Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                         

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra, ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi er opin á fimmtudagskvöldum 20:00-22:00. Strætisvagn, leið 12, stansar við húsið.

 ljósmynd: í mynni Breiðdals, Snæhvammstindur.

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Hvað er amatörradíó ?

K-stuðull, uppfærður.

Norðurljósa- og skilyrðaspá.

AZ-réttstefnukort.

Öllum íslenskum radíóamatörum er heimilt að nota svæðistöluna 70 í sínu kallmerki á afmælisári félagsins í stað hefðbundinnar svæðistölu.

ÍRA verður 70 ára á þessu ári.

Ágætu félagar, nýja árið, sjötugasta afmælisár ÍRA hefur hafið sína göngu og allt byrjað að vakna til lífsins eftir frekar rysjóttan fyrri hluta vetrar, jafnvel örlar á vori í lofti en við ofmetnumst ekki og hefjum starfið að nýju að loknum jólum. Lagabreytingarnefnd hefur sent okkur eftirfarandi skilaboð og við í stjórn ÍRA hvetjum sem flesta til að taka þátt og senda inn tillögur og hugmyndir að nýjum og nútímalegri lögum.

                

             ljósmynd: Jóhannes Long

Sælir félagar, við hvetjum ykkur til að koma í kvöld og hlusta á þá TF3EO og TF3EK kynna SOTA verkefnið. Heitt kaffi á könnunni.

Stjórn ÍRA

SOTA í kvöld:

Einar Kjartansson, TF3EK og Egill Ibsen, TF3EO munu kynna SOTA -Summits On The Air- verkefnið sem komið er af stað á Íslandi. Innleiðingaferlið er nokkuð flókið og talsverða vinnu þarf að inna af hendi áður en Ísland kemst í hóp hinna fjölmörgu DXCC eininga sem hafa tekið upp SOTA kerfið. Þeir sem einnig hafa komið að verkefninu eru TF3JA, TF3DX og TF5PX. Egill mun fara yfir tilurð og meginreglur SOTA, Einar mun kynna P150 regluna og hvernig staðið er að tindavali samkvæmt reglum SOTA.

Aðalfundur ÍRA 2016 verður haldinn miðvikudagskvöldið 25. maí 2016 klukkan 20 í sal Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 - 108 Reykjavík.

Dagskrá fundarins samkvæmt lögum félagsins:

 • Kosinn fundarstjóri.
 • Kosinn fundarritari.
 • Könnuð umboð.
 • Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði.
 • Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins.
 • Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta.
 • Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.
 • Lagabreytingar.
 • Stjórnarkjör.
 • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
 • Ákvörðun árgjalds.
 • Önnur mál.

Tillögur um breytingar á lögum félagsins eru á heimasíðu ÍRA.

Stjórn ÍRA

 

Einar Kjartansson, TF3EK og Egill Ibsen, TF3EO munu kynna SOTA -Summits On The Air- verkefnið sem komið er af stað á Íslandi. Innleiðingaferlið er nokkuð flókið og talsverða vinnu þarf að inna af hendi áður en Ísland kemst í hóp hinna fjölmörgu DXCC eininga sem hafa tekið upp SOTA kerfið. Þeir sem einnig hafa komið að verkefninu eru TF3JA, TF3DX og TF5PX. Egill mun fara yfir tilurð og meginreglur SOTA, Einar mun kynna P150 regluna og hvernig staðið er að tindavali samkvæmt reglum SOTA.

Amatörnámskeiði vetrarins lauk í gær með prófi. Tíu nemendur mættu til prófs og náðu allir samkvæmt fyrstu fréttum. Nánar verður sagt frá prófinu og nýjum radíóamatörum þegar Póst- og fjarskiptastofnun hefur staðfest niðurstöðuna. Við óskum öllum þátttakendum í prófinu til hamingju og bjóðum sex nýja radíóamatöra velkomna í hópinn og hvetjum þá til að koma sem fyrst í loftið.

 

 

Áhugavert að sjá hve vel flöskurnar hafa fylgst að allan tímann þó nokkur fjarlaægð hafi nú myndast á milli þeirra.

Í gær fóru TF3EK og TF3JA í Skeljanes og luku við að koma fæðilínu og stýristreng í rör að SteppIR prjóninum, næsta verk er að klára tengingar og síðan að fara í næsta verk sem er að koma 40 m stakinu aftur á Fritzel greiðuna. Eru ekki einhverjir félagar til í að taka til hendinni með okkur eitthvert kvöldið eða um helgina?

73 de TF3JA

 

Amatörpróf verða haldin í Háskólanum í Reykjavík, stofu V107, laugardaginn 30. apríl klukkan sem hér segir:

10:00 - 12:00      Raffræði og radíótækni

12:15 - 14:15      Reglur og viðskipti  (þessu prófi kann að verða flýtt ef því fyrra lýkur snemma)

Eftirfarandi lesúrræði eru í boði ef um þau er beðið með 3ja daga fyrirvara:

                1)  litaður pappír, fölgrænn eða drapplitur

                2)  stækkun í A3

Annað eða hvorutveggja, látið vita um það. Gefið upp nafn og  hvaða próf þið ætlið að taka. Talið við Villa í síma 567 4013, TF3GW Þór í síma 864 0925 eða Jón í síma 863 3399.

Notið einfaldar reiknivélar, sem augljóslega geta ekki geymt gögn. Engin gögn eru leyfð.

Hafið með ykkur blýanta, strokleður og reglustiku sem hentar reiknigrafi.

Prófdæming fer fram á staðnum, að henni lokinni fer fram prófsýning. Endanleg einkunn kemur frá Póst- og fjarskiptastofnun á uppgefið netfang, annars heimilisfang. Gætið þess að hvoru tveggja sé greinilega skrifað.

Engum rissblöðum er útbýtt, notið auðu hliðar prófblaðanna.

Nánar á netsíðu Prófnefndar:  http://bit.ly/1Pjhm5D

 

SOTA TF

Af einskærum útivistaráhuga setti ég mig í samband við SOTA samtökin (Sumits On The Air (Sent Ofan Tindum Af - á Íslensku HI HI)) og falaðist eftir upplýsingum frá þeim en samtökin eru staðsett í Bretlandi. Tóku þeir viðleitni minni afar vel og fóru fram á að ég tæki að mér Assosiation Manager (vantar orð á íslensku yfir þann titil). Tók ég þeirri áskorun fúslega og póstaði um málefnið á ÍRA póstinn. TF3DX, TF3EK og TF3JA stukku með mér í verkefnið og auglýsi ég hér með eftir fleiri félögum til þess að koma að verkefninu. Hægt er að pósta beint á mig tf3eo@yahoo.com og tilkynna áhuga á verkefninu.

Það kom mér þægilega á óvart að SOTA menn í Bretlandi eru búnir að forvinna töluvert fyrir okkur og hafa falast eftir því að við notfærum okkur þeirra vinnu til þess að byrja með enda myndi það stytta umsóknarferlið umtalsvert. Það sem liggur fyrir er að bera saman 1017 tinda sem þeir hafa skilgreint sem SOTA hæfir (P150) tinda. Við þurfum að fara vel yfir GPS staðsetningar og velja hverjum og einum tindi réttmætt örnefni enda eru þeirra upplýsingar án örnefna. Þeir hafa útbúið KML skjal sem hægt er að festa við Google Earth og skoða þannig þá vinnu sem þeir hafa þegar innt af hendi. Ef fólki finnst vanta tinda á kortið eða ef einhverjir tindar ættu ekki að vera með þá kæmi það til kasta okkar að greina frá því. Allir tindar sem bætast við þurfa svo að fara í gegnum grandskoðun hjá þeim til samþykktar. Einnig þurfum við að skilgreina tindasvæði eftir landshlutum eða öðru því kerfi sem okkur hugnast (sem einfaldast þó).

Læt hér fylgja með skjámynd af Google Earth þar sem ég er búinn að virkja KML skjalið frá þeim og þá sést hversu viðamikið verkefnið er. SOTA menn eru þessa stundina að taka inn tvö önnur stór tindalönd og þurfum við því að sýna biðlund hvað það varðar enda er allt sem kemur að SOTA unnið í sjálfboðavinnu. Ég hef mest verið í sambandi við Rob Harwood, G0HRT og Simon Melhuish, G4TJC og eru þeir afar ánægðir með framtak okkar. Þeir eru nýbúnir að taka inn ZL en þar voru 4000 tindar sem þurfti að grandskoða og tók það SOTA menn 4 mánuði að klára það og er þá ekki talin með vinnan sem ZL menn inntu af hendi.Ég mun senda KML skjalið til allra þeirra er hafa samband og óska eftir því við mig. Vonandi verður hægt að funda um SOTA TF fljótlega og ráða ráðum varðandi næstu skref.

Svona bætir maður KML/KMZ skjali við Google Earth: Kort

Hér er tengill á SOTA UK: SOTA UK

Hér er tengill á síðu sem útskýrir P150 tindareglu SOTA: Tindareglan

Hala niður kml-skrá: tf-summits-s.kml
73,
Egill Ibsen TF3EO

Stöðin verður sett upp þriðjudaginn 27. apríl í HR og fer í loftið klukkan 20.

Ákveðið var í síðustu viku að fresta uppsetningu stöðvarinnar í HR til að trufla ekki kennslu á námskeiðinu. En nú er námskeiðsdagskráin tæmd og nemendur komnir í upplestrarfrí og ekki ú vegi að líta smástund upp úr bókunum og læra hvernig á að fara í loftið.

Stöðin TF70IRA verður virk í HR á miðvikudagskvöld 27. apríl frá klukkan 18.. Tækið er QRP, hámark 10 wött og loftnetið endafædd hálfbylgja. Áætlað er að stöðin fari í gang um klukkan 18 en aðal fjarskiptatíminn verður klukkan 20 á 3637 kHz SSB.

 

 

Á alþjóðadegi radíóamatöra núna á mánudag verður sett upp amatörstöð með kallmerkið TF70IRA á amatörnámskeiðinu sem ÍRA stendur fyrir á þessum vetri í Háskólanum í Reykjavík. Áætlað er að stöðin verði ræst um klukkan 18 og verði í gangi fram yfir klukkan 22.

Nánari upplýsingar verða settar hér inn um helgina og við hvetjum radíóamatöra til að koma í heimsókn, hitta nemendur á námskeiðinu og fara í loftið.

TF3UA er einn kennaranna á námskeiði ÍRA 2016 er hér að reikna dæmi um truflanir.

IARU - Alþjóðadagur radíóamatöra.

Lagabreytinganefnd skilaði niðurstöðu af sinni vinnu í gærkvöldi, Lagabreytinganefnd_skýrsla.pdf.

Einnig bárust tillögur frá TF3EK,Tillögur til breytinga á lögum IRA,.docx

Mynd: Theodór Kr. Þórðarson, Mbl.is.

Vegna veðurs verður seinkun á opnun í Skeljanesi fram undir hálf níu í kvöld.

Tillögur um breytingar á lögum félagsis sem ætlunin er að leggja fyrir aðalfund ársins 2016 verða að hafa borist félaginu fyrir miðnætti í kvöld samanber 27. grein laga ÍRA:

27. gr.
Félagslögum verður aðeins breytt á aðalfundi, enda hafi frumvarp að nýjum eða breyttum greinum borist stjórn félagsins fyrir 15. apríl og verið dreift með aðalfundarboði. Þó getur aðalfundur samþykkt breytingar á félagslögum, sem fram koma á fundinum, séu 88% fundarmanna samþykkir. Breytingartillögur sem fram koma á aðalfundi skulu einungis varða þær tillögur er þar liggja fyrir og nauðsynlegar afleiðingar þeirra. Með tillögum að breytingum skal fylgja skrifleg greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ástæðum tillagnanna og væntum áhrifum þeirra. Sé ætlunin að lagabreyting hafi víðtækari áhrif en eingöngu á félagslögin sjálf, svo sem ógildi sérstakar aðalfundarályktanir eða sérstakar samþykktir fyrri aðalfunda skal sérstaklega vísað til þeirra í viðkomandi breytingartillögu og greinargerð.

Rómverska lagagyðjan – Justitia

Opið hús að venju í Skeljanesi í kvöld og tilvalið að mæta og taka til hendinni við ýmis verk sem unnið er að í Skeljanesi.

English

 

Stjórn ÍRA er þannig skipuð:

TF3JA, Jón Þ. Jónsson formaður.

TF3EK, Einar Kjartansson, varaformaður.

TF8KY, S. Hrafnkell Sigurðsson ritari.

TF3DC, Óskar Sverrisson gjaldkeri. 

TF3SG, Guðmundur Sveinsson, meðstj.

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 2009 April 29 2016
 • BREAKING NEWS: MORE SPECULATION ON HAMVENTION SITE
 • DROPPING A LINE FOR 'MINOWS'
 • GOOD CONTACTS, BY GEORGE!
 • UPDATE: SCOUTING FOR MORE QSOS
 • IN SOUTH CAROLINA, A HALF-CENTURY OF CELEBRATION
 • A FOUNDATION FOR MORE POWER 
 • A BOOST FOR HAMS IN ANGUILLA
 • OPENING UP THE 60 METER BAND
 • THE WORLD OF DX
 • AMONG MONKS, THE SPIRIT OF HAM RADIO

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 2008 April 22 2016
 • AMATEUR RESPONSE TO EARTHQUAKE IN EQUADOR
 • WHEN RADIO SCIENCE IS AN ART
 • NEW JERSEY'S NIGHT FOR RADIO
 • AN OLYMPIAN EFFORT IN BRAZIL
 • SCOUTING FOR QSOs IN SPECIAL EVENT
 • AN INSTITUTE TO TEACH THE TEACHERS
 • REPEATERS ON THE MOVE
 • HAM RADIO HELPING in WEST BENGAL ELECTION
 • WORLD OF DX
 • A SINGULAR SOLAR ACHIEVEMENT

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 2007 April 15 2016
 • AMATEURS MARK MARCONI DAY
 • LONGTIME HAM A MAJOR LEAGUE HONOREE
 • WHITE HOUSE VISIT FOR HAM'S DAUGHTERS
 • IARU ANNOUNCES NEW SATELLITE ADVISER
 • SHAKESPEARE: WHEREFORE ART THOU, QSOs?
 • NURTURING NEW HAMS IN INDIA
 • SILENT KEY: HAM RADIO 'GODMOTHER' YOLANDA BASTIDAS, YV6BJ
 • SEANET REACTIVATED IN THAILAND
 • UK CLUB JOURNAL IS NOT QUITE 'QRV'
 • WORLD OF DX
 • DOG CATCHER NEEDED FOR MISSING ASTRONAUT POOCH

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 2006 April 8 2016
 • ELECTRONICS RETAILER SAVED, GOES ONLINE
 • EMERGENCY COORDINATION NO ACCIDENT IN FLORIDA
 • THE EYES OF THE HURRICANE
 • SPEND YOUR SATURDAY, APRIL 16, AT A HAMFEST
 • TWO AT THE HALF-CENTURY MARK
 • A FRIENDSHIP DAY FOR AMATEUR RADIO OPERATORS
 • HAM RADIO BOOSTS VIRGINIA BIKE RACE
 • IN THE UK, A GARDEN OF QSOS
 • WORLD OF DX
 • QSL CARD THAT DELIVERED

SCRIPT

AUDIO

 

 

 

 • No labels