Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                           

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra!                

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Sjá nánari upplýsingar með að smella hér: Hvað er amatörradíó? 

SAC keppnin, Morse-hlutinn er í næsta mánuði. Gerðar hafa verið breytingar á reglum keppninnar, þar sem nýir flokkar koma til sögunnar, "assisted" og "low band" flokkar. "National Team Contesting" flokkurinn er aflagður. Skilafrestur á loggum er færður niður í 7 daga.

Breytingarnar er að finna hér:  http://www.sactest.net/blog/  

Heildarreglurnar eru hér:   http://www.sactest.net/blog/rules/

73 de TF3GB

Hér er listi yfir þau mál sem tekin verða fyrir á ráðstefnunni í Varna. Einungis er sagt í grófum dráttum um hvað þau fjalla og hvaða númer þau hafa. Númeraröðin segir ekki til um mikilvægi eða neitt þess háttar. Málið er varðar athugasemdir Íslendinga við kaflann um Morse-samskipti í siðfræðibókinni er neðst á listanum.

IARU list of papers Varna 2014.pdf

73 de TF3GB

Fulltrúi ÍRA á fundi NRAU um helgina var TF3DX en fundurinn er haldinn til að samræma og undirbúa þáttöku fulltrúa norrænu amatörfélaganna í komandi IARU svæðis 1 fundi sem haldinn verður í Varna í Búlgaríu 20. - 27. september og sagt var frá á aðalfundi ÍRA í vor. Sagt verður nánar frá þessum fundi um leið og fundargerð verður opinberuð.

Viðbótarfrétt er að NRAU fundurinn samþykkti einróma að styðja íslenska málið, VA14-C3-40. Auk þess sendi FISTS klúbburinn breski stuðningsyfirlýsingu bréflega til ÍRA.... 

NRAU Meeting 2014

To Nordic Radio Amateur Union member societies. The Finnish Amateur Radio League (SRAL) has a pleasure to invite you the 2014 NRAU meeting in Porvoo (Borgå), Finland on August 15 – 17, 2014. Porvoo is a smaller town located 50 km east of Helsinki.Also, by June 15, please inform the undersigned (current SRAL IARU/NRAU liaison officer) on any changes or additional topics you wish to add to the meeting agenda. Welcome to Finland! 73's Markku Markku Toijala, OH2BQZ

Vitahelgin 2014

Heldur lítil þáttaka var í Vitahelginni hér á landi þetta árið en hins vegar virðist þáttakan hafa aukist annarsstaðar í heiminum og margir nýir vitar verið virkjaðir.

Frá formanni ÍRA af ÍRApóstinum: Kærar þakkir til ykkar sem sáuð ykkur fært að koma að Knarrarósi um helgina. Mikill vindur og vindkæling gerði útiveruna frekar óþægilega en það var samt hægt að amatörast í skjóli við vitann. Rúmlega 200 QSO náðust, á CW, PSK og SSB. Á sunnudagsmorgninum komu 3 félagar úr Björgunarfélagi Hafnarfjarðar sem jafnframt eru meðlimir í íslensku Alþóða fjarskipta/björgunarsveitinni, ICE-SAR með hluta af sínum búnaði, bæði á HF og VHF ásamt loftnetum og settu upp. Bestu þakkir til þeirra. 73 de TF3HP

Myndin sýnir, Berg, Gumma og Ingólf úr fjarskiptasveitinni og Sæla, Halla og Svan eitilharða radíóamatöra með meiru. Myndina tók TF3JA sem skrapp á staðinn og þáði þetta líka ljómandi góða kaffi að því afreki loknu.

Nokkrir óboðnir ferfætlingar komu í heimsókn á laugardagsnóttina og gerðu sér aðeins of dælt við bílana en rætt var um að ef farið verður aftur á staðinn að ári væri óvitlaust að hafa með sér rafmagnsgirðingu eða elda hrossakjötssúpu.

fréttir af suðurströndinni

Frá Knarrarósi, TF3HP í skjóli við vitann í sólinni og rokinu í dag,

mynd TF3AO

Við Knarrarós eru þeir TF3AO, TF3HP, TF3FIN og í heimsókn hafa komið, TF3GB, TF1GC, TF3VS, TF3GS og TF3PPN. Að sögn TF3AO eru skilyrðin frekar slöpp en þeir hafa náð um 200 samböndum, mest á SSB. TF3GB sem var hjá þeim í gærkvöldi og hafði drjúgan slatta af samböndum á Morse.

Skammt frá Knarrarósi við suðurströndina er TF3ML með sinn fjarskiptabíl,

 

og í myndasafni ÍRA er að finna þessar líka fínu myndir af þeim TF3HP og TF3ML saman í CQWWSSB keppninni á árinu 1999. Á seinni myndinni sjást betur þeir félagarnir TF3WO, TF3VG, TF3RJ og TF3AO sem voru þá reyndar allir með T í endanum á sínu kallmerki.

TF3FK er látinn

TF3FK, Friðrik Kristjánsson lést fyrir nokkrum dögum í Reykjavík. Friðrik var virkur radíóamatör í mörg ár og hafði verið sæmdur silfurmerki ÍRA vegna félagsstarfa og einstaklega góðrar viðkynningar. Friðrik var mjög virkur og ötull við að fylgjast með amatörum á ferðalögum um landið, á tuttugu ára tímabili var alltaf hægt að treysta á sked við Friðrik hvort sem var á HF eða VHF. Friðrik var ötull við fjarskipti um gervitungl radíóamatöra og hafði komið sér upp góðum búnaði og loftnetum í Einarsnesi til þess. Friðrik fæddist í Svendborg í Danmörku og kom til Íslands með Margréti konu sinn á seint síðustu öld. Friðrik var yfirvélstjóri á togaranum Sigurði. Einn vina Friðriks, TF2LL segir svo frá um þeirra samskipti: "Ég átti mörg skemmtileg samtöl við Friðrik, blessuð sé minning hans, á 2 m beint úr Norðtungu og í Skerjafjörðinn, án endurvarpa. Heiman frá mér liggur þetta einhvernvegin opið þangað."

TF3FK á miðri mynd í hópi vina sinna 1999

Aðalfundur ÍRA 2014

Aðalfundur ÍRA var haldinn laugardaginn 17. maí 2014. Ný stjórn er þannig skipuð:

formaður TF3HP, Haraldur Þórðarson.

Aðrir í stjórn eru: TF3GW, Þór Þórisson varaformaður; TF3GB, Bjarni Sverrisson ritari; TF3DC, Óskar Sverrisson gjaldkeri;  TF3KX, Kristinn Andersen meðstjórnandi; TF3TNT, Benedikt Guðnason varamaður

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

_

Meira á Skilyrðasíðunni

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 1931 August 15 2014
 • Ham Radio payload to fly around the moon before years end
 • France says yes to direct student to ISS astronaut contacts 
 • IARUMS says 40 meter intruder has left the airwaves
 • FCC extends mandatory texting to 911 service
 • Amateur radio club honors the Civilian Conservation Corps 
 • Special event celebrates the first contact between the UK and ZL
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio
Amateur Radio Newsline Report 1930 August 8 2014
 • Targeted shortwave broadcasting may come end from the United States
 • ARRL issues an update on the Amateur Radio Parity Act
 • Ham radio floater balloon completes a trip around the world
 • Students get introduced to amateur radio in India 
 • Ham radio will again celebrate Hollywood this September
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio
Amateur Radio Newsline Report 1929 August 1 2014
 • The Amateur Radio Parity Act gains several new co-sponsors 
 • The Internet of Things could impact United Kingdom hams 
 • VK hams forced to share the 70 cm band with commercial interests 
 • Hams respond to northern California wildfire 
 • Changes coming to the famed Pennsylvania QSO Party
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio
Amateur Radio Newsline Report 1928 July 25 2014
 • FEMA and the ARRL announce a new Memorandum of Agreement 
 • IARU Region 2 Executive Committee meets in Connecticut
 • 2 meter channels in the UK being used for the Commonwealth Games
 • Australian launched ham radio balloon reaches South America 
 • WA1ZMS named to receive the first Triennial Brendan Medal
 • Last big Collins shortwave transmitter saved from the scrap heap
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio

 

 

 • No labels