Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                           

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra!                

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Sjá nánari upplýsingar með að smella hér: Hvað er amatörradíó? 

OX/DB5MH týndur á Grænlandi

Nýrri fréttir ... Þess má geta að Grænlensk yfirvöld hafa hafið leit að honum þannig að málið lítur ekki of vel út.

Sæl allir.

Ég var beðinn að koma áfram þeim skilaboðum að  þjóðverji sem hefur verið á ferð á Grænlandi og ætlaði að vera farinn heim skilaði sér ekki í flug.  Hann hefur kallmerkið OX/DB5MH og heitir Michael, síðast heyrðist frá honum þann 16. júlí, hann er á svæðinu norður af Nuuk.  Þess er óskað að íslenzkir radioamatörar hlusti eftir honum næstu kvöld kl. 21:00 GMT á tíðninni 14260 KHz þar sem óvíst er hvort eitthvað hafi komið fyrir hann en hann ætlaði að vera í sambandi daglega kl. 21:00 á þessari tíðni.

73 de TF3GW

Daddi

M0XER-4 gæti heyrst á Íslandi

Póstur barst frá G6UIM um loftbelg M0XER-4 sem er að ljúka flugi umhverfis jörðina... einhverntíma á næstu tveimur sólarhringum gætu APRS merki frá honum heyrst hér á Íslandi á tíðninni 434,5 MHz. Þeir sem eiga góð loftnet fyrir 70 cm og setja upp APRS hugbúnað eða DL-Fldigi HAB hugbúnaðinn á tölvu tengdri móttakaranum gætu náð einhverjum merkjum.

"For those of you in the SW UK if you have the capability of putting a receive system on 434.500MHz or can use Contestia on 434.500MHz please do over the next couple of days. Either use a standard APRS system or download DL-Fldigi HAB, I can help with setup. M0XER-4 was launched from the UKon July 12th and so far has flown over Europe,Russia andNorth America. It’s predicted back over theUK in the next couple of days. This is a first, Leo M0XER has done a fantastic job

Steve G6UIM"

Ég vek athygli á frétt á heimasíðu Sænskra radíóamatöra, www.SSA.se þar sem sagt er frá því að bandarískir operatorar hafi með fjaraðgangi stýrt sænskri HQ stöð. Sjá brot af fréttinni hér fyrir neðan og hlekk á fréttina í heild sinni.

SK9HQ MED AMERIKANSKA OPERATÖRER

Här hemma i Sverige gjordes en stor satsning med vår egen HQ-station: SK9HQ. Det var SJ2W, SK3W och SK0UX som ställde upp i den speciella HQ-klassen för att representera SSA i testen. Alla HQ-stationer är egna multipliers, så det blir ett högt tryck på dessa. På SK3W upplät man en av operatörsplatserna till remote-körning från WRTC-högkvarteret i Boston, där bland annat W1VE körde som operatör. Klicka igång videon nedan för att se och höra hur enkelt det är att köra contest remote.

Hér fyrir neðan er hlekkur á fréttina í heild sinni.

frétt

73

Guðmundur, TF3SG

 

Lauslega þýdd frétt

We're running out of new spectrum

Það er að koma í ljós skortur á tíðnisviðum

ARCEP, franska fjarskiptastofnunin, hefur sent frá sér almenna könnun, fyrirspurn og kynningu á opnu tíðnisviði fyrir tengingu ýmiskonar  hluta og lifandi vera um internetið með ýmiskonar þráðlausum aðferðum yfir stuttar vegalengdir.

Eins og alltaf við almenna könnun og þegar leitað er ráða hjá almenningi er þetta fyrsta skrefið á langri skriffinnskuleið sem getur leitt til niðurstöðu og aðgerða.

sjá frétt

TF6TFY klukkan 11

60 metrarnir - 5 MHz

Hér á Íslandi geta radíóamatörar fengið sérleyfi til að nota 60 metra bandið sem hefur reynst vel til fjarskipta innan lands. Leyfilegt tíðnisvið nær frá 5260 kHz að 5410 kHz. Ekki er einhlítt hvernig leyfi hafa verið veitt í öðrum löndum á þessu bandi. Sagt er frá því í frétt á hlaðvarpi sem nefnist Amateur Radio Newsline, vísun á þetta óháða hlaðvarp hefur um nokkurn tíma verið hér neðarlega til hægri á síðunni, að Spánverjar hafi fengið framlengingu á tilraunanotkun tíðna á bandinu. Spánverjar hafa leyfi til að nota tíðnirnar 5268, 5295, 5313, 5382, 5430 and 5439 kHz á 100 wöttum PEP. Þessar tíðnir falla ekki alveg saman við íslenska leyfið og Spánverjarnir sjá ástæðu til að vara amatöra við því að halda sig innan leyfðs tíðnisviðs í hverju landi. Rétt er að minna á að leyft hámarksafl er 100W og að heimildin er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi, verður að hætta sendingum strax. Hver og einn radíóamatör sækir sérstaklega um leyfi fyrir 60 metrunum. Upplýsingar um íslenska sérleyfið eru á: Tíðnisvið radíóamatöra.

Aðalfundur ÍRA 2014

Aðalfundur ÍRA var haldinn laugardaginn 17. maí 2014. Ný stjórn er þannig skipuð:

formaður TF3HP, Haraldur Þórðarson.

Aðrir í stjórn eru: TF3GW, Þór Þórisson varaformaður; TF3GB, Bjarni Sverrisson ritari; TF3DC, Óskar Sverrisson gjaldkeri;  TF3KX, Kristinn Andersen meðstjórnandi; TF3TNT, Benedikt Guðnason varamaður

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

_

Meira á Skilyrðasíðunni

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 1928 July 25 2014
 • FEMA and the ARRL announce a new Memorandum of Agreement 
 • IARU Region 2 Executive Committee meets in Connecticut
 • 2 meter channels in the UK being used for the Commonwealth Games
 • Australian launched ham radio balloon reaches South America 
 • WA1ZMS named to receive the first Triennial Brendan Medal
 • Last big Collins shortwave transmitter saved from the scrap heap
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio
Amateur Radio Newsline Report 1927 July 18 2014
 • Ham radio responders activate as a typhoon  hits the Philippines
 • The United States takes home the gold at WRTC2014
 • German hams get limited time access to the 4 meter band
 • Spain gives more time to its 60 meter ham band evaluation
 • The government of Brazil chases paraglider pilots off 2 meters 
 • A cubesat with a solar sail to launch before years end
 • A very happy 100th birthday convention to the ARRL
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio
Amateur Radio Newsline Report 1926 July 11 2014
 • Hawaii to mainland US opens on VHF just after July 4th weekend 
 • UKube-1 ham radio satellite successfully launched 
 • New amateur radio regulations to be introduced in Thailand
 • Hurricane Watch nets activate for Hurricane Arthur
 • United States lightship is the 300th registrant for ILLW
 • A look at the recent HAM RADIO convention in Germany
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio 
Amateur Radio Newsline Report 1925 July 4 2014
 • ARRL gets Amateur Radio Parity Act introduced in House of Representatives
 • Hams in Italy get another chance to use the 4 meter band
 • WRTC 2014 competition takes place on July 12th and 13th
 • Coconino County AZ revises its distracted driving law to exempt hams
 • Congress weighs in on Net Neutrality and 
 • After 70 years Morse code returns to a secret World War 2 Australian base
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio 

 

 

 • No labels