Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                         

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra, ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi er opin á fimmtudagskvöldum 20:00-22:00. Strætisvagn, leið 12, stansar við húsið.

 ljósmynd: Hekla, Helgi Bjarnason.

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Hvað er amatörradíó ?

K-stuðull, uppfærður.

Norðurljósa- og skilyrðaspá.

AZ-réttstefnukort.

Öllum íslenskum radíóamatörum er heimilt að nota svæðistöluna 70 í sínu kallmerki á afmælisári félagsins í stað hefðbundinnar svæðistölu.

ÍRA verður 70 ára á þessu ári.

Ágætu félagar, nýja árið, sjötugasta afmælisár ÍRA hefur hafið sína göngu og allt byrjað að vakna til lífsins eftir frekar rysjóttan fyrri hluta vetrar, jafnvel örlar á vori í lofti en við ofmetnumst ekki og hefjum starfið að nýju að loknum jólum. Lagabreytingarnefnd hefur sent okkur eftirfarandi skilaboð og við í stjórn ÍRA hvetjum sem flesta til að taka þátt og senda inn tillögur og hugmyndir að nýjum og nútímalegri lögum.

             

             ljósmynd: stór Reykjavík af Google Earth

Ný Icom IC-7300

Ritara ÍRA barst fyrir skemmstu skemmtilegur pakki. Hann innihélt hina nýju og byltingarkenndu IC-7300 stöð frá Icom. Tækinu var haganlega fyrir komið í kassanum sem hefði getað verið töluvert minni þar sem tækið er afar nett.

Á myndunum má sjá hina 40 ára gömlu Yaesu FT-767GX við hlið nýja tækisins. Nokkur stærðar og þyngdarmunur er á þeim en gamla viðtækið er með innbyggðum orkugjafa. Borðplássið er því ekkert minna vegna PSU tækisins fyrir IC-7300 tækið. Gamla tækið er komið vel til ára sinna og bíður þess að verða hreinsað og skipt um innri rafhlöðu. Eflaust vinnur það sinn fyrri sess í sjakknum við hlið nýja tæksins áður en langt um líður.

Mjög flótlegt var að tengja tækið og fer það vel við Scheunemann lykilinn.

Eftir að hafa potað í nokkra takka þá var ég kominn með flottan Panadapterinn í gang og fyrsta merkið sem barst var TF3JB á CW og skaut ég á hann kveðju þrátt fyrir að hafa ekki still Keyerinn og fékk hann svolítið bjagaða lyklun frá mér en fyrsta QSOið á nýja tækið var komið í logginn u.þ.b. 10 mín eftir að það kom upp úr kassanum. Vegna anna hef ég ekki getað kynnt mér tækið í hörgul ennþá og nokkrar blaðsíður af handbókinni eru ólesnar. Mun ég verja sumrinu í að kynnast þessu tæki og stefni á að taka þátt í Scandinavian Activity Contest í haust með hinni nýju IC-7300.

Útileikar 2016

 

Á síðasta stjórnarfundi ÍRA var rætt um Útileikana 2016. Þar kom fram að breyta mætti reglum varðandi leikanna. TF3EK og TF3EO voru settir í það að koma upp hópi sem kæmi að þeirri vinnu. TF3EK mun leiða hópinn og auglýsir félagið hér með eftir áhugasömum félögum til þess að taka þátt í verkefninu. Áhugasamir geta sent póst á TF3EO (tf3eo@yahoo.com) og mun þeim verða bætt á póstlista. Einnig geta félagar sent póst með tillögum til breytinga á sama netfang þó þeir vilji ekki taka þátt í hópavinnuni sjálfri.

Neyðarfjarskiptastjóri IARU svæðis 1, G0DUB, kallar eftir tillögum að samræmdum viðbrögðum við truflunum frá stöðvum á VHF neyðartíðnum sem við venjuleg skilyrði heyrast ekki yfir sjóndeildarhringinn. Þann 5. júní voru óvenjulega góð skilyrði fyrir VHF útbreiðslu yfir langar vegalengdir sem leiddu til truflana á neyðartíðnum í Skotlandi eins og lesa má í póstinum sem er hér neðar. Þegar reynt var að kalla á stöðvar sem trufluðu eða heyrðist í bárust engin svör sem gæti verðið vegna þess að málið, enskan, sem notað var skildist ekki. G0DUB minnir á að nota mætti Q-skammstafanir sem allir amatörar skilja í meira mæli til samskipta og einnig að taka skýrt fram að neyðarfjarskipti eða neyðarfjarskiptaæfing sé í gangi

Hafa einhverjir íslenskir radíóamatörar orðið varir við samskonar truflanir eða sendingar erlendis frá og hafa íslenskir radíóamatörar tillögu um hvernig best væri að haga samskiptum við "truflandi" stöðvar? Vinsamlega sendið tillögur og upplýsingar á ira@ira.is.


 

Hi, on 5th June there was good propagation on 2m and a RAYNET group in Aberdeen, Scotland suffered QRM on a number of frequencies they were trying to use because of the good conditions. They didn't use the word 'Emergency' to ask the other stations, they identified themselves as;

“This is GM6MUZ, RAYNET Control for the Aberdeen Kiltwalk.  This frequency is in use for event and public safety, and for the use of the Red Cross.  Stations on this frequency please identify yourself or move to another frequency please.”

They didn't get any answers from the other stations in Europe who probably did not speak English. I have already said that they should have used the word 'Emergency' because this is more recognised in our procedures but do you think this would work? We have 'Q' codes to use when there are language difficulties but would QSY have been understood better than 'move to another frequency please' by VHF operators? RAYNET attends more than 200 public events a year with many more practice exercises. Many of these events operate on temporary in-band and cross-band repeaters from high locations so changing frequency quickly may not be an option. I know many of you also have large numbers of events each year, how do you deal with international QRM on VHF/UHF where language is also a problem? I would like to have common guidance we can all work to and train our operators for.

73, Greg, G0DUB IARU Region 1 Emergency Communications Co-Ordinator


 

Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar

segir m.a. í inngangi skýrslunnar:

"Nú stendur yfir viðamikil endurskoðun fjarskiptaregluverksins á vegum framkvæmdastjórnar ESB. Megintilgangur endurskoðunarinnar er að færa regluverkið til nútímahorfs í samræmi við þá þróun sem á sér stað með tilkomu Internetsins. Fjarskipti, upplýsingatækni, miðlun á hljóði og mynd og ýmis sérhæfð kerfi og þjónusta eru þar að renna saman og hefðbundin rásaskipt fjarskipti munu heyra sögunni til innan áratugar. Ný tækni er að ryðja sér til rúms með snjallvæðingu ýmissa daglegra athafna og TíT (tæki-í-tæki) þjónusta verður afar útbreidd. Einnig er horft til þeirrar viðskiptaþróunar sem átt hefur sér stað með tilkomu aðila eins og Facebook, Netflix og fleiri. Íslendingar þurfa að takast á við þessa umræðu eins og aðrar þjóðir því skipan mála hvað þetta varðar hefur í æ ríkari mæli áhrif á daglegt líf almennings hérlendis."

Ársskýrsla PFS 2015

Þau Dominique, F6AGN og Paul, F6AOM bjuggu stóran hluta af síni lífi í miðborg Parísar, hverfi 3 þar sem ekki mátti sjást eitt einasta loftnet á gömlu fallegu húsunum en Paul stalst til að stinga stöng út um glugga í næturmyrkrinu. Og eftir að fíberstangirnar komu til sögunnar, að rekja upp í loftið um miðjar nætur allt  að 13 metra stöng á ská út frá svölunum á íbúðinni sem var á 4. hæð í gömlu glæsilegu húsi frá 16. öld. Í dag búa þau í Normandee í strandbæ, Lesconil 100 metra frá sjó og eina sem hrjáir loftnetin er vindurinn af hafi. Vindurinn getur náð allt að 150 km hraða og brýtur meira og meira af ströndinni á hverju ári segja þau Dominque og Paul. Þau komu fyrst til Íslands fyrir þremur árum, heilluðust af landinu og ætla að koma eins oft og þau geta.

Dominige og Paul ætla til Vestmanaeyja um helgina og verða í loftinu á 14.250-300 SSB.

ásamt TF1JI.

QSL kort frönsku amatörhjónanna til ÍRA.

Lesconil

margt rætt í Skeljanesi í gærkvöldi, Icom 7300, lokun flugbrautar eða ekki, verð á bensíni, þögnin á 3637 kHz og loftnet félagsins, SteppIR prjónninn er virkur á öllum böndum frá 80 metrum og uppúr ...

 

Opið hús verður í Skeljanesi í kvöld og kaffi á könnunni. Ýmislegt er að gerast í kringum okkur og úti í himingeimnum sem eflaust á eftir að hafa töluverð áhrif á okkur radíóamatöra. Flugbrautinni verður lokað og á sú gerð eflaust eftir að hafa áhrif á aðstöðu félagsins í Skeljanesi. Fréttir hafa borist af fjölinnkaupum á IC 7300 til landsins og heldur dofnar yfir Sólinni. Umræðuefnin eru mörg og tilvalið að mæta í Skeljanesið í smáspjall.

stjórn ÍRA

 

CEPT ECC umfjöllun um radíóamatöra.

... kalla má fram stærri mynd með því að smella á myndina.

Langflestir eru amatörar í Rússlandi, Þýskalandi og Breska heimsveldinu.

Sólblettatalan er: 0  
Hvað er sólblettatala?
7. júní 2016

Fjöldi daga án sólbletta samtals á hverju ári frá síðasta lágmarki:

2016 4 dagar (1%) síðustu fjórir dagar
2015 0 dagar (0%) 

2014 1 dagur (<1%)
2013 0 dagar (0%)
2012 0 dagar (0%)
2011 2 dagar (<1%)
2010 51 dagar (14%)
2009 260 dagar (71%)

 En þrátt fyrir sólblettaleysi eru truflanir í segulsviði jarðar sbr.:

Þessar truflanir má rekja til kórónuútgeislunar frá sólinni:

Krækja á skýringuna

Næsta lágmarki er spáð nálægt árinu 2020.

TF3YL, kallmerki klúbbs kvenamatöra á Íslandi, fór í loftið í fyrsta skipti í kvöld!! Fyrsta samband okkar var við LZ425STA sem okkur telst til að sé í Búlgaríu. Síðan náðum við sambandi við USA (nokkur fylki), Holland, Þýskaland, Púerto Rico, Ítalíu, Bosníu, Belgíu og Tyrkland svo eitthvað sé nefnt. Alls tókum við 18 sambönd á 30 mínútum. Ég (TF3VD) og Elín (TF3EQ) sáum um samskiptin í þessu pile-up sem við fengum, þeir voru sko í röðum að reyna að ná í okkur! Vonbrigðin mikil þegar við þökkuðum fyrir okkur og kvöddum. Við vorum á 14 MHz þar sem loftnetið mitt vinnur best á því. Ég er með vertical upp á þaki og Yaesu FT-897 stöð. Vorum að fá 59 frá ótrúlega mörgum stöðum þannig að ég held að ég geti bara verið nokkuð sátt við búnaðinn. ... frétt frá Völu, TF3VD

mynd frá stofndegi TFYL í fyrra.

TF3KB kynnti og sagði frá nýju band plani frá IARU R1 á aðalfundi ÍRA þann 25. maí.

Eins og kynnt var á aðalfundi, 2 útgáfur, styttri og lengri, sjá krækjur hér neðar.
Bandplanið er samið af radíóamatörum fyrir radíóamatöra. Að fylgja bandplaninu stuðlar að bestu nýtingu amatörbandanna og lágmörkun gagnkvæmra truflana ólíkra útsendingartegunda.
Gott að prenta út og hafa tiltækt við stöðina!
73 de tf3kb
p.s.
ATH! t.d. ákvæði um ómannaðar stöðvar vegna hættunnar á að þær valdi truflunum og jafnvel eldhættu, fari þær að senda út óumbeðið og stjórnlaust, sbr. magnaða reynslusögu TF3UA þar um á aðalfundi.

IARU REGION 1 HF BAND PLAN 2016.pdf

Region 1 bandplan_2pages_color_english_01June2016.pdf

 

M0XPD, Paul Darlington og kona hans Deborah heimsóttu ÍRA á fimmtudagskvöld og Paul hélt fyrir okkur frábæran fyrirlestur um minimalisma í amatörradíói, fyrirlestur sem hann flutti fyrir nokkrum dögum á Hamvention í Dayton. Takk Paul.

Til að skoða fyrirlesturinn á fullum skjá er best að hægrismella á myndina hér fyrir ofan og afrita beinu slóðina.

TF3LH býr í Texas að sögn Dags Bragasonar.

Smellið á myndina til að kalla fram stærri mynd.

DD5DD - Harald

OK4MM - Jarda

Aðalfundur ÍRA var haldin í fyrradag eins og komið hefur fram hér á heimasíðunni. ÍRA er kannski ekki stórt félag með um 150 félaga en þeir eru virkir á hinum ýmsu sviðum áhugamálsins.

Á aðalfundinn mættu 26 félagar: TF3HP, TF3KB, TF3DX, TF3HK, TF3MH, TF3UA, TF1JI, TF3ML, TF3AO, TF1EIN, TF3GB, TF3CY, TF3VS, TF3GD, TF3PKN, TF3-033, TF3JON, TF3WZN, TF3VB, TF3ABN, TF1VG, TF3JA, TF3EK, TF8KY, TF3SG og TF3DC.

Fundurinn var ánægjulegur og fór vel fram, ekki síst vegna góðrar fundarstjórnar TF3HP. Fundarritari var kosinn TF3CY.

Ein helsta breytingin sem gerð var á lögum félagsins var að miða starfsárið við almanaksárið (eins og var hér áður fyrr) en ekki tímabilið 1.4. - 31.3 eins og verið hefur um nokkurt skeið.

Formaður, embættismenn og nefndir fluttu og lögðu fram skýrslur sem verða settar hér á heimsíðuna ásamt fundargerð aðalfundarins. Líflegar umræður svo fundurinn stóð í rúma þrjá tíma.

 

TF3JA með Önnu 

 

 

English

 

Stjórn ÍRA er þannig skipuð:

TF3JA, Jón Þ. Jónsson formaður.

TF3DC, Óskar Sverrisson varaformaður.

TF3EO, Egill Ibsen Óskarsson ritari.

TF3EK, Einar Kjartansson gjaldkeri.

TF3WZN, Ölvir Styrr Sveinsson meðstj.

TF8KY, S. Hrafnkell Sigurðsson varam.

TF3XX, Jóhannes Hermannsson varam.

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 2017 June 24 2016
 • HAMS FACE NEW MEXICO WILDFIRE CHALLENGES
 • HONORS AND UPHEAVAL IN THE NATIONAL TRAFFIC SYSTEM
 • FRIENDS GO THE DISTANCE IN SEYCHELLES
 • SCOUTS ARE OUT AND ABOUT
 • RACING FOR A BENEFIT NEAR BOSTON
 • THE MOST WANTED DX MOVES FORWARD
 • KOSOVO HAMS ARE UP TO THE CHALLENGE
 • THE WORLD OF DX
 • MEN'S SHEDS HAVE THEIR WATERSHED MOMENT

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 2016 June 17 2016
 • MILT JENSEN, N5IA: DEATH OF A DXer
 • UNLIKELY PARTNERS, LIKELY WEATHER-WATCHERS
 • HONORS FOR WEATHERING THE STORM
 • IN THE AIR AND ON THE AIR
 • AUSTRALIA HAM WITH NASA PROGRAM
 • LESSONS LEARNED FROM NEPAL
 • GRIEF FOR MOHD RIZAL MAHMUD, 9M2RDX, SILENT KEY
 • THE WORLD OF DX
 • ALL AT SEA

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 2015 June 10 2016
 • ARES ACTIVATIONS NEEDED IN TEXAS, KENTUCKY
 • TRANSMITTING AT THE SPEED OF LIGHTHOUSE
 • NOT JUST ALONG FOR THE RIDE
 • SCOUTS KEEP K2BSA ACTIVE
 • IN THE RUNNING TO VOLUNTEER
 • ONE HAM CLUB'S MOVING EXPERIENCE
 • IRISH AMATEURS TAKE ON THE WORLD
 • THE WORLD OF DX
 • THEY BELIEVE IN BELIZE

SCRIPT

AUDIO

 

Amateur Radio Newsline Report 2014 June 3 2016
 • PUTTING SUMMITS ON THE AIR FOR SAFETY
 • A MEMORIAL DAY WITH EXTRA MEANING
 • $29,000 GIFT GOES THE DISTANCE
 • YASME FOUNDATION ANNOUNCES GRANTS, EXCELLENCE AWARDS
 • NORFOLK ISLAND REPORT
 • O CANADA! 150 YEARS OF CANADA!
 • PROGRESS ON PARITY
 • THE WORLD OF DX
 • NORTHERN IRELAND'S NEWEST ACHIEVER ON THE AIR

SCRIPT

AUDIO

 

 

 • No labels