Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                           

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra!                

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Sjá nánari upplýsingar með að smella hér: Hvað er amatörradíó? 


Fróðleikur í helgarlok

Marlon Brando.   KE6PZH og FO5GJ  lést 1. júlí 2004. Leikarinn Marlon Brando var þekktur meðal amatöra um allan heim sem KE6PZH og FO5GJ, Brando er skráður í gagnagrunni FCC  sem Martin Brandeaux.Hann var oftlega í loftinu á FO5-kallmerkinu frá eyjunni sinni  í franska Pólinesíu eyjaklasanum.

...upplýsingar af Wikipediu:

Frægasta eyjan er Tahítí. Árið 1946 voru eyjarnar gerðar að frönsku yfirráðasvæði og íbúar fengu franskan ríkisborgararétt. Frakkar stunduðu tilraunir með kjarnorkusprengjur á eyjunum frá 1962. Árið 1977 fengu eyjarnar takmarkaða heimastjórn. Þótt eyjarnar séu með eigið þing og ríkisstjórn eru þær ekki í frjálsu sambandi við Frakkland líkt og Cookseyjar. Frakkland hefur yfirumsjón með dómskerfi, menntakerfi, lögreglu og vörnum eyjanna. Helsta útflutningsvara eyjanna er svört perla.

 

Eyjarnar eru í miðju Kyrrahafinu og fjarlægðir til meginlandanna mældast í þúsundum kílómetra

 

Í tilefni af auglýsingu frá TF4M á heimasíðunni, sem TF3SG setti inn, þar sem íslenskum radíóamatörum er boðið að fjarstýra stöð TF4M, skal eftirfarandi tekið fram:

Fjaraðgangsnefnd ÍRA, gaf út skýrslu er varðaði fjarstýringu senda innanlands í apríl 2013. Síðan þá hefur láðst að senda skýrsluna til PFS til skoðunar og fá athugasemdir, ef einhverjar yrðu. Verður það nú gert þó seint sé. Meðan staðan er þessi er ekki við hæfi að auglýsingar af þessu tagi séu á heimasíðu félagsins. Einnig  hafa tilmæli IARU R-1 ráðstefnunnar frá í september 2014, VA14_C4_REC_04, verið send til PFS og í svari við því kemur fram að PFS sé að bíða upplýsinga frá CEPT varðandi stefnu í fjaraðgangsmálum. Þeim sem óska frekari upplýsinga um þessi mál er bent á að hafa samband við PFS.

F.h. Stjórnar ÍRA,

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

Alheimsneyðarfjarskiptaæfing verður núna á sunnudag og hefst klukkan 11. Æfingunni lýkur klukkan 15. Allar upplýsingar um æfinguna eru á heimasíðu IARU Global Set 2014

Æfingin gengur út á að neyðarfjarskiptastöðvar senda æfingaskeyti til aðalstöðvanna á hverju svæði. TF3IRA tekur þátt í æfingunni fyrir hönd Íslands en opið er fyrir aðrar stöðvar ýmissa björgunar- eða neyðarhópa á landinu að taka þátt. Þannig gæti til dæmis stöð Radíóskáta tekið þátt. Þeir sem áhuga hafa á að koma í Skeljanesið á sunnudag og taka þátt er bent á að hafa samband við TF3JA neyðarfjarskiptastjóra ÍRA. Skeljanesið verður opið frá 11 til 15 á sunnudag og tilvalið fyrir félaga að koma, fá sér kaffi og ræða málin, jafnvel senda eins og eitt skeyti á Morse.

 

Bárðarbunga

Við höfum beðið í nokkra mánuði eftir niðurstöðu frá Varna um ýmis mál og líklega brennur einna heitast niðurstaðan um fjaraðgang, fjarstýringu amatörsendistöðvar, hér á eftir er niðurstaðan þýdd á íslensku:

Tilmæli VA14_C4_REC_04:

...að eftirfarandi texti verði birtur í handbókum VHF og HF stjóra.

 

Fjaraðgangur
Með fjaraðgangi er átt við þá notkun sendistöðvar að aðili með radíóamatörleyfi stjórnar amatörstöð úr fjarlægð með fjarstýribúnaði.
Þar sem stöð er notuð með fjaraðgangi, skulu eftirfarandi skilyrði gilda:
  
1. Fjarstýring sé leyfð eða ekki bönnuð af eftirlitsyfirvaldi þess lands, sem stöðin er staðsett í.
2. Nota ætti kallmerki það, sem eftirlitsyfirvöld landsins, sem stöðin er í, hafa úthlutað stöðinni sama hver staðsetning þess, sem er að vinna með stöðina, er.
3. Kallmerki samkvæmt CEPT T/R 61-60 gilda einungis fyrir amatör sem notar sitt eigið kallmerki með viðeigandi auðkenni lands og sem staddur er í viðkomandi landi en ekki fyrir fjarstýringu stöðvar .
4. Um notkun fjarstýrðra stöðva í keppnum gilda að auki viðkomandi keppnisreglur.
 
Allar ábendingar um betri þýðingu eru velþegnar.
 
Samkvæmt núverandi reglugerð ber íslenskum amatör sem setur upp stöð tímabundið á öðru landssvæði innan lands, hvort sem hann á tækin sjálfur eða fær þau lánuð, að bæta " /svæðisnúmer " við sitt kallmerki og þar af leiðandi ekki hægt að sjá annað en að fullkomlega rétt sé að sá íslenskur eða erlendur radíóamatör staddur á Íslandi sem fær stöðina hans Þorvaldar í Otradal lánaða geri rétt með því að nota sitt kallmerki/4 eins og reglurnar eru í dag.
 
...enda er það í samræmi við niðurstöðu nefndar ÍRA um stefnumótun í fjaraðgangsmálum frá 18. apríl 2013, kafli 1.9 Kallmerki:
"Þegar íslenskur leyfishafi sækir annan heim og notar stöð hans, hefur það gjarnan verið samkomulagsatriði milli þeirra hvort kallmerkið er notað. Að óbreyttu mælir nefndin með því að sama verði viðhaft í tilfelli fjarstýringar. Nefndin telur að handhafi þess kallmerkis sem er notað sé þar með ábyrgur fyrir starfrækslunni. Ef leyfishafi notar kallmerki sitt til fjarstýringar á sendi utan þess svæðis sem númerið í kallmerkinu gefur til kynna, telur nefndin að það sé hliðstæða við eftirfarandi málsgrein í 8. gr.:

"Þegar leyfishafi notar búnað sinn tímabundið á nýjum stað skal hann bæta við kallmerki sitt skástriki og tölustaf sem gefur til kynna svæðið sem hann er fluttur til ".

Nefndin telur að orðalagið "sem hann er fluttur til " vísi til búnaðarins, ekki leyfishafans, enda er áður búið að fjalla um aðsetursskipti leyfishafa í 7. gr."

 
 
  
 

Á Wikipediu er að finna ágæta grein um tilurð og venjur í sambandi við kallmerki amatöra

og hverjir hafa með hvað að gera í því sambandi.  Tengill á síðuna er hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/ITU_prefix_(amateur_stations) . 

Þetta er í grófum dráttum það sem viðgengst meðal radíóamatöra í heiminum í dag. 

73, Bjarni, TF3GB

TF3KB og TF3DX komu í Skeljanes á fimmtudagskvöld og sögðu okkur frá ferðum sínum til Finnlands á NRAU fund og ferð til Búlgaríu á IARU ráðstefnu í sumar. TF3HP bauð menn velkomna í upphafi og sagði frá að fram hafi komið ósk eins félaga um að nota kallmerki sitt óbreytt við tímabundin ákveðin aðsetursskipti. Samskipti eru í gangi milli ÍRA og PFS um óskina og sagt verður nánar frá þessu þegar niðurstaða er komin. Stjórn ÍRA hefur bætt við óskina þeirri tillögu að öllum verði leyft að nota sín kallmerki á þennan hátt og unnið verði að breytingu á reglugerðinni en þó þannig að valkvætt verði fyrir hvern einstakan að fara eftir núverandi kallsvæðaskiptingu og breyta númeri í sínu kallmerki við flutning og tímabundin aðsetursskipti eða halda sínu eina sanna kallmerki hvar á landinu sem hann dvelur í lengri eða skemmri tíma.

 

TF3HP setur fund                                                  Tveir góðir á bak við Súlu og ritarinn að hella á könnuna

Þeir TF3DX og TF3KB fóru vel yfir sínar kynningar og stóð fundurinn fram undir miðnætti enda mikið mál og áhugavert. Kynningarnar og nánari umfjöllun verður sett inn hér eftir par daga eða svo.

Kynning TF3KB, Varna 2014

Sælir félagar.

Fimmtudaginn 13. (6.) nóvember munu Vilhjálmur, TF3DX, og Kristján, TF3KB, halda erindi og svara spurningum um NRAU ráðstefnuna sem haldin var 15.-17 ágúst sl. og   IARU region1 ráðstefnuna, sem haldin var 20.-27. september sl..                  

Vonandi sjá sem flestir félagar sér fært að mæta í félagsheimilið og hlusta á fróðlegt erindi.

Samkvæmt venju hefst erindið kl 20.30.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA. 

1sta rússneska alheims fjölháttakeppnin, höfundur

ágætu radíóamatörar,

Russian Digital Radio Club býður radíóamatörum um allan heim til þáttöku í 1st Russian WW MultiMode Contest 2014. Markmiðið er að koma á sem flestum samböndum milli radíóamatöra um allan heim og radíóamatöra í Rússlandi.

Við bjóðum öllum áhugasömum radíóamatörum um stafræna hætti til keppni frá klukkan 12.00 UTC laugardaginn 15. nóvember til klukkan 11:59 UTC sunnudaginn 16. nóvember, 2014.

Mótunaraðferðir: BPSK63, CW, RTTY, SSB. QSO við sama amatör á öðru bandi eða öðrum mótunarhætti eru leyfð svo lengi sem amk 3 mínútur líða á milli QSOa. Mesta afl er 10 wött á 160 metrum og 100 wött á öðrum böndum. Keppandi má ekki skifta oftar en tíu sinnum um tiðniband á hverjum klukkutíma með núllið í talningu á 59. mínútu hvers klukkutíma. Aðeins einn sendir er leyfður í loftinu á hverju augnabliki frá hverju kallmerki.

Bönd: 160 m, 80 m, 40 m, 20 m, 15 m, 10 m.

Verðlaun og viðurkenningar í öllum flokkum:

 • SOAB – BPSK63-CW-RTTY-SSB
 • SOAB – BPSK63-CW-RTTY
 • SOAB – BPSK63-CW-SSB
 • SOAB – BPSK63-RTTY-SSB
 • SOAB – CW-RTTY-SSB
 • SOAB – BPSK63-CW
 • SOAB – BPSK63-RTTY
 • SOAB – BPSK63-SSB
 • SOAB – RTTY-SSB
 • SOAB – CW-RTTY
 • SOAB – CW-SSB
 • MOAB – BPSK63-CW-RTTY-SSB

Þáttökuviðurkenningarskjal verður sent öllum sem hafa amk 100 staðfest QSO í keppninni.

Sendið logginn á: Web interface ekki seinna en fjórtán dögum eftir keppnina, fyrir kl. 23:59 UTC þann 30. nóvember 2014.

73! de Russian Digital Radio Club

...þýtt og endursagt de TF3JA

Sælir félagar.

Af óviðráðanlegum ástæðum er erindi því er flytja átti

fimmtudaginn 6. nóvember frestað til fimmtudagsins

13. nóvember.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

CQ WW DX SSB, íslensk þáttaka

  CQ WW DX SSB keppnin fór fram síðustu helgina í október í þokkalegum skilyrðum og ekki að sjá annað en þáttakan hafi verið góð. Íslenskar stöðvar í keppninni voru eftir betri heimildum TF2LL, TF2MSN, TF2AO, TF3CW, TF3CY, TF3DC, TF3MHN, TF3VS, TF3Y, TF4X fjarstýrð af TF3SG frá Reykjavík og TF8HP. Á vefsíðunni "Unofficial claimed scores" er hægt að fylgjast með óformlegum niðurstöðum keppninnar en formleg niðurstaða verður á vefsíðu keppninnar "CQ WW DX SSB" innan tíðar.

Þáttaka skv. lista á CQ WW DX

TF2LLSINGLE-OPNON-ASSISTEDALLHIGH  
TF2MSNSINGLE-OPNON-ASSISTEDALLLOW  
TF3AOSINGLE-OPASSISTED15MLOW TANGO FOX RADIO FOXES
TF3CWSINGLE-OPNON-ASSISTED15MHIGH  
TF3CYSINGLE-OPNON-ASSISTED10MHIGH  
TF3DCSINGLE-OPASSISTEDALLLOW  
TF3MHNSINGLE-OPASSISTEDALLLOW  
TF3VSSINGLE-OPASSISTEDALLLOW  
TF4XSINGLE-OPNON-ASSISTED160MHIGH  
TF8HPSINGLE-OPNON-ASSISTED20MLOW TANGO FOX RADIO FOXES

CW hluti keppninnar verður síðustu helgina í nóvember eftir réttar fjórar vikur og allar líkur á að þá verði stöð félagsins í Skeljanesi komin í gott lag að sögn stjórnar ÍRA.

 

VA7XX fjórhyrningur - draumaloftnet og færi vel á grasinu við Skeljanesið.

 

Sælir félagar.

Fimmtudaginn 6. nóvember munu Vilhjálmur, TF3DX, og Kristján, TF3KB, halda erindi og svara spurningum um NRAU ráðstefnuna sem haldin var 15.-17 ágúst sl. og   IARU region1 ráðstefnuna, sem haldin var 20.-27. september sl..                  

Vonandi sjá sem flestir félagar sér fært að mæta í félagsheimilið og hlusta á fróðlegt erindi.

Samkvæmt venju hefst erindið kl 20.30.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA. 

GOMX-2 og RACE CubeSats gervihnettirnir voru meðal meira en tveggja tuga gervihnatta sem töpuðust þegar Antares-eldflaug sprakk skömmu eftir flugtak klukkan 22:22 UTC í gærkvöldi frá Virginíu, USA. Eldflaugin sprakk með mikilum tilþrifum 6 sekúndum eftir flugtak.

 

...vísun á lýsingu á búnaðinum sem var um borð

...vísun á heimasíðu NASA eldflaugaskotsvæðið í Virginíu er í eigu NASA

 

 

TF4X keppnisstöðin í Otradal tók þátt í CQ WW SSB 2014 og var stjórnað með fjaraðgangi frá Reykjavík.   TF3SG sem operator með K3 frá Elecraft og tilheyrandi fjaraðgangsbúnað tók þátt í flokkinum SOSB 160m High Power.

CQ WW SSB keppnin í ár fór af stað rétt eftir kröftugasta sólgos sem orðið hefur í 24 ár.

Nú til dags eru öflug hlustunarnet og öflugt sendinet og allt sem því fylgir á 160m um margt forréttindi.  Það er aldrei ljósar en í miðju kröftugu sólgosi hvað stöðin er öflug.  Veikustu merkin voru læsileg alveg niður í suð.  Það verður ekki við ráðið ef merkin ná ekki í gegn vegna norðurljósa.  Vandamálið hér á landi er ekki endilega að heyra veikustu merkin, miklu frekar að þeir sem kalla heyra ekki merkið frá TF4X vegna QRM þeirra megin.  Við sólgosið tók bandið dýfu en jafnaði sig að nokkru leiti á nokkrum klukkutímum.  Fyrir mig var þetta ein skemmtilegasta og lærdómsríkasta keppni fram til þessa. Allur búnaður var hnökralaus. Fjöldi sambanda var rétt rúmlega 260, 8 CQ og DXC 44. Takk fyrir mig Þorvaldur.

73

Guðmundur, TF3SG

Á QRZNOW.COM birtist í vikunni grein um stafræna talmótun á HF, "FreeDV HF Digital Voice for Radio Amateurs" eða Stafrænt tal á HF.

 
FreeDV er GUI forrit fyrir Windows, Linux og MacOS (BSD og Android eru í þróun). Með forritinu er hægt að nota venjulegt SSB sendiviðtæki fyrir stafrænt tal á litlum bitahraða. Talið er þjappað niður í 1600 bita/s runu sem mótuð er með 16 QPSK aðferð á 1,25 kHz breiða burðarbylgju. Í móttöku er merkið afmótað og afkóðað með FreeDV. Samskipti eru læsileg niður í 2 dB S/N hlutfall og 1-2 vatta sendiafl nægir fyrir samskipti yfir langar vegalengdir. FreeDV var búið til í samstarfi alþjóðlegs hóps radíóamatöra. FreeDV er opinn hugbúnaður, skrifaður í "GNU Public License" útgáfu 2.1. Bæði talkóðarinn og afkóðarinn eru opinn hugbúnaður.

En hvers vegna stafræn mótun og FreeDV?
Amateur radíóið er að færast frá hliðrænum sendingum til stafrænna, sem er svipar til breytingarinnar frá AM til SSB á árunum 1950 til 60. Hvernig væri staðan ef eitt eða tvö fyrirtæki ættu einkaleyfi á SSB og neyddu amatöra til að nota þeirra tækni og ólöglegt væri að gera tilraunir með eða jafnvel skilja SSB-tæknina og þannig yrði staðan næstu 100 árin? Það er einmitt það sem var að gerast með stafrænt tal. En nú eru radíóamatörar að ná stjórn á tækniþróuninni aftur!

FreeDV er einstakur 100% opinn hugbúnaðaður fyrir flutning á hljóði. Engin leyndarmál, ekkert einkamál! FreeDV er leið 21. aldar radíóamatöra til að mynda umhverfi þar sem frjálst er að gera tilraunir og prófa nýjungar, í stað þess að vera fastir í umhverfi fárra framleiðenda.

...já og takið eftir, 100 sinnum minna útsent afl og helmingi minni bandvídd...fyrir betri flutningsgæði.

Framtíðin er komin, við látum ekki hefta okkur!

...þýtt og endursagt de TF3JA

 

 

staðan á DXWATCH.COM stuttu eftir lok keppninnar..

KD4PXY

TF2LL

14263

59 nc

0003z 27 Oct

N6DBF

TF2LL

14263

 

2359z 26 Oct

9A7A

TF4X

1832.5

 

2353z 26 Oct

CN2AA

TF4X

1832.4

 

2342z 26 Oct

K6ST

TF2LL

14263

 

2338z 26 Oct

K6ST

TF3CY

14232.6

 

2331z 26 Oct

K7RL

TF3CY

14232.6

USB

2320z 26 Oct

K7RL

TF2LL

14263

USB

2320z 26 Oct

DB3MA

TF4X

1832.4

5914 73 harald

2320z 26 Oct

GM4AFF

TF4X

1832.4

 

2315z 26 Oct

NW3H

TF2LL

14263

40

2311z 26 Oct

N2FF

TF2LL

14263

 

2304z 26 Oct

AA7V

TF3CY

14232.6

 

2304z 26 Oct

TF2MSN

TF3CY

14232.5

CQ TEST

2252z 26 Oct

N2TX

TF3CY

14232.6

USB

2248z 26 Oct

seinni hluta sunnudags kom TF3CY aftur inn í keppnina af mikilum krafti á 10 metrunum, TF4X vaknaði aftur til lífsins á fjarstýringu frá TF3SG í Reykjavík og TF2LL hélt sínu striki á 20 og 80 metrunum ...þegar klukkan er langt gengin í tíu hefur TF3IG bæst á listann á dxwatch.com... klukkan er orðin rúmlega níu og einn mesti keppnismaður íslenskra radíóamatöra, TF3CW, kominn á fulla ferð í keppninni, hér er staðan á DXWATCH.COM:

Einu heimildirnar um þáttöku íslenskra stöðva í CQ WW DX SSB keppninni um helgina eru listinn á DXWATCH.COM og símtal frá TF3SG í gær sem sagðist vera í loftinu á TF4X fjarstýrðri frá Reykjavík á 160 metrunum. Þetta er staðan núna klukkan 6 á sunnudagsmorgni í eins stigs frosti og vindleysu, allt bendir til sólríks sunnudags og lítil hætta á að loftnetaskelfirinn leysist úr læðingi. En hver á þetta skemmtilega kallmerki TF0HQ? sem bendir til þess að stjórn ÍRA hafi skroppið á gossvæðið í nótt. Kallmerkið HQ er venjulega frátekið fyrir "head quarter" stöðvar.

Aðalfundur ÍRA 2014

Aðalfundur ÍRA var haldinn laugardaginn 17. maí 2014. Ný stjórn er þannig skipuð:

formaður TF3HP, Haraldur Þórðarson.

Aðrir í stjórn eru: TF3GW, Þór Þórisson varaformaður; TF3GB, Bjarni Sverrisson ritari; TF3DC, Óskar Sverrisson gjaldkeri;  TF3KX, Kristinn Andersen meðstjórnandi; TF3TNT, Benedikt Guðnason varamaður

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

_

Meira á Skilyrðasíðunni

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 1945 November 21 2014
 • Malaysia shows its support of ham radio emergency communications
 • Unidentified German ham takes on Russian military communications
 • Japan announces a deep space satellite missions
 • New DMR experiments take place down – under
 • Space junk turns out to be a new Russian satellite
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio

 

Amateur Radio Newsline Report 1944 November 14 2014
 • FCC reverses revokes the amateur license of a convicted sex offender
 • ARRL asks FCC to continue issuing paper amateur license documents
 • Permanent access to 60 meters moves a bit closer for hams in Argentina
 • 4M Lunar fly-by transponder goes QRT
 • More non-ham intruders hit the amateur radio bands
 • Radio helps capture first light that gives a look back in time
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio
 
Amateur Radio Newsline Report 1943 November 7 2014

 

 • China carried 4M ham radio Moon fly-by returns
 • The latest on sunspot activity and links to videos
 • Australian hams to keep access to the 3.5 Gigahertz band
 • Modernized Loran returns to United Kingdom shipping ports
 • ARISS now accepting proposals for school contacts in 2015
 • BBC announces the Genome Project for cataloging its own past
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio

 

Amateur Radio Newsline Report 1942 October 31 2014
 • Ham radio payloads lost in a Orbital Sciences Antares launch mishap 
 • Indonesia hams may play a part in that nations Ebola prevention plan 
 • Islands on the Air program to freeze all actions involving the Crimea 
 • Flea power pico balloon launched down-under is heard in the USA
 • Sunspot AR2192 says goodbye by sending two X-class flares our way
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio
 

 

 

 

 • No labels