Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                           

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra!

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi er opin á fimmtudagskvöldum 20:00-22:00. Strætisvagn, leið 12, stansar við húsið.              

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Hvað er amatörradíó ?

K-stuðull, uppfærður.

Mánudagskvöldið 20. apríl 2015 hittust sjö konur í Garðabænum. Allar eiga þær það sammerkt að hafa áhuga á radíóamatör-málum á einn eða annan hátt. Tilefnið var áhugi á að stofna YL klúbb á Íslandi. Þessa hugmynd höfðu Anna, TF3VB, og Vala, TF3VD, gengið lengi með í maganum  og létu loks verða af því að senda bréf til allra kvenna sem vitað var um að hefðu komið á námskeið hjá ÍRA, tekið próf eða væru með kallmerki. 19 konur reyndust vera í þeim hópi en því miður voru ekki til staðar nægar upplýsingar um þær til að hægt væri að senda þeim öllum bréf. 15 bréf voru send og fimm konur komu á fundinn. Aldursbil þeirra sem þarna hittust var 44 ár en það var ekki hægt að heyra það á fjörugum samræðum sem sköpuðust, að kvenna sið, um allt mögulegt en þó mest tengt þessum sameiginlega áhuga okkar á fjarskiptum og ýmsu þeim tengdum segja Anna og Vala. Niðurstaðan var að koma á laggirnar YL klúbbi með hæfilega (ó)ljós markmið. Á fundinum voru:

Sitjandi frá vinstri: Guðrún Hannesdóttir - TF3GD, Soffía Ákadóttir - TF3GK., standandi frá vinstri: Vala Dröfn Hauksdóttir – TF3VD, Anna Henriksdóttir – TF3VB, Nanna Einarsdóttir – TF3?? , Elín Sigurðardóttir – TF3?? og Jóhanna M. Konráðsdóttir – TF3JK. Fremst er síðan hún Syrpa, sem er sérlegur áhugahundur um fjarskiptakonur.

TF3VD og TF3VB hafa síðan unnið að undirbúningi klúbbsins og boða nú til stofnfundar TFYL, félags kvenamatöra á Íslandi, föstudaginn 22. maí næstkomandi á fæðingardegi Sigrúnar Gísladóttur en hún var fyrst Íslenskra kvenna til að taka radíóamatörprófið og hefði orðið 85 ára þann dag. Fundurinn verður haldinn á Kaffi Meskí, Fákafeni 9 í Reykjavík kl. 17. Allir kven-radíóamatörar og aðrar áhugakonur um radíóamatörinn eru velkomnar.

 

 

Ágætu félagar.

Samkvæmt upplýsingum frá dóttur Stefáns Þórhallssonar, Katrínu, 

fer útför hans fram frá Lindakirkju í Kópavogi, föstudaginn 22 maí kl 13.00..

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

Hljóðnaður lykill - TF3S

Stefán Þórhallsson, TF3S lést í morgun. Stefán var á 83. aldursári og heiðursfélagi ÍRA. Stefán var sonur Þórhalls Pálssonar TF5TP, Akureyri.

Félagarnir Höskuldur Elíasson TF3RF og Stefán Þórhallsson TF3S voru ekki að leita að neinu sérstöku á flóamarkaði ÍRA 2012, en sögðu engu að síður margt áhugavert vera í boði ...

Við radíóamatörar sameinumst í dag  og sendum samúðarkveðju til fjölskyldu Stefáns.

Ágæti félagi.

 

Í aðalfundarbyrjun í dag kom fram ábending um að ekki hefði verið boðað til fundarins með lögmætum hætti, 

samkvæmt lögum ÍRA, þar sem einhverjir félagsmanna fengu ekki fundarboð.

Fundinum var því slitið.

Boðað er til nýs aðalfundar fimmtudaginn 11. júní 2015, kl. 20.00, í félagsheimili ÍRA í Skeljanesi.

Dagskrá fundarins verður samkvæmt 18. grein félagslaganna.

Stjórn ÍRA harmar mistökin.

 

17.05.2015.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA

Nýtt aðalfundarboð 2015.doc

Aðalfundurinn

Stjórn ÍRA minnir á aðalfund félagsins á morgun, sunnudaginn 17. maí

kl. 14.00 í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12.

Dagskrá samkvæmt 18. grein félagslaganna.

Fram komnar breytingatillögur á lögum félagsins er að finna undir 

liðnum "Félagið/Aðalfundur 2015" hér á heimasíðunni.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

73, Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

K3S kynntur í dag

Nýr uppfærður Elecraft, K3S var kynntur til sögunnar í dag vestur í Kaliforníu.

Hlekkur á upplýsingar um K3S og nokkrar spurningar ásamt svörum.

K3S er 500 dollurum dýrari en K3 og flestar endurbæturnar eru fáanlegar til ísetningar í K3.

 

Um helgina, frá föstudegi til sunnudags, er hin árlega sýning og samkoma radíóamatöra í Dayton, Ohio, USA. Samkoman er fjölsótt og allmargir íslenskir radíóamatörar hafa komið þar við gegnum árin.

Hlekkur á upplýsingar um Dayton 2015.

Á síðunni er hlekkur á beina vefútsendingu alla sýningardagana og einnig er frumherjinn, W5KUB, í beinum vefútsendingum frá viðburðum radíóamatöra í heiminum með sína eigin vefútsendingu: W5KUB

QST er 100 ára á þessu ári

"First published in December 1915, QST is the not only the official membership journal of the ARRL, it is also the most widely read Amateur Radio magazine in the world with a monthly circulation of more than 165,000."

Fyrsta QST blaðið var gefið út í december 1915 ári eftir stofnun ARRL, félags radíóamatöra í USA. QST er mest lesna blað radíóamatöra og er gefið út mánaðarlega í 165.000 eintökum. Blaðið er líka gefið út á netinu og er  þar einstaklega þægilegt til aflestrar í spjaldtölvu.

Umræðurnar snérust um að rifja upp greinar um hin ýmsu töfraloftnet og fram kom að í flestum tilfellum var um að ræða hugmyndir um loftnet sem birst höfðu í aprílheftum hinna ýmsu amatörfélaga. Sérkennilegustu loftnetin sem rætt var um voru annars vegar 50 ohm viðnám og hins vegar ósýnilegur vír. Menn sættust á að af þessum tveimur væri 50 ohm viðnámið betra loftnet.

TF3RF, TF3JB, TF8HP, TF3VS, TF3FIN. Einnig voru á staðnum TF3DC, TF3MHN, TF3G, TF3GB og TF3JA sem tók myndina.

Örloftnet

Mikil eldtunguvirkni frá sólinni í þessari viku.

K-stuðullinn kominn upp fyrir 5 og líkur á verri skilyrðum næstu daga en þrátt fyrir almennt verri skilyrði má búast við ýmiskonar óvenjulegum skilyrðum og kannski mjög góðum skilyrðum almennt eftir nokkra daga.

Greg Mossop neyðarfjarskiptastjóri IARU svæðis 1 viðtali við útvarpsstöð, CBC Radio í Kanada.

Anders Larsen nýkjörinn formaður félags sænskra radíóamatöra, SSA:

Hér þakkar Anders sænskum radíóamatör, Krister, SA7AZQ fyrir hans boðnu hjálp sem ekki var þegin en segir að full ástæða sé til að fara vel yfir á næsta stjórnarfundi í SSA hvernig betur megi standa að neyðaraðstoð radíóamatöra.

takk Þorvaldur fyrir einstakt framtak,

"Loftskeytastöð í Otradal í Arnarfirði hefur verið notuð til að koma hamfarasvæðinu í Nepal í samband við umheiminn. Almennt fjarskiptakerfi í landinu hefur verið laskað og legið niðri eftir jarðskjálftann mikla um síðustu helgi. 10-15 loftnet eru tengd loftskeytastöðinni í Otradal í Arnarfirði. Það er Þorvaldur Stefánsson, fyrrverandi friðargæsluliði, sem starfrækir hana en hún er ein öflugasta stuttbylgjustöð radíóamatörs í heimi. Hann fékk fjarskiptamöstrin þegar fjarskiptastöðin á Rjúpnahæð hætti starfsemi. Þegar Þorvaldi var ljóst að sambandið við Nepal var mjög lélegt eftir mannskæða jarðskjálftann þar um síðustu helgi bauð hann fram stöðina fyrir þá sem reyna að koma skilaboðum frá Nepal. Otradalsstöðin hefur verið notuð síðustu þrjá daga til að koma skilaboðum um ástandið og afdrif fólks frá hjálparstofnunum til Evrópuríkja og Bandaríkjanna.

Jón Þóroddur Jónsson, neyðarfjarskiptastjóri radioamatöra, segir þessa aðstoð afar mikilvæga til að koma skilaboðum áfram.

„Til dæmis ekki síst til að aðstoða Rauða krossinn við að upplýsa um afdrif fólks í báðar áttir,“ segir Jón Þóroddur. „Og eins líka í sambandi við ferðalög til og frá landinu. Það hefur ekki verið auðvelt að komast inn og út úr landinu og almennu fjarskiptakerfin hafa ekki verið í lagi.“

Hér er myndband sem sýnir dæmi um hvernig samskiptin fara fram vegna ástandsins á Nepal."

Hjálm­ar Björg­vins­son mun taka við starfi Víðis Reyn­is­son­ar hjá Al­manna­vörn­um. Hjálm­ar hef­ur starfað hjá Fjar­skiptamiðstöð lög­regl­unn­ar.

Víðir Reynisson

Við þökkum Víði fyrir gott samstarf og óskum nýjum yfirmanni góðs gengis.

 

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Samkvæmt 5. grein laga um almannavarnir nr. 82/2008 annast ríkislögreglustjóri starfsemi almannavarna í umboði innanríkisráðherra áður dómsmálaráðherra. Með lögum nr. 44/2003 voru almannavarnir  fluttar frá Almannavörnum ríkisins til embættis ríkislögreglustjóra, til að annast heildarskipulagningu almannavarna og framkvæmdir á þeim þáttum sem falla undir ríkisvaldið. Einnig er ábyrgð ríkislögreglustjóra vegna almannavarna skilgreind í 5. grein lögreglulaganna nr. 90/1996 þar sem kveðið er á að ríkislögreglustjóri annist málefni almannavarna í umboði innanríkisráðherra (áður dómsmálaráðherra). Verkefni ríkislögreglustjóra vegna almannavarna fela m.a. í sér víðtækt samstarf við stofnanir þjóðfélagsins varðandi neyðarskipulagið með það að markmiði að tryggja öryggi almennings og vinna að gerð og endurskoðun viðbragðsáætlana. Almannavarnadeild ríkislögreglustjórans samhæfir almannavarnaáætlanir sveitarfélaga og stofnana og hefur eftirlit með endurskoðun og viðhaldi þeirra. Stjórn aðgerða í héraði þegar almannavarnaástand ríkir er í höndum lögreglustjóra í viðkomandi lögregluumdæmi. Almannavarnanefnd skal skipuð sýslumanni þess umdæmis, sem sveitarfélagið er í, fulltrúum úr sveitarstjórn og þeim fulltrúum sveitarstjórna, sem í starfi sínu sinna verkefnum í þágu hins almenna borgara. Á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum sitja lögreglustjórar viðkomandi umdæma í almannavarnanefndum, en ekki sýslumenn. Almannavarnanefndir eru skipaðar af sveitarstjórn og felst hlutverk þeirra í stefnumótun og skipulagningu starfs að almannavörnum í héraði.

  

Um helgina er ítölsk keppni kölluð "ARI keppnin". Sérstakt við þessa keppni er að allir mótunarhættir eru leyfðir.

Vísun á reglur keppninnar

Ítalir biðja amatöra um að varast neyðartíðnirnar á 14 MHz sem eru í notkun vegna hamfaranna þar og rétt að bæta því við að bæði 14.205 0g 14.215 eru í notkun vegna Nepal. Best er að forðast allt 20 khz sviðið 14.200 til 14.220.

Breytt neyðartíðni vegna ARI keppninnar:

Áríðandi upplýsingar !!!! Vegna ítölsku keppninnar um þessa helgi ölll var neyðarumferð vegna Nepal sem hefur verið á 14.205 kHz og 14.215 flutt á 14.300 kHz klukkan 14 GMT í dag. Fyrri vandamál í Nepal á 14300 kHz hafa nú verið leyst. Stöðvar sem taka þátt í neyðarfjarskiptum eru samt beðnar um að halda QRM í lágmarki.

"URGENT UPDATE - TO ALL STATIONS !!!!

Due to the forthcoming Italian all mode contest this weekend the Nepal disaster frequency will move at 1400z today Thursday 30th of April until further notice. All emergency traffic will be passed on 14300 Khz which will be a controlled net as was 14205 Khz and 215. Previous issues in Nepal with 14300 Khz have now been resolved. Relay stations will still be required to keep QRM to a minimum. Our secondary frequency will remain open between the hours of 0800z and 2300z for non emergency traffic relating to the disaster and will be a controlled net when ever possible. Thank you all for your assistance and continued cooperation. Amir Bazak 4X6TT"

Til hamingju með daginn Guglielmo Marconi.

Guglielmo Marconi, 1. markgreifinn af Marconi fæddur 25. april 1874, ítalskur  uppfinningamaður og rafmagnsverkfræðingur er þekktastur fyrir vinnu sína og tilraunir með radíósendingar yfir langar vegalengdir, radíóritsíma og Marconi-lögmálið. Margir vildu lilju kveðið hafa en Marconi er oftast eignaður heiðurinn af uppfinningu radíós, útvarps. Marconi deildi Nóbelsverðlaunum ársins 1909 í eðlisfræði með Karli Ferdinand Braun fyrir uppfinngar tengdum þráðlausum sendingum merkja. Marconi var viðskiptasinnaður frumkvöðull og stofnaði á árinu 1897 fyrirtækið "The Wireless Telegraph & Signal Company" sem seinna meir varð að heimsþekkta breska fyrirtækinu Marconi. Marconi tókst að koma radíói, útvarpi í almenna notkun og byggði mikið á uppfinningum og vinnu ýmissa forgöngumanna. Á árinu 1929 sæmdi konungur Ítalíu Marconi markgreifatign.

 

Aðalfundur ÍRA 2014

Aðalfundur ÍRA var haldinn laugardaginn 17. maí 2014. Ný stjórn er þannig skipuð:

formaður TF3HP, Haraldur Þórðarson.

Aðrir í stjórn eru: TF3GW, Þór Þórisson varaformaður; TF3GB, Bjarni Sverrisson ritari; TF3DC, Óskar Sverrisson gjaldkeri;  TF3KX, Kristinn Andersen meðstjórnandi; TF3TNT, Benedikt Guðnason varamaður

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

_

Meira á Skilyrðasíðunni

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 1966 May 22 2015

 

 • BULLETIN: FCC drops Amateur Radio vanity call sign fee
 • Post quake Nepal emcomm cutback announced
 • India putting plans into place for better Emcomm alerting
 • The United States Navy Marine Corps MARS program to stand down
 • New south Africa 2 meter propagation beacon announced.

THIS WEEK'S NEWSCAST

Script

Audio

Amateur Radio Newsline Report 1965 May 15 2015

 

 • Amateur radio responds as another killer earthquake hits Nepal
 • Radio France International heard splattering on 40 meters
 • Thailand's military to keep 50 to 54 MHz
 • Ham radio numbers fall and rise in Germany
 • And a look back at the history of the Dayton Hamvention.

 THIS WEEK'S NEWSCAST

Script

Audio

Amateur Radio Newsline Report 1964 - May 8 2015
 • Amateur radio continues its work in earthquake ravaged Nepal  
 • DL hams get 4 Meter acces for sporadic E season
 • Digital Ham TV comes alive from the ISS 
 • Congress continues pressing the FCC on proposed Field Bureau closures
 • Radio back on the farm
THIS WEEK'S NEWSCAST
Amateur Radio Newsline Report 1963 - May 1 2015
 • Hams worldwide respond after an earthquake devastates Nepal
 • FCC makes ready to introduce a pair of new ham radio bands
 • AMSAT gets opportunity for a rideshare to geostationary orbit
 • House committee asks why FCC wants to close field offices

THIS WEEK'S NEWSCAST
Script
Audio

 

 

 • No labels