Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                            

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra, ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi er opin á fimmtudagskvöldum 20:00-22:00. Strætisvagn, leið 12, stansar við húsið.

 ljósmynd: Seyðisfjörður, Gísli Örn Arnarsson             

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Hvað er amatörradíó ?

K-stuðull, uppfærður.

Hér hef ég tekið saman eftirfarandi leiðbeiningar og upplýsingar um notkun viðskeyta við Íslensk kallmerki. Ég kýs að kalla þetta leiðandi leiðbeiningar og vona að sem flestir nýti sér þannig að hér á landi verði viðskeytin notuð með samræmdum hætti.

Leiðandi leiðbeiningar um notkun viðskeytis við Íslensk kallmerki.

P = Portable = Burðarstöð, handstöð.

M = Mobile = Farstöð á landi.

AM = Areonautical Mobile = Farstöð um borð í loftfari.

MM = Maritime Mobile = Farstöð um borð í skipi eða bát.

Svæðisnúmer. Svæðisnúmerin eru :  1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 0.

/P : Viðskeytið er  notað þegar viðkomandi ber með sér búnaðinn. T.d.  gönguferðir, fjallaferðir.  

/M : Viðskeytið ávallt notað úr bíl eða öðru fararæki á landi þar sem búnaðurinn er tengdur farartækinu. Mælt er með því að nota / svæðisnúmer ef loftnetið er ekki á farartækinu.

/AM :  Viðskeytið notað  þegar búnaðurinn er um borð í loftfari á flugi.

/MM : Viðskeytið notað þegar búnaðurinn er um borð í skipi eða bát. Huga þarf að heimildum í lögsögu annarra ríkja.

/ Svæðisnúmer :  Viðskeytið notað þegar Stöðin er sett upp tímabundið utan heimastöðvar og viðskeytin að ofan eiga ekki við.

Skýring :

Viðskeytið /P  er notað þegar viðkomandi er á ferðalagi og búnaðurinn flokkast til ferðabúnaðar, t.d. borinn með sér í bakpoka eða á annan hátt, svo sem handstöð, talstöð, aflgjafi, loftnet ofl. Loftnetið getur verið hvort heldur sem er stöng eða vír sem er strengdur út frá áningarstað viðkomandi, hvort heldur er t.d. tjald eða fjallaskáli. Maður á ferð með handstöð t.t. göngu, - eða á reiðhjóli, myndi nota viðskeytið /P.

Viðskeytið /M er notað úr bíl eða farartæki á landi . Æskilegt er að  nota / svæðisnúmer þegar búnaður í bíl er notaður og loftnetið sett upp úti fyrir bílnum.

Viðskeytið / svæðisnúmer á að nota þegar viðkomandi leyfishafi dvelur tímabundið á svæði fyrir utan sitt eigið QTH.  Setji leyfishafi upp stöð fyrir utan aðsetur / heimili en innan sama svæðis ætti hann því að nota t.d TF2LL/2.  Þarna kemur skýrt fram í kallmerkinu að viðkomandi sé að starfrækja stöð fyrir utan sitt aðsetur en á sínu svæði. Sumir, ekki síst í öðrum löndum hafa kosið að nota /P í svona tilfellum.

Í stuttu máli :

Nota viðskeytið /P þegar um er að ræða léttan ferðabúnað.

Nota viðskeytið /M þegar búnaðurinn er tengdur í farartæki á landi.

Nota viðskeytið /AM þegar búnaðurinn er í loftfari á flugi.

Nota viðskeytið /MM þegar búnaðurinn er í skipi eða bát.

Nota viðskeytið / Svæðisnúmer er þegar viðkomandi hefur tímabundna dvöl í sumarhúsi, hjólhýsi, bíl og hefur sett upp fast loftnet. ( á jörð, í tré og eða þak )

73 de TF2LL Georg Magnússon.

Tengill á skjalið: Viðskeyti

TF3CY spottaður í nótt: 

"Já, ég var með nokkur sambönd. Tunglið er nálægt jörðu núna og á hljóðu svæði, þannig það ætti að vera gott að hafa sambönd. En þessir sólstormar hafa töluverð áhrif. Var að veiða HV0A sem er í loftinu um helgina."

DD0NM:

EME búnaður, heimsmíðað loftnet 2 x 10 staka DK7ZB, IC735 , Kuhne TR 144 H +40 , 300 Wött út,

DD0NM, Fred segir á sinni heimasíðu:  53 DXCC Countries á tæpum tveimur árum á 2m EME og þar af  23 staðfest:

7Q, C6, DL, EA, G, HA, HB, I, JA, OE, OH, OJ0, OK, PA, R, S7, SM, SV, UR, VP8\F, W, ZL, ZS

Það er ýmislegt hægt að gera þó K-stuðullinn sé hár og engin HF skilyrði.

 

 

Að venju verður opið í Skeljanesi í kvöld. Eitthvað hefur safnast fyrir af dóti, tækjum sem menn hafa af sinni velvild gefið félaginu en nú er komið að því að hreinsa til og verður kerra á staðnum. Þeir sem vilja skoða þetta gamla dót geta valið úr því það sem þeir vilja en öðru verður hent á miðnætti.

Stjórnin

Við óskum nýjum leyfishöfum á árinu 2015 til hamingju 

og bjóðum þá velkomna.


 

TF3BRT

Björgvin Rúnar Þórhallsson

Hafnarfjörður

TF3OA

Óskar Aðalbjarnarson

Hafnarfjörður

TF8KY

Sigurður Hrafnkell Sigurðsson

Vogar

TF3DT

Þórður Adolfsson

Reykjavík

TF3NH

Njáll Hilmar Hilmarsson

Reykjavík

TF3CO

Stefán Haukur Hjörleifsson

Hafnarfjörður

TF3LM

Jón Guðmundur Guðmundsson

Reykjavík

TF1INN

Guðmundur Birgir Pálsson

Selfoss

TF3HB

Hörður Bragason

Reykjavík

TF8KP

Krzysztof Przybylski

Reykjanesbær

TF3FAN

Árni Páll Haraldsson

Garðabær

 


Í gær snemma morguns fóru þrír félagar í ÍRA, reyndar allir í stjórn félagsins af stað og settu upp tjald með leyfi Menningarnætur, loftnet og stöð á svæði syðst og vestast í Hljómskálagarðinum. Sótt var um leyfið með mjög skömmum fyrirvara þannig að nú reyndi á hvað hægt væri að gera án mikils undirbúnings.  Án þess að fara út í smáatriði þá tókst þessi tilraun mjög vel og allir sem samskipti voru höfð við hjá Reykjavíkurborg vildu allt fyrir ÍRA gera. Farið var í þessa tilraun á síðustu stundu í ljósi þess að í mörg ár hefur verið talað um innan ÍRA að taka þátt í Menningarnótt eða öðrum slíkum viðburðum til þess að kynna áhugamálið og til þess að hafa gaman af áhugamálinu en herslumuninn hefur vantað. Í lok dags var tjaldið tekið niður í ausandi rigningu en verður sett upp aftur í Skeljanesi til að þurrka tjalddúkinn klukkan 11 í dag á sunnudegi. Í ljós kom við lestur leiðbeininga að einn maður getur sett þetta frábæra tjald upp einn og einsamall ef rétt leið er farin. Þakkir til allra sem komu í heimsókn og sérstakar þakkir fá þeir sem komu um morgunin, lánuðu loftnet, settu upp og aðstoðu við uppsetningu tjaldsins.

Tilraunin tókst vel og er góður undirbúningur fyrir næsta ár, afmælisárið.

TF3EK og afadrengur, TF3CE, TF3KY og sonur.

TF3FIN, TF3DT, TF3EK, TF3LM

 

K7SP, Stephen G Protas, heimsótti Skeljanesið í gær. Stephen er í helgarferð á Íslandi með sambýliskonu sinni, þau búa í Arizona, USA.

K7SP við sína heimastöð...

...

K7SP, Stephen og TF3DC, Óskar

 

Að vera atvinnuflugmaður og radio amatör getur haft kosti og galla. Kostirnir eru þeir að hægt er að hlusta á flest HF böndin í vinnunni þegar rólegt er í fluginu, gallinn er sá að mikil fjarvera að heiman takmarkar mjög þann tíma sem hægt er að sinna áhugamálinu með alvöru loftneti og radíói (og taka þátt í félagsstörfum). Um borð í millilandavélum eru oftast tvö HF tæki sem nýtt eru utan drægni VHF og um leið utan radardrægni einnig.  HF tækin eru notuð til að gefa upp staðarákvörðun en einnig til þess að halda hlustvörð ef ske kynni að það þyrfti að koma áríðandi skilaboðum til vélarinnar. Það er gert með því að “hringja” í sérstakt númer vélarinnar og kallast það SELCAL (SELective CALling system). Ekki þarf að hlusta á skruðninganna á HF-inu eftir SELCAL allan daginn, heldur stilla menn tækið á fyrirfram ákveðna tíðni, tjúna það og fá staðfestingu á að SELCAL samband sé í lagi. Sérstakur tónn heyrist svo í hátalara vélarinnar þegar “hringt” er í hana og fara menn þá á HF-ið til þess að gá hver er að hringja. Bæði HF tækin eru laus á þeim leiðum þar sem ADS-B tæknin er að ryðja sér rúms en það er önnur saga.

Oftast eru 150W tæki í Boeing millilandavélum en einhverjar undantekningar eru þó á því. Einnig er frekar misjafnt eftir vélum hvernig HF tækið lítur út og hvernig velja skal tíðnir. En öll tækin eiga það sameiginlegt að vera hönnuð til þess að vera langtímum saman á einni tíðni t.d. 8891 sem er algeng tíðni fyrir fjarskipti við Gander og Iceland Radio. Ekki er hægt að fínstilla tækin og eingöngu er hægt að vera SSB á USB. Í hvert sinn sem tíðnivali er breytt þá fer kúplerinn úr tjúningu og tjúna þarf uppá nýtt. 1000hz tónn heyrist þá í allt að 15 sekúndur og þá ættu menn að átta sig á hversu erfitt það er að nota slík tæki til fjarskipta á Amatör böndunum. Ekki er hægt að vera “split” nema nota bæði tækin um borð í einu og að brjótast inn í “pile-upp” er afar erfitt þar sem ekki er hægt að fínstilla tækið og hlusta þarf á 1000hz tón í hvert sinn sem komið er við “selectorinn”.

Því er það þægilegast að ákveða fyrirfram þær tíðnir sem nota skal við /AM fjarskipti þannig að hægt sé að tjúna fyrirfram og bíða eftir QSOi. Þannig var það um síðustu Vitahelgi að ég auglýsti á Fésbókarvef ÍRA tíðnir og tíma til /AM fjarskipta. Á laugardeginum lá leiðin til London og lá ferill vélarinnar um 4 sjómílur suður af Knarrarósvita. Kallaði ég þá CQ í um 17.000 fetum þegar við flugum þar yfir. TF3SG svaraði strax með 59 og gaf ég honum 59 einnig. Var hann staddur heima hjá sér með 100W stöð og vertical. Ekki heyrðist í öðrum. Á bakaleið frá London kallaði ég CQ 60 sjómílum suðaustur af Glasgow.  Svaraði þá TF3IRA (TF3JA við tækin) og gaf mér 58, ég heyrði hinsvegar 59 í honum. Klukkutíma síðar náði ég QSOi við TF1JI og gaf hann mér 58 en ég heyrði 59 í honum. Heyrði ég ekki í fleirum þann daginn.

Á sunnudagsmorgun var ég búinn að mæla mér mót við TF3WJ/AM en hann var staddur í Riyadh á leið til Frankfurt á sama tíma og ég var á leið til Helsinki. Eins og allir muna að þá voru skilyrðin afar döpur þessa helgi og átti ég ekki von á því að heyra neitt í TF3WJ/AM. Það var öðru nær, því hann var kýrskýr líkt og hann væri staddur fyrir aftan mig. Ég var þá í 37.000 fetum yfir Egilsstöðum á B757 en hann í 32.000 fetum yfir Cairó á B747. Áttum við ánægjulegt QSO á 14330 og 18150. Við reyndum einnig 7150 en það var ferkar lélegt. TF3WJ/AM sagði mér að hann væri í sambandi við nokkrar TF stöðvar og heyrði ég hann kalla upp TF1JI en ekki heyrði ég neitt í TF stöðvum öðrum en TF3WJ/AM þann daginn. Velti ég því fyrir mér hvort “skipp distance” væri um að kenna eða hvort skilyrðin væru bara þannig þennan dag.

Við TF3WJ/AM áttum mjög gott QSO síðastliðið vor þegar hann var nálægt Dubai og ég var 260NM NA af Frobisherbay. Þar var hann í myrkri en ég í “gráu-línunni” og vorum við þá 14330 og gáfum báðir upp 59. Í vor náði ég QSO við TF3ARI, TF3CY, TF3JB, TF3WO, TF2LL , TF2MSN og TF3DT. Einnig náði ég sambandi við TF3SG og TF4M þar sem þeir voru CW en ég SSB og var erfitt að geta ekki svarað þeim á CW tækjanna vegna. Hlakka ég til að heyra í fleiri TF stöðum sem TF3EO/AM.

 73 TF3EO/AM

Hér fyrir neðan eru myndir sem fengnar eru að láni frá G7DIE

Myndin sýnir stýringu HF stöðvarinnar inn á milli annarra stýringa í stjórnborði flugvélar 

Sjálft sendi-viðtækið

HF-loftnetið í stéli flugvélar

 

Amatörar fóru um Vitahelgina á tvo staði hér á landi eftir því sem best er vitað, Knarrarós og Garðskaga. Skemmtu menn sér vel á báðum stöðum og gerðu það sem þá langaði mest til. Betur verður sagt frá Vitahelginni á CQ TF vefnum síðar en hér eru nokkrar myndir frá báðum stöðum, myndirnar frá Knarrarósi tók TF3SA en myndirnar frá Garðskaga tók TF3JA.

Kátir karlar að Knarrarósi ...

TF8HP, -1GW -3SG, -3FIN, -3GB

TF3DT kom sér fyrir á Garðskaga og setti upp ýmis loftnet ..

"Því er ekki að neita að við hjónin höfðum hina mestu  ánægju af dvöl okkar hjá vitanum og munum ábyggilega reyna að  taka þátt í að endurtaka "lighthouse" stemmninguna á næsta ári hafi fleiri áhuga. Það var þó sannarlega  ólán að  skilyrði á HF- inu voru  líklega ein þau verstu um margra  vikna skeið, bæði á laugardag og sunnudag. . K- index  mældist allt að 7 .Það var þó óbeinn hvati til að setja upp sem flest radíó og loftnet, og snúa þeim fram og til baka og draga upp og niður, en dugði þó lítið til að safna QSÓ- um, jafnvel þó að reynd hafi verið alveg ný tækni með 10L múrfötu, sem sjá má á myndum, sem birst hafa frá Garðskagavita. Hér er listi yfir þá  radíóamatöra, sem tóku á einhvern hátt þátt í vitahátíðinni við Garðskagavita, annað hvort með radíótilraunum eða með viðveru sinni og heimsókn. Þeir eru  TF3CY ,TF3WO, TF3JA,TF3TNT, TF3PKN, TF3DT, TF8SM, TF8PB, TF3LM, TF8HP, og TF8JX.  Þetta eru þeir sem ég heilsaði um sl. helgi og kann vel að vera að einhverjir hafi farið fram hjá mér eða ég gleymt og verður slíkt að afsakast. Það hefði óneitanlega verið skemmtilegt hefðu fleiri séð sér fært að mæta en við verðum að lifa í voninni að úr rætist. Ég þakka svo öllum fyrir góð viðkynni um vitahelgina." de TF3DT

TF3WO, -3TNT, -3PKN hjálpuðu til við uppsetningu loftnetanna

.. og TF3JX kom í heimsókn og rannsakaði loftnetin..

 

rabbað um Vitahelgina í Skeljanesi, einhverjir hafa áhuga á Garðskaga og þeir sem fara þangað geta haft samband við Smára, TF8SM í síma 8990438 til að komast inn í Vitann og jafnvel að fá aðstöðu/rafmagn í kjallara vitavarðarhússins.

Fleiri sýndu áhuga á að fara að Knarrarósi, rætt um rafmagnstengingu í vitanum, aðkomu bíla og hjólhýsa, uppsetningu loftneta og í lokin um ýmsar gerðir af fjórfer loftnetum:

Hugmynd kom fram um að nota vitann til að halda uppi fjórum lóðréttum loftnetum með toppálagi og mynda fjórfer loftnet,

 

Byggður 1938-1939. Hönnuður:  Axel Sveinsson verkfræðingur. Vitahæð:  26,2 m.

Knarrarósviti er í Sveitafélaginu Árborg og stendur við Knarrarós austan við Stokkseyri í landi Baugstaða á svæði sem kallast kampur. 

Á strandlengjunni milli Ölfusár og Þjórsár var Loftstaðahóll talinn heppilegasta staðsetning fyrir byggingu vita. þegar farið var að bora í hólinn reyndist þar ekki fáanleg nógu traust undirstaða og var þá ákveðið að reisa vitann við Knarrarós á Baugstaðakampi. Vitinn stendur fjóra metra yfir sjávarmáli, hann er  26,2 metrar á hæð og er hæsta bygging á Suðurlandi. 

Vitinn er hannaður af Axel Sveinssyni verkfræðingi eftir hugmyndum Guðjóns Samúelssonar húsameistara. Í hönnun vitans birtast áhrif funkis- og art nouveau stefnum í húsagerðalist sem var dæmigerð fyrir Guðjón. Meðal annarra verka hans eru Hallgrímskirkja og Þjóðleikhúsið í Reykjavík.

Knarrarósviti sem var byggður á árunum 1938-1939, er fyrsti vitinn á Íslandi sem er byggður úr járnbentri steinsteypu. Byrjað var á byggingunni í september 1938 og lokið við að koma henni upp í nóvember sama ár. Sumarið 1939 var unnið að því að setja ljóstæki í vitann og ganga frá honum að öðru leyti. Þann 31. ágúst það sama ár var vitinn vígður og tók hann samdægurs til starfa. Verkstjóri var Sigurður Pétursson frá Sauðárkróki.

Veggirnir í vitanum eru mjög þunnir miðað við vita erlendis, 20. cm. Að utan er vitinn pússaður með kvarsi, í gluggunum er svokallað gangstéttargler sem er grópað í veggina. Smíði vitans miðaðist við að viðhald hans yrði sem ódýrast, en jafnframt reynt að hafa hann rammgeran og var því enginn viður notaður nema í stigann. Linsan í ljóstæki Knarrarósvita er 500 mm. og upphaflega var 50 l. gasbrennari til ljósgjafar og fékkst með því 6.100 kerta rafmagn. Ljóssvið vitans var þá 16 mílur.

70 km klukkutíma akstur

Sett verður upp salerni að Knarrarósi:

Gámaþjónustan hf. býður til leigu snyrtileg ferðasalerni. Við sjáum um öll þrif og þjónustu við salernin og við notum til þess efni og aðferðir sem tryggja hreinleg og lyktarlaus salerni.

 

Vita-og vitaskipahelgi radíóamatöra er um næstu helgi. Búið er tilkynna þáttöku stöðva í Garðskagavita TF8IRA og Knarrarósvita TF1IRA og fá leyfi fyrir afnotum af vitunum þessa helgi. Tilgangur vitahelgarinnar er fyrst og fremst skemmtun og áskorun við að setja upp loftnet og annan búnað. Stjórn ÍRA hvetur amatöra til að fara á annan hvorn staðinn og vera með á kallmerkjum félagsins. Nánari upplýsingar eru á  illw.net .

Fáir hafa lýst áhuga á að taka þátt, einn á Garðskaga en nokkrir ætla að Knarrarósi. Tillaga hefur komið fram um að félagið standi fyrir einhverju á laugardagskvöldið, setji upp græna félagstjaldið og elduð verði kjötsúpa með ÍRA-stæl. Verulegar líkur eru á að úr því verði og þá við Knarrarósvita því straumurinn þó veikur sé, virðist vera í þá áttina.

Nánari upplýsingar verða settar inn hér og á irapóstinn þegar nær dregur.

Stjórn ÍRA

TF útileikar voru að vanda haldnir um verslunarmanna helgina, 1-3 ágúst 2015. Veður var hagstætt á SV hluta landsins þar sem flestir þáttakenda voru, að mestu þurrt og hægviðri. Í mínum loggum eru upplýsingar  um sambönd 12 amatöra, með viðskeytum gerði það alls 15 kallmerki, þar sem tveir þeirra voru á tveimur svæðum hvor og einn var bæði heima og í bíl. Þátttakendur dreifðust á sex svæði, TF0, TF1, TF2, TF3, TF8 og TF9. Með því að leggja saman hæstu qso númer sem ég skráði, sést að að sambönd voru fleiri en 84. Dreifingin var þó nokkuð ójöfn, þar sem þrír þáttakendur  áttu hlut að meirihluta sambandanna. 

Skilyrðin voru góð allann tímann á 80 og sérstaklega 60 metra bandinu. Á 160 metra bandinu gékk ekki eins vel og fá sambönd náðust á 40 metra bandinu. Þessa reynsla samrýnist því að 60 metra bandið sé ekki síðra en 80 metra bandið til innanlands fjarskipta. Það er því æaskilegt að það  band verði fest í sessi og að það verði hægt að nota fleiri stafrænar mótanir en CW og PSK31. Þátttakendur er minntir á að skila inn loggum sem fyrst og í síðasta lagi fyrir lok þessa mánaðar.

TF3EK

Í gærkvöld hittust nokrir félagar í opnu húsi í Skeljanesinu og ræddu um útileikana. Meðal þess sem rætt var, var að í stað þess að gefa stig fyrir fjölda kallsvæða, þá fengju menn stig fyrir fjölda QTH reita (4 stafir). Á breiddargráðu íslands eru þessir reitir um það bil 110 x 90 km og flatarmáli hvers um 10% af flatarmáli íslands. Þetta gæti hvatt til aukinnar dreifingar um landið og aukið möguleika á uppsöfnun upplýsinga um útbreiðslu rafsegulbylgna innanlands. Undanfarin ár hafa flest sambönd verið innan eins reits ( HP94 ), en hann nær m.a. yfir mest allt höfuðborgarsvæðið, Skorradal, Grímsnes og Bláskógabyggð.

Hér eru glærur sem TF3EK sýndi: utileikar15.pdf

  Ljósmynd: TF8KY

World Scout Frequencies-

 

Band

SSB (phone)

CW (Morse)

80 m

3.690 & 3.940 MHz

3.570 MHz

40 m

7.090 & 7.190 MHz

7.030 MHz

20 m

14.290 MHz

14.060 MHz

17 m

18.140 MHz

18.080 MHz

15 m

21.360 MHz

21.140 MHz

12 m

24.960 MHz

24.910 MHz

10 m

28.390 MHz

28.180 MHz

6 m

50.160 MHz

50.160 MHz

Vala, TF3VD er 8N23WSJ í loftinu frá mótinu í Japan segir:
Ég kynntist japanska Póst og fjar í návígi í dag en þá komu tveir menn í hvítum skyrtum að taka út talstöðvabúnað radíóskátanna og gefa út leyfisbréf fyrir 8N23WSJ.
Japanirnir alveg á taugum fram að því og það mátti ekki fara í loftið fyrr en leyfið væri komið. Hér er sko farið eftir reglunum! Við verðum á allskonar tíðnum notandi nýjasta nýtt frá Icom, kallmerki 8N23WSJ.
Hlekkur á heimsíðu mótsins.

Stór hópur íslenskra skáta er á mótinu í Japan:

Hlekkur á fésbókarsíðu íslensku skátanna í Japan.

 

English

 

Stjórn ÍRA er þannig skipuð:

TF3JA, Jón Þ. Jónsson formaður. 

TF3FIN, G. Svanur Hjálmarsson varaformaður.

TF8KY, S. Hrafnkell Sigurðsson ritari.

TF3DC, Óskar Sverrisson gjaldkeri. 

TF3EK, Einar Kjartansson, meðstjórnandi. 

TF3SG, Guðmundur Sveinsson, varamaður.

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 1975 September 4, 2015
 • ONE FOR THE AGES
 • THE CYCLE OF LIFE
 • THE PRIDE OF DENMARK
 • THEY'VE GOT YL POWER
 • RADIO AMATEUR CRIES "UNCLE"
 • HELP FOR A HIKER
 • FROM RAGCHEW TO RICHES
 • DARE TO GO DIGITAL
 • MORE DIGITAL DOINGS
 • KEEPING IT SAFE
 • THE STUDENT BECOMES THE TEACHER
 • TRANSITION TO RADIO
 • ROW, ROW, ROW YOUR BOAT
 • WHEN STUDENTS AIM HIGH
 • THE WORLD OF DX
 • PUTTING A LID ON IT

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 1974 August 28, 2015
 • BREAKING NEWS
 • AIRSHOW ASSISTANCE
 • OHIO HAM CENSURED
 • BOSTON ON THE MOVE
 • BRIGHT LIGHTS
 • TENNESSEE SET TO PARTY
 • RELIVING HAMS HEYDAY IN INDIA
 • HOMEBREW SWEET HOMEBREW
 • WHAT'S THE BIG IDEA?
 • THE POLITICS OF RADIO
 • HUNGARY PUTS 5MHZ TO THE TEST
 • THE WORLD OF DX
 • KICKER: 10 YEARS AFTER KATRINA

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 1973 August 21, 2015
 • BREAKING NEWS
 • FILTERD OUT FOREVER
 • A HEALTHY DOSE OF HAM RADIO
 • WAITING ROOM
 • FIELD DAY WITH A TWIST
 • SCHOOL'S OUT - SCHOOL'S BACK IN
 • HUNTSVILLE HAMFEST YHOTY
 • A SHINING BEACON
 • THE POLITICS OF RADIO
 • DX UP FRONT
 • THE WORLD OF DX
 • A NATON UNTO ITSELF

SCRIPT 

AUDIO

 

Amateur Radio Newsline Report 1972 August 14, 2015
 • ANNIVERSARY OF THE INTERNATIONAL RECIPROCAL LICENSE AGREEMENT
 • REMEMBERING THE STORMS OF 2005
 • NAMES IN THE NEWS
 • AUTHOR, AUTHOR,PART 2
 • COORDINATING SATELLITES
 • EUROPEAN MICROWAVE WEEK
 • FINAL CHECK FOR FIELD DAY
 • ENIGMA AWARD
 • DXING WITH WHEELS
 • IN SEARCH OF TELEMETRY REPORTS
 • THE U.S. AND CUBA TEAM UP
 • THE WORLD OF DX
 • LONG DISTANCE CALLER

SCRIPT

AUDIO

 

 

 • No labels