Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                         

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra, ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi er opin á fimmtudagskvöldum 20:00-22:00. Strætisvagn, leið 12, stansar við húsið.

 ljósmynd: námskeið      

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Hvað er amatörradíó ?

K-stuðull, uppfærður.

Norðurljósa- og skilyrðaspá.

AZ-réttstefnukort.

Öllum íslenskum radíóamatörum er heimilt að nota svæðistöluna 70 í sínu kallmerki á afmælisári félagsins í stað hefðbundinnar svæðistölu.

ÍRA verður 70 ára á þessu ári.

Ágætu félagar, nýja árið, sjötugasta afmælisár ÍRA hefur hafið sína göngu og allt byrjað að vakna til lífsins eftir frekar rysjóttan fyrri hluta vetrar, jafnvel örlar á vori í lofti en við ofmetnumst ekki og hefjum starfið að nýju að loknum jólum. Lagabreytingarnefnd hefur sent okkur eftirfarandi skilaboð og við í stjórn ÍRA hvetjum sem flesta til að taka þátt og senda inn tillögur og hugmyndir að nýjum og nútímalegri lögum.

                

             ljósmynd: Jóhannes Long

Góðir ÍRA-félagar.

Minnt er á lagabreytinganefnd sem kjörin var á aðalfundi í júní 2015 í framhaldi af eftirfarandi dagskrártillögu TF3GB:

"Undirritaður leggur til að framkomnum breytingartillögum á lögum ÍRA verði vísað til 3 manna nefndar sem aðalfundur kýs sér. Nefndin hafi starfstíma til 15. apríl 2016. Nefndin taki við ábendingum og athugasemdum á starfstímanum. Móti tillögur sem verði sendar út með aðalfundarboði 2016. Bjarni Sverrisson TF3GB"

Nefndin hefir tölvupóstfangið lagabreytinganefnd-ira@yahoogroups.com og tekur þar við ábendingum og athugasemdum. Jafnframt er ráðgert að boða til fundar þar sem tillögur verða viðraðar og tækifæri gefist til umræðna og skoðanaskipta þegar líður á veturinn.

73, TF3VS, f.h. nefndarinnar

 

Um helgina verður í gangi skipulögð starfræksla og virkni á 630 metrunum og ekki ólíklegt að töluvert kraðak verði á á bandinu. Í gangi verða eitt dúsin USA stöðva og 6 Kanadískar í krossbandssamskiftum við aðra amatöra bæði í USA og Kanada. Kannski eru ekki miklar líkur á að sendingarnar heyrist til Íslands en það sakar ekki að prófa að hlusta.

Kanadískar stöðvar verða í loftinu samkvæmt eftirfarandi tímaáætlun:

Station: VO1NA(Joe) GN37 Torbay, Newfoundland
Time: 2130Z - 0130Z both Friday night (Feb 5 - 6Z) / Saturday night (Feb 6 - 7Z) plus QRSS3 / 12 WPM Beacon from 0130 – 1000Z
TX Frequency: 477.7 kHz
RX (QSX) Frequency: 3562 kHz

Station: VE7SL (Steve) CN88 Mayne Island, B.C.
Time: 0200Z - 0700Z both Friday night (Feb 6Z) / Saturday night (Feb 7Z)
TX Frequency: 473.0 kHz
RX (QSX) Frequency: 3566 / 7066 kHz

Station: VE7BDQ (John) CN89 Delta, B.C.
Time: 0330Z - 0700Z both Friday night (Feb 6Z) / Saturday night (Feb 7Z)
TX Frequency: 474.0 kHz
RX (QSX) Frequency: 3555 kHz

Station: VA7MM (Mark) CN89 Coquitlam, B.C.
Time: 0500Z - 0700Z Friday night (Feb 6Z)
          0400Z - 0800Z Saturday night (Feb 7Z)
TX Frequency: 475.0 kHz
RX (QSX) Frequency: 1801 kHz / 3574 kHz / 7062 kHz

Station: VE7CNF(Toby) CN89 Burnaby, B.C.
Time: 0300Z - 0700Z both Friday night (Feb 6Z) / Saturday night (Feb 7Z)
TX Frequency: 476.5 kHz
RX (QSX) Frequency: 1836 kHz / 3558 kHz / 7031 kHz


Station: VE3OT (Mitch) EN92 London, ON.
Time: 0000Z - 0400Z both Friday night (Feb 6Z) / Saturday night (Feb 7Z)
TX Frequency: 477.0 kHz
RX (QSX) Frequency: 3563 kHz / 7058 kHz

Allar stöðvarnar bæði í USA og Kanada óska eftir upplýsingum um móttekin merki frá þeim og nokkrar gamlar skiparadíóstöðvar verða í loftinu á Morse rétt fyrir neðan 630 metra bandið.

Hér er vísun á meiri upplýsingar  ON4KST (2200-630m) spjallsíða.

Fréttin er frá: Steve McDonald, VE7SL

Á myndunum eru Garðar, Óskar TF3DC, Matthías TF3MHN, Jón TF3JA, Ölver og Pétur. Myndasmiðurinn er Jakob TF3XON.

 

 

11 nemendur mættu af 15 sem höfðu látið í ljós áhuga á að taka þátt.

 

kennari í fyrsta tíma TF3KX fer yfir samtengingu spennugjafa...

 

 

Undir forystu TF3EK var sett upp 160 m L-loftnet í Skeljanesi fyrir helgina. Aðalhluti loftnetsins er 20 m álstöng og út frá stönginni 30 metra langur toppleggur á ská niður á við. Girðingin SV við stóru skemmuna er notuð sem mótvægi og loftnetsundirstaða. Loftnetið er tengt inn í hús um kóaxkabal sem einhverntíma hafði verið notaður til að fæða Hustler loftnet á þaki skemmunnar. Sá sem síðast gekk um þennan kabal hafði gengið vel frá endanum þannig að válynd veður og ákomur undanfarinna ára höfðu ekki náð að skemma virkni kabalsins.

Ein af þeim stöðvum sem náðist samband við í morgunsárið á sunnudagsmorgninum var þaulreyndur DXari, F5CQ.

F5CQ

TF3EO, TF3EK, TF3DC og TF3JA starfræktu stöðina og hafa núna á sunnudagsmorgninum haft rúm 30 sambönd.

SteppIR prjónn og 160 m L-loftnet

Balúnn við loftnet

TF3EO og TF3EK reisa loftnetið

15 hafa þegar skráð sig á námskeiðið sem hefst á mánudaginn kemur í húsnæði Háskólans í Reykjavík við Menntaveg 1.

Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, formaður ÍRA kynnti námskeiðið en einnig voru á staðnum stjórn ÍRA og kennarar á námskeiðinu. 

Dreift var kennsluáætlun og spurningum svarað. Hrafnkell, TF8KY, sagði frá reynslu sinni af þátttöku í námskeiði fyrir ári og hrósaði kennurum fyrir góða kennslu og framsetningu. TF3AU og TF3UA sögðu lauslega frá því efni sem þeir kenna á námskeiðinu en auk þeirra kenna TF3KX, TF3HM, TF3HRY, TF3DX, TF3HK, TF3AM, TF3GW og TF3VS. 

 

Nánari upplýsingar vegna skráningar á námskeiðið má finna hér:

Námskeið til amatörréttinda - Íslenskir radíóamatörar 2016.docx

Námskeið til amatörréttinda frá byrjun febrúar til aprílloka á sjötugasta afmælisári félagsins, 2016.

 

Farið verður yfir skipulag námskeiðsins. Námskeiðið er í Háskólanum í Reykjavík á mánudögum og fimmtudögum kl. 20 - 22. Á nokkrum sunnudagsmorgnum verður opið í Skeljanesi og nemendum boðið að æfa sig í stöð félagsins undir stjórn leyfishafa. Nýmæli á þessu ári eru að í boði verður stuðningskennsla í ríkara mæli en áður hefur verið og fjarnám. Skipulag stuðningskennslu og fjarnáms er í höndum þeirra TF3JA og Ingólfs Haraldssonar.

 

Við í stjórn félagsins, Jón, TF3JA,  Einar, TF3EK, Óskar, TF3DC, Hrafnkell, TF8KY og Guðmundur, TF3SG erum boðnir og búnir að aðstoða nemendur hvenær sem er, stefna okkar er að allir sem vilja verða radíóamatörar á afmælisári félagsins nái sínu markmiði. Félagatal.

Námskeiðsgjald er kr. 20.000. Námskeiðsgögn eru innifalin. Félagsmenn ÍRA greiða 15.000 kr. Þeir sem gerast félagsmenn við skráningu njóta lægra gjalds. Greiða má námskeiðsgjald inn á bankareikning ÍRA. Bankaupplýsingar: Reikningsnúmer er 0116-26-7783 og kennitala er 610174-2809. Vinsamlegast látið fylgja með í athugasemdardálki frá hverjum greiðslan er, nafn og kennitölu. Allar nánari upplýsingar veitir Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri ÍRA Tölvupóstfang gjaldkera: ira@ira.is Farsími: 862-3151.

Umsjón námskeiðsins er í höndum formanns ÍRA, Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA.

Friðrik Ágúst Pálmason, TF8FP, félagi okkar er látinn.

Stjórn ÍRA sendir fjölskyldu Friðriks hugheilar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans.

Góð mæting á opnu húsi í Skeljanesi í gær og mikið skrafað.

Á stjórnarfundi á miðvikudeginum var ákveðið að framlengja umsóknarfrest um námskeið til 28. janúar og auglýsa betur, 12 þátttakendur eru komnir á nemendalistann.

Opið er í kvöld í Skeljanesi frá 20 - 22, húsráðendur í kvöld eru TF3EK og TF3MHN.

Nú er rétti tíminn til að huga að þátttöku í keppnum, eftir viku verður vinsæl keppni á 160 metrum:

CQ WW 160 metra CW-keppnin hefst klukkan 22 29. janúar og lýkur klukkan 22 31 janúar.

SSB CQ WW 160 metra keppnin verður mánuði seinna.

Búið er að stytta skilatímann fyrir logga niður í fimm daga eins og kemur fram í reglum keppninnar sem eru hér.

Nýjum spennandi valkosti hefur verið bætt við og nú mega keppendur að vera með eitt og aðeins fjarstýrt viðtæki í allt að 100 metra fjarlægð frá keppnisstöðinni. Í lagi er að nota internettengt viðtæki "WebSDR" en það verður að vera innan 100 kílómetra fjarlægðarmarkanna. Þessi regla er búin til vegna þeirra sem búa venjulega við hátt suð og miklar truflanir á sendistað.

Ágætar umræður um hlustarakenni urðu á opnu kvöldi í Skeljanesi í gær. Niðurstaðan var sú að byrja að nýju á 101 og úthluta hverjum hlustara sínu númeri óháð svæðisnúmeri. Þannig fær þá hlustarinn sem nýlega bað um númer og reyndar er á Akureyri númerið 101 og notar þá kennið TF5-101 svo lengi sem hann býr á svæði 5. Gott væri ef sem flestir tjáðu sig um þessa lausn sem verður borin undir PFS og við í stjórn munum fara eftir ef ekki koma fram neinar kröftugar og rökstuddar tillögur um betri leið.

Við stefnum að félagsfundi innan skamms þar sem almennt verður fjallað um starfssemi félagsins og mikilvægt að félagar mæti þá sem flestir og taki þátt í mótun starfsins á afmælisárinu.

Við minnum líka á að námskeið er í undirbúningi og hefst fyrstu vikuna í febrúar. Nánari tilhögun og afhending námskeiðsgagna fer fram á fundi í Skeljanesi þann 28. janúar næstkomandi.

Á afmælisárinu er öllum heimilt að nota töluna 70 í stað svæðisnúmers í sínu kallmerki og í undirbúningi er að prenta sameiginlegt QSL kort afmælisársins sem verður til sölu hjá QSL-stjóra. Tillögur óskast um útlit og prentun afmælisárskortsins.

Hvernig væri að vinda sér í að koma upp WSPR stöð og taka þátt í sameiginlegu verkefni um fjarskipti framtíðarinnar um allan heim?

WSPR hugbúnaðurinn safnar saman upplýsingum um allar hugsanlegar fjarskiptaleiðir með lágmarks sendafli. Hver sending innheldur kallmerki sendis, Maidenhead staðsetningarkóða og sendiafl í dBm. Hugbúnaðurinn getur lesið merki allt niður í S/N = -28 dB hlutfall í 2500 Hz bandbreidd. Stöðvar geta sjálfvirkt sent inn upplýsingar um það sem heyrist í miðlægan gagnagrunn, WSPRnet, sem setur upplýsingar um móttekið merki inn á kort. Smelltu hér til að fara á heimasíðu verkefnisins.

Hlustarar geta að fullu tekið þátt í þessu verkefni.

Hvernig eigum við að einkenna hlustara? Halda áfram að nota TFn-xxx?

SWL er list.

 

VK5PAS

British DX club

SWARL

Námskeið til amatörprófs verður haldið á vegum ÍRA, félags Íslenskra Radíóamatöra í vetur. Kynning á námskeiðinu og afhending námsgagna verður í félagsheimili ÍRA í Skeljanesi fimmtudagskvöldið 28. janúar klukkan 20. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í námskeiðinu sendi tölvupóst ira@ira.is eða tilkynni þáttöku í GSM síma 8633399 fyrir 22. janúar. Almennt námskeiðsgjaldgjald er kr. 20.000,- en kr. 14.000,- fyrir félaga í ÍRA.

Kennt verður á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum, tvo tíma á hvoru kvöldi. Verklegar æfingar verða í húsnæði félagsins í Skeljanesi einhverja sunnudagsmorgna meðan námskeiðið stendur yfir. Ráðgert er að námskeiðið hefjist í byrjun febrúar og ljúki í apríl. Próf verður haldið um mánaðamótin apríl-maí.

 

Oddur Friðrik Helgason framkvæmdastjóri ORG ættfræðiþjónustunnar og góður granni og vinur okkar í Skeljanesi í viðtali hjá Reykjavík vikublaði sem fylgir hér með fyrir þá sem hafa áhuga.

Menningarafli dreginn að landi - ORG o.fl. Reykjavik-vikublað.pdf

Ýmislegt var rætt á opnu kvöldi í Skeljanesi í gær svo sem lagabreytingar, loftnetauppsetningar í þéttbýli og áhrif radíógeisla á mannslíkamann.

TF3WJ og TF3DT ræða um endurvarpa á 5 MHz.

English

 

Stjórn ÍRA er þannig skipuð:

TF3JA, Jón Þ. Jónsson formaður.

TF3EK, Einar Kjartansson, varaformaður.

TF8KY, S. Hrafnkell Sigurðsson ritari.

TF3DC, Óskar Sverrisson gjaldkeri. 

TF3SG, Guðmundur Sveinsson, meðstj.

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 1997 February 5 2016
 • MICROPHONE MAVEN GONE AT 95
 • WORLD WAR II CODE READER DIES
 • ARRL'S EVELYN GAUZENS, W4WYR, BECOMES SILENT KEY
 • RADIO? WHO NEEDS A RADIO ANYWAY?
 • KEYING IN ON HISTORIC PLANE'S RESTORATION
 • LEARNING THE LANGUAGE OF MORSE
 • SOUTH AFRICA'S NEXT GENERATION OF 'HAMMIES'
 • AIR CADETS BECOME LICENSED AMATEURS
 • HAMS KEEP ORDER AT NAVY FLEET REVIEW IN INDIA
 • RST ACTIVITY TAKES TO THE AIR
 • THE WORLD OF DX
 • OLD MILITARY RADIO REPORTS FOR DUTY
Amateur Radio Newsline Report 1996 January 29 2016
 • HAM RADIO AT THE READY IN EAST COAST STORM
 • STORM SHUTDOWN FOR VP8STI
 • ARRL CHOOSES NEW CEO
 • TWO SPRING HAMFESTS FOR NY'S HUDSON VALLEY
 • TAKING A 630 METERS FOR A TEST DRIVE
 • WHERE BENNY, JOLSON AND CROSBY ONCE BROADCAST
 • IN SOUTH AFRICA, LEAP TO THE CHALLENGE
 • UK HAMS GET BRAGGING RIGHTS
 • THE WORLD OF DX
 • A 'FIRST' FOR 'LAST MAN STANDING'

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 1995 January 22 2016
 • FLORIDA HAMS AND NON-HAMS GET TEAMWORK DOWN COLD
 • TAPPING INTO STRAIGHT KEY ACTION
 • THE UK'S NEWEST RECORD-SETTERS
 • A FIRST FOR A CW CONTEST
 • BANQUET TICKETS GOING FAST
 • PRELUDE TO AN AUSTRALIAN PREFIX
 • LUXEMBOURG HAMS HONOR ROYALTY
 • MAKING IT IN MUNICH
 • 10 DAYS OF CONTESTING IN IRAN
 • WORLD OF DX
 • NEW HAM CONTACT

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 1994 January 15 2016
 • PARKS ON THE AIR? OKLAHOMA IS OK!
 • LESSONS FROM HAM RADIO UNIVERSITY
 • NEW SECTION MANAGER IN MISSOURI
 • CELEBRATING CHRISTIAN FELLOWSHIP
 • SEEKING SOUTH AFRICAN NOMINEES
 • SCHOLARSHIPS A FOUNDATION OF KNOWLEDGE
 • PUERTO RICO CONVENTION FOCUSES ON EMERGENCIES
 • WORLD OF DX
 • LOVE OF BOWIE NO SPACE ODDITY

SCRIPT

AUDIO

 

 

 

 • No labels