Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                            

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra, ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi er opin á fimmtudagskvöldum 20:00-22:00. Strætisvagn, leið 12, stansar við húsið.

 ljósmynd: Lagarfljót, Egilsstaðir, Gísli Örn Arnarsson             

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Hvað er amatörradíó ?

K-stuðull, uppfærður.

Norðurljósa- og skilyrðaspá.

Vísun á uppsprettu fréttarinnar.

8. október 2015 skrifar Larry W2LJ:

Þeir ætla eftir allt að reyna endurkomu.


Ég er viss um að mörg ykkar fengu sama tölvupóst rétt í þessu. Ég verð að viðurkenna að ég hélt að um væri að ræða gömlu tugguna "Við erum að byrja aftur" sem ekkert væri á bak við en þarna reyndist vera eitthvað bitastætt. Það lítur út fyrir í fyrstu verði í boði AM útvörp ásamt íhlutum í tæki sem fyrir eru eins og HW-8 og veðurstöðvarnar frá Heathkit.
HW-8
Hér er framboðið: Heathkit
Augljóslega er framboðið takmarkað en allar langar göngur byrja á einu skrefi. Við skulum anda rólega áður en við dæmum, bíðum og sjáum hvernig þeim reiðir af.
72 de Larry W2LJ QRP - er alltaf best.

SAC CW 2015 er lokið og skilyrðin voru betri á sunnudeginum. Jafnvel náðust sambönd milli heimsálfa á 10 metrunum og við getum verið ánægð með að mörg ykkar gáfust ekki upp heldur hélduð út allan keppnistímann. 

robot-312566_1280

SAC Róbótinn vildi ekki sýna mynd af sér en sendi þetta listaverk í staðinn.

Fyrstu fimmtán mínúturnar eftir að keppninni lauk kvartaði SAC Róbótinn yfir síðustu klukkutímunum í loggunum ykkar. Vandamálið var að við höfðum gefið SAC Róbótanum upp ranga tímasetningu á keppnislokin.  Keppnislokin voru sett á klukkan 12:15 UTC. Ef þið lentuð í vandræðum með að Róbótinn samþykkti ekki síðustu klukkutímana í ykkar skráningu getið reynt að setja þann hluta inn aftur en ef þið urðuð ekki vör við nein vandræði þá er ekki þörf á að setja loggana inn aftur. Vinsamlega skoðið og staðfestið uppgefið skor ykkar á Claimed Score menu.

SAC stýrihópurinn fer yfir alla innsenda logga og leiðréttir villur Róbótans ef einhverjar eru.

......

Hugmyndir er á kreiki um að virkja TF3IRA í komandi SSB hluta SAC. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt og vera við félagsstöðina hluta keppnistímans er bent á að hafa samband við einhvern stjórnarmanna ÍRA.


Knarrarósviti þar sem ÍRA félagar hafa haft aðstöðu undanfarin ár um Vitahelgina fær nýtt hlutverk samkvæmt meðfylgjandi frétt en í henni koma líka fram upplýsingar um vitann.

Sjá nánar: http://www.cqwwrtty.com/rules.htm.

Sæli, TF3AO hefur þýtt og skrifað leiðbeiningar: "Að byrja RTTY keppnisferilinn" sem finna má á heimasíðu ÍRA: http://tinyurl.com/psn3wdd.

Besta skor hjá íslenskum stöðvum í CQWW RTTY

Refirnir eru magnaður keppnishópur 

 

frá TF3DC barst eftirfarandi frétt:

Virkni frá TF miðað við lauslega könnun og raðað eftir ástundun eða spottun:

TF3SA

TF3GB

TF3DC

TF3CW

TF3EO

 ... og alls ekki útilokað að fleiri TF stöðvar hafi haft sambönd í keppninni.

Fleiri TF stöðvar voru virkar um helgina eins og erlendir gestir á CEPT leyfum. En þær tóku ekki þátt í keppninni en voru á WARC böndum og öðrum mótunarháttum. Mikil munur er á skilyrðum frá/til okkar og hinna Norðurlandanna. Þannig virtust um tíma nokkrar norskar og danskar stöðvar vera á góðu skriði miðað við gefin raðnúmer.

73 de Óskar/TF3DC

SAC SSB hlutinn verður helgina 10-11 octóber 12.00 – 11.59 UTC.

"Félagsmaður ÍRA, TF8KY Keli og kollegi SA6MIW/A65DC Martin, frá Svíþjóð en búsettur í Dubai settu upp fjarskiptastöð í hótelherbergi á 7. hæð í Stokkhólmi í síðustu viku. Þeir notuðu gamlar og góðar stöðvar, ICOM IC-735 og Kenwood TS140S. Þetta eru litlar stöðvar um 5 kg hvor sem auðvelt er að hafa með í ferðatösku. Skilyrðin voru slæm flesta dagana. Þó opnuðust böndin á fimmtudagskvöldið 10. sept. og 30 QSO náðust á SSB og PSK63 á þeim stutta tíma sem til aflögu var eftir langan vinnudag. QSO voru tekin samtímis á 20m og 15m án vandræða þó ekki væri nema um 3 metrar á milli loftneta, enda báðar stöðvar með heimatilbúnar bandpass-síur á fæðilínum. Engin tuner var til staðar en báðar stöðvarnar voru tengdar telescopic loftnetum á svölum hótelherbergisins með jörð í svalahandriðinu. Lengd loftnetanna var aðlöguð að hvoru bandi fyrir sig með hjálp RigExpert. 5/9 report fengust frá flestum stöðvum víðsvegar í heiminum, þar á meðal frá Brasilíu og Falklandseyjum. Vísun á myndir er hér neðar en myndirnar eru frekar dimmar. Ljósin í hótelherberginu voru höfð slökkt því þarna voru led ljós sem ullu a.m.k. +2 s-einingum af óæskilegu suði."

sjá myndir: QTH Stokkhólmur

Von er á gestum í heimsókn í Skeljanes á fimmtudagskvöld.

... skrifar Jeff Davis, KE8V í fréttabréfinu Calling CQ í gær:

"Ertu ósáttur við ömurleg HF skilyrði uppá síðkastið? Þú ert ekki einn um það, við erum öll að bíða eftir betri skilyrðum þó að ég geri ekki ráð að skilyrðin að batni mikið í september. Kannski munu lágu böndin byrja að lifna við eftir nokkrar kaldar, langar nætur í október?

Ljósið í myrkrinu eru 160 og 80 metra böndin. Lágu böndin eru í raun að byrja að glæðast um þessar mundir og ekki úr vegi að taka til hendinni við búnað stöðvarinnar, loftnet og tæki áður en vetur konungur gengur í garð.

En það er líka nóg af öðrum óvæntum valkostum sem eiga skilið okkar athygli. Við erum ótrúlega lánsöm að hafa aðgang að breiðum VHF, UHF og hærri tíðnisviðum. Bjartsýnar áætlanir um komandi gervihnetti eru að nálgast hámarkið. D-STAR, DMR og Fusion endurvarpakerfi halda áfram að stækka. Sambönd með hjálp loftsteinatvísturs og með endurkasti frá tunglinu halda áfram og er hugbúnaður til slíkra fjarskipta í hraðri þróun.

Núna gæti verið rétti tíminn til að auka fjölbreytni þína í áhugamálinu - reyna nokkra nýja valkosti.

Radíóamatörsviðið er eins og stórt tjald fyllt af gleðigjöfum. Þar eru vissulega einnig hindranir en þær hvetja okkur til þess að vera í fararbroddi við að leita nýrra og betri aðferða til að ná radíósamböndum yfir lengri leiðir. Að leysa vandamálin er í raun eina leiðin og þess vegna þróum við radíóáhugamálið þegar upp koma aðstæður eins og núna sem takmarka hefðbundnar fjarskiptaaðferðir radíóamatöra.

Við aðlögum okkur að breyttum aðstæðum og við blómstrum allir nema þeir sem eru of þrjóskir til að gera aðrar ráðstafanir þegar gamla aðferðin bregst - dagar þeirra eru taldir."

Svo mörg voru þau orð, frjálslega þýdd.

Hér er dæmi um gott loftnet á 80 metrunum, byggt á 18 metra fiberstöng.

Hlekkur á leiðbeiningar.

Hlekkur á 40/80 metra lóðrétt loftnet.

Talið er líklegt að þrjú eldflaugaskot með nokkrum amatörgervihnöttum séu komin á áætlun á næstu vikum í Bejing.


Uppskotin hafa verið til umræðu á kínverskum vefsíðum undanfarið.

Þann 19. september er áætlað að skjóta upp  nýju CZ-6 eldflauginni frá Taiyuan. Innanborðs verða níu gervihnettir sem allir verða með einhverskonar amatörbúnaði. Sex XW-2 gervitungl munu bera 435/145 MHz SSB / CW sendi/viðtæki. LilacSat-2 veður með 145/435 MHz FM svarsendi ásamt APRS. DCBB gervitunglið verður með 9600 bps GMSK merkja-sendi/viðtæki á bæði 145 og 437 MHz. NUDT-Phone-Sat verður með 437 MHz 9600 bps FSK mæligilda/skilaboða-sendi.

Önnur ný eldfkaug, CZ-11, er fyrsta kínverska fastefnis-eldsneytis eldflaugin. Í áætluðu eldflaugarskoti frá Jiuquan þann 25. september verða þrír gervihnettir með amatörbúnað: Tianwang-1A (TW-1A / SECM); Tianwang-1B (TW-1B / NJUST-2); Tianwang-1C (TC-1C / NJFA-1). Þeir voru þróaðar í "Shanghai Engineering Center" fyrir örgervitungl.

Áætlað er að skjóta á loft Jilin-1  geimstöðinni þann 5. október frá Jiuquan með CZ-2D eldflaug og talið líklegt að þar um borð muni vera einhver amatörradíóbúnaður.

Sjá: Weibo  amatörar .

Umræðuvefur um þessar áætlanir: Uppskotaumræður .

Sjá umfjöllun um XW-2, LilacSat-2, DCBB og NUDT-Phone-Sat gervitunglin: Gervitunglaumræður

Hér hef ég tekið saman eftirfarandi leiðbeiningar og upplýsingar um notkun viðskeyta við Íslensk kallmerki. Ég kýs að kalla þetta leiðandi leiðbeiningar og vona að sem flestir nýti sér þannig að hér á landi verði viðskeytin notuð með samræmdum hætti.

Leiðandi leiðbeiningar um notkun viðskeytis við Íslensk kallmerki.

P = Portable = Burðarstöð, handstöð.

M = Mobile = Farstöð á landi.

AM = Areonautical Mobile = Farstöð um borð í loftfari.

MM = Maritime Mobile = Farstöð um borð í skipi eða bát.

Svæðisnúmer. Svæðisnúmerin eru :  1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 0.

/P : Viðskeytið er  notað þegar viðkomandi ber með sér búnaðinn. T.d.  gönguferðir, fjallaferðir.  

/M : Viðskeytið ávallt notað úr bíl eða öðru fararæki á landi þar sem búnaðurinn er tengdur farartækinu. Mælt er með því að nota / svæðisnúmer ef loftnetið er ekki á farartækinu.

/AM :  Viðskeytið notað  þegar búnaðurinn er um borð í loftfari á flugi.

/MM : Viðskeytið notað þegar búnaðurinn er um borð í skipi eða bát. Huga þarf að heimildum í lögsögu annarra ríkja.

/ Svæðisnúmer :  Viðskeytið notað þegar Stöðin er sett upp tímabundið utan heimastöðvar og viðskeytin að ofan eiga ekki við.

Skýring :

Viðskeytið /P  er notað þegar viðkomandi er á ferðalagi og búnaðurinn flokkast til ferðabúnaðar, t.d. borinn með sér í bakpoka eða á annan hátt, svo sem handstöð, talstöð, aflgjafi, loftnet ofl. Loftnetið getur verið hvort heldur sem er stöng eða vír sem er strengdur út frá áningarstað viðkomandi, hvort heldur er t.d. tjald eða fjallaskáli. Maður á ferð með handstöð t.t. göngu, - eða á reiðhjóli, myndi nota viðskeytið /P.

Viðskeytið /M er notað úr bíl eða farartæki á landi . Æskilegt er að  nota / svæðisnúmer þegar búnaður í bíl er notaður og loftnetið sett upp úti fyrir bílnum.

Viðskeytið / svæðisnúmer á að nota þegar viðkomandi leyfishafi dvelur tímabundið á svæði fyrir utan sitt eigið QTH.  Setji leyfishafi upp stöð fyrir utan aðsetur / heimili en innan sama svæðis ætti hann því að nota t.d TF2LL/2.  Þarna kemur skýrt fram í kallmerkinu að viðkomandi sé að starfrækja stöð fyrir utan sitt aðsetur en á sínu svæði. Sumir, ekki síst í öðrum löndum hafa kosið að nota /P í svona tilfellum.

Í stuttu máli :

Nota viðskeytið /P þegar um er að ræða léttan ferðabúnað.

Nota viðskeytið /M þegar búnaðurinn er tengdur í farartæki á landi.

Nota viðskeytið /AM þegar búnaðurinn er í loftfari á flugi.

Nota viðskeytið /MM þegar búnaðurinn er í skipi eða bát.

Nota viðskeytið / Svæðisnúmer er þegar viðkomandi hefur tímabundna dvöl í sumarhúsi, hjólhýsi, bíl og hefur sett upp fast loftnet. ( á jörð, í tré og eða þak )

73 de TF2LL Georg Magnússon.

Tengill á skjalið: Viðskeyti

TF3CY spottaður í nótt: 

"Já, ég var með nokkur sambönd. Tunglið er nálægt jörðu núna og á hljóðu svæði, þannig það ætti að vera gott að hafa sambönd. En þessir sólstormar hafa töluverð áhrif. Var að veiða HV0A sem er í loftinu um helgina."

DD0NM:

EME búnaður, heimsmíðað loftnet 2 x 10 staka DK7ZB, IC735 , Kuhne TR 144 H +40 , 300 Wött út,

DD0NM, Fred segir á sinni heimasíðu:  53 DXCC Countries á tæpum tveimur árum á 2m EME og þar af  23 staðfest:

7Q, C6, DL, EA, G, HA, HB, I, JA, OE, OH, OJ0, OK, PA, R, S7, SM, SV, UR, VP8\F, W, ZL, ZS

Það er ýmislegt hægt að gera þó K-stuðullinn sé hár og engin HF skilyrði.

 

 

Að venju verður opið í Skeljanesi í kvöld. Eitthvað hefur safnast fyrir af dóti, tækjum sem menn hafa af sinni velvild gefið félaginu en nú er komið að því að hreinsa til og verður kerra á staðnum. Þeir sem vilja skoða þetta gamla dót geta valið úr því það sem þeir vilja en öðru verður hent á miðnætti.

Stjórnin

Við óskum nýjum leyfishöfum á árinu 2015 til hamingju 

og bjóðum þá velkomna.


 

TF3BRT

Björgvin Rúnar Þórhallsson

Hafnarfjörður

TF3OA

Óskar Aðalbjarnarson

Hafnarfjörður

TF8KY

Sigurður Hrafnkell Sigurðsson

Vogar

TF3DT

Þórður Adolfsson

Reykjavík

TF3NH

Njáll Hilmar Hilmarsson

Reykjavík

TF3CO

Stefán Haukur Hjörleifsson

Hafnarfjörður

TF3LM

Jón Guðmundur Guðmundsson

Reykjavík

TF1INN

Guðmundur Birgir Pálsson

Selfoss

TF3HB

Hörður Bragason

Reykjavík

TF8KP

Krzysztof Przybylski

Reykjanesbær

TF3FAN

Árni Páll Haraldsson

Garðabær

 


Í gær snemma morguns fóru þrír félagar í ÍRA, reyndar allir í stjórn félagsins af stað og settu upp tjald með leyfi Menningarnætur, loftnet og stöð á svæði syðst og vestast í Hljómskálagarðinum. Sótt var um leyfið með mjög skömmum fyrirvara þannig að nú reyndi á hvað hægt væri að gera án mikils undirbúnings.  Án þess að fara út í smáatriði þá tókst þessi tilraun mjög vel og allir sem samskipti voru höfð við hjá Reykjavíkurborg vildu allt fyrir ÍRA gera. Farið var í þessa tilraun á síðustu stundu í ljósi þess að í mörg ár hefur verið talað um innan ÍRA að taka þátt í Menningarnótt eða öðrum slíkum viðburðum til þess að kynna áhugamálið og til þess að hafa gaman af áhugamálinu en herslumuninn hefur vantað. Í lok dags var tjaldið tekið niður í ausandi rigningu en verður sett upp aftur í Skeljanesi til að þurrka tjalddúkinn klukkan 11 í dag á sunnudegi. Í ljós kom við lestur leiðbeininga að einn maður getur sett þetta frábæra tjald upp einn og einsamall ef rétt leið er farin. Þakkir til allra sem komu í heimsókn og sérstakar þakkir fá þeir sem komu um morgunin, lánuðu loftnet, settu upp og aðstoðu við uppsetningu tjaldsins.

Tilraunin tókst vel og er góður undirbúningur fyrir næsta ár, afmælisárið.

TF3EK og afadrengur, TF3CE, TF3KY og sonur.

TF3FIN, TF3DT, TF3EK, TF3LM

 

K7SP, Stephen G Protas, heimsótti Skeljanesið í gær. Stephen er í helgarferð á Íslandi með sambýliskonu sinni, þau búa í Arizona, USA.

K7SP við sína heimastöð...

...

K7SP, Stephen og TF3DC, Óskar

English

 

Stjórn ÍRA er þannig skipuð:

TF3JA, Jón Þ. Jónsson formaður. 

TF3FIN, G. Svanur Hjálmarsson varaformaður.

TF8KY, S. Hrafnkell Sigurðsson ritari.

TF3DC, Óskar Sverrisson gjaldkeri. 

TF3EK, Einar Kjartansson, meðstjórnandi. 

TF3SG, Guðmundur Sveinsson, varamaður.

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 1980 October 9, 2015
 • WATCHING THE WEATHER
 • WEBSITE WOES
 • SCOUTS TAKE TO THE AIR
 • HAMVENTION INTERVENTION
 • PARTYING, NEW YORK STYLE
 • ROLL CALL FOR MILITARY CONVOY
 • LICENSE NUMBERS ARE DOWN, DOWN UNDER
 • THE WORLD OF DX
 • SOME KIND OF SUMMIT

SCRIPT

AUDIO

 

Amateur Radio Newsline Report 1979 October 2, 2015
 • WES SCHUM DEATH/TRIBUTE
 • PERRY WILLIAMS, SILENT KEY
 • PHISHING
 • UPSET OVER THE UPGRADE
 • RETIRING AT 88
 • DON’T KEEP YOUR OPINION TO YOURSELF
 • ELMERS FOR ETHIOPIA
 • DIFFERENT KIND OF CONTEST
 • CALIFORNIA HERE WE COME
 • PA QSO PARTY
 • PIG REVISITED
 • HE DIDN’T NEED ANY JUMPER WIRES
 • RUSSIAN DIGITAL CHALLENGE
 • THE WORLD OF DX
 • YOU THINK YOU HAD A BAD DAY?

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 1978 September 25, 2015
 • TWO SILENT KEYS LOST TO TRAGEDIES
 • FIGHTING ALS
 • NO HAM IS AN ISLAND
 • RAMPING UP AGAINST RADIO INTRUDERS
 • AT THE END OF THE PAPER TRAIL
 • LICENSE CHANGES OVERSEAS
 • WHEN PIGS FLY
 • YLS and XYLS ARE “ALL EAARS”
 • DXPEDITION ON THE MOVE
 • HAM AND CB: WHEN TWO WORLDS COLLIDE
 • BIG BUSINESS IN BALI
 • NEW UNITY FOR ALBANIAN HAMS
 • THE WORLD OF DX
 • THE CODE OF SISTERHOOD

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 1977 September 18, 2015
 • BREAKING NEWS: HAMS HELP AT CALIFORNIA WILDFIRE
 • WELCOMING POPE FRANCIS
 • CREW BACK HOME ON EARTH
 • MARATHON MINUTE MEN
 • POW-MIA EVENT WRAPS UP
 • SOUTH AFRICAN HALL OF FAME
 • PARTY WITH NO RULES
 • BACK TO A ROUTE’S ROOTS
 • TWO COLLEGE SHACKS DO THEIR HOMEWORK
 • LIKE FATHER, LIKE DAUGHTER
 • (VERY LOW) POWER TO THE PEOPLE
 • THE WORLD OF DX
 • CODE OF CONDUCT

SCRIPT

AUDIO

 

 

 

 • No labels