Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                         

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra, ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi er opin á fimmtudagskvöldum 20:00-22:00. Strætisvagn, leið 12, stansar við húsið.

 ljósmynd: Hekla, Helgi Bjarnason.

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Hvað er amatörradíó ?

Stefán Arndal, TF3SA, er 85 ára í dag 26. ágúst.

Einn af okkar allra traustustu félögum, Stefán Arndal TF3SA er 85 ára í dag. Stefán hefur stutt ÍRA með ráðum og dáð svo lengi sem við munum. Hann hefur alveg sérstaklega stutt keppnislið félagsins framan af með góðum ráðum og stuðningi á ýmsan hátt. Síðustu árin hefur hann einnig tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum fjarskiptakeppnum með félögunum. Stefán fer þar fremstur meðal jafningja - "harður operator" - eins og kapparnir orða það - en hugljúfur félagi sem menn njóta þess að vinna með að sameiginlegu markmiði. Stjórn ÍRA fyrir hönd félagsins færir Stefáni og fjölskyldu hans árnaðaróskir á afmælinu og þakkar honum trygglyndi og vináttu í gegnum árin.

2016 er 70 ára afmælisár ÍRA.

Öllum íslenskum radíóamatörum er heimilt að nota svæðistöluna 70 í sínu kallmerki á afmælisári félagsins í stað hefðbundinnar svæðistölu. 

Afmælið var 14. ágúst, félagsheimilið var opið og stöð félagsins í loftinu frá hádegi sunnudagsins. Boðið var uppá kaffi og meðlæti frá klukkan 14 og klukkan 15 sagði fyrrverandi formaður félagsins til margra ára TF8HP, Haraldur Þórðarson frá ýmsu úr sögu félagsins. Einn stofnfélagi frá 1946 mætti í kaffið, TF3MX Ólafur Guðjónsson.

Úr viðtali við fyrsta formann ÍRA, Einar Pálsson. Viðtalið birtist í Útvarpstíðindum 1946.

 

K-stuðull, uppfærður.

Norðurljósa- og skilyrðaspá.

AZ-réttstefnukort.


TF SOTA fréttir

Nú líður senn að því að SOTA TF verði opinberað. Stefnt er að því að allt verði klárt 1. september. Tinda listinn og punktakerfið er tilbúið og verið er að leggja loka hönd á ARM fyrir TF. Einar Kjartansson, TF3EK, hefur innt af hendi mikla vinnu fyrir SOTA TF og á hann miklar þakkir skildar fyrir. Simon Melhuish, G4TJC, hefur verið okkar aðal tengiliður og hefur unnið vel með Einari og Agli, TF3EO. Simon tjáði okkur frá því að Andy Sinclair, MM0FMF, myndi örugglega hraða sér til landsins og virkja TF tind sem allra fyrst. Andy er Assosiation Manager fyrir Skotland. Vonandi náum við Íslendingar að vera fyrstir og skorar ÍRA á amatöra að vera í startholunum. Suma tinda er auðvelt að nálgast en kort og staðsetningar verða birtar á www.sota.org.uk 1. september. Hér er tengill á YouTube myndband þar sem Andy er að virkja OE/VB-512 "The Phander" í Austurríki.

 

 

Einn af okkar allra traustustu félögum, Stefán Arndal TF3SA er 85 ára í dag. Stefán hefur stutt ÍRA með ráðum og dáð svo lengi sem við munum. Hann hefur alveg sérstaklega stutt keppnislið félagsins framan af með góðum ráðum og stuðningi á ýmsan hátt. Síðustu árin hefur hann einnig tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum fjarskiptakeppnum með félögunum. Stefán fer þar fremstur meðal jafningja - "harður operator" - eins og kapparnir orða það - en hugljúfur félagi sem menn njóta þess að vinna með að sameiginlegu markmiði. 

Stjórn ÍRA fyrir hönd félagsins færir Stefáni og fjölskyldu hans árnaðaróskir á afmælinu og þakkar honum trygglyndi og vináttu í gegnum árin.

Stefán við nýja stöð (Icom 7300) félagsins.

 

Stefán með hóp lærisveina í félagsheimili ÍRA.

 

TF3SA á Garðskaga ásamt félögunum um síðustu helgi.

 

Krækja á sjónvarpsfrétt þar sem rætt er við Stefán á nýafstaðinni Vitahelgi.

 

 

Borist hefur beiðni frá IARU:

 

Radíóamatörar, vinsamlega verið ekki í loftinu á tíðninni 7060 eða nálægt þeirri tíðni.

24. ágúst varð jarðskjálfti á Ítalíu að styrkleika 6,2, ítalskir radíóamatörar aðstoða við neyðarfjarskipti og nota til þess ýmsar tíðnir en þó aðallega tíðnina 7060 kHz.

Beinið öllum fyrirspurnum um fólk og ferðalanga til Rauða krossins.

 

Radíóamatörar, vinsamlega varist að trufla neyðarfjarskipti vegna jarðskjálftanna á Ítalíu.
Ítalir nota tíðnirnar:

7045
7060
3643
og
6435 ásamt fleiri tíðnum utan amatörbanda.

73 de TF3JA

Eftir því sem best er vitað verða radíóamatörar við þrjá vita, Knarrarós, Garðskaga og Akranes. Á Garðskaga ætlar TF3ML að setja upp fjögurra staka yaka fyrir 40 metra bandið. Ýmislegt fleira er í bígerð á Garðskaga um Vitahelgina og best að hafa samband við þá TF3ARI og TF3ML til að fá nánari upplýsingar.

Sem fyrri ár mun Knarrarósviti verða með á Vitahelginni 2016 og kallmerkið verður TF1IRA. Það var líklega 1998 sem félagar tóku þátt frá vitanum í fyrsta skipti og þá í fyrsta skipti sem íslenskur viti var virkjaður þessa helgi. Nokkrir þeirra sem byrjuðu á ævintýrinu hafa haldið tryggð við vitann og gera enn. Má nefna TF3AO, TF3GB og TF8HP sem og fleiri. Vænta þeir að verða með þetta árið auk fleiri. Þar má nefna fremstan í flokki Svan, TF3ABN. Hafi menn áhuga á að vera með og óski frekari upplýsinga skal bent á að hafa samband við Svan.

Við Akranesvita ætla nokkrir eldhugar úr röðum radíóamatöra að vera í loftinu og gera tilraunir með ýmsar gerðir loftneta.

Félagið sem slíkt mun ekki um þessa Vitahelgi standa fyrir neinni virkni en félagið á búnað sem stendur félögum til boða.

Knarrarósviti

Garðskagaviti er á fésbókinni.


Akranes

Myndirnar tók TF3JON, Jón Svavarsson.

TF70IRA verður í loftinu frá hádegi á morgun ef ekki fyrr, afmæliskaffið í Skeljanesi hefst klukkan tvö og klukkan þrjú ætlar TF3HP að fara yfir sögu félagsins og rifja upp sögur af ýmsum radíóamatörum.

Afrit úr Útvarpstíðindum ársins 1946.

Myndir úr CQ TF 1. tölublaði ársins 1983.

Ölvir, TF3WZN hafði ekki heyrt af radíóamatörum fyrr en í byrjun síðasta vetrar en skellti sér á námskeiðið í vetur og náði N-leyfi á prófinu í vor. Ölvir vantaði örlítið upp á að ná G-leyfi. Ölvir var kosinn í stjórn ÍRA í vor og tók að sér stöðvarstjóraverkefnið. Ölvir hefur nú lyft grettistaki í sjakknum og er að setja upp nýrri tölvur sem IKEA á Íslandi gaf félaginu.

 

Óveðursskýin hrannast upp í suðri og minna á komandi vetur.

 

TF3WZN og TF3JA hafa verið duglegir við tiltekt í Skeljanesi. Keypt voru borð fyrir tækin og þau færð til. Til stendur að setja upp lagnastiga fyrir kóax og aðra kapla. Nýja IC-7300 stöð félagsins er kominn upp og allt að verða klárt fyrir sunnudaginn 14. ágúst en þá stendur ýmisslegt til og byrjar fjörið kl 14:00. Stefnt er að því að virkja TF70IRA kl 12:00 á hádegi og eitthvað fram á kvöld. Vonandi sjá sem flestir félagar sér fært að virkja stöðina á sunnudaginn. Á myndinni er TF3WZN.

 TF3JB skrifar í dag á fésgrúppunni "Amatörar á Íslandi" :

"DXCC Challenge
Mig langar til að deila með ykkur að DXCC Challenge viðurkenning TF3JB er í höfn og er undirritaður fjórði íslenski leyfishafinn sem hlýtur viðurkenninguna. Um er að ræða veglegan veggplatta um 1,6 kg að þyngd. Sækja má um viðurkenninguna þegar menn hafa náð a.m.k. 1000 einingum, en síðan eru uppfærslueiningar (e. endorsements), þegar 1500, 2000 og 2500 einingum er náð. Aðrir íslenskir leyfishafar sem eru handhafar DXCC Challenge: TF3DC, TF4M og TF8GX.
73 de TF3JB."
...til hamingju TF3JB með að hafa náð samtals 1000 DXCC bandeiningum, heildarfjöldi landa/forskeyta er skv. ARRL 339 og böndin 10 þannig að mest er hægt að ná 3390 DXCC bandeiningum. Samband við eitt land á einu bandi gefur eina DXCC bandeiningu.


 

Opið verður í Skeljanesi í kvöld frá 20 - 22.

40 milljón ára gamall amber moli eða steinn, raunstærð molans er 1x1x2 cm.

Ambersteinarnir höfðu þann undarlega eiginleika að eftir að hafa verið nuddaðir með ull drógust litlir léttir hlutir eins og laufblöð að steinunum. 600 hundruð árum fyrir fæðingu Krists nefndi frægur grískur heimspekingur, Thales frá Miletus, fyrirbærið "electron" sem þýðir "kemur frá amber með nuddi".

En um helgina eru Útileikar og við amatörar þurfum ekki lengur að nudda amber með ull til að framleiða rafsegulsvið. Við í stjórn ÍRA hvetjum alla amatöra sem vettlingi geta valdið að dusta rykið af græjunum og fjölmenna í loftið á afmælisárinu og minnum á í leiðinni að sambönd á VHF/UHF eiga vel heima í Útileikunum.

stjórn ÍRA.

Úrslit Útileika 2015. Þar sem innan við helmingur þeirra sem  þátt tóku skiluðu loggum á tilsettum tíma, og samanburður á þeim loggum sem skilað var, benti til að lítið væri um villur, þá var valdið að byggja á loggum sem skilað var, óbreyttum.

 Útileikar ÍRA 2015, niðurstöður.   
 QSOQTCM1SvæðiM2M3Stig 
TF3DB3 2190382880 
TF1EIN/M5 512384816000 
TF2AO7 412804817920 
TF3GB12 8123905876800 
TF3DX/M34,5 10123589078386400tékk logg
TF3EK4261112389068506880 
TF2LL3761112389069.1628520080 
Önnur kallmerki í leikunum:  TF3BM, TF3HP, TF1JI, TF8KY, TF1JA, TF5BY 

73 de TF3EK staddur á Hveravöllum, sjá mynd.

 

IOTA keppnin 2016 - Ísland er skilgreint sem þrjú mismunandi IOTA númer og keppnin stendur yfir í sólarhring.

RSGB Islands On The Air eða "IOTA keppnin 2016" verður haldin um næstu helgi, 30.-31. júlí n.k. 

Þetta er 24 klst. CW, SSB eða CW/SSB keppni sem hefst kl. 12 á hádegi á laugardeginum. Markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn eins og frekast er unnt. Sambönd við leyfishafa á eyjum sem hafa IOTA-númer gefa margfaldara. 

TF-stöðvar gefa upp: RS(T) - QSO raðnúmer og IOTA númer. Stöð í Reykjavík gefur þannig upp: 59(9) - 001 - EU-021. 
IOTA-númerið fyrir Vestmannaeyjar er EU-071 og EU-168 fyrir aðrar eyjar við landið. 

Keppnisreglur: http://www.rsgbcc.org/hf/rules/2016/riota.shtml 

FAQ um IOTA keppnina: http://www.rsgbcc.org/hf/iotafaq.shtmlh

TIlvalið að flétta saman við þátttöku í TF-útileikunum frá Vestmannaeyjum, Flatey, Grímsey, Papey eða Viðey svo dæmi séu tekin.

Gangi ykkur vel.

Með kveðju og hvatningu frá stjórn ÍRA

TF3EK fór yfir reglur útileikanna í félagsheimilinu í kvöld. Þær verða hefðbundnar í ár en farið var yfir hugmyndir að breytingum sem fram hafa komið hjá nefndinni og félögunum. Einnig fór Einar yfir úrslit síðustu leika.

Mættir voru: TF3EK, TF3MH, TF3DT, TF1EIN, TF3-033, TF3DC og SA0SAN ásamt ferðafélaga.

Allar nauðsynlegar upplýsingar um útileikana má finna á heimasíðunni ira.is.

http://ira.is/pages/viewpage.action?pageId=14385789

English

 

Stjórn ÍRA er þannig skipuð:

TF3JA, Jón Þ. Jónsson formaður

TF3DC, Óskar Sverrisson varaformaður

TF3EO, Egill Ibsen Óskarsson ritari

TF3EK, Einar Kjartansson gjaldkeri

TF3WZN, Ölvir Styrr Sveinsson meðstj.

TF8KY, S. Hrafnkell Sigurðsson varam.

TF3XX, Jóhannes Hermannsson varam.

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 2026 August 26, 2016
 • BREAKING NEWS: HAMS ACTIVATED AFTER QUAKE IN ITALY
 • LINKED REPEATERS AID HAMS' CALIFORNIA FIRE RESPONSE
 • GUILTY PLEAS IN WORLDWIDE PRICE-FIXING CASE
 • IN ALASKA, PREPARING TO PLAY THE HAARP
 • ICOM DELIVERS A TOKYO SURPRISE
 • ENGINEERING SCHOLARSHIPS GO TO YOUNG AMATEURS
 • NEW FREQUENCIES FOR LATVIAN AMATEURS
 • STATION HONORS MARTYRED FRANCISCAN PRIEST
 • THE WORLD OF DX
 • AMATEUR RADIO NEWSLINE HONORS YOUNG HAM OF THE YEAR
 • MESSAGE FIT FOR A QUEEN

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 2025 August 19, 2016
 • SPECIAL REPORT: HAMS RESPOND TO LOUISIANA FLOODING
 • FCC EMBARKS ON NOISE FLOOR STUDY
 • TWO NEW MEMBERS JOIN EURAO
 • THE RETURN OF RADIO CAROLINE, SORT OF
 • IN TASMANIA, WHAT'S THE BRIGHT IDEA?
 • IN INDIA, A DAY OF PRACTICAL RADIO
 • THE WORLD OF DX
 • SMALL POSTAGE STAMPS GO A LONG WAY

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 2024 August 12, 2016
 • NPOTA: BIG DOINGS AT THE WHITE HOUSE
 • CYCLING HAM'S FINAL ROUTE HOME
 • SUMMER WRAPPING UP FOR K2BSA
 • BOXBORO CONVENTION NEEDS VOLUNTEERS
 • ANOTHER LIGHTHOUSE GUIDES THE WAY
 • A SUMMER CRUISE FOR PCARS
 • CHARLIE TANGO CELEBRATION IN THE UK
 • THE WORLD OF DX
 • HIS 'N HERS HAMS

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 2023 August 5, 2016
 • DAYTON HAMVENTION FINDS A NEW HOME
 • YOUNG HAM OF THE YEAR HAILS FROM COLORADO
 • OHIO AMATEUR WINS HIRAM PERCY MAXIM AWARD 
 • SUMMER CAMP IS OVER
 • FCC FINES GEORGIA OPERATOR $1,000, CALIFORNIA OPERATOR $25,000
 • OFCOM INTRODUCES NEW LICENSING PORTAL
 • SOUTH AFRICAN RADIO LEAGUE
 • FACE TO FACE WITH ARISS
 • THE WORLD OF DX
 • MADE FOR EACH OTHER

SCRIPT

AUDIO

 

 

 • No labels