Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Velkomin á vefsíðu Íslenskra radíóamatöra!

 

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Sjá nánari upplýsingar með að smella hér: Hvað er amatörradíó?

Gufuskálar langbylgja RÚV

Félagsaðstaða ÍRA við Skeljanes. Mynd :TF3VS.    TF3DC í keppni á 160 m        Gufuskálar, langbylgja RÚV
Smelltu á frétt til að sjá allt innihaldið.

Rafeindabúnaðurinn sem hangir neðan í loftbelgnum er eitthvað þessu líkur og sendiaflið er um 10 mW ...tíu milliwött

 

.... einfaldur APRS búnaður á háum fjöllum um landið er það sem við í APRS grúppunni stefnum að... sjáiði hvað stafapéturinn í Noregi nær sendingum frá loftbelgnum langt út í hafi. Örgjörvinn í loftbelgnum safnar upplýsingum um ferilinn sem ekki sést á þessari mynd milli Íslands og Noregs og sendir með APRS skeytunum með ákveðnu millibili, fljótlega verður hægt að skoða allan ferilinn á heimasíðu verkefnisins, að vísu háð því að vel gangi að lesa upplýsingarnar og vinna úr þeim.

 

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum gleðilegt sumar. Takk fyrir samstarfið á liðnum vetri.

Opið er í Skeljanesi venju samkvæmt á fimmtudögum frá klukkan 20:00

73

Guðmundur, TF3SG

Til að geta náð APRS merkjum frá loftbelgnum lengra vestur á við var í kvöld snúanlega VHF loftnetið í Skeljanesi tengt við aprsmóttakarann TF3APG. Þessi loftbelgur er mjög sérstakur og ekki stór, um meter í þvermál og mæli- og sendibúnaðurinn sem fær aflið frá sólarrafhlöðu er ekki nema um 12 grömm. Belgurinn fer ekki hærra en í 9 km og samkvæmt útreiknuðum áætluðum ferli mun belgurinn fara til Grænlands og þaðan norður fyrir Ísland og síðan í austur til Noregs norðarlega, yfir Svíþjóð, Finnland og suður í áttina að Svartahafi. Áætlunin gerir ráð fyrir að belgurinn verði kominn yfir Noreg eftir um einn og hálfan sólarhring. Sjá áætlaðan feril á myndinni. Myndin fyrir neðan sýnir stöðuna núna klukkan 23:20.

 

staðsetning og mælingar frá M0XER loftbelgnum koma inná internetið um APRS kerfið á Íslandi ..

http://aprs.fi/#!mt=roadmap&z=6&call=a%2FM0XER-6&timerange=604800&tail=604800

Eins og áður hefur komið fram verður haldin alþjóðleg ráðstefna kvenradíóamatöra í Reykjavík dagana 9. til 12. maí. Til landsins koma 26 aðilar (16 konur og 10 karlar), þar af bara einn maki sem er ekki amatör. Ráðstefnugestir munu heimsækja ÍRA seinnipart dags föstudaginn 9. maí og gefst félögum ÍRA þar tækifæri til að hitta kollega í áhugamálinu.  ÍRA félögum býðst einnig að taka þátt í tveim viðburðum á vegum ráðstefnunnar: Ráðstefna um fjarskipti og tæki sem verður haldin sunnudaginn 11. maí kl. 13 til 16. Verð 1.500 krónur Hátíðarkvöldverður að kvöldu sunnudags, kl. 19. Verð 9.500 krónur Þeir sem koma á báða viðburði greiða 10.000 krónur. Mikilvægt er fyrir okkur að fá sem fyrst skráningu á þessa viðburði upp á aðföng og pantanir að gera. Loka-lokafrestur til skráningar er sunnudagurinn 27 apríl næstkomandi. Skráningar (og fyrirspurnir) má senda til Völu á netfangið tf3vd@centrum.is

Fyrsta formlega þing SYLRA, norrænu samtaka kvenradíóamatöra, var haldið í Reykjavík 2005. Á ráðstefnuna mættu nítján konur á aldrinum 38 til 83 ára, frá Norðurlöndunum, Japan, Þýskalandi og Bandaríkjunum.

Erlendu gestirnir voru spenntir yfir Íslandskomunni, enda er sérstakt að komast í talstöð hérlendis, þar sem truflanir eru litlar. Konurnar fóru í talstöð IRA (íslenskir radíóamatörar) og sendu í tilefni af þinginu út sérstakt kallmerki, sem amatörar erlendis biðu spenntir eftir. Morgunblaðið 17. júní 2005 Þorkell

  • No labels