Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                           

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra!                

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Sjá nánari upplýsingar með að smella hér: Hvað er amatörradíó? 


GOMX-2 og RACE CubeSats gervihnettirnir voru meðal meira en tveggja tuga gervihnatta sem töpuðust þegar Antares-eldflaug sprakk skömmu eftir flugtak klukkan 22:22 UTC í gærkvöldi frá Virginíu, USA. Eldflaugin sprakk með mikilum tilþrifum 6 sekúndum eftir flugtak.

 

...vísun á lýsingu á búnaðinum sem var um borð

...vísun á heimasíðu NASA eldflaugaskotsvæðið í Virginíu er í eigu NASA

 

 

TF4X keppnisstöðin í Otradal tók þátt í CQ WW SSB 2014 og var stjórnað með fjaraðgangi frá Reykjavík.   TF3SG sem operator með K3 frá Elecraft og tilheyrandi fjaraðgangsbúnað tók þátt í flokkinum SOSB 160m High Power.

CQ WW SSB keppnin í ár fór af stað rétt eftir kröftugasta sólgos sem orðið hefur í 24 ár.

Nú til dags eru öflug hlustunarnet og öflugt sendinet og allt sem því fylgir á 160m um margt forréttindi.  Það er aldrei ljósar en í miðju kröftugu sólgosi hvað stöðin er öflug.  Veikustu merkin voru læsileg alveg niður í suð.  Það verður ekki við ráðið ef merkin ná ekki í gegn vegna norðurljósa.  Vandamálið hér á landi er ekki endilega að heyra veikustu merkin, miklu frekar að þeir sem kalla heyra ekki merkið frá TF4X vegna QRM þeirra megin.  Við sólgosið tók bandið dýfu en jafnaði sig að nokkru leiti á nokkrum klukkutímum.  Fyrir mig var þetta ein skemmtilegasta og lærdómsríkasta keppni fram til þessa. Allur búnaður var hnökralaus. Fjöldi sambanda var rétt rúmlega 260, 8 CQ og DXC 44. Takk fyrir mig Þorvaldur.

73

Guðmundur, TF3SG

Á QRZNOW.COM birtist í vikunni grein um stafræna talmótun á HF, "FreeDV HF Digital Voice for Radio Amateurs" eða Stafrænt tal á HF.

 
FreeDV er GUI forrit fyrir Windows, Linux og MacOS (BSD og Android eru í þróun). Með forritinu er hægt að nota venjulegt SSB sendiviðtæki fyrir stafrænt tal á litlum bitahraða. Talið er þjappað niður í 1600 bita/s runu sem mótuð er með 16 QPSK aðferð á 1,25 kHz breiða burðarbylgju. Í móttöku er merkið afmótað og afkóðað með FreeDV. Samskipti eru læsileg niður í 2 dB S/N hlutfall og 1-2 vatta sendiafl nægir fyrir samskipti yfir langar vegalengdir. FreeDV var búið til í samstarfi alþjóðlegs hóps radíóamatöra. FreeDV er opinn hugbúnaður, skrifaður í "GNU Public License" útgáfu 2.1. Bæði talkóðarinn og afkóðarinn eru opinn hugbúnaður.

En hvers vegna stafræn mótun og FreeDV?
Amateur radíóið er að færast frá hliðrænum sendingum til stafrænna, sem er svipar til breytingarinnar frá AM til SSB á árunum 1950 til 60. Hvernig væri staðan ef eitt eða tvö fyrirtæki ættu einkaleyfi á SSB og neyddu amatöra til að nota þeirra tækni og ólöglegt væri að gera tilraunir með eða jafnvel skilja SSB-tæknina og þannig yrði staðan næstu 100 árin? Það er einmitt það sem var að gerast með stafrænt tal. En nú eru radíóamatörar að ná stjórn á tækniþróuninni aftur!

FreeDV er einstakur 100% opinn hugbúnaðaður fyrir flutning á hljóði. Engin leyndarmál, ekkert einkamál! FreeDV er leið 21. aldar radíóamatöra til að mynda umhverfi þar sem frjálst er að gera tilraunir og prófa nýjungar, í stað þess að vera fastir í umhverfi fárra framleiðenda.

...já og takið eftir, 100 sinnum minna útsent afl og helmingi minni bandvídd...fyrir betri flutningsgæði.

Framtíðin er komin, við látum ekki hefta okkur!

...þýtt og endursagt de TF3JA

 

 

staðan á DXWATCH.COM stuttu eftir lok keppninnar..

KD4PXY

TF2LL

14263

59 nc

0003z 27 Oct

N6DBF

TF2LL

14263

 

2359z 26 Oct

9A7A

TF4X

1832.5

 

2353z 26 Oct

CN2AA

TF4X

1832.4

 

2342z 26 Oct

K6ST

TF2LL

14263

 

2338z 26 Oct

K6ST

TF3CY

14232.6

 

2331z 26 Oct

K7RL

TF3CY

14232.6

USB

2320z 26 Oct

K7RL

TF2LL

14263

USB

2320z 26 Oct

DB3MA

TF4X

1832.4

5914 73 harald

2320z 26 Oct

GM4AFF

TF4X

1832.4

 

2315z 26 Oct

NW3H

TF2LL

14263

40

2311z 26 Oct

N2FF

TF2LL

14263

 

2304z 26 Oct

AA7V

TF3CY

14232.6

 

2304z 26 Oct

TF2MSN

TF3CY

14232.5

CQ TEST

2252z 26 Oct

N2TX

TF3CY

14232.6

USB

2248z 26 Oct

seinni hluta sunnudags kom TF3CY aftur inn í keppnina af mikilum krafti á 10 metrunum, TF4X vaknaði aftur til lífsins á fjarstýringu frá TF3SG í Reykjavík og TF2LL hélt sínu striki á 20 og 80 metrunum ...þegar klukkan er langt gengin í tíu hefur TF3IG bæst á listann á dxwatch.com... klukkan er orðin rúmlega níu og einn mesti keppnismaður íslenskra radíóamatöra, TF3CW, kominn á fulla ferð í keppninni, hér er staðan á DXWATCH.COM:

Einu heimildirnar um þáttöku íslenskra stöðva í CQ WW DX SSB keppninni um helgina eru listinn á DXWATCH.COM og símtal frá TF3SG í gær sem sagðist vera í loftinu á TF4X fjarstýrðri frá Reykjavík á 160 metrunum. Þetta er staðan núna klukkan 6 á sunnudagsmorgni í eins stigs frosti og vindleysu, allt bendir til sólríks sunnudags og lítil hætta á að loftnetaskelfirinn leysist úr læðingi. En hver á þetta skemmtilega kallmerki TF0HQ? sem bendir til þess að stjórn ÍRA hafi skroppið á gossvæðið í nótt. Kallmerkið HQ er venjulega frátekið fyrir "head quarter" stöðvar.

Í gær kom í ljós að SteppIR-greiðan í Skeljanesi virkaði ekki fullkomlega. Snemma í morgun mættu nokkrir félagar til vinnu í Skeljanesið og luku verkinu í eftirmiðdag. Endurnýjaðar voru næstum allar tengingar á stýristrengjum til staka loftnetsins. TF3Y tók að sér að klífa nokkrum sinnum upp að loftnetinu og þurfti því ekki að fella mastrið.

 

TF3GB, TF3Y, TF3DC og TF3VS, myndina tók TF3JA

Á fimmtudagskvöld var TF3DC að koma inn í Skeljanesið og hitti þá fyrir erlend hjón. Óskar segir frá:

Ég hitti þau Gordon/VE3FRB og Theresu/VA3TGS fyrir utan félagsheimilið þar sem ég renndi í hlað. Þau stigu út úr leigubíl. Sögðust hafa farið á heimasíðuna og getað séð að fundir væru á þessum tíma í félagsheimilinu. Þau eru mest á VHF en taka þátt í stærri viðburðum amatöra í Canada. Aðspurð sögðust þau vera mjög lítið á HF og hefðu t.d. ekki haft samband við neina TF stöð. Þau Gordon og Theresa komu upp í sjakk og voru hrifin af aðstöðunni og af þeim fjölda sem var í félagsheimilinu. 73 de TF3DC.

Nokkrar íslenskar stöðvar eru að taka þátt í keppninni um helgina, TF4X fjarstýrð frá Reykjavík, TF3CW, TF3CY, TF2LL og kannski fleiri, sagt verður frá því betur hér að lokinni öflun upplýsinga.

Á DXCOFFEE.com var í gær komin frétt um að IG9Y keppnisliðið sem ætlaði að taka þátt í keppninni frá Lampedusaeyju á kallmerkinu IQ9Y væri hætt við þáttöku því loftnetin þeirra sem sjást á myndinni hér fyrir neðan fuku öll og eyðilögðust í stormi sem geisaði í Miðjarðarhafinu aðfaranótt fimmtudags. Eyjan Lampedusa er sunnan við Sikiley í Miðjarðarhafinu hálfa leið yfir til Túnis.

TF3DX sendi á irapóstinn í gær eftirfarandi frétt:

Sælt veri fólkið!
Fékk óvænt QSO í gær um kaffileytið. Kallaði í ZD8R á 12 m úr bílnum. Hann heilsaði mér með nafni og sagði "QSP frm OH2KI .... pse 28.001".
Ég fór þangað og þar kallaði ZD8X í mig, og mikið rétt, þetta var Jorma OH2KI. Ég kynntist honum á fundinum í Finnlandi í haust, og á ráðstefnunni í Albena varð hann góður vinur og kröftugur stuðningsmaður tillögu okkar. Þá vildi svo til að konan hans hafði pantað ferð fyrir þau til Reykjavíkur vikulokin eftir að ráðstefnunni lauk, svo við hittumst líka hér og hann tók dálitla rispu á lykilinn í bílnum úti við Gróttu, sem TF/OH2KI/M. Ég skuldaði honum tölvupóst frá því fyrir viku u.þ.b. (latur að opna þessa dagana) og var einmitt að hugsa um að koma mér heim og svara honum þegar þetta QSO kom, mér alveg að óvörum! Hafði ekkert heyrt af þeirri fyrirætlan hans að vera á Ascension Island núna. Það er nærri beint í suður frá okkur, u.þ.b. 8° sunnan miðbaugs.
Hann er þarna ásamt Olli OH0XX (ZD8R) og Oliver W6NV (ZD8W). Þeir verða í CQWW SSB keppninni um helgina, og svo áfram fram á næsta fimmtudag og skottast þá í loftið, bæði CW og SSB trúi ég. Jorma verður líklega einkum á 10 m, hann er með monoband Yagi þar, sjá ZD8X á QRZ.com:

CQWWSSB 2014, ZD8X á SSB, 28 MHz, liðið ZD8W, ZD8R, ZD8X.... ZD8X QSL beint: Jorma Saloranta, OH2KI, Marjoniementie 28, 13330 Harviala, Finland. Sjá: Vefsíða OH2KI.

Lítill maður með stóru greiðuna sína: 4 stök á 10 metrum:

Mynd: G0CKV


73, Villi TF3DX

 

Í gærkvöldi lauk TF3Y við að tengja og stilla stýriboxið fyrir rótor SteppIR greiðunnar í Skeljanesi, Bjarni og félagar höfðu áður lokið við viðgerð á rótornum og er því félagsstöðin tilbúin til notkunar ef einhver eða einhverjir vilja nýta sér stöðina til þáttöku í CQ WW DX SSB keppninni um helgina. Líklega er Skeljanesið eitt besta virka amatör QTHið á landinu eins og er þó svo að aðstaðan keppi ekki við loftnetin í Otradal.

Marcel ON6UQ, Jef DD2CW, Dirk ONL741 og Roger ON7TQ verða í keppninni á kallmerkinu SI9AM í Svíþjóð.

...en hægt að fylgjast með beinni útsendingu á netinu sem hefst klukkan tíu á föstudagsmorgun á unday.org...

World Heritage Grimeton Radio station 

The live broadcast from Grimeton will begin at 12 PM (UTC 10) on Friday. The broadcast can be viewed on www.unday.org. The broadcast will go on for about 30 - 40 min, approximately. Unfortunately, there will be no transmission with SAQ.

unday.org

Skilaboð frá Lars SM6NM, Grimeton Radio/SAQ aukaútsending

Vonast er til að hægt verði að senda út skeyti á Alexanderson rafalnum í Grimeton á 17,2 kHz á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október, 2014 klukkan 10:00 UTC. Tíminn og hvenær byrjað verður að hita upp sendinn og stilla er ekki alveg vitað í dag en réttir tímar verða tilkynntir þegar nær dregur. Danskir námsmenn búa til skeytið sem sent verður. Í þetta skiptið er ekki ætlast til að skipst verði á QSL. Eftir sem áður verður árleg útsending á aðfangadag 24. desember klukkan 08:00, og byrjað  að hita upp og stilla sendinn um klukkan 07:30 UTC, að sögn Lars.

Grimeton radíósendistöðin var tekin í notkun 1924 fyrir daga aflmikilla lampa. Notaðir eru riðstraumsrafalar til að búa til 17,2 kHz radíómerkið, aflið er 200 kW. Stöðin hefur kallmerkið SAQ og er eina stöðin sem varðveist hefur úr kerfi 18 sendistöðva sem byggt var á millistríðsárunum fyrir kreppuna miklu og náði um allan heim. Stöðinni var valinn staður á vesturströnd Svíþjóðar eftir mikla útreikninga og loftnetinu beint að USA. Stöðin í USA var á Long Island. Á fyrri hluta tuttugustu aldar var samkeppnin hörð milli radíóstöðva og ritsímasæstrengja um millilandaskeytasendingar. Til gamans má geta þess að stuttbylgju fjarskiptastöðin í Reykjavík hafði kallmerkið TFA, sendarnir voru á Rjúpnahæð og móttakan í Gufunesi. Stjórn- og afgreiðslubúnaður TFA var í Gufunesi.

    

Loftnetið í Grimeton.......................................QSL kort frá Grimeton

Unnið við loftnet í Skeljanesi

Í gær laugardag mætti hópur vaskra amatöra í Skeljanesið og tókst að koma SteppIR greiðunni í samband á ný. Ekki er þó hægt með góðu móti að snúa loftnetinu í bili því í ljós kom að stýriboxið fyrir rótorinn var bilað eins og sést á myndum hér neðar. En áfram verður unnið að viðgerð og tók TF3Y boxið að sér. SteppIR prjónninn var skoðaður og eitt af næstu skrefum verður að koma honum í gagnið sem ætti að vera fljótgert eftir að nýja stýriboxið nær til landsins.

 

TF3DC, 3Y, 8HP, 3GB, 3VS. TF3JA tók myndina. TF3Y tók þessa fínu mynd af Bjarna, TF3GB.

TF3SG mætti líka til vinnu en náðist ekki inná myndina.

Við aldursgreiningu kom í ljós að meðalaldur hópsins var nálægt 64 árum en þeir elstu nýttust til að stjórna aðgerðinni og hita kaffi, prýðis kaffi reyndar og 3DC brá sér í bakaríið og keypti ekta sixties bakkelsi þar á meðal dýrindis jólaköku að beiðni 3GB sem þó varla hafði tíma til að leggja frá sér verkfærin og koma niður úr stiganum til að njóta veitinganna.

 

Brunnar tengingar í rótorstýriboxinu.                     Plata úr óskemmdu boxi, mynd TF3Y

SteppIR greiðan komin upp

Neðsti hluti SteppIR prjónsins

 

 

Fundargerðin frá Varna er komin

Fundargerð frá Varna ráðstefnunni er kominn á heimasíðuna undir CEPT - NRAU - IARU á flipa hér til vinstri.

Úrdráttur á íslensku úr fundargerðinni er í vinnslu og verður settur hér inn jafnóðum og þýðingin vinnst.

Starfsemi IARU-R1, IARU svæði 1 fer fram í sex nefndum C1 - C6, C1 framkvæmdanefnd, C2 fjárhagsnefnd, C3 stjórnskipulagsnefnd, C4 HF-fastanefnd, C5 örbylgju-fastanefnd, C6 kosninganefnd

Á ráðstefnunni var ákveðið að setja inná fjárhagsáætlun næstu þriggja ára nýja liði, verkefni sem miða að því að vekja áhuga ungs fólks á radíóamatöráhugamálinu og ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp til að stýra verkefninu. Einng var ákveðið að setja inn áætlun um kostnað við að marka stefnu og kortleggja "Framtíð amatöráhugamálsins" á næstu þremur árum.

Margir hafa beðið eftir að sjá hvernig ráðstefnan tók á fjarstýringarmálum og skemmst er frá að segja að tillagan sem lá fyrir og vinnuhópur um fjaraðgang benti á í sumar var samþykkt óbreytt og er hér á eftir á ensku, íslenskan kemur síðar. Leturbreyting og undirstrikanir voru ekki í upprunalegum texta. Ekki er að sjá að tillagan um að bæta /R við kallmerkið sem notað er við fjarstýringu hafi verið samþykkt og því liggur beinast við að fara að 8. gr. gildandi amatörreglugerðar:

"Þegar leyfishafi notar búnað sinn tímabundið á nýjum stað skal hann bæta við kallmerki sitt skástriki og tölustaf sem gefur til kynna svæðið sem hann er fluttur til ".

eins og vinnuhópur um fjaraðgang benti á í sinni skýrslu til aðalfundar ÍRA 2014. Með öðrum orðum, staðsetning búnaðarins ræður kallmerkinu. En samkvæmt tilmælum IARU gildir annað um fjarstýringu stöðvar sem staðsett er í öðru landi en heimalandi, þá skal notað kallmerki stöðvarinnar en ekki miðað við CEPT-samkomulag um erlenda ferðamenn. Fjarstýring stöðvar yfir landamæri er háð gildandi reglum í hverju landi og veltur á því hvort yfirvöld þess lands hafa leyft eða ekki bannað fjarstýringu stöðva erlendis frá. Í öllum tilfellum ber umráðamaður stöðvar fulla ábyrgð á notkun stöðvarinnar og því sem frá henni fer.

 

 

Recommendation VA14_C4_REC_04:

That the following text be published in the VHF and HF Managers Handbook:

Remote Controlled Operation

Remote controlled operation is defined to mean operation where a licensed operator controls an amateur radio station from a remote control terminal. Where a station is operated remotely, the following conditions shall apply:

1. Remote operation must be permitted, or not objected to, by the Regulatory Authority of the country where the station is located.

2. The call sign to be used should be the call sign issued by the Regulatory Authority of the country in which the station is located. This applies irrespective of the location of the operator.

3. It should be noted that Recommendation SC11_C4_07 states that member societies bring to their members attention that the T/R 61-01 agreement only applies to people using their own call sign, with the appropriate country prefix, when the operator is actually visiting that country, not for remote operation.

4. Any further requirements regarding the participation of remotely controlled stations in contests or award programmes are a matter for the various contest or award programme organisers.

Proposed by: CRC Seconded by: HRS The motion was carried with one vote against and two abstentions

 

 

Jamboree í loftinu og á internetinu - Búum til betri heim

 

Jamboree-on-the-Air, eða JOTA, er árlegur skátaviðburður, þriðju helgina í hverjum októbermánuði, þar sem amatörstöðvar eru notaðar til að tengja saman skáta um allan heim. Um helgina verða í gangi tvær JOTA stöðvar á Íslandi að sögn TF3GW, TF3JAM frá Jötunheimum Garðabæ, í umsjón TF3GW es TF3RV og TF5JAM frá Hvammi, Akureyri með TF5PX við stöðina.  TF3JAM verður QRV frá 12:00 til 18:00 á morgun, laugardag, en óvíst um TF5JAM segir Þór, TF3GW. Gestir eru velkomnir og amatörar eru hvattir til að heimsækja stöðvarnar á morgun eftirmiðdag og taka sér hljóðnema í hönd eða jafnvel hamra á Morselykil.

Skátamál - JOTA

mynd frá Kýpur

mynd frá Texas

TF2LL vakti athygli okkar í gær á nýju frímerki með mynd af Dyrhólavita. Á teikningum má sjá að þar hefur verið gert ráð fyrir loftneti, löngum vír með upphækkuðu jarðneti og á vefnum eru myndir sem sýna gamlar stagfestur eða undirstöður. TF3G, Gísli segir að samkvæmt Vitaskrá 1937 hafi verið radíóviti á langbylgju í Dyrhólaey. Afl út í loftnet var 50 wött og útgeislað afl 9 wött. Að sögn Gísla settu Bretar upp búnað og tengdu við loftnetið í Dyrhólaey á stríðsárunum fyrir fjarskipti við skipalestirnar sem sigldu yfir Atlantshafið. "Morselykill var skilinn eftir þarna og gamall starfsmaður Vitastjórnar hirti hann og gaf mér svo 1981.  Frekar ómerkilegur, satt að segja." segir Gísli. Samskonar loftnet voru sett upp á fleiri stöðum um landið, Malarrifi, Hornbjargi, Raufarhöfn, Dalatanga og standa enn. Loftnetið á Raufarhöfn er enn í notkun fyrir útsendingu GPS leiðréttingarmerkis á langbylgju að sögn Gísla.

TF3DX segir á irapóstinum í dag "að Google hafi gefið sér vísun á Sjóminjar Íslands þar sem kemur fram að þetta var fyrsti radíóvitinn á Íslandi, tekinn í gagnið 1928 og því eðlilegt að loftnetið sé á teikningunni frá 1927. Hann var starfræktur fram yfir síðari heimsstyrjöld. Á árum mínum hjá radíóverkstæði Landssímans um og upp úr 1960 var Reynisfjall vettvangur radíómála á svæðinu, en þar hafði verið reist Loran-A stöð. Ríkharður Sumarliðason, TF3RS og yfirmaður radíóverkstæðisins, setti upp sendi á fjallinu fyrir bílabylgjuna 2790 kHz, sem hægt var að fjarstýra frá Gufunesi. Þetta var einhver gamall sendir frá stríðsárunum ef ég man rétt, sem gekk brösulega. Man líka eftir umræðum um erfiðleika þess að fá góða RF jörð í grjótinu á fjallinu, kannski hefði fljótandi mótvægi verið lausnin!"

Í vitaskránni á heimasíðu Sjóminja Íslands er skráð: "Fyrst var reistur viti í Dyrhólaey árið 1910. Þetta var sænskur járngrindarviti og var fyrsti járngrindarvitinn sem settur var upp hér á landi. Núverandi viti var byggður árið 1927. Í þessu reisulega steinsteypumannvirki var komið fyrir ljóssterkum vitatækjum sem sendu frá sér ljósgeisla sem sást langt á haf út. Dyrhólaeyjarvitinn var og er ljóssterkasti viti landsins og fyrsti eiginlegi landtökuvitinn sem hér var byggður. Auk ljósvitans var radíóviti í Dyrhólaey frá árinu 1928 fram yfir seinni heimsstyrjöld og tæki hans voru á annarri og þriðju hæð vitahússins. Var þetta fyrsti radíóviti sem starfræktur var hérlendis. Í annarri viðbyggingunni var gashylkjageymsla, en hin öflugu vitatæki kröfðust allmikils eldsneytis. Í hinni var varðstofa fyrir vitavörð þar sem gert var ráð fyrir því að vitavörður gæti þurft að hafa viðdvöl í vitanum ef veður spilltist þegar hann var þar við umhirðu og eftirlitsstörf. Gasljóstæki var í vitanum frá 1927 til 1964 að hann var rafvæddur. Ljóshúsið er sænsk smíð og ljóstæki einnig. Linsan er 1000 mm snúningslinsa og er öflugasta linsa í vita hér á landi."

TF3GB segir á irapóstinum, "1993 var farinn fjarskiptaleiðangur í Dyrhólaey. Ég sá um HF hlutann. TF3CY (þá BNT), TF3SNN, TF3BRT, TF3WOT og TF3TXT, sáu um VHF/UHF hlutann. Þetta var litlu eftir að ég fékk B-leyfið, sem þá var í gangi. Ég lenti í miklu kraðaki, hvort sem ég var á morsi eða tali og réði ekki meira en svo við það. Stöðin var Kenwood TS520, sem félagið átti og langur vír. Hinir settu upp heilmikinn staur og langar greiður, sem sveiflað var með AZ/EL rótorum. Þeir höfðu dágóðan slatta af samböndum. QSL kortið sem ég notaði fyrir þessi sambönd var venjulegt póstkort með mynd af eyjunni og vitanum. Hef oft hugsað um það síðan að gaman væri að taka þátt í keppni frá þessum stað. Man enn hvað gulræturnar, sem bóndinn í Dyrhólaey nestaði okkur með á heimleiðinni, voru safaríkar."

Hringvíðsýn frá Raufarhöfn

Hringvíðsýn frá Dyrhólaey

Vísun á frímerkið

 

Stagfestan, undirstaðan sést á annarri myndinni.

Framtíðin er að birtast yfir sjóndeilarhringinn, í dag klukkan 11.45 - 12.30 ætlar James Coxon, M6JCX að halda fyrirlestur um: Ukhasnet - Tæknin og aðferðafræðin. UKHASnet er lágafls samtengt pakkanet...net á opnum tíðnum sem ekki þarf sérstakt leyfi fyrir og ef notendum tekst að halda sig innan þeirra regla sem um þessar tíðnir, tíðnisvið gilda getur netið fljótlega orðið vísir að framtíðinni sem gjörbreyta mun öllu fjarskiptaumhverfinu.

Vísun á upplýsingar um UKHAS-netið

Á RSGB samkomunni eru margir áhugaverðir fyrirlestrar sjá: RSGB 2014

 

TF3GB í stiganum, TF3AO, TF8HP og TF3FIN.

Í dag mættu 5 manns og felldu turninn í Skeljanesi. í ljós kom að rótorinn var bilaður. Sennilega er legukransinn bilaður. Bjarni TF3GB tók hann að sér og ætlar að athuga skemmdir. Festingar við turninn voru í lagi og verða málaðar. Loftnetið verður óvirkt í einhvern tíma.

Myndin hér fyrir neðan er frá Friedrichshafen í sumar og sýnir sterkbyggðan rótor.

Í dag fréttist að breskir radíóamatörar í efsta leyfisþrepi fengju leyfi fyrir stækkuðu tíðnisviði á 2m. Ákveðið hefur verið að þeir sem sækja um geti fengið leyfi til að nota tíðnisviðið 146 - 147 MHz með einhverjum takmörkunum þó, bæði svæðisbundnum og tæknilegum.

Hér er vísun á fréttina

Athyglisvert er að fram kemur í fréttinni að CB áhugamenn í Bretlandi hafi sótt um tíðnisvið á VHF en ekki ljóst hvort þeir hafa fengið eitthvert tíðnisvið þar, heimurinn er að breytast. Rétt að minna á að breska amatörleyfið er í endurskoðun þessar vikurnar og Bretar hafa til 20. október til að koma með athugasemdir og ábendingar við þær tillögur. Vísun á tillögur um endurskoðun á breska amatörleyfinu.

Sæl öll.

Undirritaður var að vafra á netinu og datt inn á "Rafhlöðuna" hjá Landsbókasafninu. Þar er að finna gömul CQ TF, bæði blöð og fréttabréf, allt frá fyrsta tölublaði 1964. Það kann að vera að einhver tölublöð vanti, en sá sem á eintak ætti þá að koma því til skönnunar hjá Landsbókasafninu. Eldri blöðin á heimasíðunni opnast ekki.  Blöðin eru sem sagt fundin aftur. Tengillinn verður einnig undir tenglinum " CQ TF " á aðalsíðunni.

vísun á gömul CQ TF blöð

73 de TF3GB

SAC SSB 11-12 október

SAC SSB um næstu helgi

frétt frá keppnisnefnd SAC via SM5AJV

"The Scandinavian Activity Contest on SSB 11-12 October 1200-1159 UTC. All Scandinavias are excited to hear your voices with or without the Aurora flutter."

Munið að lesa reglurnar. Nokkrum keppnisflokkum hefur verið bætt við, verðlaunaskildir í boði ýmissa aðila og skilafrestur logga hefur verið styttur í 7 daga. Vinsamlega sendið loggana strax að lokinni keppni.

Norðurljósin eru fögur, en geta skemmt fyrir HF fjarskiftum í Scandinaviu sem gerir SAC að sérstöku ævintýri. Verða Norðurljós eða ekki?

Skoðið þetta fallega myndskeið frá Hannu Hoffrén í Finnlandi:

 

73 SAC Contest Committee

þýtt og endursagt í boði TF3JA

 

Innbrot á vef ARRL

"ARRL Investigating Web Server Breach"

ARRL frétt

Nýlega var brotist inn á vef ARRL, allt skoðað og líklega kallmerkjaskrám og aðgangsorðum niðurhalað, stolið. Að sögn ARRL er ekkert þar inni sem einhver verðmæti eru í og svo virðist sem þjófarnir hafi ekki haft áhuga á að lesa QST né aðrar tækniupplýsingar. ARRL vill þó benda á að notendur sem hafa aðgang að vefnum og hafa ekki breytt sínum aðgangi frá 2010, breyti sínum lykilorðum og hafi það sem reglu að breyta þeim öðru hvoru.

LA1Z

TF3AO sendi okkur vísun á myndskeið frá klúbbstöð Álasundarhópsins, gerast ekki flottari...

Myndskeið frá LA1Z

 

Myndir frá þáttöku LA1Z í Vitahelginni í sumar, þeir höfðu um 100 sambönd, þar af 30 vita.

Aðalfundur ÍRA 2014

Aðalfundur ÍRA var haldinn laugardaginn 17. maí 2014. Ný stjórn er þannig skipuð:

formaður TF3HP, Haraldur Þórðarson.

Aðrir í stjórn eru: TF3GW, Þór Þórisson varaformaður; TF3GB, Bjarni Sverrisson ritari; TF3DC, Óskar Sverrisson gjaldkeri;  TF3KX, Kristinn Andersen meðstjórnandi; TF3TNT, Benedikt Guðnason varamaður

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

_

Meira á Skilyrðasíðunni

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 1941 October 24 2014
 • Hams in the Philippines to assist in Manila crime watch 
 • The Sun unleashes an X class flare on October 22  
 • China launches a ham radio payload to circle the moon
 • CQ clarifies policy statement in regard to Crimea in contest scoring 
 • VA announces plans for its own High Frequency radio network
 • Russia plans to launch newly designed smart mini satellites
 • How to collect cosmic rays on a smart phone 
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio 
Amateur Radio Newsline Report 1940 October 17 2014
 • Ham radio is first responder as cyclone batters India coastline
 • Russian over the horizon RADAR interfere with the 15 meter band
 • Hams on stand-by for severe weather in the Caribbean and the Pacific
 • UK Full license class holders get access to more spectrum on 2 meters
 • Ham radio moon orbiter to head into space on October 23rd
 • Guess what’s keeping a radio relay station in Hawaii from being repaired
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio
Amateur Radio Newsline Report 1939 October 10 2014
The IARU Administrative council meets to plan for WRC 2015 
A California radio amateur shares the Nobel Prize in Chemistry 
Ham radio moon mission payload on its way to China for launch 
British floater balloon B-64 is still circling the Earth
Ham radio and the scouting Jamboree on the Air October 18-19
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio
Amateur Radio Newsline Report 1938 October 3 2014
 • ARRL again asks the FCC to make ham radio primary in at 2300 to 2305 MHz 
 • WIA campaigns to save that nations 9 centimeter ham radio allocation 
 • FCC Commissioner takes a close look at the 400 MHz and up spectrum 
 • Good news for Brevard County Florida ham radio tower exemption 
 • Hollywood Celebrates Ham Radio operation brings a big surprise
 • An interesting new rover design is being tested by NASA
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio

 

 

 • No labels