Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                           

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra!                

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Sjá nánari upplýsingar með að smella hér: Hvað er amatörradíó? 

TF6TFY klukkan 11

60 metrarnir - 5 MHz

Hér á Íslandi geta radíóamatörar fengið sérleyfi til að nota 60 metra bandið sem hefur reynst vel til fjarskipta innan lands. Leyfilegt tíðnisvið nær frá 5260 kHz að 5410 kHz. Ekki er einhlítt hvernig leyfi hafa verið veitt í öðrum löndum á þessu bandi. Sagt er frá því í frétt á hlaðvarpi sem nefnist Amateur Radio Newsline, vísun á þetta óháða hlaðvarp hefur um nokkurn tíma verið hér neðarlega til hægri á síðunni, að Spánverjar hafi fengið framlengingu á tilraunanotkun tíðna á bandinu. Spánverjar hafa leyfi til að nota tíðnirnar 5268, 5295, 5313, 5382, 5430 and 5439 kHz á 100 wöttum PEP. Þessar tíðnir falla ekki alveg saman við íslenska leyfið og Spánverjarnir sjá ástæðu til að vara amatöra við því að halda sig innan leyfðs tíðnisviðs í hverju landi. Rétt er að minna á að leyft hámarksafl er 100W og að heimildin er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi, verður að hætta sendingum strax. Hver og einn radíóamatör sækir sérstaklega um leyfi fyrir 60 metrunum. Upplýsingar um íslenska sérleyfið eru á: Tíðnisvið radíóamatöra.

Andorra C3

Tilkynning hefur borist frá andorranska félaginu um að þeir hafi fengið víkjandi aðgang að tíðnisviðinu 5275 til 5450 KHz ( 60 m ) á CW og SSB. Leyft hámarksafl er 100 w PEP og hámarksbandbreidd 3 KHz. Leyfið gildir fram að WRC-15 ráðstefnunni, sem haldin verður 2. til 27. nóvember 2015.

TF3GB

...verður virkjuð eftir nokkra daga

Kallmerkið er skráð á QRZ og aðstoð óskast við að safna sem bestum upplýsingum þar inn.

Tækniminjasafn Austurlands

Upphaf radíótækninnar

    Á aðalfundi félagsins, 17. maí síðastliðinn, var lögð fram tillaga að ályktun um tvö meginefni, svokallað fjaraðgangsmál og svokallað lærlingsmál, sem þá voru í gangi. Í ályktuninni var gefið í skyn að félagið gætti ekki hagsmuna félaganna og að stjórn félagsins hefði haft óeðlileg afskipti af afgreiðslu þessara mála hjá PoF. Ýmis köpuryrði flugu í umræðunni, sem óþarft er að hafa eftir. Forsvarsmaður ályktunarinnar, TF3GL, var ekki á aðalfundinum og ekki þeir sem málin spruttu  útaf heldur.  Með atkvæðagreiðslu var ályktuninni vísað frá. Núverandi stjórn félagsins getur lítið talað fyrir fyrri stjórn, en gengur út frá því sem vísu, að hún hafi gætt hagsmuna félaganna eftir bestu getu. Núverandi  stjórn ákvað hins vegar að rannsaka málið, vegna hins slæma andrúmslofts, sem hafði skapast. Eftir miklar bréfaskriftir, tvo stjórnarfundi, annar með TF3GL,  og fund með fulltrúa PoF, varð niðurstaðan þessi:

Fjaraðgangsmálið er óafgreitt að hluta, þar sem sá hluti fer fyrir ráðstefnu IARU í Varna í Búlgaríu. Í lærlingsmálinu kom í ljós að ÍRA hafði engin afskipti af því máli áður en til afgreiðslu PoF kom. Niðurstaðan var kynnt TF3GL um leið og hún varð ljós. Stjórn ÍRA lýkur með þessu málarekstri vegna ofangreindrar ályktunar og vonar að framvegis ríki sátt í félaginu.

73 Bjarni Sverrisson, TF3GB, ritari ÍRA.

Nú eru 36. TF-útileikarnir framundan og vonast er eftir góðri þátttöku.

Leikarnir fara fram 2. til 4. ágúst.

Aðalþátttökutímabilin eru :
1700 til 1900 á laugardag
0900 til 1200 á sunnudag
2100 til 2400 á sunnudag

0800 til 1000 á mánudag

Heildarþátttökutími má mestur verða 9 klukkust. samtals. Reglur útileikanna eru hér undir þessum tengli: Útileikarnir Þar eru einnig stöðluð dagbókarblöð, kallsvæðaskipting o. fl. Á dagbókarblöðunum koma fram þær upplýsingar sem þarf til að fá sem flesta punkta út úr hverju sambandi. Radíódagbækur sendist til TF3GB.

Heyrumst !

Aðalfundur ÍRA 2014

Aðalfundur ÍRA var haldinn laugardaginn 17. maí 2014. Ný stjórn er þannig skipuð:

formaður TF3HP, Haraldur Þórðarson.

Aðrir í stjórn eru: TF3GW, Þór Þórisson varaformaður; TF3GB, Bjarni Sverrisson ritari; TF3DC, Óskar Sverrisson gjaldkeri;  TF3KX, Kristinn Andersen meðstjórnandi; TF3TNT, Benedikt Guðnason varamaður

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

_

Meira á Skilyrðasíðunni

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 1928 July 25 2014
 • FEMA and the ARRL announce a new Memorandum of Agreement 
 • IARU Region 2 Executive Committee meets in Connecticut
 • 2 meter channels in the UK being used for the Commonwealth Games
 • Australian launched ham radio balloon reaches South America 
 • WA1ZMS named to receive the first Triennial Brendan Medal
 • Last big Collins shortwave transmitter saved from the scrap heap
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio
Amateur Radio Newsline Report 1927 July 18 2014
 • Ham radio responders activate as a typhoon  hits the Philippines
 • The United States takes home the gold at WRTC2014
 • German hams get limited time access to the 4 meter band
 • Spain gives more time to its 60 meter ham band evaluation
 • The government of Brazil chases paraglider pilots off 2 meters 
 • A cubesat with a solar sail to launch before years end
 • A very happy 100th birthday convention to the ARRL
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio
Amateur Radio Newsline Report 1926 July 11 2014
 • Hawaii to mainland US opens on VHF just after July 4th weekend 
 • UKube-1 ham radio satellite successfully launched 
 • New amateur radio regulations to be introduced in Thailand
 • Hurricane Watch nets activate for Hurricane Arthur
 • United States lightship is the 300th registrant for ILLW
 • A look at the recent HAM RADIO convention in Germany
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio 
Amateur Radio Newsline Report 1925 July 4 2014
 • ARRL gets Amateur Radio Parity Act introduced in House of Representatives
 • Hams in Italy get another chance to use the 4 meter band
 • WRTC 2014 competition takes place on July 12th and 13th
 • Coconino County AZ revises its distracted driving law to exempt hams
 • Congress weighs in on Net Neutrality and 
 • After 70 years Morse code returns to a secret World War 2 Australian base
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio 

 

 

 • No labels