Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                           

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra!                

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Sjá nánari upplýsingar með að smella hér: Hvað er amatörradíó? 

 

SAC CW um næstu helgi 20. - 21. september

 

 frá hádegi laugardags til hádegis sunnudags.

Það eru nokkrar breytingar á reglum, sjá hér: http://www.sactest.net/

"Keppnin hentar einnig vel þeim sem eru að stíga fyrstu skref í keppnisþátttöku af a.m.k. þremur ástæðum: - Hún er einungis 24 klst. - Það er ekki eins mikið kraðak á böndunum og í stærri keppnum. - Ísland er eftirsótt af stöðvum utan Skandinavíu."
73, Yngvi TF3Y http://www.tf3y.net

  

Eftirfarandi bréf barst nýlega frá TF2LL

Heimsókn til VP8LP og VP8AIP í Port Stanley á Falklandseyjum.

 

Í mars sl var undirritaður staddur á Falklandseyjum og notaði tækifærið til þess að heimsækja þau hjón Bob og Janet Mcleod sem búa í Port Stanley. Bob er með kallmerkið VP8LB og Janet er með kallmerkið VP8AIB. Á undanförnum árum hef ég haft mörg QSO við Bob og  nokkur við Janet. Og reyndar eitt QSO fyrir tilviljun tveimur dögum áður en ég fór niður eftir.  Þegar ég kom svo til Port Stenley sló ég á þráðinn og það var auðsótt mál að fá að kíkja í heimsókn. Búnaður þeirra samanstendur af Yaesu FT-5000, SPE Expert magnari og þriggja elementa SteppIR auk vaff á hvolfi fyrir 40 metrana. Í sjakknum mátti líka sjá allskonar tæki sem safnast hafa saman í tímans rás. Vegna mikilla truflana á 80 og 160 m böndunum, aðallega frá Argentínu segist Bob nánast ekkert vera á þeim böndum. Hús þeirra hjóna stendur til þess að gera hátt í brekku upp frá sjónum og á myndinni sem sýnir loftnetið er það stefnan til Evrópu, nánast allt yfir sjó nema hæðin fjærst á myndinni. Í loggnum mátti sjá mörg TF kallmerki. Bob sagði mér að hann færi nánast aldrei í loftið nema fá á sig mikla "kös " og varð ég vitni af því er hann kveikti upp á 10 metra bandinu. Þarna er leyfilegt að nota 400 wött út í loftnet en Bob sagði mér að hann notaði yfir leitt 2-300 wött og það væri yfirleitt nóg.  Á Falklandseyjum er einfalt að fá amatör leyfi. Maður  fer á pósthúsið og sækir um amatöra leyfi. Til gamans gerði ég það og fékk kallmerkið VP8DOR. Það tók 20 mínútur að fá leyfisbréfið útgefið og kostaði 20 ensk pund. Nokkrum dögum seinna hafði ég tækifæri til þess að líta til þeirra hjóna aftur og fékk að fara í loftið undir nýja kallmerkinu mínu VP8DOR. Það var við mannin mælt að allt varð vitlaust og ég hafði engann veginn undan. Þarna heyrðist nýtt kallmerki og skondið að sjá á cluster vangaveltur manna um það hver væri þarna á ferðinni. Það var mjög gaman að heimsækja þessi gestrisnu hjón. Hafi þau kærar þakkir fyrir.

 

73 de TF2LL Georg.

TF3GD og fleiri fundarmenn létt í skapi í upphafi fundar og góða skapið hélst allan fundartímann.

"Félagsfundur um réttindamál amatöra og starfshætti stjórnar – málefni sem hafa mikil áhrif á framtíðarstefnu ÍRA hér heima og einnig hvaða máli ÍRA talar á vettvangi alþjóðasamtaka radíóamatöra IARU."

Um fjörutíu félagar mættu í Skeljanesið í gær og fylltu rýmið, öll þrjú hólfin, sem ekki hefur gerst áður. Fundurinn var málefnalegur og flutti TF3GL mál sitt af mikilli röggsemi og var greinilegt að hann hafði undirbúið sitt mál mjög vel og leitað fanga víða, meira að segja út fyrir landsteinana því hann hafði hringt í nokkra formenn erlendra amatörfélaga og spurst fyrir um þeirra meðhöndlum á fjarstýringu erlendra amatöra á stöðvum í þeirra landi. Skemmst er frá að segja að sögn Guðmundur voru allir þeir sem hann ræddi við hissa á að það gæti verið nokkurt vandamál svo lengi sem menn héldu sig við þær almennu leikreglur sem stjórnvöld og samtök amatöra hafa fyrir mart löngu gefið út. TF3DX tók síðan til máls og sagði frá tilurð radíóamatöra fyrir hundrað árum síðan. Amatörar voru í reynd brautryðjendur radíótækninnar en höguðu sér eins og villt hjörð í hasarleik. Fljótlega kom í ljós að yfirvöld urðu að koma böndum á þá til að almennar þjónustur kæmust líka fyrir í radíótíðnisviðinu og þannig náðist í raun þessi staða radíóamatöra að vera fjöldahreyfing áhugamanna um allan heim sem hafa engan peningalegan ágóða af sínu áhugamáli og halda trúmálum, stjórnmálum og öðru dægurþrasi utan samskiptarammans. Villi lagði áherslu á að samstarf radíóamatöra við stjórnvöld hefði skilað okkur "óviðjanfnanlegum heimildum" til afnota af radíótíðnisviðinu án þess að borgað væri fyrir á annan hátt en að radíóamatörar leggja með starfi sínu mikilvægan þátt til samfélagsins á sviði þróunar, nýsköpunar radíótækninnar og fræðslu.

TF3GL hafði lagt fram tvær tillögur til fundarins og TF3DX lagði fram í lokin mildari tillögu sem fjallaði í stórum dráttum um það sama að okkur bæri að hafa hagsmuni allra radíóamatöra að leiðarljósi í öllum samskiptum við stjórnvöld og innan okkar eigin raða. Tillögurnar hlutu allar gott brautargengi á fundinum og síðan er það stjórnar ÍRA að vinna úr niðurstöðum. Fundarmenn voru almennt ánægðir með fundinn og skildu sáttir.

Stjórn ÍRA á miklar þakkir skilið fyrir að hafa staðið mjög vel að undirbúningi og framkvæmd fundarins. Fundarstjóri var TF3VS og ritari TF3GB.

Takk fyrir okkur.

Fyrir fundinn.

Sælir félagar.

Ég setti fyrir stuttu nýjan tengil á aðalsíðuna vinstra megin. Hann heitir "Fyrir fundinn". Þarna eru gögn sem tengjast umræðuefni fundarins næsta fimmtudag. Hvet ég alla til að kynna sér þessi gögn. 73 de TF3GB

TF3TNT, TF3HP og TF3JA sem tók myndina

Formaðurinn var mættur snemma og heitt kaffi tilbúið á könnunni um 9:30. Benni klifraði í mastrið og sá að stýrikaballinn var í sundur og festing mastursins við skorsteininn brotin. Áður var búið að meta rótorinn og ákveða að opna hann. Ákveðið var að stefna að viðgerð á fimmtudeginum í næstu viku en skv spánni á að geta verið ágætis veður þann dag utandyra. Ýmislegt vantaði til að hægt væri að fella turninn í dag og stendur upp úr að fleiri hendur þarf við það verk og einnig að slökunarbúnaður sem félagið á fannst ekki á staðnum.

ef vel er gáð má sjá slitna kapla á myndinni

mastursfóturinn er ílla ryðgaður

Aðalloftnet ÍRA í Skeljanesi þarfnast viðhalds, snúningsvélin situr sem fastast og neitar að hreyfa sig. Ýmislegt fleira verður að laga í mastrinu fyrir veturinn en fyrsta skrefið gæti verið að fella mastrið, taka loftnetið af  og gefa sér tíma til að lagfæra það sem þarf.

Slálfboðaliða vantar í Skeljanesið klukkan tíu á laugardagsmorgun til að aðstoða við að fella mastrið og taka loftnetið af. Ef allt gengur að óskum er þetta um tveggja tíma vinna. Boðið verður uppá kaffi, meðlæti og skemmtilegan félagsskap. Benni TF3TNT stöðvarstjóri stýrir framkvæmdinni og gott væri að þeir sem hafa tök á að koma til aðstoðar létu Benna vita í dag eða kvöld.

Upp með húmörinn og mætum sem flest þó ekki væri nema til að spjalla um loftnetamál ÍRA.

Húsið verður opnað og byrjað að brugga kaffið klukkan 9:30.

Stjórnin.

Fundarboð

Góðir félagar.

Stjórn ÍRA boðar hér með til almenns félagsfundar fimmtudaginn 4. september kl. 20.00. Fundarstaður verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Umræðuefnið er tillaga að ályktun sem fram kom á síðasta aðalfundi, undirrituð af TF3GL, með áorðnum breytingum. Þar er fjallað um lærlingamál, fjaraðgangsmál og fleira því tengt. Stjórnin hvetur alla félagsmenn til að kynna sér tillögur GL mjög vel, svo menn geti rætt þær á fundinum. Stjórnin hvetur félagsmenn einnig til að kynna sér það sem frá stjórninni hefur komið og vistað er á heimasíðu félagsins undir liðnum CEPT o.fl. og í fréttastraumnum á síðunni. Áréttað skal að einungis skuldlausir félagsmenn miðað við 2013 hafa atkvæðisrétt á fundinum. Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Tenglar á efni frá GL:

https://docs.google.com/document/d/1weThZPeQlkW-fVib0pWp89cT7KoVpQe7k07UfYCcGqE/edit?usp=sharing

https://docs.google.com/document/d/1n14AsZ5sWoPsxuNwIZgMqV86i3aKlNlajJpVii5Sy7Q/edit?pli=1

Tenglar á efni frá stjórn félagsins:

http://www.ira.is/download/attachments/14385650/L%C3%A6rlingsm%C3%A1l%20og%20fjara%C3%B0gangur.docx?version=1&modificationDate=1405600504000&api=v2

Fundarboð þetta verður sent á irapóstinn og tölvupóstföng allra samkvæmt félagatalinu á heimasíðu félagsins.

73 de TF3GB, ritari ÍRA.

GAREC 2014
Árleg alþjóða neyðarfjarskiptaráðstefna radíóamatöra, GAREC 2014, var haldin um miðjan ágústmánuð í Huntsville Alabama. Á ráðstefnunni var helst rætt um framtíð amatörradíóáhugamálsins og hvernig hægt væri að nýta þáttöku radíóamatöra í neyðarfjarskiptum til að efla amatörradíó. Til viðbótar venjulegri ráðstefnuvinnu við skýrslur og IARU málefni var fjallað um SATERN verkefni Hjálpræðishersins, ýmsar stafrænar mótunaraðferðir og fjarstýringu amatörstöðva. Einnig var fyrirlestur um nýtingu fjarskiptabúnaðar ýmissa herja heimsins í neyðarástandi og náttúruhamförum og byggingu sameinlegra fjarskiptamiðstöðva svipaðar þeirri sem byggð hefur verið upp í Skógarhlíð á undanförnum árum og er ein sú fyrsta ef ekki fyrsta fjarskiptamiðstöð í okkar heimi sem sameinar allar fjarskiptaleiðir og samtengingu þeirra á einum stað.

Ýmis mál og framtíðarverkefni fæddust á GAREC 2014 eins og skoðun á þörfum ýmiskonar stofnana og samtaka fyrir fjarskipti og hvernig best væri að kynna amatörradíó sem traustverðan aðila í hamfarafjarskiptum. Rætt var einnig um hvernig best væri staðið því að koma á framfæri samstundis upplýsingum til almennings um hamfarir og þróun þeirra.

Næsta GAREC ráðstefna verður haldin í júní 2015 í Tampere Finnlandi.

Nánari fréttir verða sagðar frá GAREC 2014 um leið og fundargerðir berast.

Ég held að ég tali fyrir munn allra radíóamatöra þegar ég segi frá því og fagna að í september verður kallmerkið TF4X með í SAC CW 2014 í flokknum Multi Op./Single TX/All Band [MULTI-ONE]. Þetta er nú hægt með því að tengjast við stöðina í Otradal, TF4X með Remote búnaði sem keyptur hefur verið til landsins.  Remote búnaðurinn verður í Reykjavík.

Nú er skorað á áhugasama og færa CW leyfishafa að slást í hópinn.  Þetta er einstakt tækifæri til þess að taka þátt í SAC með nýjum búnaði og nýrri tækni og kynnast því um leið hvað amatörradíó getur verið skemmtilegt.  Fyrir hina sem ekki geta tekið þátt þá eru þeir boðnir velkomnir í heimsókn til þess að skoða og þiggja kaffibolla.

73 Guðmundur, TF3SG

SAC keppnin, Morse-hlutinn er í næsta mánuði. Gerðar hafa verið breytingar á reglum keppninnar, þar sem nýir flokkar koma til sögunnar, "assisted" og "low band" flokkar. "National Team Contesting" flokkurinn er aflagður. Skilafrestur á loggum er færður niður í 7 daga.

Breytingarnar er að finna hér:  http://www.sactest.net/blog/  

Heildarreglurnar eru hér:   http://www.sactest.net/blog/rules/

73 de TF3GB

Hér er listi yfir þau mál sem tekin verða fyrir á ráðstefnunni í Varna. Einungis er sagt í grófum dráttum um hvað þau fjalla og hvaða númer þau hafa. Númeraröðin segir ekki til um mikilvægi eða neitt þess háttar. Málið er varðar athugasemdir Íslendinga við kaflann um Morse-samskipti í siðfræðibókinni er neðst á listanum.

IARU list of papers Varna 2014.pdf

73 de TF3GB

Fulltrúi ÍRA á fundi NRAU um helgina var TF3DX en fundurinn er haldinn til að samræma og undirbúa þáttöku fulltrúa norrænu amatörfélaganna í komandi IARU svæðis 1 fundi sem haldinn verður í Varna í Búlgaríu 20. - 27. september og sagt var frá á aðalfundi ÍRA í vor. Sagt verður nánar frá þessum fundi um leið og fundargerð verður opinberuð.

Viðbótarfrétt er að NRAU fundurinn samþykkti einróma að styðja íslenska málið, VA14-C3-40. Auk þess sendi FISTS klúbburinn breski stuðningsyfirlýsingu bréflega til ÍRA.... 

NRAU Meeting 2014

To Nordic Radio Amateur Union member societies. The Finnish Amateur Radio League (SRAL) has a pleasure to invite you the 2014 NRAU meeting in Porvoo (Borgå), Finland on August 15 – 17, 2014. Porvoo is a smaller town located 50 km east of Helsinki.Also, by June 15, please inform the undersigned (current SRAL IARU/NRAU liaison officer) on any changes or additional topics you wish to add to the meeting agenda. Welcome to Finland! 73's Markku Markku Toijala, OH2BQZ

Vitahelgin 2014

Heldur lítil þáttaka var í Vitahelginni hér á landi þetta árið en hins vegar virðist þáttakan hafa aukist annarsstaðar í heiminum og margir nýir vitar verið virkjaðir.

Frá formanni ÍRA af ÍRApóstinum: Kærar þakkir til ykkar sem sáuð ykkur fært að koma að Knarrarósi um helgina. Mikill vindur og vindkæling gerði útiveruna frekar óþægilega en það var samt hægt að amatörast í skjóli við vitann. Rúmlega 200 QSO náðust, á CW, PSK og SSB. Á sunnudagsmorgninum komu 3 félagar úr Björgunarfélagi Hafnarfjarðar sem jafnframt eru meðlimir í íslensku Alþóða fjarskipta/björgunarsveitinni, ICE-SAR með hluta af sínum búnaði, bæði á HF og VHF ásamt loftnetum og settu upp. Bestu þakkir til þeirra. 73 de TF3HP

Myndin sýnir, Berg, Gumma og Ingólf úr fjarskiptasveitinni og Sæla, Halla og Svan eitilharða radíóamatöra með meiru. Myndina tók TF3JA sem skrapp á staðinn og þáði þetta líka ljómandi góða kaffi að því afreki loknu.

Nokkrir óboðnir ferfætlingar komu í heimsókn á laugardagsnóttina og gerðu sér aðeins of dælt við bílana en rætt var um að ef farið verður aftur á staðinn að ári væri óvitlaust að hafa með sér rafmagnsgirðingu eða elda hrossakjötssúpu.

Vitahelgin er hafin og rétt að taka fram að í þetta skiptið verður engin sameiginleg kjötsúpa og hver og einn sér um sinn bita...

Margt var um manninn í afmæliskaffinu í gærkvöldi og verða fleiri myndir sem teknar voru þar birtar fljótlega.

TF3JON ljósmyndari ÍRA, TF3MHN QSL manager og TF3HP formaður

 

Fjölmenni í ÍRA í gær
Mikil radíóamatörstemming ríkti í Skeljanesi í gær en þar voru mættir um tíu erlendir karlamatörar, fylgisveinar kvenamatöranna sem eru staddir hér á landi til að taka þátt í alheimsráðstefnu kvenradíóamatöra. Kallarnir skiptust á um að fara í loftið og höfðu skipulagt sjálfir þann tíma sem hver þeirra átti við stöðina. Þess á milli skeggræddu þeir við ÍRA-félaga sem mættu í Skeljanesið og ekki hægt að segja annað en að vel hafi tekist til og dagurinn varð mjög skemmtilegur. Veðrið lék við okkur og fóru sumir í stutta göngutúra út frá Skeljanesinu meðan þeir biðu eftir að komast í stöðina.

Til að auka enn á ánæguna í gær í góða veðrinu tókst einum erlenda amatörnum að snúa SteppIR loftnetinu meira en heilan hring og við það slitnuðu bæði kóaxinn og stýrikaballinn. En þessi uppákoma varð til þess að gera daginn að alvöru amatörsamveru og eins og hendi væri veifað kom TF3CY, kleif mastrið og gerði við. Líkleg skýring á þessu sem ekki á að geta komið fyrir því  eins og með RR á Alfa mótorstýringin ekki að geta bilað og hugbúnaðurinn að koma í veg fyrir heilan snúning sem ekki virkaði í gær.

Seinni partinn settust flestir úr hópnum niður í setustofunni og svöruðu tveimur spurningum hver á eftir öðrum, hvers vegna varð ég radíóamatör og hvernig er hægt að fjölga virkum radíóamatörum. Ýmis sjónarmið komu fram og verulega áhugavert var að heyra hve sögurnar af upphafinu voru mismunandi og kannski verður sagt nánar frá því hér á síðunni eftir komandi aðalfund um næstu helgi.

Berlega kom í ljós að aðalsmerki radíóamatöra er hversu fjölbreytt áhugamálið er. Sumir eru CW-menn aðrir SSB og þriðji hópurin fæst við APRS, EME, WSPR og þannig mætti lengi telja.

Ánægulegt var að þó nokkrir íslenskir radíóamatörar, TF3DX, TF3SA, TF3GD, TF3HP, TF3MHN, TF3SG, TF3CY, TF3GL og TF3JA lögðu leið sína í Skeljanesið til að hitta erlendu karlamatörana eiga með þeim skemmtilega stund og njóta veitinganna, kex, kaffi, gos, ítalskar púlsur og brauð með ýmsu áleggi sem boðið var uppá. Þeir sem ekki komu misstu af miklu því þessir kallar höfu margar reynslusögur að segja okkur.

TF3VS og TF3GW voru í sérstökum verkefnum tengdum vinnustofu kvenamatöranna.

neðsta myndin var tekin á föstudeginum þar sem harðar CW konur ætluðu ekki að sleppa lyklinum

http://www.wirelesscommunication.nl/reference/chaptr03/diffrac.htm

Aðalfundur ÍRA 2014

Aðalfundur ÍRA var haldinn laugardaginn 17. maí 2014. Ný stjórn er þannig skipuð:

formaður TF3HP, Haraldur Þórðarson.

Aðrir í stjórn eru: TF3GW, Þór Þórisson varaformaður; TF3GB, Bjarni Sverrisson ritari; TF3DC, Óskar Sverrisson gjaldkeri;  TF3KX, Kristinn Andersen meðstjórnandi; TF3TNT, Benedikt Guðnason varamaður

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

_

Meira á Skilyrðasíðunni

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 1935 September 12 2014
Canada will proposes world-wide 60 meter ham radio allocation 
China announces a Lunar circling mission carrying amateur radio
Slow Scan television is back on the air from the ISS
FCC announces increase in the cost of a United States vanity callsign 
New Zealand hams to celebrate a major ham radio historical event
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio 
 
Amateur Radio Newsline Report 1934 September 5 2014
 • Japan space mission to asteroid will carry a ham radio satellite 
 • New study challenges the so-called broadband spectrum crunch 
 • DXpedition to Navassa Island within the next 18 months 
 • AMSAT-NA adds an auction at its upcoming space symposium  
 • Pirate radio causing aviation safety concerns in China
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio
Amateur Radio Newsline Report 1933 August 29 2014
 • A ham radio floater balloon makes two trips around the world
 • IARU Region One official says 23 centimeters is in jeopardy 
 • Moldavia joins the CEPT universal licensing system
 • International Lighthouse and Lightship Weekend sets a new record
 • Morse sprint will honor the memory of the late Nancy Kott, WZ8C
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio
 
Amateur Radio Newsline Report 1932 August 22 2014
 • Hams in Hawaii are ready as tropical storm Iselle heads their way 
 • The Global Amateur Radio Emergency Conference looks at the future 
 • Ham radio gets the message through when all else fails 
 • New ham radio research microsat is hand launched from the ISS 
 • A retirement community that has adopted ham radio
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio
 

 

 

 • No labels