Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                     

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra, ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi er opin á fimmtudagskvöldum 20:00-22:00. Strætisvagn, leið 12, stansar við húsið.

 ljósmynd: Séð upp Lagarfljótið frá Ullartanga, Snæþór Vernharðsson.          

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Hvað er amatörradíó ?

K-stuðull, uppfærður.

Norðurljósa- og skilyrðaspá.

Á myndunum sem teknar voru í Skeljanesi í gærkvöldi eru TF2SUT, TF3EO, TF3KY og TF3DC að fylgjast með TF3DC setja SteppIR prjóninn í gang. TF3JA tók myndirnar og TF3EK var úti á þaki að ljúka við tengingu skemmuþaksins við skerm fæðilínunnar.

 

Hugleiðingar veðurfræðings

Gengur á með suðvestahvassviðri og slydduéljum eða skúrum í dag, jafn vel stormi syðst. Snýst síðan í hvassa norðvestanátt með kvöldinu og er spáð stormi á Austfjörðum á morgun. Næstu daga verður umhleypingasamt í meira lagi og fáum við að upplifa ósvikið vetrarverður, með tilheyrandi kuldatíð, hvassviðri og fönn, sem þó getur ekki talist óalgengt á þessum árstíma. Rifja má upp að sama dag árið 1992 urðu miklir skaðar í óveðri. Þakplötur og jafn vel heilu þökin fuku af húsum í veðurofsanum, raflínur rofnuðu, bílar, bátar og annað lauslegt skemmdist einnig, þó enginn hafi orðið fyrir heilsutjóni né týnt lífi, sem betur fór.
Spá gerð: 23.11.2015 06:04. Gildir til: 24.11.2015 00:00.

Veðurspá vikunnar

Helgina 28/11-29/11 verður klúbbstöð ÍRA virkjuð í CQ WW morskeppninni undir keppniskallmerki stöðvarinnar TF3W. Stöðin tekur þátt í liðsflokknum Multi-One og verða starfræktar tvær stöðvar, ein sem höndlar kraðakið og önnur sem leitar uppi margfaldara í takt við reglur keppninnar.

Þeir 7 amatörar sem verða á lyklinum eru TF3DC, TF3EO, TF3KX, TF3SA, TF3SG, TF3UA og TF3Y.
Það hefur enn ekki verið lokað á þátttöku amatöra í keppnisliði félagsins og eru áhugasamir morsarar hvattir til að setja sig í samband við Yngva TF3Y sem heldur utan um skipulag liðsins.

Í aðdragandanum hefur verið unnin talsverð vinna í loftnetum félagsins og verður henni haldið áfram. Þar hafa þeir TF3EK og TF3JA borið kyndilinn en TF3CY hefur nú bæst í þann hóp.

Það er von félagsins að amatörar líti við í félagsheimilinu á meðan á keppninni stendur í þeim tilgangi að kynna sér starfsemina og hvetja liðið. Í fundaraðstöðu verður sett upp tölva sem gerir mögulegt að fylgjast vel með ganginum á skjávarpa auk þess sem hátalara verður komið fyrir til að gera mönnum kleift að fylgjast með "í beinni". Fyrir þá sem sækja í "fjörið" má búast við að mestur atgangur verði á tímabilinu kl. 12-18 báða keppnisdagana. Verði skilyrðin góð má búast við að það verði talsvert um krassandi DX stöðvar í loggnum.

PFS vekur athygli á reglum um CE merkingar í framhaldi af dómi Héraðsdóms Reykjaness

20. nóvember 2015

Í gær, 19. nóvember, var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness þar sem einstaklingur var dæmdur til sektargreiðslu m.a. vegna innflutnings á spjaldtölvum frá Bandaríkjunum, sem ekki höfðu áskildar CE merkingar.

Í framhaldi af þessu vill Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) vekja athygli á því að ekki er leyfilegt að flytja til landsins fjarskiptatæki sem ekki hafa CE merkingu samkvæmt reglum og stöðlum á evrópska efnahagssvæðinu.

Algengt er að leitað sé til stofnunarinnar vegna þess að fólk hefur keypt slík tæki erlendis eða á netinu og fengið send hingað til lands, án þess að fullvissa sig um að viðkomandi tæki séu CE merkt. Tollyfirvöldum er skylt að stöðva slíkar sendingar verði þau þeirra vör og PFS hefur ekki vald til að veita undanþágur frá þeim lögum og reglugerð sem um innflutning fjarskiptatækja gilda.

Sem dæmi um innflutning af þessu tagi má nefna DECT 6.0 síma sem hafa verið fluttir inn frá Bandaríkjunum og eru í notkun hér á landi. Símar af því tagi sem ekki eru sérstaklega framleiddir fyrir evrópskan markað hafa ekki CE merkingu og rekast á við evrópskt tíðniskipulag og þær tíðnir sem notaðar eru fyrir farsíma á EES-svæðinu. Talsvert hefur borið á  truflunum í farnetskerfum síma- og netþjónustufyrirtækja hér á landi af völdum DECT síma sem fluttir hafa verið inn frá Bandaríkjunum.

Þess má geta að Evrópusambandið hefur samþykkt nýja tilskipun um CE merkingar þar sem eftirlit og viðurlög eru hert frá því sem nú er.  Aðildarríki sambandsins hafa frest fram á fyrri hluta næsta árs til að aðlaga regluverk sitt að tilskipuninni. Eftir að hún hefur verið tekin inn í EES samninginn verða ákvæði tilskipunarinnar innleidd í lög og reglur hér á landi.

Sjá nánar um kaup á tækjum og CE merkingar hér á vefnum

Sjá einnig gildandi reglugerð nr. 90/2007 um þráðlausan búnað og notendabúnað til fjarskipta og gagnkvæma viðurkenningu á samræmi þeirra.

CE merkið

Við radíóamatörar höfum að vísu undanþágu frá CE merkingu við innflutning á amatörbúnaði en til þess er mælst að þegar er í boði er samskonar búnaður bæði CE merktur og án CE merkingar að við veljum frekar CE merktan búnað.

"Ertu í fyrsta skiptið að hlusta á amatörgervitungl? Til að hafa einfallt enn einfaldara, settu tíðnina 145,980 MHz í minni og stilltu á mótunarháttinn "wide FM". Tengdu stöðina við loftnet, má vera lítið húsnet, 5/8 bylgjulengd eða bara stöngin á handstöðinni... Ef þú heyrir í einhverjum og villt svara þá skalltu senda út á 435,180 MHz í "wide FM" mótunarhætti, 5 watta sendiafl ætti að duga. Mundu að nota 67 Hz sítón. Til að vita hvar gervitunglið er farðu þá á heimasíðuna sem fylgir því eftir N2YO. Þetta er auðvitað mikil einföldun  en ætti samt að duga fyrir fyrsta samband. Ef þú villt vita enn meira þá er hér ágæt lýsing  "Fox Operating Guide"." ...höfundur TF3ARI

 

Góður andi ríkti í Skeljanesi í gærkvöldi þar sem saman komu nokkrir áhugasamir keppnisamatörar til að ræða um þáttöku í CQ WW DX CW keppninni sem fram fer um aðra helgi. Ætlunin er að virkja félagsstöðina TF3W með fjölþáttöku undir stjórn Ynga, TF3Y og er opið fyrir alla sem áhuga hafa að koma og taka þátt einhvern hluta keppnistímans. Keppnin stendur yfir frá miðnætti föstudags til miðnættis sunnudags dagana 28. - 29. nóvember. Opið hús verður í Skeljanesi fyrir þá sem vilja koma og fylgjast með miklum keppnisamatörum handleika lykilinn, heitt kaffi verður á könnunni og tilvalið að koma við á heilsubótargöngunni sunnan við flugvöllinn og borða nestið sitt.

Undanfarið hefur verið unnið að bætingu Fritzel-loftnetsins í Skeljanesi og að öðrum ólöstuðum hefur, Einar, TF3EK verið leiðandi verksins og unnið mikið af því sem gert hefur verið sjálfur. Á myndinni er Einar að vinna við að fínstilla virka stak loftnetsins. Fritzel loftnetið er afmælisgjöf frá Stefáni, TF3SA á 60 ára afmæli ÍRA 2006 sem minnir okkur á að á næsta ári er 70 ára afmæli ÍRA. Bjarni, TF3GB setti Fritzel loftnetið upp fyrr á þessu ári og hefur loftnetið virkað vel og staðið af sér ýmis válynd veður. Næstu daga verður áfram unnið við að setja upp ýmis loftnet í Skeljanesi og eru félagsmenn hvattir til að koma og taka þátt í þeirri vinnu.

Alþjóða tíðniráðstefnan, WRC-15, hófst í dag í Genf og stendur til 27. nóvember. Tíðniráðstefnan er haldin fjórða hvert ár undir stjórn ITU, alþjóða fjarskiptasambandsins. Á ráðstefnunni eru teknar ákvarðanir um notkun tíðnisviðsins. Ein af tillögunum sem liggja fyrir ráðstefnunni er um úthlutun á 5 MHz, 60 metra bandi til radíóamatöra. Vitað er að ekki eru allar þjóðir sáttar við þá tillögu og verður áhugavert að fylgjast með framvindu málsins. Ýmsar útfærslur á tillögunni hafa verið reifaðar og á heimasíðu ITU er upplýst að ein útfærslan sé samevrópsk tillaga  um víkjandi úthlutun á 5350-5450 kHz til handa amatörum.

 

Á fjölmörgum heimasíðum félaga og klúbba radíóamatöra er að finna umfjöllun um ráðstefnuna og þær tillögur sem lagðar verða fram. Ekki er laust við að nokkurs titrings gæti í fjarskiptaheiminum enda farið að örla á auknum kröfum um opin tíðnibönd fyrir ýmis konar starfssemi.

Christer Jonson, SA0BFC, skrifar í sænska blaðið ESR Resonans, áhugaverða grein um ráðstefnuna.

Fullt hús á opnun ITU's Alþjóða radíófjarskiptaráðstefnunnar í dag, þar voru fulltrúar frá rúmlega 160 þáttökuþjóðum og að auki frá yfir 130 fyrirtækum og félögum.
Fylgist með á www.itu.int/en/newsroom/wrc15 og Twitter ?#‎WRC15?.

Fyrir einhverjum mánuðum síðan brotnaði loftnetið á Pétri og féll niður á milli húsa á Skálafelli. Í gær fóru nokkrir amatörar á Skálafellið til að setja upp annan endurvarpa og settu þeir loftnet Péturs upp aftur. Satt best að segja hefur Pétur aldrei verið frískari þannig að ljóst má vera að fallið og endurreisnin hafa ekki valdið neinum skaða nema síður sé. Við vonumst til að fá fljótlega fréttir af nýja endurvarpanum.

Fimmtudagskvöldið 29. október flutti TF3EK gott erindi um vind og áhrif vinds á mannvirki. Vísun á erindið, Vindur TF3EK. Mættir voru 11 félagar og sá 12. kom stutt í dyragættina. Til gamans er hér línurit sem sýnir að 10 mínútna meðalvindhraði mældur á Reykjavíkurflugvelli var um 8 m/s þegar Einar var að halda sína tölu og að vindurinn gustaði í 14 m/s. Fjörugar umræður urðu að loknu erindinu um vindhraða og lofnet og reyndar líka mætingu félaga sem hefði mátt vera betri á undanförnum þremur fimmtudagskvöldum þar sem þrjú frábær erindi hafa verið haldin í Skeljanesi. Fyrstur kom TF3UA og leiddi okkur inní veröld aukins flutningshraða á símastrengjum, næstur kom TF3Y og kynnti fyrir okkur Loggbók heimsins og núna síðast TF3EK með erindið um vindinn.

Mætingin leiðir vissulega hugann að háum aldri félagsmanna og staðsetningu félagsaðstöðunnar, allavega hefur ekki verið skortur á gæðum þessara þriggja fyrirlestra.

Vindhraði á Reykjavíkurflugvelli í október 2015 af heimasíðu Veðurstofunnar.

 

Einar ætlar að fjalla um: Loftnet og vind.

Á Íslandi er vindasamara en víðast annarsstaðar  á byggðu bóli. Þetta getur valdið því að loftnet sem endast bærilega annarsstaðar þola ekki Íslensk vetrarveður. Skoðað verður hvernig hægt er að meta áhrif vinds á mismunandi útfærslur af loftnetum, möstrum og turnum.

Mat vindhraða eftir Beufort-kvarða

StigHeitim/sÁhrif á landi
0Logn0-0,2Logn, reyk leggur beint upp.
1Andvari0,3-1,5Vindstefnu má sjá af reyk, flögg hreyfast ekki.
2Kul1,6-3,3Vindblær finnst á andliti, skrjáfar í laufi, lítil flögg bærast.
3Gola3,4-5,4Breiðir úr léttum flöggum, lauf og smágreinar titra.
4Stinningsgola5,5-7,9Laust ryk og pappírssneplar taka að fjúka, litlar trjágreinar bærast. Lausamjöll byrjar að hreyfast.
5Kaldi8,0-10,7Lítil lauftré taka að sveigjast. Freyðandi bárur á stöðuvötnum. Lausamjöll hreyfist.
6Stinningskaldi10,8-13,8Stórar greinar svigna. Hvín í línum. Erfitt að nota regnhlífar. Lágarenningur viðvarandi.
7Allhvass vindur13,9-17,1Stór tré sveigjast til. Þreytandi að ganga á móti vindi. Skyggni slæmt í snjókomu. 
8Hvassviðri17,2-20,7 Trjágreinar brotna. Erfitt að ganga á móti vindinum. Menn baksa á móti vindi. Skyggni í snjókomu verður lítið sem ekkert. 
 9Stormur20,8-24,4 Lítilsháttar skemmdir á mannvirkjum. Varla hægt að ráða sér á bersvæði. Glórulaus bylur ef snjóar.  
 10Rok24,5-28,4 Fremur sjaldgæft í innsveitum. Tré rifna upp með rótum, talsverðar skemmdir á mannvirkjum.  
11Ofsaveður28,5-32,6 Miklar skemmdir á mannvirkjum. Útivera á bersvæði hættuleg. Rýfur hjarn, lyftir möl og grjóti.  
12Fárviðri>=32,7

Allt lauslegt fýkur, þar á meðal möl og jafnvel stórir steinar. Kyrrstæðir bílar geta oltið eða fokið. Heil þök tekur af húsum.

Skyggni oftast takmarkað, jafnvel í þurru veðri.

Nöfn vindstiga og greining veðurhæðar

Trausti Jónsson 21.11.2007

Veðurhæðar er nú að jafnaði getið í hraðaeiningunni metrar á sekúndu (m/s) enda er hann nú mældur með hraðamælum. Áður var notast við mat sem byggðist á svokölluðum Beaufort-kvarða. Kvarðinn sá hefur lengst af verið 13 stiga, lægst núll, hæst 12. Við matið var notast við töflu sem ber áhrif vindsins saman við mældan vindhraða. Beaufort-kvarðinn var upphaflega þróaður til notkunar á sjó og á seglskipum þar sem sjá mátti áhrif vinds á segl og sjávarlag við mismunandi vindhraða. Mat á áhrifum vindsins á landi hefur ætíð verið vandasamara. Vindhraðamælar voru lengi sjaldgæfir hér á landi, enda eru þeir dýrir.

 

"Eins og margir vita þá fór fram um helgina hin árlega CQ WW SSB keppnin. Ég, ásamt Georg, TF2LL, tókum þátt í M/S flokki frá heimili Georgs og kallmerki hans notað. Okkur gekk vel eins og meðfylgjandi mynd sýnir, en hefðum e.t.v. getað náð í fleiri margfaldara. En þetta var ansi gaman, og ekki alveg laust að maður sé aðeins rámur í dag. Árangurinn er líklega 2. besti í þessum flokki í Zone 40, hingað til. 73 Sæli TF3AO"

Myndin af loftnetinu var tekin seinni part sunnudags.

Taflan sýnir árangur þeirra Ársæls og Georgs á kallmerkinu TF2LL.

Fleiri stöðvar tóku þátt í keppninni og virtust skilyrðin vera nokkuð góð, meira verður sagt frá þáttöku TF-stöðva í keppninni síðar.

 

Yngvi, TF3Y fór yfir og skýrði LoTW þjónustuna sem rekin er af ARRL. Notendahópurinn fer sífellt stækkandi og kom fram hjá Yngva að búast mætti við um 50% staðfestingarhlutfalli sambanda sem hlaðið er inn í kerfið. Yngvi fór einnig yfir og sýndi aðrar QSL þjónustur og möguleika sem þar eru í boði, svo sem: Clublog, eQSL og Global QSL. Kom fram í máli Yngva að sjálfur gæfi hann mönnum kost á slíkum rafrænum staðfestingum en svaraði einnig og sendi QSL á pappír til þeirra sem eftir því óskuðu eða sendu kort til ÍRA Bureau. TF3Y var skráður á heiðurslista ARRL (ARRL Honour Roll) árið 2013 og er nú skráður þar með 332 DXCC-lönd staðfest af þeim 340 löndum sem eru á DXCC listanum. 

Vísun á erindið.

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið í Skeljanesi fimmtudaginn 22. október kl. 20:15. Yngvi Harðarson, TF3Y, mætir með erindi sitt: „Logbook of the World" (LoTW); hvar og hvernig? Yngvi kynnir hvernig unnt er bera sig að við að skrá kallmerki sitt inn í gagnagrunninn. Hann mun einnig sýna hvernig farið er að því að senda dagbókargögn til ARRL og síðan hvernig menn fletti upp í eigin gögnum í fjarskiptadagbókinni í grunninum. Logbook of the World er stórsniðugt fyrirbæri sem gerir amatörum kleift að fá nær samstundis staðfestingu á samböndum sínum og losar um talsverðan þrýsing vegna pappírskorta.

Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA, fjallar um tæknilausnir sem nýttar eru til háhraðatenginga um símalínur, kóax og ljósleiðara. Slíkar tengingar eru einkum notaðar fyrir internetsambönd og gagnvirkt sjónvarp með IP tækni. ADSL og VDSL verður lýst, sem og DOCSYS og mismunandi útfærslum ljósleiðaraneta. Farið verður yfir ástæður þess að mörg mismunandi kerfi eru í notkun og hugsanleg áhrif slíkra kerfa á amatör radíó rædd.

Háhraða tengingar um fastlínu.pdf

English

 

Stjórn ÍRA er þannig skipuð:

TF3JA, Jón Þ. Jónsson formaður. 

TF8KY, S. Hrafnkell Sigurðsson ritari.

TF3DC, Óskar Sverrisson gjaldkeri. 

TF3EK, Einar Kjartansson, meðstjórnandi. 

TF3SG, Guðmundur Sveinsson, varamaður.

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 1986 November 20, 2015
 • BAD LUCK (AGAIN) AT THE FCC
 • BOBBY BEST SKYWARN STORY
 • 100 YEARS AND GOING STRONG
 • NO SECRECY OVER NATIONAL PARKS EVENT
 • NO CONTEST, N1MM'S A WINNER
 • TRYING TIMES IN THE ANTARCTIC
 • WINTER FIELD DAY: GETTING IT DOWN COLD
 • OREGON ARES OUSTER
 • THE WORLD OF DX

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 1985 November 13, 2015
 • MEDIUM WAVE, MAXIMUM ENTHUSIASM
 • ARISS: TOWARD NEWER HORIZONS
 • LICENSE CHANGE FOR SOUTH AFRICA'S YOUNGEST HAMS
 • USING MICROWAVES AS A MAGNET
 • NOW ON TO 60 METERS
 • NAMES IN THE NEWS
 • HAMS IN THE HALL OF FAME
 • THE WORLD OF DX
 • RERUNS IN SPACE OR... RADIO REDUX?

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 1984 November 6, 2015
 • CORONAL MASS EJECTIONS? SUPERSIZE ME!
 • ARTS, CRAFTS & QSOS IN ARIZONA
 • IN ARIZONA, QUESTIONS ABOUT QUAKES
 • CAREERS IN HAM RADIO
 • MY FAVORITE MARSH-MAN
 • SOUTH AFRICA DRILLS FOR DISASTER
 • 83 YEARS OF HAM RADIO
 • NATIONAL PARK COME ALIVE
 • AUSTRALIAN HAMS ARE PUT ON NOTICE
 • FROM POLAND TO NORTH KOREA
 • THE WORLD OF DX
 • THE ULTIMATE CHAT

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 1983 October 30, 2015
 • URGENCY AFTER EARTHQUAKE
 • HAMS PREPPED FOR PATRICIA
 • THE FOX RETURNS, SAREX MAKES AN EXIT
 • PARADISE LOST?
 • TEAMWORK FOR THE TRIBES
 • CME: THIS IS ONLY A TEST BUT...
 • AN OREGON CITY'S TOWERING ISSUE
 • DICTIONARY WANTS TO FIND THE RIGHT WORDS
 • NAMES IN THE NEWS
 • SPECTRUM SPECULATION
 • THE WORLD OF DX
 • HAMS AGAINST HALLOWEEN HUMBUG

SCRIPT

AUDIO

 

 

 • No labels