Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                         

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra, ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi er opin á fimmtudagskvöldum 20:00-22:00. Strætisvagn, leið 12, stansar við húsið. Hekla, ljósmynd Helgi Bjarnason.

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Hvað er amatörradíó ?

Öllum íslenskum radíóamatörum er heimilt að nota svæðistöluna 70 í sínu kallmerki á afmælisári félagsins í stað hefðbundinnar svæðistölu. 

Ýmsar krækjur

 

TF3AM fjallar um loftnet og jarðbindingu stöðvar á opnu húsi í Skeljanesi annað kvöld.

Staðlaráð Íslands hefur gefið út í íslenskri þýðingu staðalinn ÍST EN 50522, Jarðbinding háspennuvirkja. Staðalinn kemur í stað ÍST 170 Háspennuvirki fyrir riðspennu yfir 1 kV, ásamt staðlinum ÍST EN 61936-1 Power installations exceeding 1 kV a.c. – Part 1: Common rules.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Staðlaráðs Íslands: Smellið hér

Það er alltaf fróðlegt að blaða í gömlum blöðum ekki síður en nýjum ... þeir TF3KB og TF3DX skrifuðu mest af efninu sem birt er í CQ TF 1975. Hvort annar hvor þeirra skrifaði brandarana í blaðið kemur ekki fram.


Gamlir brandarar.

OG SVO VAR ÞAÐ MAÐURINN,

--- sem kallaði CQ DOG X-RAY, eða skyldi það hafa verið SEEK YOU DOG X-RAY. Hann fékk senda röntgenmynd af hundi í pósti.

--- sem sá kallmerkið sitt á listanum yfir SILENT KEYS, þótt hann væri ennþá í fullu fjöri. “Að þetta skyldi nú þurfa að koma fyrir mig”, sagði hann og andvarpaði, “ég, sem hef alltaf verið fón-maður”.


Og hvað er nú fréttnæmt við þetta gamla blað? jú ÍRA er núna í nákvæmlega sömu stöðu og forsíðan gæti allt eins verið skrifuð í dag. En nú stendur til að bæta úr því og gefa blað út fljótlega og við auglýsum hér með eftir efni í blaðið.

TF3WZN er með nýja heimasíðu í smíðum og þiggur öll góð ráð og ábendingar.

f.h. stjórnar ÍRA

73 de TF3JA

Krækja á upplýsingar um JOTA-JOTI.

Radíóskátar verða austur í Sólheimum um helgina og aðalfjörið hefst þar klukkan tvö eftir hádegi í dag. Allir radíóamatörar eru velkomnir og meira en það, tilvalið að skreppa á staðinn í góða veðrinu og hjálpa til við að kynna áhugamálið, lyfta hljóðnema eða taka í lykil og fá sér kaffi, segir Vala. Þau Vala, TF3VD og Birgir Thomsen, TF1BT sjá um virknina Í Sólheimum.

Skátafélagið Klakkur á Akureyri tekur þátt í JOTA JOTI um helgina í skátaheimilinu Hyrnu á Akueyri. Hópur skáta gisti þar í nótt og er þegar kominn á fullt á internetinu og stöð er komin í gang á 20 metrunum, 14.290 kHz uppkallstíðni JOTA. Þau eru tilbúin að hafa sambönd á innanlandstíðnum til dæmis 3570 CW eða 3690 SSB segir Þórður, TF5PX umsjónarmaður amatörstöðvarinnar á staðnum.

Opið í Skeljanesi í kvöld 20 - 22 og Villi, TF3VS ætlar að koma og rabba um einföld loftnet. Eftir viku ætlar síðan Andrés, TF3AM að koma til okkar og segja frá stórum og miklum lofnetum. Kaffi á könnunni og kex.

http://www.mds975.co.uk/Content/amateur_radio_antennas_06.html

Heitt kaffi á könnunni og frystar kleinur í Skeljanesi í kvöld frá 20 til 22.

Um helgina er SSB hluti SAC keppninnar. SAC keppnin er norræn alheimskeppni þar sem stöðvar á Norðurlöndunum keppa sín í milli um að ná sem flestum samböndum út um heiminn. Keppnin er líka keppni milli Norðurklandanna á þann hátt að borinn er saman samanlagður árangur allar stöðva í hverju landi Norðurlandanna fyrir sig. Er ekki löngu kominn tími á að Ísland geri tilraun til að vinna þessa keppni?

Stjórn ÍRA hvetur alla félagsmenn til þess að taka þátt og væntanlega verður stöð félagsins virk í keppninni. Fyrir SAC CW keppninna auglýsti stjórn ÍRA eftir áhugasömum amatörum til að taka að sér að sjá um þáttökuna í SAC SSB en enginn hefur ennþá sýnt áhuga.

Keppt er frá kl 12:00 á hádegi laugardagsins 8. október til og með kl 11:59 á hádegi sunnudagsins 9. október. Hér er tengill á heimasíðu SAC þar sem hægt er að kynna sér reglur keppninnar: SAC reglur.

Ég var að þvælast í Litháen núna fyrir stuttu og ákvað að senda línu á Amatöra þar í landi. Þeir buðu mér strax í kaffi og bjór. Ég reynda hafði ekki tíma nema fyrir kaffibolla en fór samt og heimsótti þá og smellti af þeim mynd. Spjallaði við þá í smá tíma og voru þeir allir mjög áhugasamir um ísland. Ég lofaði að koma með hákarl og brennivín fyrir þá í næstu ferð!

 

Frá vinstri til hægri: Oleg LY3UE, Rolandas LY4Q, Simonas LY2EN, Vilius LY2PX og Vygintas LY2XW.

Heimasíða LRMD: http://www.lrmd.lt/index_en.htm

 

Radíó Refir eru í Skeljanesi að taka þátt í CQ WW RTTY keppninni. Þeir voru komnir með vel yfir 400 QSO kl 14:00 í dag þegar Ritari ÍRA leit við.

Á myndinni eru þeir Svanur - TF3ABN, Bjarni - TF3GB og Halli - TF3HP. Félagsmenn eru hvattir til þess að heimsækja þá í sjakkinn.


Hluti af Refunum (RTTY keppnishópurinn) ætla að virkja félagsstöðina í CQWW RTTY keppnina um helgina. Halli HP, Svanur ABN og Bjarni GB.

Þeir bjóða mönnum sem áhuga hafa að líta við um helgina og bætast í hópinn ef svo ber undir. Heitt á könnunni og léttir sprettir eins og ávallt 

í félagsheimilinu. Nánar: http://www.cqwwrtty.com/

 

Refirnir eru magnaðir. Það hafa þeir sýnt og sannað margoft. Tólfta í Evrópu og 18 í heiminum.

Að vísu frá Georg LL. En það er sama. Frábært !

 

Stjórn ÍRA hvetur alla félagsmenn til þess að taka þátt í SAC CW 2016 sem fram fer um næstu helgi. Keppniskallmerki ÍRA, TF3W, verður virkjað og hvetjum við alla sem áhuga hafa á að taka þátt eða fylgjast með og líta við í Skeljanesinu um helgina. TF3W verður í umsjá TF3DC að þessu sinni. 

Keppt er frá kl 12:00 á hádegi laugardagsins 17. september til og með kl 11:59 á hádegi sunnudagsins 18. september. Hér er tengill á heimasíðu SAC þar sem hægt er að kynna sér reglur keppninar: http://www.sactest.net/blog/

Stjórn ÍRA auglýsir hér með eftir áhugasömum félögum til þess að taka þátt í að virkja TF3W í SAC SSB sem fram fer aðra helgina í október. Áhugasamir vinsamlega sendið póst á ira@ira.is merktu SAC SSB 2016

 

 

Stjórn ÍRA auglýsir eftir VHF/UHF umsjónaraðila fyrir félagið. Koma þarf upp Kenwoood tæki félagsins sem og netum fyrir það. Áhugasamir sendi póst á ira@ira.is merkt VHF/UHF umsjón.

KO8SCA, Adrian Ciuperca kom í heimsókn.

15 félagar og tveir gestir, mættu í Skeljanes á fimmtudagskvöld og ræddu ýmis mál, amatörpróf og amatörleyfið almennt, prófuðu fjarstýringu á ICOM-stöð eins ÍRA-félaga og veltu fyrir sér loftnetunum í Skeljanesi.

TF3DX/P á Helgafelli hafði fyrsta SOTA sambandið á Íslandi fimmtudaginn 1. september klukkan 17:01 á 14,033 MHz CW við TF3EO.

Myndin sýnir sjakkinn á Helgafelli fyrir lárétta stellingu.

Hljóðupptaka (WMA-format) af 1. SOTA QSOi á Íslandi.

TF3EO, Egill Ibsen svarar "CQ SOTA" frá Villa, TF3DX/P.

 73, Villi 3dx

SOTA ævintýrið á Íslandi hófst um helgina með glæsibrag og eigi þeir TF3EO og TF3EK miklar þakkir fyrir alla undirbúningsvinnuna. Á sunnudeginum fóru TF3GD, TF3DX, TF3EK, TF3EO, TF1INN og TF3WJ á fjöll og virkjuðu nokkra SOTA tinda. Hátt í tug radíóamatöra hafði sambönd við fjallafaranna eins og sjá má á SOTA-vefnum.

TF3EO og TF3WJ á Úlfarsfelli.


 

Í opnu húsi í Skeljanesi s.l. fimmtudag var rætt um að menn myndu mæla sér mót á SOTA tindum í nágrenni Reykjavíkur og taka sambönd með handstöðvum t.d. á 145,5 MHz. Þá var talað um tíma milli 13:00 og 15:00.

 

Ég held að það væri betra að vera með styttra tímabil því að til að fá stig, þá þarf hver stöð á tindi að ná sambandi við a.m.k. 4 aðrar. Ég efast um að allir nenni að vera tvo klukkuíma á tindinum, því legg ég til að við miðum við tímann frá 13:00 til 14:00.

Það er góð veðurspá, en það er ekki víst að það verði alveg þurrt, hér er textaspá Veðurstofunnar.

 Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Hæg austlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum en rigning öðru hverju í kvöld og á morgun. Hiti 8 til 14 stig að deginum.

Spá gerð: 03.09.2016 13:09. Gildir til: 05.09.2016 00:00.

 Sjá kort á: http://www.sotamaps.org/index.php?smt=TF/SV-041

 Meðal þeirra sem hafa sýnt áhuga á að virkja tinda eru TF3DX (Hengill), TF3GD (Mosfell) og TF3JA. Því fleiri sem verða QRV á jafnsléttu, því betra.

 Svo er að muna að skrá loggana á http://www.sotadata.org.uk/SOTA sunnudaginn 4. sept.

Villi TF3DX var fyrstur til þess að virkja tind samkvæmt SOTA reglunni á Íslandi. Opnað var fyrir SOTA TF 1. september. Villi fór uppá Helgafell sem ber heitið TF/SV-040 í kerfi SOTA. Fyrsta QSOið var við TF3EO kl 17:04. Nokkuð margir hafa náð sambandi við Villa og ef menn eru duglegir við að logga QSOin við hann á vef SOTA ( http://www.sotadata.org.uk/ ) að þá fær hann stig fyrir fyrirhöfnina. Hann þarf að fá 4 staðfest QSO til þess að það hafist. Ferlið við að logga í SOTA kerfið er mjög einfalt og fljótlegt.
Hér er ljósmynd sem Villi tók á tindi Helgafells á opnunardegi SOTA á Íslandi.

Mynd frá ÍRA - Íslenskir radíóamatörar
Ýmislegt var rætt á SOTA-kynningu í Skeljanesi í gærkvöldi og meðal annars hvernig hægt væri að tryggja að radíóamatörar færu eftir SOTA-reglum um ferðamáta og búnað amatörsins á fjallstindi. Svarið er einfalt hver og einn á það við sjálfan sig að fara að reglum.

English

 

Stjórn ÍRA er þannig skipuð:

TF3JA, Jón Þ. Jónsson formaður

TF3DC, Óskar Sverrisson varaformaður

TF3EO, Egill Ibsen Óskarsson ritari

TF3EK, Einar Kjartansson gjaldkeri

TF3WZN, Ölvir Styrr Sveinsson meðstj.

TF8KY, S. Hrafnkell Sigurðsson varam.

TF3NE, Jóhannes Hermannsson varam.

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Krækja á sérstök DX tækifæri.

Skilyrðin

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 2034 for October 21, 2016
 • SILENT KEY: KING OF THAILAND, HS1A 
 • SILENT KEY: REPEATER PIONEER JOHN CROCKETT W3KH
 • NAVAJO CODE TALKER DIES IN ARIZONA
 • YOUNG VOICES HEARD IN SCHOOL CLUB ROUNDUP
 • AUSTRALIAN STEM SYMPOSIUM NEEDS INPUT
 • SYDNEY AMATEURS DEBUT NEW WEBSDR
 • A RADIO MYSTERY ALONG BENGAL BORDER IN INDIA
 • WORLD OF DX
 • NATIONAL PARKS ON THE AIR, VK STYLE

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 2033 October 14, 2016
 • MUSEUM'S HAM CLUB LINKS STUDENTS TO ISS
 • CANADA 150 ANNIVERSARY and LIGHTHOUSE ACTIVATION
 • DANISH AMATEUR COMES FULL CYCLE
 • MAKING A PRESENT OF THE PAST
 • PATCHWORK STUDY PAYS OFF FOR SCOUTS
 • EYE ON PEAK CONDITIONS FOR SUMMIT-TO-SUMMIT
 • AMATEURS PLAY KEY ROLE IN INDONESIAN FLOOD RESCUE
 • THE WORLD OF DX
 • A GREAT SIGNAL REPORT FOR THE DUKE AND DUCHESS

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 2032 October 7, 2016
 • AMATEUR RADIO RESPONDS TO HURRICANE MATTHEW
 • MEETING THE CHALLENGE OF COLORADO'S WILDFIRES 
 • TEAM USA WINS BIG IN DIRECTION FINDING CONTEST
 • NEW YORK'S THE PARTY STATE
 • BUSY WEEK FOR RADIO SCOUTING
 • BACK TO SCHOOL WITH A "CLUB ROUNDUP"
 • THE WORLD OF DX
 • IN WASHINGTON STATE, HE'S AN OM AT 7

SCRIPT

AUDIO 

Amateur Radio Newsline Report 2031 September 30, 2016
 • TOWERING QSOs AT DEVIL'S TOWER NATIONAL MONUMENT
 • MAKING CONTACTS FOR THE TRIBES
 • CELEBRATING MAINE'S FIRST YL AT 108
 • ARISS INSPIRES THE NEXT GENERATION
 • ARISS GETS AN UPGRADE
 • 'LAST MAN STANDING' BUT FIRST ON DSTAR
 • CW CLUB LOOKING FOR ANNIVERSARY OPERATORS
 • TEAM USA WINS BIG IN DIRECTION FINDING CONTEST
 • THREE MORE ACTIVATIONS FOR K2BSA
 • PEOPLE IN THE NEWS: THE UK's DAVE DEANE EI9FBB AND FOUR IN NEW YORK
 • THE WORLD OF DX
 • RECIPES ON THE AIR

SCRIPT

AUDIO

 

 

 • No labels