Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Velkomin á vefsíðu Íslenskra radíóamatöra!

 

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Sjá nánari upplýsingar með að smella hér: Hvað er amatörradíó?

Gufuskálar langbylgja RÚV

Félagsaðstaða ÍRA við Skeljanes. Mynd :TF3VS.    TF3DC í keppni á 160 m        Gufuskálar, langbylgja RÚV
Smelltu á frétt til að sjá allt innihaldið.

Félagsheimili ÍRA verður að venju lokað að kvöldi skírdags.

Gleðilega páska.

Málefni aðalfundar ÍRA 2014:

Brynjólfur Jónsson, TF5B hefur sent inn tillögu til lagabreytingar.

Þessi breyting  á við fyrstu grein laganna og afleiður af þeim.

Lagt er til að breytt verði til fyrra horfs frá 1945 og skammstöfun félagsins verði  Í.R.A. en  ekki ÍRA.

Rökstuðningur.

Sjá Blaðsíðu 9 í meðfylgjandi PDF sklali

 

Utvarpstidindi - 1. tbl. 10. jan 1947 (1).pdf

Fimmtudagkvöldið 10. apríl var G4ASR með mjög áhugaverða kynningu hjá ÍRA á VHF- samböndum yfir langar leiðir. David ætlar að senda okkur hlekk á kynninguna þegar hann kemst heim til sín aftur eftir páska og verður þá betur fjallað um kynninguna. David sagði að besta aðferðin til að ná gildum QSO-um á slíkum samböndum hefði verið að nota ofurhratt morse en að nýju stafrænu samskiptaaðferðirnar væru smá saman að taka yfir og að því fylgdi reyndar að ekki væri þörf á jafn mikilu afli og áður sem er hið besta mál. Hann lagði áherslu á að amatörar notuðu aldrei meira afl en nauðsynlegt væri til að ná sambandi. Vel var mætt í Skeljanesið og sáust þar nokkur andlit sem ekki eru þar oft á ferðinni.

Á myndinni er David fyrir miðju en til hægri er Villi, TF3DX og til vinstri Ómar, OZ1OM.

Líflegar umræður mynduðust í öllum hornum félagsheimilisins á eftir sem kannski verða til þess að fleiri TF stöðvar fari að fikta við ofurvegalöng VHF/UHF/GHF sambönd en David var hissa á hve fáir hér á landi hafa reynt það hingað til. Ekki er úr vegi að minna á að fjarlægðin frá Íslandi til Noregs er ekki nema 1000 km og VHF stöðvar staðsettar á háu fjöllunum á austurlandi ættu að geta náð samböndum við Noreg, Færeyjar og Bretland.

 

Prófnefnd ÍRA ályktaði eftirfarandi á fundi sínum 29. apríl 2013:

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ályktun 29. apríl 2013

 

Prófnefnd ÍRA ályktar að í bókinni "Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatöra" séu afar góðar ráðleggingar um siðfræði og aðferðir í starfi radíóamatöra. Þess heldur er mjög óheppilegt hve alvarlegar villur hafa slæðst inn í kaflann um símritun. Hann kennir áður óþekkta merkingu K og notkun símritunartákna sem stríðir gegn Alþjóða fjarskiptareglugerðinni og venju til langs tíma. Það ýtir undir rugling og getur stíað í sundur byrjendum og reyndum iðkendum símritunar. Bókin verður ekki sett á lista nefndarinnar yfir námsefni eins og hún er.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

Þessari ályktun var beint til stjórnar ÍRA 6. maí 2013. Þá stóðu yfir viðræður við höfunda bókarinnar, í þeirri von að þeir myndu gera nauðsynlegar leiðréttingar sjálfir. Því var stjórn beðin um að bíða með kynningu uns niðurstaða fengist í það hvort svo yrði.

Mikil og vingjarnleg samskipti tókust við Belgíu sem stóðu yfir lengur en ætlað var. Á fundi stjórnar ÍRA þann 10. október 2013, þar sem mættir voru TF3SG, TF3AM, TF3CY og TF3HRY, var málið tekið fyrir og samþykkt að boða til fundar með Prófnefnd. Þá voru viðræður við höfundana á lokasprettinum, og um miðjan nóvember varð ljóst að ekki næðist samkomulag sem duga myndi til að vinda ofan af alvarlegustu villunni (AR í stað K á eftir CQ). Fundur stjórnar og Prófnefndar var þá haldinn 16. nóvember með þátttöku TF3SG, TF3AM, TF3HRY, TF3VS og TF3DX.

Þann 3. mars s.l. sendi ÍRA bréf til IARU. Þar er í grundvallaratriðum spurt hvort það hafi verið ætlun IARU að breyta ríkjandi samskiptareglum á morsi með viðurkenningu sinni á bókinni. Þremur vikum síðar barst svarbréf frá IARU, þar sem spurningunni var ákveðið svarað neitandi. Enn fremur að mikilvægt væri að snúa sér að því að koma í veg fyrir þann rugling sem bókin veldur. ÍRA var hvatt til að leggja tillögu fyrir ráðstefnu IARU-svæðis 1 (Region 1) í haust, og á það bent að aðeins vika væri til stefnu fyrir skilafrest. Stjórn ÍRA skipaði TF3DX (form. prófn.), TF3VS (ritara prófn. og þýðanda bókarinnar) og TF3KB (IARU tengilið)  í vinnuhóp til að leiða þetta mál til lykta og erindið til ráðstefnunnar náði inn á elleftu stundu.

Það og önnur gögn eru aðgengileg á slóðinni http://bit.ly/MGrcRj

Allir félagar ÍRA eru hvattir til að sýna fyllstu tillitssemi og kurteisi í garð höfunda bókarinnar ef þeir ræða málið út á við.  Hér er eingöngu um málefnalegan ágreining að ræða, alls ekki persónulegan. 

 

73

Guðmundur, TF3SG

 

David Butler, G4ASR verður með fimmtudagserindi næstkomandi fimmtudag 10. apríl. Gert er ráð fyrir að erindið hefjist upp úr kl. 20.00
 
David kallar erindið “Making more Miles at VHF”
 
Erindið er um það bil 1 klukkustund.
 
David hefur í mörg ár verið virkur á VHF.  Hann var til að mynda VHF Manager RSGB í 21 ár.  Hætti 2012.
 
Eftir David eru margar greinar í Practical Wireless, þar skrifaði hann um VHF mál í 25 ár.
 
73
Guðmundur, TF3SG

  • No labels