Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Velkomin á vefsíðu Íslenskra radíóamatöra!

 

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Sjá nánari upplýsingar með að smella hér: Hvað er amatörradíó? 

Skessuhorn. Mynd 19. mars 2014, TF3AO.

smelltu á mynd til að stækka

smelltu á frétt til að sjá allt innihaldið

Nú eru 36. TF-útileikarnir framundan og vonast er eftir góðri þátttöku.

Leikarnir fara fram 2. til 4. ágúst.

Aðalþátttökutímabilin eru :

1700 til 1900 á laugardag

0900 til 1200 á sunnudag

2100 til 2400 á sunnudag

0800 til 1000 á mánudag

Heildarþátttökutími má mestur verða 9 klukkust. samtals.

Reglur útileikanna eru hér undir þessum tengli: TF útileikarnir

Þar eru einnig stöðluð dagbókarblöð, kallsvæðaskipting o. fl. 

Á dagbókarblöðunum koma fram þær upplýsingar sem þarf til að fá sem flesta punkta út úr hverju sambandi.

Heyrumst !

Dagana 25. - 27. júlí verður á Smiðjuhátíð á Seyðisfirði þess minnst að 100 ár eru liðin frá fyrstu radíófjarskiptunum til og frá Íslandi.

Í frétt Þjóðviljans þann 16. júní 1985 segir:

...Eftir Titanic-slysið 1913 vaknaði áhugi fyrir skiparadíói í Reykjavík eða nágrenni. Alþingi fól ráðherra að koma upp stöðinni en ekkert gerðist í málinu fyrr en 1915. Það ár komu fyrstu skip Eimskipafélags íslands, Gullfoss og Goðafoss, til landsins með radíótæki innanborðs. Þegar Goðafoss kom til landsins í júnímánuði 1915 var hann fyrsta íslenska skipið sem var búið loftskeytatækjum. í þessum mánuði eru því 70 ár liðin frá þeim atburði. Við komu Fossanna varð augljós þörfin fyrir loftskeytastöð í landi. Eina loftskeytastöðin, sem til var, bæði til sendinga og móttöku, var tilraunastöð er Þorsteinn Gíslason, síðar símstjóri á Seyðisfirði, hafði smíðað og náði hann sambandi við Goðafoss þegar hann var á siglingu til landsins út af Austfjörðum. Var þetta fyrsta loftskeytasamband milli skips og lands, en þremur árum áður höfðu þeir Þorsteinn og Friðbjörn Aðalsteinsson, síðar stöðvarstjóri loftskeytastöðvarinnar á Melunum við Reykjavík, sent loftskeyti milli Gíslahúss og Stefánshúss (Th.jónssonar) á Seyðisfirði. Tæki Þorsteins munu enn varðveitt...

ÍRA hefur tekið að sér að aðstoða við að koma upp loftneti og sendibúnaði á gömlu ritsímastöðinni á Seyðisfirði. Ætlunin er að kynna þar félagið, starfssemi þess og radíóamatöráhugamálið. Sótt verður um sérstakt amatörkallmerki fyrir stöðina en kallmerki fjarskiptastöðvarinnar á Seyðisfirði var TFY.

Dagskrá Smiðjuhátíðarinnar er á heimasíðu Tækniminjasafnsins á Seyðisfirði, tekmus.is.

teikning af tilrauna neistasendi sem Hertz smíðaði 1887

Af gefnu tilefni.

Innlegg frá TF3JA um mælitæki á vefsíðu félagsins fyrir skömmu, var rætt á síðasta stjórnarfundi.

Niðurstaða umræðunnar er sú, að ekkert sé athugavert við innlegg þetta og önnur af sama toga,

sem einungis eru sett inn til að vekja athygli á amatörtengdum nýjungum eða fróðleiksmolum úr

fortíðinni í örstuttu máli.

73 de Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

VHF leikar um helgina

TF VHF-leikarnir eru hugarfóstur áhugamanna um langdræg VHF-fjarskipti, en draga dám af sambærilegum leikum sem mikilla vinsælda njóta í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar. VHF-leikarnir eru leikar en ekki keppni, þótt stigafjöldi geti vissulega verið mælikvarði á ástundun, búnað, útsjónarsemi og heppni! ... segir í inngangi að reglum um leikana sem eru á þessum hlekk: TF VHF-leikarnir

VHF leikarnir eru uppátæki grasrótar í félaginu og verða ekki að veruleika nema einstakir eða hópar radíóamatöra taki sig til og byrji. Stjórn félagsins styður framtakið af heilum hug og hvetur félaga að taka þátt.

Hafa má sambönd frá kl. 06 að morgni föstudags til kl 06 að morgni mánudags, en sex þriggja klukkustunda löng aðalþátttökutímabil "níu til tólf" eru alla dagana sem hér segir:

 • föstudag kl 0900-1200 og 2100-2400
 • laugardag kl 0900-1200 og 2100-2400
 • sunnudag kl 0900-1200 og 2100-2400

Þó má hafa samband hvenær sem er innan tímaramma keppninnar og engin takmörk eru á lengd þátttökutíma miðað við höfð QSO.

TF3GL tekur við loggum að lokinni helginni og vinnur úr þeim eins og áður.

Útileikarnir verða síðan um verslunarmannahelgina að venju og verður nánar fjallað um þá þegar nær dregur.

                ...hvað gerðist eiginlega?...

RSGB IOTA-keppnin verður haldin 26. og 27. júlí. Keppt er bæði á SSB og CW. 

Nánari upplýsingar er að finna undir tenglinum hér fyrir neðan.

http://www.rsgbcc.org/hf/rules/2014/riota.shtml 

Bjarni, TF3GB

IARU HF-keppnin verður haldin 12. og 13. júlí . keppt er bæði á SSB og CW.

Nánari upplýsingar um keppnina er að finna undir tenglinum hér fyrir neðan

http://www.arrl.org/iaru-hf-championship/

Bjarni, TF3GB.

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 1926 July 11 2014
 • Hawaii to mainland US opens on VHF just after July 4th weekend 
 • UKube-1 ham radio satellite successfully launched 
 • New amateur radio regulations to be introduced in Thailand
 • Hurricane Watch nets activate for Hurricane Arthur
 • United States lightship is the 300th registrant for ILLW
 • A look at the recent HAM RADIO convention in Germany
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio 

 

Amateur Radio Newsline Report 1925 July 4 2014
 • ARRL gets Amateur Radio Parity Act introduced in House of Representatives
 • Hams in Italy get another chance to use the 4 meter band
 • WRTC 2014 competition takes place on July 12th and 13th
 • Coconino County AZ revises its distracted driving law to exempt hams
 • Congress weighs in on Net Neutrality and 
 • After 70 years Morse code returns to a secret World War 2 Australian base
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio 

 

Amateur Radio Newsline Report 1924 June 27 2014
 • A possible new challenge to ham radio at 5 Gigahertz 
 • Revised Part 97 FCC rules take effect July 21st 
 • Solar researchers once again discuss our current cycle 24 
 • VK hams set new microwave record down-under
 • Fhe FCC says no to use of ham radio gear on GMRS frequencies
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio
Amateur Radio Newsline Report 1923 June 20 2014
 • Coconino county AZ may revise its distracted driving law to exempt hams  
 • FCC dismisses proceeding dealing with the 902 MHz band
 • SSB and AM on 11 meter CB coming to the United Kingdom
 • Hams in the Netherlands face new restrictions on 2300 Megahertz 
 • Heard Island DXpedition team plans a complete reorganization
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio

 

 • No labels