Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                         

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra, ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi er opin á fimmtudagskvöldum 20:00-22:00. Strætisvagn, leið 12, stansar við húsið.

 ljósmynd: Hekla, Helgi Bjarnason.

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Hvað er amatörradíó ?

K-stuðull, uppfærður.

Norðurljósa- og skilyrðaspá.

AZ-réttstefnukort.

2016 er 70 ára afmælisár ÍRA.

Öllum íslenskum radíóamatörum er heimilt að nota svæðistöluna 70 í sínu kallmerki á afmælisári félagsins í stað hefðbundinnar svæðistölu. 

Afmælið er 14. ágúst á sunnudegi, félagsheimilið verður opið og stöð félagsins í loftinu alla þá helgi.

 

             

             ljósmynd: stór Reykjavík af Google Earth

Úrslit Útileika 2015. Þar sem innan við helmingur þeirra sem  þátt tóku skiluðu loggum á tilsettum tíma, og samanburður á þeim loggum sem skilað var, benti til að lítið væri um villur, þá var valdið að byggja á loggum sem skilað var, óbreyttum.

 Útileikar ÍRA 2015, niðurstöður.   
 QSOQTCM1SvæðiM2M3Stig 
TF3DB3 2190382880 
TF1EIN/M5 512384816000 
TF2AO7 412804817920 
TF3GB12 8123905876800 
TF3DX/M34,5 10123589078386400tékk logg
TF3EK4261112389068506880 
TF2LL3761112389069.1628520080 
Önnur kallmerki í leikunum:  TF3BM, TF3HP, TF1JI, TF8KY, TF1JA, TF5BY 

73 de TF3EK staddur á Hveravöllum, sjá mynd.

 

IOTA keppnin 2016 - Ísland er skilgreint sem þrjú mismunandi IOTA númer og keppnin stendur yfir í sólarhring.

RSGB Islands On The Air eða "IOTA keppnin 2016" verður haldin um næstu helgi, 30.-31. júlí n.k. 

Þetta er 24 klst. CW, SSB eða CW/SSB keppni sem hefst kl. 12 á hádegi á laugardeginum. Markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn eins og frekast er unnt. Sambönd við leyfishafa á eyjum sem hafa IOTA-númer gefa margfaldara. 

TF-stöðvar gefa upp: RS(T) - QSO raðnúmer og IOTA númer. Stöð í Reykjavík gefur þannig upp: 59(9) - 001 - EU-021. 
IOTA-númerið fyrir Vestmannaeyjar er EU-071 og EU-168 fyrir aðrar eyjar við landið. 

Keppnisreglur: http://www.rsgbcc.org/hf/rules/2016/riota.shtml 

FAQ um IOTA keppnina: http://www.rsgbcc.org/hf/iotafaq.shtmlh

TIlvalið að flétta saman við þátttöku í TF-útileikunum frá Vestmannaeyjum, Flatey, Grímsey, Papey eða Viðey svo dæmi séu tekin.

Gangi ykkur vel.

Með kveðju og hvatningu frá stjórn ÍRA

TF3EK fór yfir reglur útileikanna í félagsheimilinu í kvöld. Þær verða hefðbundnar í ár en farið var yfir hugmyndir að breytingum sem fram hafa komið hjá nefndinni og félögunum. Einnig fór Einar yfir úrslit síðustu leika.

Mættir voru: TF3EK, TF3MH, TF3DT, TF1EIN, TF3-033, TF3DC og SA0SAN ásamt ferðafélaga.

Allar nauðsynlegar upplýsingar um útileikana má finna á heimasíðunni ira.is.

http://ira.is/pages/viewpage.action?pageId=14385789

Útileikar

Fimmtudagskvöldið 21 júlí, klukkan 20:00 verður fjallað um Útileikana í Skeljanesi. Meðal annars verður sagt frá niðurstöðum Útileikanna 2015 og ræddar hugsanlegar breytingar á reglum. Reglurnar sem farið er eftir núna hafa lítið breyst í næstum fjóra áratugi. Á þessum tíma hefur margt breyst í tækjabúnaði og umhverfi fjarskiptaáhugamanna.

Útileikarnir 2016

Nú styttist í næstu Útileika og hafa menn verið að kasta á milli sín hugmyndum um breytingar á reglum leikanna. Verða hugmyndir um breytingar kynntar á næstu dögum en Útileikarnir 2016 verða með óbreyttu sniði en þá ber niður á síðustu helgina í júlí að þessu sinni. ÍRA hvetur alla amatöra til þess að vera með og eiga saman skemmtilega keppnishelgi. Þar sem loggar bárust heldur seint eftir síðustu keppni hefur dregist að reikna út stigin frá því 2015. Útreikningarnir eru á lokametrunum og verða birtir á allra næstu dögum. Til þess að koma í veg fyrir að niðurstaða dragist á langin 2016 þá mun verða tekið strangar á loggskilum í þetta sinn og þeir þátttakendur sem ekki hafa skilað inn loggum fyrir 1. september verða felldir úr leik, þó geta þátttakendur sent ritara ÍRA póst á tf3eo@yahoo.com og óskað eftir lengri frest af gildri ástæðu. Hér er linkur á reglur leikanna: Reglur Útileikanna ÍRA óskar öllum amatörum gleðilegrar keppni og vonast til að heyra í sem flestum í loftinu. Ritari óskar einnig eftir ljósmyndum af amatörum í keppninni og má senda þær á netfangið tf3eo@yahoo.com mektar Útileikar 2016 ásamt kallmerki. Verða þær svo birtar hér á síðunni til gamans eftir keppnina.

SOTA fréttir

TF3EK hefur unnið hörðum höndum undanfarið við að skrásetja þá TF tinda sem ná P150 reglu SOTA. TF3EO og TF3EK funduðu í kvöld og á næstu dögum verður SOTA sendur listinn sem við leggjum til að notaður verði. Málið verður þá í höndum SOTA þar til þeir verða búnir að fara yfir og samþykkja listan. Í ágúst stendur til að hittast aftur og fara yfir örnefni og leggja fyrstu drög að ARM fyrir TF. Ef einhverjir áhugasamir félagar vilja vera með í þeirri vinnu að þá væri gott að fá póst frá þeim á tf3eo@yahoo.com fyrir 1. ágúst.

Gamli 6 metra radíóvitinn TF1SIX er kominn í loftið í Reykjavík á kallmerkinu TF3SIX og beiðni um leyfi til breytingar á kallmerki og staðsetningu er farin af stað til PFS. Aflið út í loftnet er um 3 wött og verður það látið duga í bili. Vitinn verður fljótlega settur upp í Skeljanesi. Við þökkum TF3ARI fyrir viðgerð og bráðabirgða hýsingu.

Radíóvitar á 6 metrum.

TF3RPA, Skálafell 1, 145.600 rx-600 kHz, enginn tónn. Loftnet laskað en næst samt víða.

TF3RPK, Skálafell 2, 145.575 rx-600 kHz; tónstýring 88,5 Hz.

TF3RPB í Bláfjöllum 145.650  rx-600 kHz  tónstýring DCS 023. Vel nothæfur báðum megin Hellisheiðar og austur að Mýrdalsjökli.

TF3RPI í Bláfjöllum  439,950  rx-5 Mhz stafræn DSTAR mótun, er með gátt "GATEWAY" út í heim.

TF2RPJ á Mýrum í Borgarfirði 145.750 rx-600 kHz tónstýring 88,5 Hz. Heyrist vel í Borgafirði og suður til Reykjavikur.

TF1RPE á Búrfelli 145.700 rx-600 kHz næst um allt Suðurland og Suðvesturhornið meðal annars Reykjavik. 

TF5RPD á Vaðlaheiði við Eyjafjörð 146.625 rx-600 kHz enginn tónn, heyrist vel á Akureyri og nágrenni.

IARU HF World Championship keppnin 2016 fer fram um næstu helgi, 9.-10. júlí n.k.

Þetta er sólarhringskeppni sem hefst á hádegi á laugardag, kl. 12:00 og lýkur á sunnudag kl. 12:00. Notast er við RS(T) og ITU svæði (e. zone). TF er í ITU svæði 17.

Menn eru hér með hvattir til þátttöku í keppninni en ÍRA er eitt af aðildarfélögum IARU.

Sjá nánari upplýsingar um keppnisreglur í viðhengi.

http://www.arrl.org/iaru-hf-championship

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt frá félagstöð ÍRA (TF3HQ í þessari keppni) hafi samband við einhvern í stjórninni.

 

 

Gaman að segja frá því að tvö sambönd við TF eru komin í logginn. Bæði við TF2CT með PSK63 á 20 og 30 metrum.

S79V á fésbók.

Í dag er Alexanderson dagurinn og Grimeton stöðin opin og í gangi, QRV, á kallmerkinu SK6SAQ:

– 7.035 kHz CW eða
– 14.035 kHz CW eða
– 21.035 kHz CW eða
– 3.755 kHz SSB

sjá nánar á krækjunni: Grimeton

 

S79V

Íslenskur radíóamatör TF3KY er í hópnum S79V, sem verður í loftinu á öllum mótunarháttum og öllum amatörböndum frá Seychelles-eyjum 1. - 10. júlí

"Stóra stundin að renna upp. Eins og TF2MSN, Óðinn Þór Hallgrímsson bendir réttilega á. Ég legg af stað í fyrramálið í minn fyrsta DX leiðangur. Búið að pakka 230kg. af græjum. Ekkert rými fyrir persónulegan farangur, nema handfarangur. Vonast eftir sem flestum TF stöðvum í logginn. Ég varð að stökkva á þetta tækifæri þegar boðið kom. Þeir voru búinir að vera að vinna í undirbúningi í u.þ.b. ár. Svo fær maður bara að hoppa með."

segir TF3KY í frétt á fésbókarhópnum Amatörar á Íslandi rétt í þessu...

 

A-sixpeditions, A6DX verður starfrækt af einum eða fleirum úr hópnum:

 Paul Hardcastle A65DR, G7SLP, KW4CM

 Joel Shelton A65BX, N8XJ, JG1MBQ

 Martin Wennergren A65DC, SA6MIW

 Gerald Caparas A65CB, DU1AZ

 Hrafnkell (Keli) Sigurdsson TF8KY

 Obaid Alshamsi A61DJ

 

"Seychelles-eyjar (eða Seychelleyjar) eru eyríki í Indlandshafi um 1600 km austan við meginland Afríku og norðaustan við Madagaskar. Önnur eyríki sem liggja nærri Seychelles-eyjum eru Máritíusog Réunioneyja í suðri og Kómoreyjar í norðaustri. Eyjarnar eru um 115 talsins, þar af 33 byggðar." .. segir Wikipedia.

Fjarlægðin frá Íslandi er tæplega 10 þúsund kílómetrar og stefnan liðlega 100 gráður eða rétt sunnan við austur, ASA.


Fáni eyjanna og skjaldarmerki.


Ný Icom IC-7300

Ritara ÍRA barst fyrir skemmstu skemmtilegur pakki. Hann innihélt hina nýju og byltingarkenndu IC-7300 stöð frá Icom. Tækinu var haganlega fyrir komið í kassanum sem hefði getað verið töluvert minni þar sem tækið er afar nett.

Á myndunum má sjá hina 40 ára gömlu Yaesu FT-767GX við hlið nýja tækisins. Nokkur stærðar og þyngdarmunur er á þeim en gamla viðtækið er með innbyggðum orkugjafa. Borðplássið er því ekkert minna vegna PSU tækisins fyrir IC-7300 tækið. Gamla tækið er komið vel til ára sinna og bíður þess að verða hreinsað og skipt um innri rafhlöðu. Eflaust vinnur það sinn fyrri sess í sjakknum við hlið nýja tæksins áður en langt um líður.

Mjög flótlegt var að tengja tækið og fer það vel við Scheunemann lykilinn.

Eftir að hafa potað í nokkra takka þá var ég kominn með flottan Panadapterinn í gang og fyrsta merkið sem barst var TF3JB á CW og skaut ég á hann kveðju þrátt fyrir að hafa ekki still Keyerinn og fékk hann svolítið bjagaða lyklun frá mér en fyrsta QSOið á nýja tækið var komið í logginn u.þ.b. 10 mín eftir að það kom upp úr kassanum. Vegna anna hef ég ekki getað kynnt mér tækið í hörgul ennþá og nokkrar blaðsíður af handbókinni eru ólesnar. Mun ég verja sumrinu í að kynnast þessu tæki og stefni á að taka þátt í Scandinavian Activity Contest í haust með hinni nýju IC-7300.

Útileikar 2016

 

Á síðasta stjórnarfundi ÍRA var rætt um Útileikana 2016. Þar kom fram að breyta mætti reglum varðandi leikanna. TF3EK og TF3EO voru settir í það að koma upp hópi sem kæmi að þeirri vinnu. TF3EK mun leiða hópinn og auglýsir félagið hér með eftir áhugasömum félögum til þess að taka þátt í verkefninu. Áhugasamir geta sent póst á TF3EO (tf3eo@yahoo.com) og mun þeim verða bætt á póstlista. Einnig geta félagar sent póst með tillögum til breytinga á sama netfang þó þeir vilji ekki taka þátt í hópavinnuni sjálfri.

Neyðarfjarskiptastjóri IARU svæðis 1, G0DUB, kallar eftir tillögum að samræmdum viðbrögðum við truflunum frá stöðvum á VHF neyðartíðnum sem við venjuleg skilyrði heyrast ekki yfir sjóndeildarhringinn. Þann 5. júní voru óvenjulega góð skilyrði fyrir VHF útbreiðslu yfir langar vegalengdir sem leiddu til truflana á neyðartíðnum í Skotlandi eins og lesa má í póstinum sem er hér neðar. Þegar reynt var að kalla á stöðvar sem trufluðu eða heyrðist í bárust engin svör sem gæti verðið vegna þess að málið, enskan, sem notað var skildist ekki. G0DUB minnir á að nota mætti Q-skammstafanir sem allir amatörar skilja í meira mæli til samskipta og einnig að taka skýrt fram að neyðarfjarskipti eða neyðarfjarskiptaæfing sé í gangi

Hafa einhverjir íslenskir radíóamatörar orðið varir við samskonar truflanir eða sendingar erlendis frá og hafa íslenskir radíóamatörar tillögu um hvernig best væri að haga samskiptum við "truflandi" stöðvar? Vinsamlega sendið tillögur og upplýsingar á ira@ira.is.


 

Hi, on 5th June there was good propagation on 2m and a RAYNET group in Aberdeen, Scotland suffered QRM on a number of frequencies they were trying to use because of the good conditions. They didn't use the word 'Emergency' to ask the other stations, they identified themselves as;

“This is GM6MUZ, RAYNET Control for the Aberdeen Kiltwalk.  This frequency is in use for event and public safety, and for the use of the Red Cross.  Stations on this frequency please identify yourself or move to another frequency please.”

They didn't get any answers from the other stations in Europe who probably did not speak English. I have already said that they should have used the word 'Emergency' because this is more recognised in our procedures but do you think this would work? We have 'Q' codes to use when there are language difficulties but would QSY have been understood better than 'move to another frequency please' by VHF operators? RAYNET attends more than 200 public events a year with many more practice exercises. Many of these events operate on temporary in-band and cross-band repeaters from high locations so changing frequency quickly may not be an option. I know many of you also have large numbers of events each year, how do you deal with international QRM on VHF/UHF where language is also a problem? I would like to have common guidance we can all work to and train our operators for.

73, Greg, G0DUB IARU Region 1 Emergency Communications Co-Ordinator


 

English

 

Stjórn ÍRA er þannig skipuð:

TF3JA, Jón Þ. Jónsson formaður

TF3DC, Óskar Sverrisson varaformaður

TF3EO, Egill Ibsen Óskarsson ritari

TF3EK, Einar Kjartansson gjaldkeri

TF3WZN, Ölvir Styrr Sveinsson meðstj.

TF8KY, S. Hrafnkell Sigurðsson varam.

TF3XX, Jóhannes Hermannsson varam.

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 2021 July 21, 2016
 • BREAKING NEWS: CONCERN FOR TURKISH AMATEURS
 • BREAKING NEWS: COLORADO WILDFIRES REPORT
 • LIGHTHOUSE EVENT'S POPULARITY SHINES
 • DXCOFFEE EDITOR HOSPITALIZED AFTER ACCIDENT
 • GERMAN LICENSES CONTINUE A DECLINE
 • LESSONS FROM AN UNLICENSED OPERATOR IN AUSTRALIA
 • INDIA CULTIVATES A CROP OF FUTURE YLs
 • SCOUTS' MICHIGAN CAMPOREE GETS ON THE AIR
 • THE WORLD OF DX
 • EVERYTHING'S PEACHY FOR SOUTH CAROLINA HAMS

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 2020 July 15, 2016
 • BREAKING NEWS: HRO BUYS AMATEUR ELECTRONIC SUPPLY'S MILWAUKEE STORE
 • EARTHQUAKE EXERCISE INVOLVES AMERICAN TRIBES
 • US ROUTE 52 TAKES ITS PARTY ON THE ROAD
 • LESSONS FROM HURRICANE SEASON
 • IN PORTUGAL, REPEATER REACHES NEW HEIGHTS
 • REMEMBERING NIKOLA TESLA
 • IN THE UK, ONE RADIO ENTHUSIAST'S LASTING LEGACY
 • SOUTH AFRICAN HAMS ROAD TEST NEW WEBSITE
 • THE WORLD OF DX
 • MORSE, A CODE FOR THE COSMOS

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 2019 July 8, 2016
 • A TRIBUTE TO DAVE BOOTH, KC6WFS, SK
 • BREAKING NEWS: AES TO CLOSE
 • REMEMBERING THE GRANITE MOUNTAIN HOTSHOTS
 • A VERY PRESIDENTIAL NPOTA
 • IN CANADA, A FAKE QUAKE BUT REAL RESPONSE
 • UPGRADES FOR K2BSA
 • WORLD OF DX
 • HERE COMES THE SUN
 • IT'S GREEN FOR "GO"

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 2018 July 1, 2016
 • DEADLY WILDFIRES CHALLENGE FIELD DAY EXERCISES
 • HAMS ON STANDBY IN WEST VIRGINIA FLOODS
 • CYPRUS HAMS RESPOND TO ALL-CONSUMING FIRES
 • POPE IN POLAND
 • THOUSANDS GATHER AT FRIEDRICHSHAFEN EXPO
 • IN OHIO, NO TRIAL BALLOON
 • THREE YOUNG HAMS HAVE CARIBBEAN DREAMS
 • FROM AUSTRALIA TO ST. VINCENT, WITH CARE
 • OFFSHORE RADIO FLOATS SOME MEMORIES IN THE UK
 • SK: MARGIE RAPP, WD9HEE, OF VINCENNES INDIANA

SCRIPT

AUDIO

 

 

 • No labels