Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                           

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra!

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi er opin á fimmtudagskvöldum 20:00-22:00. Strætisvagn, leið 12, stansar við húsið.              

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Hvað er amatörradíó ?

SSA félag sænskra radíóamatöra kærði nýlega sölu og notkun á 12 tegundum LED-pera vegna of mikillar útgeislunar frá perunum á stuttbylgju.

Á heimasíðu félagsins SSA segir, "Frá sjónarmiði radíóamatöra truflaði E26_E27 Glob-peran mest. Truflunin var meira en 60 dB yfir leyfilegum mörkum." ... segir þar en með fylgir nánari útskýring á því hvaða viðmiðun er notuð á skalanum, viðmiðunin er dBµV... Í raun er rangt að segja að truflunin sé 60 dB yfir mörkum því truflunin er 1000 sinnum meiri en hún má vera sem eru 30 dB, grunnviðmiðun desibels er afl eða breyting á afli en hér eru desibelin miðuð við µV eða spennu. Beinu rauðu línurnar á línuritinu sýna hámarks sviðstyrk leyfilegrar útgeislunar og greinilegt að peran er að geisla miklu meiru út en leyfilegt er. En í okkar félagi er starfandi EMC-nefnd og áhugavert væri að heyra eitthvað frá nefndinni um stöðuna hér.

Nánar má lesa um málið á heimasíðu SSA, ssa.se.

Hvað er Suomen Radioturva, SRT?

Suomen Radioturva, SRT er félag eða klúbbur sem stofnaður var á árinu 2012 í Finnlandi til að annast og byggja upp neyðarskilaboðafjarskipti á radíóbylgjum. SRT er aðili að finnska radíóamatörsambandinu, SRAL. Félagar geta verið radíoamatörar og allir aðrir sem áhuga hafa á að vera tilbúnir að taka þátt í neyðarfjarskiptum og aðstoða bæði opinbera aðlia og aðra við að byggja upp og koma á neyðarfjarskiptum ef almennir innviðir fjarskipta bregðast. Félagið er á byrjunarskeiði og hvetur alla sem áhuga hafa að gefa sig fram og taka þátt í mótun félagsins. Félagið hefur hug á að vinna með Finnska radíóamarörsambandinu, SRAL, IARU og opinberum aðilum að mótun neyðarfjarskiptastefnu og viðbúnaði til framtíðar.

SRT ætlar að nýta sér almennar fjölmiðlunarleiðir eins og Twitter, Fésbók og U-tube til að kynna sína starfsemi og til tengingar við hinn almenna borgara.

Heimasíða SRT

 

...þýtt og endursagt með fyrirvara vegna lítillar kunnáttu í finnsku ... de TF3JA

GAREC 2015, The 2015 Global Amateur Radio Emergency Conference, verður dagana 23. og 24. júní í Tampere, Finnlandi. Samband finnskra radíóamatöra, Finnish Amateur Radio League undirbýr ráðstefnuna og skipuleggur í samstarfi við "Finnska neyðarfjarskiptaráðið, SRT". Þema ráðstefnunnar er "Samstarf radíóamatöra við yfirvöld".
Greg Mossop, G0DUB, neyðarfjarskiptastjori IARU í svæði 1, leiðir á ráðstefnunni umfjöllun um hvað radíóamatörar hafa gert til að aðstoða yfirvöld þegar kallað hefur verið eftir aðstoð radíóamatöra við neyðarfjarskipti.
Dr. Seppo Sisatto, OH1VR, formaður verkefnanefndar fer yfir starfssemi GAREC 2005-2015 og samstarf við sjálfstæð björgunarfélög. Fulltrúar IARU svæða 1, 2 og 3 gefa skýrslur um sín störf á fundi sem forseti SRT, Jyri Putkonen, OH7JP, stýrir.
Ráðstefnan í ár er í raun eins og heimkoma fyrir GAREC vegna þess að það var í Tampere, Finnlandi, sem fyrsta GAREC-ráðstefnan var haldin á árinu 2005. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru á GAREC-2015.

GAREC 2005

Væntanleg skilyrði um helgina

Radíóamatörar með mikla reynslu segja að líklega verði skilyrðin ekki uppá hið besta um helgina en þeim mun meiri áskorun væri að safna saman sem flestum og taka þátt í  SSB-keppninni. Tilvalið tækifæri fyrir þá sem ekki hafa mikla reynslu af keppnum að koma og prófa sig á hljóðnemanum.

Hér er vísun á 27 daga spá NOAA skilyrðaspá og myndrænt lítur spáin svona út mynd:

K-stuðull um 4 til 5 um næstu helgi sem þýðir slæleg skilyrði en allt er þetta nú byggt á líkindareikningi og skilyrðin gætu þess vegna orðið góð á vissum tímum og tíðnum. Það jákvæða er að allt útlit er fyrir frábær skilyrði um páskana.

Vindmæling í Reykjavík

Nýja loftnetið stóð af sér rokuna í gærkvöldi en fyrir næstu átök þarf að vera búið að fella netið, lagfæra útlit og yfirfara.

CQ WW WPX SSB keppnin er um helgina, keppnin er alheimskeppni og nú er lag fyrir ÍRA að fjölmenna til þáttöku með félagstöðinni og nýja loftnetinu. Keppnin er helgarkeppni og byrjar á miðnætti föstudags og endar á miðnætti sunnudags. Keppnin hentar vel til fjölþáttöku samstilltra félagsmanna eins og mörg dæmi eru um gegnum tíðina. Það fer vel á að minnast tímans á árunum fyrir 1980 þegar Matti heitinn, TF3MA var mjög virkur við að hvetja menn til keppnisþáttöku og útileika, bæði var sett upp stöð með 20 metra háu loftneti á Úlfarsfelli og í annað skipti efnt til ferðar á Lyngdalsheiði þar sem sett var upp stöð.

Úr fréttabréfi félagsins frá ársbyrjun 1969:

"Þann 8. september var lagt upp á Úlfarsfell (10 menn), en tveir þeirra dvöldu næstu nótt og fram á sunnudag. Hrepptu þeir aftaka veður og misstu niður hátt loftnetsmastur. Varaformaður kvað menn ákveðna að reyna aftur, þrátt fyrir slæma reynslu. Hugmyndin um “Field-day” kom fyrst fram á fundi fyrir 2-3 árum, þá borin fram af George Howser."

Fréttir af 60 metrunum.

Á ÍRA póstlistanum birtirst í dag frétt frá einum af fyrrverandi formönnum ÍRA þar sem hann vekur athygli á auknum vinsældum 60 metra tíðni bandsins.

"Vinsældir 60 metra bandsins aukast jafnt og þétt eftir því sem stjórnvöld í fleiri löndum "opna" aðgang að því. Heimildir eru þó mismunandi eftir þjóðlöndum þar sem enn er ekki um eiginlegt amatörband að ræða. Við megum nota 5.260-5.410 MHz og er núgildandi heimild til 2 ára (1.1.2015-31.12.2016). Sérhver leyfishafi þarf að senda umsókn til PFS til að endurnýja eldri heimild eða til að afla nýrrar (hafi menn ekki verið QRV á 5 MHz áður). Nota má USB, CW og PSK-31 teg. útgeislunar og mest 100W útgeislað afl. U.þ.b. 10 TF stöðvar hafa verið virkar á 60 metrum undanfarin nokkur misseri og jókst áhuginn þegar PFS heimilaði PSK-31 (þann 6. júní 2012). Menn hafa töluvert gert tilraunir með notkun bandsins innanlands (en t.d. er minni deyfing frá D-laginu á bandinu heldur en á 80 metrum). Hinsvegar en margir sem jafnframt stunda DX viðskipti á bandinu. Almenn bjartsýni ríkir um að frumvarp um nýtt alþjóðlegt amatörband á 5 MHz verði samþykkt á WRC-15 (tíðniákvörðunarráðstefnu ITU) sem haldin verður í Genf í nóvember n.k. 73 de TF3JB.

W8GEX gefur út fréttabréf um 60 metrana. Það er ókeypis og má panta með því að senda honum upplýsingar um kallmerki og tölvupóstfang:   w8gex@aol.com  AJ8B heldur úti heimasíðunni 60 Meters Online. Vefslóð:  60 Meters Online | The Authoritative source for 60 meter info ."

60 metrarnir eða 5 MHz tíðnibandið hefur reynst vera jafnbesta bandið fyrir sambönd innan lands og til næstu landa í prófunum sem ýmsir hafa gert. Radíóskátar hafa um árabil verið með tilraunir sem hafa staðfest þessa niðurstöðu og því mikilvægt að rétt verði staðið að umsókn okkar radíóamatöra um alþjóðlegt amatörband á 5 MHz.

Í Bretlandi eru í gangi prófunarsendar á 5 MHz og bæði hægt að ná í hlustunarforrit og senda til RSGB hlustunarskrár sem settar eru inn í gagnagrunn og þannig stuðla að aukinni þekkingu á bandinu og auka líkindin á að hægt sé að grípa til fjarskipta á 5 MHz í neyðarástandi vísun á upplýsingar um 5 MHz prófunarsendakeðju RSGB.

Og hér er vísun á danskan prófunarsendi á 5289,5 kHz OZ1FJB.

Það er full ástæða til að minna á að við amatörar notum aldrei meira afl en þarf til fjarskipta, það er okkar heiðurseinkenni. Hvort Pétur eða Páll fá gefna hærri S-tölu frá hinum endanum skiptir engu máli, sá sem kemur upplýsingunum á leiðarenda með minnstu afli er bestur og fremstur í flokki. Þetta er sér í lagi mikilvægt núna þegar verið er að fjalla um á alþjóðavettvangi leyfi á 5 MHz til handa amatörum um allan heim.  

 

TF3GB, TF3HP, TF3DC, TF3FIN og TF3JA voru í Skeljanesi í allan dag og luku við að setja upp Fritzel loftnetið. TF3SA sem fyrir nokkrum árum gaf félaginu loftnetið kom í heimsókn og færði hópnum nýbakað kaffibrauð. Loftnetið er þriggja staka yaki á 14, 21 og 28 með lengingu á virka stakinu fyrir 7 MHz. Í stuttu máli tókst uppsetningin mjög vel og standbylgjan 1:1 á öllum böndum nema neðst á 7 og 14 MHz þar sem standbylgjan mældist um 1:1,6. Hópurinn vann samtals í um 40 klukkustundir við uppsetninguna í dag undir góðri stjórn TF3GB.

Til hamingju ÍRA með nýtt loftnet.

 

Það var ekki fyrr en um eða eftir hádegi sem einhver merki fóru að heyrast hér hjá okkur á Ísland á HF. En nú stefnir allt í betra horf, segusviðið róast og K-stuðlarnir lækka.

 

Eins og sjá má á segulmælingum fer óróleikinn minnkandi og áhugavert verður að fylgjast með hve mikil eftirhrif þetta mikla órólegleikatímabil kemur til með að hafa á HF fjarskiptin. Um aðra helgi er ein af stærri keppnum ársins sem bráðlega verður fjallað hér um og spennandi að fylgjast með hvernig skilyrðin verða þá.

Hér er ný mynd af K-stuðlinum í Tromsö og fyrir neðan ný línurit úr Leirvogi. Með góðum vilja má lesa úr mælingunum að segulsvið sé að róast. Neðst er stuðullinn reiknaður frá mælingum í USA sem staðfestir að seglusviðið stefnir í stöðugra ástand.

Að sögn Villa, TF3DX sem fylgist vel með skilyrðum til HF fjarskipta eins og allflestir radíóamatörar, hurfu skilyrðin á stuttbylgjunum nánast alveg um nokkurn tíma í kjölfar sólgoss þann 17. mars. Skilyrðahvarfið er ennþá viðvarandi og spurning hvaða áhrif þessi óróleiki kemur til með að hafa á þær  athuganir og mælingar sem standa fyrir dyrum á morgun í sólmyrkvanum.

 

Myndirnar sýna nýjustu mælingar frá segulmælingastöðinni í Leirvogi. Svokallaður K-stuðull er reiknaður sem þriggja klukkutíma meðalútslag á H-línuritinu á skalanum 0 - 9. K-stuðullinn er notaður til að meta gróflega áhrifin á meðal annars fjarskiptin á stuttbylgjunum, norðurljósin og fleira. Lengi vel sá einn félagi okkar sem nú er látinn, TF3MA, um að birta K-stuðulinn reiknaðan út frá mælingum í Leirvogi. Starfsmenn á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands eru með í undirbúningi að hefja aftur birtingu á Leirvogs K-stuðli en þangað til er ágætt að styðjast við til dæmis K-stuðla sem reiknaðir eru út frá mælingum í Noregi og USA. Hér fyrir neðan er K-stuðullinn frá Tromsö í Noregi. Tromsöstuðullinn er uppfærður sífellt á undirsíðu þessa vefs sem heitir Neyðarfjarskipti og þar eru líka ýmsar upplýsingar eins og nýútgefnar leiðbeiningar IARU um neyðarfjarskipti. 

Epilog

Fátt er svo með öllu íllt að ekki boði nokkuð gott segir máltækið og við þennan segulsviðsóróleika og auknu Norðurljós kættust VHF/UHF radíóamatörar yfir skyndisamböndum um langar leiðir. HF-menn bíða líka spenntir eftir væntanlegum mjög góðum skilyrðum um einhverntíma eftir að þessu óróleikatímabili lýkur.

 

 

"RSGB QSO Party" í sólmyrkvanum

fréttaskeyti frá Villa, TF3DX og Guðrúnu, TF3GD...

Sólmyrkvinn núna á föstudaginn, 20. mars, er eins og sérpantaður fyrir fjarskiptatilraunir milli Bretlands og Íslands! Sjá slóð hans á NASA.
Þar eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að smella á kortið til að fá meiri upplýsingar um framvindu.
Steve Nichols G0KYA, formaður bylgjuúbreiðslunefndar RSGB, hefur lýst sérstökum áhuga á að sem flestar íslenskar stöðvar verði í loftinu á þessum tíma á CW og/eða PSK-63. Böndin sem koma til greina eru 160 m, 80 m og 40 m. Venjulega detta neðri böndin alveg út eftir sólarupprás, en vonir standa til að skugginn deyfi D-lagið nægilega til að þessi bönd gætu opnast milli landanna. Áhrifin verða minnst á 40 m og tæpast merkjanleg á hærri böndum.  Þumalregla segir að deyfing í dB vegna D-lagsins, og hjá okkur norðurljósa einnig, sé í öfugu hlutfalli við tíðni í 2. veldi.
Ég hef fengið staðfest að það er ekkert sérstakt einkenniskall fyrir þetta "partí", menn kalla bara CQ með venjulegum hætti. Ekki myndi þó saka að nota "CQ CQ RSGB …. " stöku sinnum á tímabilinu 08:00 - 11:30 UTC. Skráið og gefið ef forrit leyfa, raunverulegt RST eða S/N. Gefið einnig upp 4 stafa Locator. Hann er HP94 fyrir vestanvert landið, sjá annars QTH locator.
Varúð: Fólk er beðið um að halda sig í minnst 1 kHz fjarlægð frá WSPR tíðnum, því mikið er lagt upp úr hlustun og skráningu með því kerfi. WSPR bilið, 200 Hz, á téðum böndum er sem hér segir:

160 m 1838,0 - 1838,2 kHz merkið er tíðnimótaður 1,5 kHz tónn í USB á 1836,6 kHz
80 m 3594,0 - 3594,2 kHz merkið er tíðnimótaður 1,5 kHz tónn í USB á 3592,6 kHz
40 m 7040,0 - 7040,2 kHz merkið er tíðnimótaður 1,5 kHz tónn í USB á 7038,6 kHz
Nánari upplýsingar, m.a. um hvernig og hvert skal senda logga, eru á RSGB HF-reglur.

Hlustun
Hlustið á amatörsendingar, og ekki síður miðbylgjuútvarp! Hér hefur BBC á 1341 kHz AM verið all góð í Reykjavík undanfarið þegar dimmt er. Ef merkið er mjög dauft, má hlusta á sláttinn af burðabylgjunni með því að nota CW stillingu eða SSB, skekkt um nokkur hundruð rið, upp eða niður eftir því hvort hliðarbandið er notað. Þannig heyri ég 1341 kHz ágætlega nú í miðjum segulstormi snemma kvölds þriðjudag 17. mars.
Hlustun er hreint ekki síður gagnleg en QSO ef hún er vel skráð. Slíka skráningu má senda beint á Steve G0KYA, afrit á TF3DX.
Sama á við um QSO-logga, sem ekki eru tök að að skila á rafrænu formi, Cabrillo, inn á RSGB þjarkann.
3 dagar?
Mælst er til að stöðvar, sem tök hafa á, viðhafi svipaða virkni til samanburðar á fimmtudag og laugardag. Slíkt sé loggað, skráð og skilað inn eins og öðru.
Vitar "beacons"
Eftirfarandi sendingar eru skipulagðar í samvinnu við Steve G0KYA:
Á Bretlandi:
160 m 1810 kHz CW: G3RAU 0815 - 1115 UTC. Antenna is inverted "L" with 19M vertical.
1836,6 kHz WSPR: G4JNT 7m high Tee with a large capacity hat.
600 m 477 kHz OPERA: GW0EZY centre UK 477/OP8 , G4AYT 477/OP8 South coast.
Á Íslandi:
80 m 3535 kHz CW: TF1GW 06:00 - 08:30 UTC 30 W 08:30 - 10:30 UTC 300 W, seinna tímabilið endurtekið á laugardagsmorgun.
3592,6 kHz WSPR: TF3DX 06:00 - 08:30 5 W 08:30 - 10:30 50 W, einnig fimmtudag og vonandi laugardag.
160 m 1836,6 WSPR: TF4M.
TF3DX/M stefnir að því að kalla CQ á u.þ.b. 3527 kHz CW við sjó á föstudag kl. 9-10 meðan TF3GD lítur eftir WSPR sendingu heima.

73, Villi TF3DX

Vindatlas og hrýfi

Á heimasíðu Veðurstofu Íslands er vísun á undirsíðu, vindatlas, þar sem fjallað er um vindáhrif og vindáttir.

Hrýfi er orð sem merkir áferð eða hrjúfleika lands. Hrýfislengd er þá einhverskonar mælikvarði á hrjúfleika landsins og þar með hversu mikil áhrif landið hefur á hraða og kraft vinds. Með því að smella á einhvern stað á landkortinu á vefnum birtist vindrósin á staðnum.

Til gamans má benda á að hrýfi er myndað a svipaðan hátt og orðið þýfi, sem hefur tvær merkingar, þúfótt landslag og stolnir hlutir.
Á Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu, er núningskraftur skilgreindur með eftirfarandi orðum:

Núningskraftur eða núningur er kraftur sem spornar gegn hreyfingu. Vinna núningskrafts myndar varma og veldur því að hlutur á ferð stöðvast að lokum. Núningsstuðull er hlutfall núningskrafts og þverkrafts.

Flokkast í eftirfarandi:

 • Stöðunúningur: Stærð núningskrafts hlutar, rétt áður en hann skríður af stað.
 • Renninúningur: Þegar tveir fastir hlutir renna hvor yfir annan, háður massa og áferð (hrýfi).
 • Veltinúningur: Hlutur veltir eftir fleti, án þess að renna á honum.
 • Straummótsstaða: Mótstaða hluta við streymi kvikefnis, t.d. loftmótstaða bíls og straummótstaða í pípu.

SteppIR lóðrétta loftnet félagsins féll einhverntíma um hádegisbilið  í gær þegar vindurinn var nálægt hámarki. Svo er að sjá að strekkjari á stagi hafi brotnað undan álaginu. Á myndunum sést að stöngin hefur brotnað í mótorhúsinu þar sem koparþynnan, sem er í raun loftnetið, fer inn í rörið. Loftnetið er að öðru leyti óskemmt. Opna verður mótorhúsið til að kanna hvort hægt er að gera við eða hvað næsta skref getur orðið. SteppIR prjónninn var ekki kominn í notkun en stefnt er að ljúka uppsetningu á Fritzel greiðu í næsta logni. Fritzel greiðan er nánast tilbúin til uppsetningar.

 

Keppnisnefnd bresku amatörsamtakanna, RSGB, tilkynnti á fimmtudaginn um sólmyrkva QSO-gleði sem haldin verður þann 20. mars í samvinnu við hóp sem rannsakar radíóútbreiðslu. RSGB, segir: "þetta er ekki keppni, en keppnishugbúnaður og vefsíða RSGB verða nýtt til að safna gögnum og sýna niðurstöður". D-lag jónhvolfsins verður líklega þynnra en venjulega að degi til sem ætti að leiða til einhverra skilyrða á neðri böndunum, 1.8 MHz, 3,5 MHz, og ef til vill 7 MHz. RSGB býður radíóamatörum að taka þátt og nýta þetta tækifæri til að leggja sitt af mörkum og auka þekkingu okkar á radíóútbreiðslu og jónhvolfinu. Hlustarar eru sérstaklega hvattir til að taka þátt og senda upplýsingar á netfang nefndarinnar. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu RSGB.

Samkvæmt fréttinni ætlar Halldór, TF3HZ að vera með nettengda hvíslstöð, WSPR, í gangi í sólmyrkvanum og er hægt að lesa allt um það á heimasíðu Southgate Amateur Radio Club.

  versus   

sólin í sólmyrkva versus venjuleg sól

 

 

 

Aðalfundur ÍRA 2014

Aðalfundur ÍRA var haldinn laugardaginn 17. maí 2014. Ný stjórn er þannig skipuð:

formaður TF3HP, Haraldur Þórðarson.

Aðrir í stjórn eru: TF3GW, Þór Þórisson varaformaður; TF3GB, Bjarni Sverrisson ritari; TF3DC, Óskar Sverrisson gjaldkeri;  TF3KX, Kristinn Andersen meðstjórnandi; TF3TNT, Benedikt Guðnason varamaður

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

_

Meira á Skilyrðasíðunni

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Special Notice: 661-296-2407 Dial In Newsfeed Back In Operation

Special Notice:   I was able to get one of the old tape based machines kind of working for the 661-296-2407 dial-in line. I have no idea as to how long it will be functional as its a "make-do" repair. But for now its there for those who need it and Ill keep it going as long as I can. However, the best way to get the audio version is to download the MP3 file from here our website -- de Bill P. / WA6ITF

Amateur Radio Newsline Report 1958 March 27 2015
 • Thailand’s new master frequency list takes 6 meters back from ham radio
 • UK regulator uses ham radio input in Ultra Wideband device rule making decision
 • ITU symposium endorses small satellite regulation
 • Successful transmissions of two new ham radio shows from Germany
 • April 1st roving reporter is back with the latest on the FCC enforcement cutbacks

THIS WEEK'S NEWSCAST
Script
Audio

 

Amateur Radio Newsline Report 1957 March 20 2015
 • Sunspot AR-2297 hurls a massive solar flare toward Earth
 • Cyclone Pam devastates Vanuatu cutting it off from the world
 • Dayton Hamvention names its 2015 award winners
 • GAREC 2015 to take place this June in Finland
 • Colorado hams now have their own tower and antenna protection law
 • Proof that wireless power can be transmitted using microwaves

THIS WEEK'S NEWSCAST
Script
Audio

Amateur Radio Newsline Report 1956 March 13 2015
 • ESA to make camera on the Mars Express available for limited public use in May
 • Amateur Radio Parity Act of 2015 is introduced in the House of Representatives
 • Commentary cutoff looms in possible restructuring of 77 to 81 Ghz
 • Lawmakers say activating FM chips in smartphones a matter of public safety
 • German hams bring back an abandoned shortwave station for amateur radio.
THIS WEEK'S NEWSCAST

 

 

 • No labels