SG

SAC keppnin, Morse-hlutinn er í næsta mánuði. Gerðar hafa verið breytingar á reglum keppninnar, þar sem nýir flokkar koma til sögunnar, "assisted" og "low band" flokkar. "National Team Contesting" flokkurinn er aflagður. Skilafrestur á loggum er færður niður í 7 daga.

Breytingarnar er að finna hér:  http://www.sactest.net/blog/  

Heildarreglurnar eru hér:   http://www.sactest.net/blog/rules/

73 de TF3GB

Aðalfundur ÍRA 2014

Aðalfundur ÍRA var haldinn laugardaginn 17. maí 2014. Ný stjórn er þannig skipuð:

formaður TF3HP, Haraldur Þórðarson.

Aðrir í stjórn eru: TF3GW, Þór Þórisson varaformaður; TF3GB, Bjarni Sverrisson ritari; TF3DC, Óskar Sverrisson gjaldkeri;  TF3KX, Kristinn Andersen meðstjórnandi; TF3TNT, Benedikt Guðnason varamaður

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

_

Meira á Skilyrðasíðunni

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 1933 August 29 2014
 • A ham radio floater balloon makes two trips around the world
 • IARU Region One official says 23 centimeters is in jeopardy 
 • Moldavia joins the CEPT universal licensing system
 • International Lighthouse and Lightship Weekend sets a new record
 • Morse sprint will honor the memory of the late Nancy Kott, WZ8C
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio
 
Amateur Radio Newsline Report 1932 August 22 2014
 • Hams in Hawaii are ready as tropical storm Iselle heads their way 
 • The Global Amateur Radio Emergency Conference looks at the future 
 • Ham radio gets the message through when all else fails 
 • New ham radio research microsat is hand launched from the ISS 
 • A retirement community that has adopted ham radio
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio
 
Amateur Radio Newsline Report 1931 August 15 2014
 • Ham Radio payload to fly around the moon before years end
 • France says yes to direct student to ISS astronaut contacts 
 • IARUMS says 40 meter intruder has left the airwaves
 • FCC extends mandatory texting to 911 service
 • Amateur radio club honors the Civilian Conservation Corps 
 • Special event celebrates the first contact between the UK and ZL
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio
Amateur Radio Newsline Report 1930 August 8 2014
 • Targeted shortwave broadcasting may come end from the United States
 • ARRL issues an update on the Amateur Radio Parity Act
 • Ham radio floater balloon completes a trip around the world
 • Students get introduced to amateur radio in India 
 • Ham radio will again celebrate Hollywood this September
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio

 

 

 • No labels