Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                         

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra, ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi er opin á fimmtudagskvöldum 20:00-22:00. Strætisvagn, leið 12, stansar við húsið.

 ljósmynd: í mynni Breiðdals, Snæhvammstindur.

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Hvað er amatörradíó ?

K-stuðull, uppfærður.

Norðurljósa- og skilyrðaspá.

AZ-réttstefnukort.

Öllum íslenskum radíóamatörum er heimilt að nota svæðistöluna 70 í sínu kallmerki á afmælisári félagsins í stað hefðbundinnar svæðistölu.

ÍRA verður 70 ára á þessu ári.

Ágætu félagar, nýja árið, sjötugasta afmælisár ÍRA hefur hafið sína göngu og allt byrjað að vakna til lífsins eftir frekar rysjóttan fyrri hluta vetrar, jafnvel örlar á vori í lofti en við ofmetnumst ekki og hefjum starfið að nýju að loknum jólum. Lagabreytingarnefnd hefur sent okkur eftirfarandi skilaboð og við í stjórn ÍRA hvetjum sem flesta til að taka þátt og senda inn tillögur og hugmyndir að nýjum og nútímalegri lögum.

                

             ljósmynd: Jóhannes Long

Opið hús verður í Skeljanesi í kvöld og nokkrir erlendir amatörar munu koma í heimsókn. Tveir amatöranna  verða með kynningu í Skeljanesi kvöld að öllu óbreyttu.

Annar amatöranna er Paul Darlington, M0XPD og býður okkur að hlusta á kynningu sem hann var með í Dayton um helgina og fjallar um minimalisma í amatörradíói og hinn er Dave EI9FBB ætlar að segja frá för til Pelikaneyju þar sem hópur starfrækti stöð í nokkra daga í október 2014:  PJ7PK (NA-247NEW) 2014 sjá PJ7PK.

“NA-247 will never be activated again – no way!”

26 félagar mættu á Aðalfund ÍRA í gærkvöldi.

Myndirnar tók TF3KB.

Ný stjórn ÍRA

 

Aðalfundur ÍRA 2016 er kvöldið 25. maí 2016 klukkan 20 í sal Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 - 108 Reykjavík.

Dagskrá fundarins samkvæmt lögum félagsins:

 • Kosinn fundarstjóri.
 • Kosinn fundarritari.
 • Könnuð umboð.
 • Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði.
 • Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins.
 • Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta.
 • Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.
 • Lagabreytingar.
 • Stjórnarkjör.
 • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
 • Ákvörðun árgjalds.
 • Önnur mál.

Krækja á fundargögn.

Stjórn ÍRA

Anders, SM6CNN segir í frétt á heimasíðu sænska amatörfélagsins:

Allir sem eru á CW hafa heyrt  EASSYL eða EAHSYL á undanförnum árum trufla CW fjarskipti af ásettu ráði. G3SXW stýrði og samstillti miðunarátak sem nú hefur skilað árangri..

Útsendingin var miðuð út og í ljós kom að á líklegu svæði á Ítalíu voru þrjár virkar stöðvar. Og í framhaldi af því var hægt að einangra truflunina við ákveðna stöð.

IARU Reg. 1 skrifaði til stöðvareigandans og bað um að hann hjálpaði til við að finna truflanavaldinn. Hann neitaði að eiga nokkurn þátt í þessu en truflanirnar hættu í beinu framhaldi af bréfinu.

G3SXW  lýsir aðferðinni við að finna truflarana hér: DQRM

Takk dx-world.net

Heimir, TF1EIN hefur undanfarið unnið að þvi að setja spil á mastur félagsins í Skeljanesi og lauk því verki í dag. Við þökkum Heimi kærlega fyrir, spilið auðveldar og flýtir fyrir allri vinnu við aðal loftnet félagsins og einhvern næstu daga verður farið í að yfirfara og gera Fritzel greiðuna tilbúna fyrir keppnina um næstu helgi. Til stendur að setja aftur 40 m stakið á greiðuna.

Opið verður í Skeljanesi í kvöld og einhverjir hinna nýju radíóamatöra ætla að koma í heimsókn.

Fyrir meira en tveimur árum síðan var byrjað að undirbúa ýmsar viðgerðir í Skeljanesi sem meðal annars innifela endurnýjun á járni í girðingunni fyrir framan húsið og uppsetningu á hliði á girðinguna. Borgin lagði til járnið sem er til á staðnum. Samkomulag varð milli Borgarinnar, ÍRA og kajakklúbbsins um að félagar í ÍRA og kajakklúbbnum vinni þetta verk saman. Fyrir stuttu síðan hafði formaður kajakmanna samband og sagði að þeir væru að láta smíða hliðið og yrðu tilbúnir til að fara í verkið einhverja helgi í lok maí eða byrjun júní.

Við auglýsum hér með eftir sjálfboðaliðum úr ÍRA til að taka þátt í þessu verki sem ekki ætti að taka meira en einn góðan laugardag eða svo.

fh stjórnar ÍRA

73 de TF3JA

Dagurinn er helgaður frumkvöðlum með áherslu á smá og meðalstór frumkvöðla verkefni.

Krækja á frétt PFS um ITU daginn.

Kæri heiðursfélagi og vinur.
Íslenskir radíóamatörar óska þér alls hins besta á 73 ára afmælinu um leið og við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur í félaginu á undanförnum áratugum og við búum enn að eins og í félagsheimili okkar í Skeljanesi. Talan 73 er táknræn hjá okkur amatörum fyrir góða kveðju sem fjarskiptavinir senda hvor öðrum þegar þeir hafa samband.
Þrefalt húrra fyrir Halla á afmælinu!
73 frá Íslenskum radíóamatörum, ÍRA

Opið hús í Skeljanesi í kvöld frá 20 - 22. 

 

Átta félagar áttu skemmtilega og fræðandi stund í Skeljanesi í gærkvöldi þar sem TF3EO og TF3EK fóru yfir SOTA verkefnið sem þeir eru komnir af stað með. Þeir áætla að undirbúningur og samþykkt íslenskra tinda inní alheims SOTA samfélagið taki um eitt ár þannig að áætla má að hægt verði að hefja kapphlaupið um að verða fyrstur á sem flesta tinda á Íslandi að hætti SOTA samfélagsins geti hafist vorið 2017. Egill sýndi líka nýja hentuga stöð í tindahlaup

ásamt nettum sjálfvirkum loftnetsstilli.

Krækja á loftnetsstillinn.

SOTA TF kynning TF3EO

SOTA kynning TF3EK

http://www.sotawatch.org/

Hér er mynd um SOTA frá Írlandi:

 

 

Sælir félagar, við hvetjum ykkur til að koma í kvöld og hlusta á þá TF3EO og TF3EK kynna SOTA verkefnið. Heitt kaffi á könnunni.

Stjórn ÍRA

SOTA í kvöld:

Einar Kjartansson, TF3EK og Egill Ibsen, TF3EO munu kynna SOTA -Summits On The Air- verkefnið sem komið er af stað á Íslandi. Innleiðingaferlið er nokkuð flókið og talsverða vinnu þarf að inna af hendi áður en Ísland kemst í hóp hinna fjölmörgu DXCC eininga sem hafa tekið upp SOTA kerfið. Þeir sem einnig hafa komið að verkefninu eru TF3JA, TF3DX og TF5PX. Egill mun fara yfir tilurð og meginreglur SOTA, Einar mun kynna P150 regluna og hvernig staðið er að tindavali samkvæmt reglum SOTA.

Aðalfundur ÍRA 2016 verður haldinn miðvikudagskvöldið 25. maí 2016 klukkan 20 í sal Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 - 108 Reykjavík.

Dagskrá fundarins samkvæmt lögum félagsins:

 • Kosinn fundarstjóri.
 • Kosinn fundarritari.
 • Könnuð umboð.
 • Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði.
 • Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins.
 • Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta.
 • Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.
 • Lagabreytingar.
 • Stjórnarkjör.
 • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
 • Ákvörðun árgjalds.
 • Önnur mál.

Tillögur um breytingar á lögum félagsins eru á heimasíðu ÍRA.

Stjórn ÍRA

 

Einar Kjartansson, TF3EK og Egill Ibsen, TF3EO munu kynna SOTA -Summits On The Air- verkefnið sem komið er af stað á Íslandi. Innleiðingaferlið er nokkuð flókið og talsverða vinnu þarf að inna af hendi áður en Ísland kemst í hóp hinna fjölmörgu DXCC eininga sem hafa tekið upp SOTA kerfið. Þeir sem einnig hafa komið að verkefninu eru TF3JA, TF3DX og TF5PX. Egill mun fara yfir tilurð og meginreglur SOTA, Einar mun kynna P150 regluna og hvernig staðið er að tindavali samkvæmt reglum SOTA.

Amatörnámskeiði vetrarins lauk í gær með prófi. Tíu nemendur mættu til prófs og náðu allir samkvæmt fyrstu fréttum. Nánar verður sagt frá prófinu og nýjum radíóamatörum þegar Póst- og fjarskiptastofnun hefur staðfest niðurstöðuna. Við óskum öllum þátttakendum í prófinu til hamingju og bjóðum sex nýja radíóamatöra velkomna í hópinn og hvetjum þá til að koma sem fyrst í loftið.

English

 

Stjórn ÍRA er þannig skipuð:

TF3JA, Jón Þ. Jónsson formaður.

TF3EK, Einar Kjartansson, varaformaður.

TF8KY, S. Hrafnkell Sigurðsson ritari.

TF3DC, Óskar Sverrisson gjaldkeri. 

TF3SG, Guðmundur Sveinsson, meðstj.

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 2012 May 20 2016
 • SATERN COFOUNDER BECOMES SILENT KEY
 • NPOTA: A BRIDGE TO GOOD CONTACTS
 • 40M CONTEST BEATEN BY THE BAND
 • A VETERAN HAM'S DAYTON DREAMS
 • BACK TO THE FUTURE AT CERATODUS
 • PARTNERSHIP IN SEARCH AND RESCUE
 • THE WORLD OF DX
 • FAREWELL TO A LONGTIME FRIEND, DAVE BELL, W6AQ, SK

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 2011 May 13 2016
 • ALBERTA WILDFIRES STIR HAMS TO ACTION
 • AN HONOR FOR CANADA'S RESCUE VOLUNTEERS
 • COUNTDOWN TO DAYTON HAMVENTION
 • BEACON EXPERIMENT CALLED OFF
 • RADIO SCOUTING REPORT
 • SPECIAL EVENT IN STONE COUNTY
 • FROM HAM RADIO LOG TO INTERNET VLOG
 • WORLD OF DX
 • A MESS OVER A MAST

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 2010 May 6 2016
 • FCC CRACKS DOWN ON NY AREA JAMMER
 • SNOCO HAMS, THE 'UNCLUB'
 • FOR FLORIDA KIDS, ICE CREAM AND QSOs
 • NORTH KOREA DXPEDITION SCRAPPED
 • RADIO SCOUTING REPORT
 • A BRIDGE TO BETTER NPOTA CONTACTS
 • 70 YEARS OLD AND PARTYING IN N.J.
 • HAMS LOVE A PARADE, BUT NEED A HAND
 • BURLINGTON REPEATERS HAVE CHANGE OF ADDRESS
 • WORLD OF DX
 • DXPEDITION STAYS LOCAL BUT GOES FAR

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 2009 April 29 2016
 • BREAKING NEWS: MORE SPECULATION ON HAMVENTION SITE
 • DROPPING A LINE FOR 'MINOWS'
 • GOOD CONTACTS, BY GEORGE!
 • UPDATE: SCOUTING FOR MORE QSOS
 • IN SOUTH CAROLINA, A HALF-CENTURY OF CELEBRATION
 • A FOUNDATION FOR MORE POWER 
 • A BOOST FOR HAMS IN ANGUILLA
 • OPENING UP THE 60 METER BAND
 • THE WORLD OF DX
 • AMONG MONKS, THE SPIRIT OF HAM RADIO

SCRIPT

AUDIO

 

 

 • No labels