Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                           

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra!

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi er opin á fimmtudagskvöldum 20:00-22:00. Strætisvagn, leið 12, stansar við húsið.              

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Hvað er amatörradíó ?

Í síðustu viku birtist frétt á heimasíðu ARRL um samþykkt sem gerð var á fundi stjórnar ARRL um miðjan janúarmánuð.

"ARRL Board Okays Changes to DXCC Program, VHF and Above Contesting Rules" vísun á fréttina.

...fréttin markar ákveðin tímamót.

Fréttin er um ákvörðun stjórnar ARRL frá fundi um miðjan janúar þar sem samþykktar voru breytingar á reglum um DXCC viðurkenninguna með því að samþykkja sambönd sem höfð eru um fjarstýrðar stöðvar og breytingar á reglum um VHF/UHF keppnir til að hvetja til aukinnar þáttöku í þeim keppnum.

DXCC og fjarstýring

Samhliða viðurkenningu á samböndum um fjarstýrðar stöðvar leggur ARRL áherslu á mikilvægi siðareglna radíóamatöra og leggur það í raun í hendurnar á hverjum og einum radíóamatör að fara rétt að og hafa ekki rangt við.

David Sumner, K1ZZ, framkvæmdastjóri ARRL segir að breytingarnar gætu virst smávægilegar en eru engu að síður mikilvægar.  "Staðsetning amatörsins skiptir ekki lengur máli, amatörinn gæti verið á bakhlið tunglsins ef hann eða hún getur fjarstýrt stöð á jörðinni þaðan.“ segir David.

Stjórn ARRL samþykkti ennfremur nýja reglu, sem viðurkennir tækniframfarir og þar með tilveru fjarstýringar: „Technological advances, while welcome, also add to the difficulty in defining rules for DXCC, but the intent of the rules is what is important.  It is never OK to remotely use a station outside of the 'home DXCC entity' to add to the home-entity DXCC totals -- just as it is never OK for you to ask someone else at another station in another place to make QSOs for you.  Remotely controlled stations must be properly licensed if they are to count for DXCC.  It will continue to be up to the operator to decide what types of legal remote control operating he/she will use (if any) to contribute to an operating award" ...sem á íslensku gæti verið eitthvað á þessa leið: Við tökum tækniframförum opnum örmum, þær geta leitt til erfiðari skilgreiningar á reglum fyrir DXCC en inntak reglanna er það sem skiptir máli. Það er aldrei í lagi að nota fjarstýrða stöð utanlands til að ná fleiri DXCC löndum á kallmerkið alveg eins og það er ekki í lagi fyrir amatör að biðja erlendan amatör um að taka sambönd fyrir sig á sína stöð. Fjarstýrðar stöðvar verða að vera löglegar að öllu leyti til að sambönd um þær geti gilt til DXCC. Það verður áfram á ábyrgð amatörs að ákveða hvers konar löglega fjarstýrðar stöðvar hann notar ef hann velur að nota slíkar stöð til að ná fleiri löndum til DXCC viðurkenningar.

DXCC viðurkenningin er ein elsta og virtasta viðurkenning radíóamatöra og eftirsótt um allan heim og mörgum amatörum mikið mikið keppikefli að komast ofarlega á listann yfir þá sem náð hafa flestum löndum.

VHF/UHF-keppna breytingar

Nokkrar breytingar voru samþykktar á reglum um VHF/UHF keppnir. Með breytingunum verður amatörnum leyft að njóta aðstoðar án þess að það hafi áhrif á keppnisflokk, sjálfspottun verður leyfð í öllum flokkum og hverjum keppnisþáttakanda verður leyft að senda út samtímis á fleiri böndum.

Breytingarnar leiða til þess að leyft verður að njóta aðstoðar við að koma á sambandi en ekki þiggja aðstoð við sjálft sambandið/QSO-ið. Til dæmis verður amatörnum heimilt að tilkynna staðsetningu og keppnisþáttöku sína á spjallrásum, á endurvörpum og jafnvel í tölvupósti. 

 

CQ WW 160 keppnin gengur út á að stöðvar hvanæva að úr heiminum keppast við að ná sem flestum samböndum við stöðvar í Bandaríkjunum og sem flestum ríkjum Bandaríkjanna. Vísun á reglur keppninnar.

Einhvern aukinn óróleika var að sjá í segulsviði jarðar í dag samkvæmt mælingu í Tromsö, sjá mynd hér ofar. En hvaða áhrif það getur haft á skilyrðin um helgina á eftir að koma í ljós.

160 metra loftnet VY2ZM keppnisstöðvarinnar

Best búna stöðin hérlendis til þáttöku í keppni á 160 metrum er TF4M

Við amatörar vitum vel af áhrifum sólarinnar á skilyrðin á stuttbylgju og í dag verður japanskur prófessor með fyrirlestur í Háskóla Íslands um fylgni jarðskjálfta og virkni sólarinnar.

Fyrirlestur á vegum rafmagns- og tölvuverkfræðideildar HÍ og IEEE á Íslandi
miðvikudaginn 21. janúar kl. 16:15 í stofu VRII-156

Statistical detection of the influence of solar activities to weak
earthquakes and disturbance storm time (Dst) index

Prof. Ryuei Nishii
Institute of Mathematics for Industry
Kyushu University
Japan

Abstract

In the literature, it has been hypothesized that the solar wind released by the Sun affects the Earth as a trigger to cause earthquakes. This hypothesis is on the basis of the observation that the frequency of earthquakes rises at the period of solar minimum. In recent years, various physical measurements on the solar wind like velocity and temperature etc. became available. With these data, we focus on investigating the relation between the solar activities and the earthquakes. For this purpose, we constructed generalized auto-regressive models with exogenous variables obeying a Poisson or a negative binomial distribution, in which the response variable is the frequency of earthquakes with Richter magnitude scales 4-4.9 (EQ4-4.9), and the explanatory variables are nine physical measurements about the solar wind, the magnetospheres of the interplanetary magnetic field and the Earth. Model selection was conducted by using Bayesian information criterion based forward stepwise selection. Finally, numerical results showed that the exogenous variables of solar wind are statistically significant for the frequency of EQ4-4.9. We also evaluate the effect of solar activity to Dst by ARX models based on t-distributions.

Námskeiðið

Endurbætt dagskrá og gömul próf eru nú undir flipanum

"Félagið/"Amatörnámskeið 2015"

Bjarni, TF3GB

Einvala lið amatöra/félagsmanna kennir á námskeiði ÍRA sem nú stendur yfir til 13. apríl.

 • TF3HK           Haukur Konráðsson
 • TF3HM          Hörður Mar Tómasson
 • TF3UA           Sæmundur Þorsteinsson
 • TF3AU           Ágúst Úlfar Sigurðsson
 • TF3GL           Guðmundur Löve
 • TF3HRY        Henry Arnar Hálfdánarson
 • TF3GW          Þór Þórisson
 • TF3KX           Kristinn Andersen
 • TF3DX           Vilhjálmur Þór Kjartansson

  

Myndirnar eru af Kristni við kennsluna, önnur af nemunum í fyrstu kennslustundinni og sú þriðja af Þór og Bjarna með Kristni en þeir félagar okkar Þór og Bjarni hafa séð um að fjölfalda kennsluefni og annan undirbúning í samráði við Vilhjálm Þór Kjartansson formann prófnefndar.

Myndirnar tók Óskar/TF3DC stjórnarmaður í ÍRA.

Vel yfir 30 manns mættu á námskeiðskynningu í ÍRA í gærkvöldi og þar af voru um 25 væntanlegir nemendur. Formaður, TF8HP hóf kynninguna og sagði stuttlega frá félaginu en síðan tóku þeir við TF3GW og TF3VS og fóru yfir skipulag námskeiðsins. Námskeiðið verður í Háskólanum í Reykjavík á mánudögum og fimmtudögum kl. 20 - 22. Á nokkrum sunnudagsmorgnum verður opið í Skeljanesi og nemendum boðið að nota stöð félagsins undir stjórn leyfishafa.

Námskeið til amatörréttinda 12. janúar til 13. apríl 2015.

Námskeiðsgjald er kr. 20.000. Innifalið eru námskeiðsgögn. Félagsmenn ÍRA greiða 15.000 kr. Þeir sem gerast félagsmenn við skráningu njóta lægra gjalds. Greiða má námskeiðsgjald inn á bankareikning ÍRA. Bankaupplýsingar: Reikningsnúmer er 0116-26-7783 og kennitala er 610174-2809. Vinsamlegast látið fylgja með í athugasemdardálki frá hverjum greiðslan er, nafn og kennitölu. Allar nánari upplýsingar veitir Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri ÍRA Tölvupóstfang gjaldkera: ira@ ira.is Farsími: 862-3151

Gangi ykkur vel. 73 de Óskar/TF3DC

Umsjónarmenn námskeiðs f.h. félagsins eru: Þór Þórisson, TF3GW, varaformaður ÍRA, Bjarni Sverrisson, TF3GB, ritari ÍRA og  Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, formaður prófnefndar ÍRA.

Amatörnámskeið 2015

 

ÍRA 2015

Jólin eru liðin og nýtt ár gengið í garð. ÍRA byrjar árið með kynningarfundi annað kvöld í Skeljanesi þar sem námskeið á vegum ÍRA verður kynnt eins og fram kom í tilkynningu fyrir jól.

"Námskeið til amatörprófs verður haldið 12. janúar til 9. apríl 2015 í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Kennt verður tvo daga í viku, á mánudögum og fimmtudögum, frá 20.00 til 22.00, samkvæmt dagskrá. Einnig er ráðgert að þrjá sunnudagsmorgna verði verkleg kennsla í félagsheimili ÍRA. Dagskráin verður send sérstaklega þeim sem skráð eru til þátttöku. Þátttökugjald, 20.000,- krónur, greiðist við móttöku námsgagna. Námskeiðinu lýkur með prófi, fljótlega eftir 9. apríl."

 

“kilowatt, kilowatt, six, hotel, zulu, hotel,” eða KK6HZH.

Laisha Vergara 10 ára gömul er í fimmta bekka barnaskólans "Dorothy Grant Elementary School", og ein af 710.000 radíóamatörum í USA. Um 15 % leyfishafa í USA eru konur, segir Sean Kutzko, kynningarfulltrúi ARRL, félags radíóamatöra í USA. Sjá fréttina.

Radíóamatörafélög eða klúbbar eru í framhaldsskólum víða í USA en ekki margir í barnaskólum, segir Kutzko.

 

Kallmerki Grimeton stöðvarinnar er SAQ

Hlustun á netinu

Leiðbeiningar

Gleðileg jól

 

Kynning.

Kynning vegna námskeiðs til amatörprófs verður í félagsheimili ÍRA í

Skeljanesi, fimmtudaginn 8.janúar 2015, kl. 20.30  Verið öll velkomin.

TF3GB, ritari ÍRA.

QSL-stjóri minnir á hreinsunina í buroinu og að síðasti dagur til að 

koma kortum í útsendinguna er fimmtudagurinn 8. janúar 2015.

TF3GB, ritari.

Í dag eru 150 dagar þar til ITU verður 150 ára, upprunalega "the International Telegraph Union" fylgist með á vef ITU, ?ITU150.

MORSE er ennþá virkasti og hagkvæmasti fjarskiptahátturinn

VP8 2016 DX-leiðangur

Intrepid-DX hópurinn stefnir að DX-leiðangri til Suður-Georgíu- og Suður-Sandvíkureyja í janúar til febrúar á árinu 2016.

"Velkomin á vefsíðu Suður Sandvíkur- og Suður Georgíueyja DX leiðangursins, heimasíða leiðangursins. þar sem Intrepid-DX hópurinn kynnir stoltur áætlaðan leiðangur til tveggja sjaldgæfustu kallmerkjasvæða heimsins í janúar-febrúar 2016. Fjórtán radíóamatörar ætla að byrja á því að fara í land á Suður Sandvíkureyju og virkja fjórða mest eftirsóttasta DX forskeyti radíóamatöra í átta daga. Eftir það verður haldið til Suður-Georgíueyjar og níunda mest eftirsótta forskeyti radíóamatöra virkjað í átta daga. Öll áætlunin er háð veðri, vindum og velvild ýmissa aðila.

Áætlað er að leiðangurinn kosti tæpa hálfa milljón bandaríkja dala og nýtur styrkja víða en er að miklu leyti kostaður af þeim sem í ferðina fara."

 

Heimasíða leiðangursins

Heimasíða Intrepid DX hópsins

... og þar stendur meðal annars:

Við erum alþjóðlegur hópur radíóamatöra. Við erum frá Ameríku, Bosníu, Búlgaríu, Kúbu, Frakklandi, Írak, Rússlandi, Serbíu og Spáni. Við bjóðum radíóamatörum frá öllum þjóðum heims að slást í lið með okkur.

Námskeið til amatörprófs verður haldið 12. janúar til 9. apríl 2015

í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Kennt verður tvo daga í viku, á

mánudögum og fimmtudögum, frá 20.00 til 22.00, samkvæmt dagskrá.

Einnig er ráðgert að þrjá sunnudagsmorgna verði verkleg kennsla

í félagsheimili ÍRA. 

Dagskráin verður send sérstaklega þeim sem skráð eru til þátttöku.

Þátttökugjald, 20.000,- krónur, greiðist við móttöku námsgagna.

Námskeiðinu lýkur með prófi, fljótlega eftir 9. apríl.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

 

TF2LL staddur suður í höfum skrifaði á póstlistann í morgun:

Sælir félagar,

ég setti fram spurningu hér á grúppuna fyrir nokkrum mánuðum. Hef pláss á milli mastra ca 25 metra, hvaða loftnet gæti komið til greina. Þá var ég að hugsa um að nýta lengdina sem best og hafa sem flest bönd. Slatti af tillögum komu fram. Niðurstaðan hjá mér var sú að setja saman hjámiðju fæddann dípól. Sem næst plássinu sem er til staðar. En að endingu setti ég saman dípól úr jökla vír sem ég gat vélað út úr TF3IG og 1:4 balun ættuðu frá HRO í usa. 17,38 m og 3,65 m. Pælingin á bak við OFC er jú að hafa sem mestan möguleika á banda fjölda og einnig og ekki síst aðstæður hér um borð í skipinu. Með OFC liggur fæðilínan nánast lóðrétt niður og inn um glugga inn í íbúðina hjá mér. Við loftnetið er svo tengdur blár kassi sem á stendur Flex 3000. Flexinn er með innbyggðan tuner eða loftnetsaðlögunartæki sem margir vilja kalla svo.  Skemmst er frá því að segja að þetta svínvirkar. Flex tækið stillir sig sjálft út í loftnetið og það þarf ekki mikið og ekkert að hugsa um það en ég hef tekið eftir því að útgeislað afl fer ekki mikið yfir 50 wött. Ég var áður með Icom 706 um borð og á gamla skipinu mínu miklu lengra loftnet, nær 100 metrum en það kom mér verulega á óvart hversu þetta loftnet virkar vel. Sem er svo miklu styttra. Þessa stundina er ég staddur fyrir utan Kýpur og er nú þegar búinn að hafa samband við TF stöðvar á 10 metrunum og núna síðast samband við TF3JB á 20 m er hann var í gríðarmikilli "kös" en náði samt að lesa mig.  CW kallinn JB kemur nefnilega ekki oft á SSB og kannski var kösin þess vegna ! En kvað um það. Það sem ég vildi segja að það þarf ekki stór eða merkileg loftnet til þess að komast í loftið. Ekki pæla of mikið í kringumstæðum fram og til baka. Henda út vír og koma sér í loftið. Mig nefnilega rennur grun í að einhverjir eigi kallmerki en komi sér ekki til þess að fara í loftið.Ég hef áður sagt að félagið eigi að styðja nýliða til þess að yfirstíga míkrafónfælnina. Félagið á að styðja við nýliða fram og til baka. En niðurstaðan er: hengja upp vír og koma sér í loftið.
73 de TF2LL

   

 

Aðalfundur ÍRA 2014

Aðalfundur ÍRA var haldinn laugardaginn 17. maí 2014. Ný stjórn er þannig skipuð:

formaður TF3HP, Haraldur Þórðarson.

Aðrir í stjórn eru: TF3GW, Þór Þórisson varaformaður; TF3GB, Bjarni Sverrisson ritari; TF3DC, Óskar Sverrisson gjaldkeri;  TF3KX, Kristinn Andersen meðstjórnandi; TF3TNT, Benedikt Guðnason varamaður

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

_

Meira á Skilyrðasíðunni

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 1949 January 24 2015

 

 • WE'RE BACK!
 • Michigan gets its own PRB One antenna law
 • A launch date for the Fox 1 hamsat is announced
 • ARES called out in Ohio to assist after phone outage
 • The flight of the VK floater balloon falls short of its round-the-world trip
 • The K1N Nevassa Island DXpedition will be on the SO-50 ham radio satellite
 • And old Sol is at it again!

 THIS WEEK'S NEWSCAST

Script

Audio

From Bill's hospital bed: January 15, 2015

Not much new to report.  I had hoped to be home by now but my doctors say otherwise.  

The two ribs are healing nicely, but as long as I am here they want me to do a few weeks of cardio re-hab before they sign me clear, but I have no idea as to how long this will take.  (For those not aware I been a sufferer of Coronary Artery Disease since about 1983 and went through an out patient cardio rehab program back then.)  

For now, the full length ARNewsline newscast remains down.  am looking to find a volunteer with a background in Broadcast Journalism / Radio News Production and who can devote about a day a week to come aboard as a co-producer with me.  I can easily write stories and scripts from here, but doing the editing, post production, etc. would be all but impossible from this environment.

In the meantime, a compact (about 6 minute) audio/video version will continue to be produced by Don Wilbanks, AE5DW, and will be posted to several locations including our Facebook page, our website (www.arnewslinre.org) and included on the weekly show Ham Nation (twit.tv/hn).

My sincere thanks to both Don and out Webmaster Kevin Trotman N5PRE, for keeping the various entities as up to date as possible with the latest breaking news and I can assure you that the full length newscast (both audio and text) will be back -- hopefully in the very near future.  

Also a big thank you to Todd Hitzeroth N6ZXJ who lent me this laptop when mine lost its had drive two days into this unexpected "forced vacation" and to Dave Booth, KC6WFS, who is repairing the machine with its clickety-clacking drive.

Last, but by no means least, my sincere thank you to all who have offer your prayers and e-mailed and/or called with your get well wishes.  All are very much appreciated.  

Keep an eye on the ARNewsline website and Facebook page for the latest updates.

de
Bill P. / WA6ITF

Amateur Radio Newsline Report as Seen on Ham Nation on January 14, 2015

Don Wilbank's report as seen on Ham Nation on January 14, 2015

Amateur Radio Newsline Report as seen on Ham Nation on January 7, 2015

Don Wilbank's Report on Ham Nation as seen on January 7, 2015

 

 

 • No labels