Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                           

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra, ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi er opin á fimmtudagskvöldum 20:00-22:00. Strætisvagn, leið 12, stansar við húsið.              

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Hvað er amatörradíó ?

K-stuðull, uppfærður.

.. hét fyrirlesturinn sem  Joel Shelton, A65BX hélt vestur í Skeljanesi í gærkvöldi. Joel er að rannsaka amatörismann, með það að markmiði að meta líkurnar á því að áhugamálið haldi velli í harðnandi samkeppni um áhuga mannanna.

  

Líflegar umræður urðu að loknum fyrirlestrinum um hvaða leiðir ætti að fara til að viðhalda áhugamálinu.

Fimmtudaginn 23. júlí kemur Joel Shelton, A65BX í heimsókn í félagsheimilið og ætlar að halda kynningu fyrir félagsmenn ÍRA.  Joel er háskólakennari í Dubai og er staddur á Íslandi í nokkra daga vegna alþjóðlegrar ráðstefnu „American Popular Culture Association“ þar sem hann fjallar um amatör radíó og þýðingu þess nú á tímum og framtíð á 21. öldinni.  Hann hefur gert könnun með þáttöku 700 radíó amatöra sem fengu leyfi eftir árið 2000 og kynnir niðurstöðurnar.  Hann ætlar að halda sömu kynningu fyrir okkur félagsmenn og opnar fyrir frjálsa umræðu í framhaldinu.

Við gerum ráð fyrir að kynningin hefjist fljótlega eftir opnun félagsheimilis fimmtudagskvöldið 23. júlí kl. 20:00.

IARU HF heimskeppnin er um helgina frá hádegi laugardags til hádegis sunnudags

Markmiðið  er að hafa samband við sem flesta amatöra um heiminn sérstaklega þó aðalstöðvar amatörfélaga í hverju landi á 160, 80, 40, 20, 15 og  10 metra böndunum.
Logga verður að póstleggja til IARU ekki seinna en 30 dögum eftir keppnina, eða senda í tölvupósti á IARUHF@iaru.org.
Um leið og þátttakandi sendir sinn logg inn til IARU samþykkir hann að logginn megi birta opinberlega.

Meiri upplýsingar eru áARRL IARU HF Championship .

Stöð félagsins í Skeljanesi er virk og ef einhver eða einhverjir félagsmenn hafa áhuga á að manna TF3HQ í keppninni hafið þá samband við einhvern í stjórn ÍRA.

Ýmislegt var rætt í Skeljanesi í gærkvöldi og meðal annars um mismun milli ýmissa landa á leyfðu hámarksafli. Eftirfarandi tafla er fengin af heimasíðu NRAU:

Leyfilegt hámarksafl á HF/6m/2m

  Afl út í wöttum
50 MHZFélagVHFHF SSB 6m6m CW
RSGB Bretland400400400400
EDR Danmörk1000100010001000
SRAL Finnland6001500200150
SRAL Finnland  1500*1500*
OEVSV Austurríki 1000100100
NRRL Noregur3001000100100
UBA Belgía  200200
ERAU Eistland1000100010001000
ARRL USA1500150015001500

*Sér 6m leyfi í Finnlandi.

JÆJA

sælir félagar, ný stjórn félagsins er smá saman að ná áttum og vinnur að skipulaggingu starfins. Já og ekki þarf að taka það fram að sitt sýnist hverjum sem er hið besta mál, við eigum að vera óhrædd við að koma með tillögur og láta okkar skoðun í ljósi hvað sem við höldum að einhverjum öðrum finnist. Við treystum því að þið hafið öll áhuga á að efla félagsstarfið og ekki síst félagsandann. En hvað sem okkur finnst um mikilvægi hvers verkefnis þá hlítur eitt fyrsta verkefnið núna vera að ljúka því verki sem í gangi er við loftnet félagsins og um það ætlum við að ræða í kvöld. Að öðrum ólöstuðum þá hefur TF3GB verið harðákveðinn í að koma loftnetunum í lag og lagt í það mikla vinnu undanfarna mánuði en þrátt fyrir áköll hefur ekki fengið mikla hjálp. En nú er komið að því að taka upp handskann að nýju og ljúka því verki. 88/73 de TF3JA

Um helgina er VHF keppni ÍRA og vill nýkjörin stjórn ÍRA hvetja félagana til að nota tækifærið og prófa sem flestar "ómögulegar" sambandsleiðir á háu böndunum. Guðmundur Loeve, TF3GL, upphafsmaður þessarar keppni getur lítið tekið þátt í þetta skiptið. En hann ætlar eins og áður að taka að sér að yfirfara innsenda logga og reikna stig. Lítið hefur frést af fyrirhugaðri þátttöku en helgin er ekki nema rétt að byrja og allir hálendisvegir að opnast.

En hvert er best að fara til að ná sem lengstu sambandi á örbylgjunum? Hvernig væri að reyna einhverjar af háfjallastöðvunum sem fyrir daga ljósþráðarins báru uppi flutning á tali, símarásum og sjónvarpi um landið?

Í USA eru nokkrar slíkar stöðvar í niðurníðslu eins og lesa má um í grein á vefnum WIRED.

Og hvernig ætli ástandið sé á Skálafelli, Bláfjöllum, Þrándarhlíðarfjalli eða Gagnheiði svo nefndar séu nokkrar af svipuðum stöðvum hér á landi? hvernig væri að skreppa upp, reyna sambönd á VHF, UHF og ofar í tíðni, taka nokkrar myndir í leiðinni og segja okkur hinum frá hvernig viðhaldinu er háttað á gömlu traustu fjallastöðvunum í dag. Útsýnið er í öllu falli vel ferðarinnar virði.

Með loftneti eins og þessum 8 stökkuðum yökum staðsettum á Skálafelli næðist samband alla leið í Eyjafjörð á tveimur metrum.

Útileikar

Úr því sumarið virðist komið, vill ritari minna á útileika sumarsins.

VHF/UHF leikana ber þetta árið uppá 4. og 5. júlí og HF leikana 

ber uppá 1. - 3. ágúst. Vinstra megin hér á síðunni er tengillinn

"Keppnir". Þar er val um innlendar eða erlendar keppnir. Þarna

er að finna reglur leiðbeiningar og gögn til notkunar á leikunum.

TF3GL tekur við loggum fyrir VHF/UHF leikana og TF3GB tekur

við loggum fyrir HF leikana.

TF3GB, ritari ÍRA.

Sælir félagar.

Aðalfundur 2015 er að baki. 28 manns mættu á fundinn, en hann var haldinn á óvanalegum tíma miðað við venju.

       

myndirnar tók TF3G.

       

myndirnar tók TF3GW.

Meira hér


Úrslitin í CQWW 2014 voru birt á heimasíðu CQ fyrir nokkru síðan. Georg/TF2LL er í fyrsta sæti hér heima í SSB hlutanum og einnig í svæði 40 (Zone 40), einmenningsflokki.  

CQWW 2014 SSB

OX3OA (op. OZ4O) er sigurvegarinn í svæði 40 í CW hlutanum. Þátttakan frá TF verður að teljast þokkaleg. Lesa má mismunandi áherslur stöðvanna úr töflunni. Ein leggur áherslu á fjölda sambanda. Önnur á fjölda margfaldara þ.e. svæði og lönd. Flestar þó á hvorutveggja, en skorið reiknast sem margfeldi QSO punkta og margfaldara eins og flestir þekkja. 

CQWW 2014 CW

Skrifari leggur til að við í TF stefnum að því að vinna jafnan fyrsta sætið í okkar svæði (Z40) í þessum keppnum í framtíðinni. Nánar á www.cqww.com.

frá TF3CE, Árna Ómari, barst rétt í þessi eftirfarandi tilkynning:

Vegna vinnu við nettengingu á vistunarstað heimasíðu félagsins, ira.is, verður síðan óvirk í fyrramálið frá klukkan átta til hádegis föstudaginn 5. júní.

Mynd frá stofnfundi TFYL þann 22. maí 2015.

Á myndinni eru standandi Nanna, TF3VB, TF3JK, Elín, TF3VD og sitjandi TF3GK, TF3FH, TF3GD.

Fyrsta verkefni TFYL verður umsjón og þáttaka í ráðstefnu SYLRA sem haldin verður hér á landi aðra helgina í júnímánuði.

 

Dagana 12. til 15. júní verður ráðstefna SYLRA samtakanna haldin hér á landi. SYLRA stendur fyrir "Scandinavian YL Radio Amateurs" en þau samtök verða 12 ára í ár. Að undirbúningi ráðstefnunnar standa þær stöllur Anna Henriksdóttir, TF3VB, og Vala Dröfn Hauksdóttir, TF3VD. Föstudaginn 12. júní verður haldinn stjórnarfundur samtakanna og á laugardagsmorgninum hittast síðan allir þátttakendur í Reykjavík á fundi. Fundurinn verður ekki bara umræður heldur einnig vinnustofur og samvera. Seinnipart dags verður haldið úr bænum upp í Borgarnes og gist þar. Daginn eftir er förinni heitið á Snæfellsnesið, gist í Stykkishólmi og farið í siglingu um Breiðafjörð á mánudeginum. Formlegri ráðstefnu lýkur síðdegis á mánudeginum og þá fer hluti hópsins aftur í bæinn. Aðrir dvelja áfram í sólarhring á Snæfellsnesi og kíkja á lóranmastrið á Gufuskálum, líta við í Vatnahellinn og fleira. Hópurinn gistir á Hellnum síðustu nóttina. Á ráðstefnuna koma 33 erlendir amatörar sem er svipaður fjöldi og kom á alþjóðlegu ráðstefnuna sem haldin var hér á landi í fyrra. Upplýsingar um SYLRA má finna á heimasíðu samtakanna: www.sylra.is.

Ágætu félagar.

 

Í ljósi ábendinga og vonar um góða fundarsókn hefur stjórn ÍRA fengið að láni sal

Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, til að halda aðalfund ÍRA 2015. Fundurinn

verður haldinn fimmtudaginn 11. júní, kl. 20.00, svo sem áður var auglýst.

Dagskrá verður samkvæmt 18. grein félagslaganna.

Fram komnar lagabreytingatillögur hafa þegar verið sendar út.

ATH. að þetta er ítrekun á fyrra fundarboði ásamt tilkynningu um breyttan fundarstað.

Stjórnin hvetur félagsmenn til að mæta á fundinn.

 

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

Breyttur fundarstaður.

Rætt var um allt milli himins og jarðar í Skeljanesi í gærkvöldi og létt yfir mönnum. Eins og oft áður áttu loftnetin stórt pláss í umræðunni enda af miklu að taka. Rætt var um 6 metra bandið og reynt að komast til botns í hverjir íslenskra amatöra hefðu gegnum tíðina mest reynt við 6 metrana og tilefnið var að í vikunni náði TF3ML sambandi við Japan á 6 metrunum og ekki vitað í þeim hópi sem í gær mætti í Skeljanesið hvort einhver eða einhverjir íslenskra radíóamatöra hefðu náð slíku sambandi áður.

Very nice super DX QSO on 50MHz today! First QSO of TF and JA on 6m band.  8.560 Km.

Thanks.

Tac JA7QVI
...
Einnig var rætt um hvernig best væri að fæða 13 metra lóðrétta stöng og spurningu varpað fram um hvort betra væri að byrja á að tengja við loftnetið 1:4 eða 1:9 sinnum spenni. Hér er vísun á ágæta umfjöllun um slíkt loftnet og þar kemur fram að venjulega er notaður 1:4 spennir til að ná alhliða aðlögun á efri HF böndunum en miklu meira efni er í greininni og ekki úr vegi þar sem nú er sumarið og tími loftnetanna að fara í hönd að prófa ýmsar aðferðir til að fæða þetta vinsæla loftnet 13 metra eða 43 feta lóðrétta stöng.

Aðlögun við 43 feta stöng.

Mánudagskvöldið 20. apríl 2015 hittust sjö konur í Garðabænum. Allar eiga þær það sammerkt að hafa áhuga á radíóamatör-málum á einn eða annan hátt. Tilefnið var áhugi á að stofna YL klúbb á Íslandi. Þessa hugmynd höfðu Anna, TF3VB, og Vala, TF3VD, gengið lengi með í maganum  og létu loks verða af því að senda bréf til allra kvenna sem vitað var um að hefðu komið á námskeið hjá ÍRA, tekið próf eða væru með kallmerki. 19 konur reyndust vera í þeim hópi en því miður voru ekki til staðar nægar upplýsingar um þær til að hægt væri að senda þeim öllum bréf. 15 bréf voru send og fimm konur komu á fundinn. Aldursbil þeirra sem þarna hittust var 44 ár en það var ekki hægt að heyra það á fjörugum samræðum sem sköpuðust, að kvenna sið, um allt mögulegt en þó mest tengt þessum sameiginlega áhuga okkar á fjarskiptum og ýmsu þeim tengdum segja Anna og Vala. Niðurstaðan var að koma á laggirnar YL klúbbi með hæfilega (ó)ljós markmið. Á fundinum voru:

Sitjandi frá vinstri: Guðrún Hannesdóttir - TF3GD, Soffía Ákadóttir - TF3GK., standandi frá vinstri: Vala Dröfn Hauksdóttir – TF3VD, Anna Henriksdóttir – TF3VB, Nanna Einarsdóttir – TF3?? , Elín Sigurðardóttir – TF3?? og Jóhanna M. Konráðsdóttir – TF3JK. Fremst er síðan hún Syrpa, sem er sérlegur áhugahundur um fjarskiptakonur.

TF3VD og TF3VB hafa síðan unnið að undirbúningi klúbbsins og boða nú til stofnfundar TFYL, félags kvenamatöra á Íslandi, föstudaginn 22. maí næstkomandi á fæðingardegi Sigrúnar Gísladóttur en hún var fyrst Íslenskra kvenna til að taka radíóamatörprófið og hefði orðið 85 ára þann dag. Fundurinn verður haldinn á Kaffi Meskí, Fákafeni 9 í Reykjavík kl. 17. Allir kven-radíóamatörar og aðrar áhugakonur um radíóamatörinn eru velkomnar.

 

 

 

English

 

Stjórn ÍRA er þannig skipuð:

TF3JA, Jón Þ. Jónsson formaður. 

TF3FIN, G. Svanur Hjálmarsson varaformaður.

TF8KY, S. Hrafnkell Sigurðsson ritari.

TF3DC, Óskar Sverrisson gjaldkeri. 

TF3EK, Einar Kjartansson, meðstjórnandi. 

TF3SG, Guðmundur Sveinsson, varamaður.

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 1969 July 24, 2015
 • ARRL DUES GOING UP
 • YOUNG HAM OF THE YEAR WINS AGAIN
 • BRITISH HAMS LEND A HAND
 • HITCHING A RIDE
 • A-HUNTING WE WILL GO
 • SOME MORE FOR MORSE
 • REPEATER NEWS WORTH REPEATING
 • WORLD OF DX
 • CQ, CQ AND I DO

CLICK THE LINKS BELOW FOR THIS WEEKS NEWSCAST

SCRIPT

AUDIO

 

Amateur Radio Newsline Report 1968 July 17, 2015
 • BREAKING: FCC Closures
 • Packed House at Hamvention
 • Yukon Station shows remote possibilities
 • An Alternate Satellite Frequency
 • Stalking the latest Cubesat
 • Report from Camp Courage
 • New Balloting for Kosovo
 • The World of DX
 • Young Ham of the Year

CLICK THE LINKS BELOW FOR THIS WEEK'S NEWSCAST

Script

Audio 

 

Amateur Radio Newsline Report 1967 July 9 2015

 

 • Amateur Radio Newsline returns; welcomes KD2GUT to the team.
 • Heightened recognition comes for radio amateurs in the days before Field Day.
 • Some new QSOs make their mark aboard the International Space Station.
 • Changes are coming on 160 meters.
 • In Europe, young hams are packing for a one-week radio camp in Italy for amateurs
 • And the FCC seeks additional comments for new usage on lower and medium frequency bands.

    CLICK THE LINKS BELOW FOR THIS WEEK'S NEWSCAST:

  Script

  Audio

William M. Pasternak WA6ITF (SK) 1942-2015

 

 

 

 

 

 • No labels