Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                           

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra!

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi er opin á fimmtudagskvöldum 20:00-22:00. Strætisvagn, leið 12, stansar við húsið.              

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Hvað er amatörradíó ?

2015 Fjarskipti og ferðamenn

Hádegisfundur á Grand hóteli miðvikudaginn 4. mars 2015 kl. 12-14

Árið er 2015. Hvers vegna þarf að “leita” en ekki “sækja” fólk?

Twitter: @SkyIceland #FjarskFerda

SKRÁNINGARFORM

Við lifum á tækniöld þar sem nánast hver maður gengur með tækniundur í vasanum í formi farsíma.Tæki heimilisins hafa sitt eigið tungumál, WiFi, og ræða sín á milli og samhæfa sínar aðgerðir. Engu að síður fer björgunarsveitafólk í tuga og hundruðavís  að „leita“ að ferðafólki. Hvers vegna er það ekki „sótt“ á þann stað sem litla tækið í bakpokanum þeirra segir til um að það sé staðsett? Er þetta tæki ekki til ? Eða veit fólk ekki af því ? Gengur það gegn verndun persónuupplýsinga að krefja ferðamenn um að bera slíkt tæki ? Réttlætir slík verndun að björgunarsveitir séu ávallt til taks ? Hvar eru hindranirnar?

Faghópur um fjarskiptamál boðar til fundar um fjarskiptamál ferðamanna. Í fundinn mæta fagaðilar sem þekkja af eigin raun hvað nýtist best í erfiðum aðstæðum. Fundurinn er opinn öllum áhugasömum um efnið og hugsanlega kvikna nýjar hugmyndir.

sjá vefsíðu Ský

Einn fyrirlesarinn ætlar að tala um:

Hvað er til ráða þegar hefðbundin talstöðvarfjarskipti bregðast viðbragðsaðilum?

Daníel Eyþór Gunnlaugsson er meðlimur í Fjarskiptaráði björgunarsveita og yfirleiðbeinandi í fjarskiptum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Daníel er í hringiðu fjarskiptamála björgunarsveita og hefur tekið þátt í þróun á þeim lausnum sem nýtast björgunarsveitum best á fjarskiptalega erfiðum svæðum. Hvað er til ráða þegar útfall verður á daglegri fjarskiptaþjónustu viðbragðsaðila og hvernig má koma fjarskiptum á aftur meðan unnið er að viðgerð. 

 

Póstur hefur borist frá G4TRA:

"Hello, I am seeking to make my first 144MHz QSO into TF and as one of the very few radio amateurs QRV VHF I wondered whether we could make a sked to try, or could you possibly recommend another radio amateur who may be able to assist. I think that FSK441 ms would be the easiest route. I run 400 watts, a single 11 element Tonna and a 0.4dB LNA with TS790E. Would it be possible to make a sked? If so please advise date, time, frequency etc. I am regularly on ON4KST 144/432 chat room and as such we could coordinate the QSO from there. Many thanks for all your assistance. Kind regards de G4TRA Steve"

Steve leitar að íslenskum amatör sem er tilbúinn að reyna beint samband á tveimur metrum milli Bretlands og Íslands. Steve vill nota MS FSK441 mótun/senditækni og hann er með 400 watta sendi, 11 staka Tonna loftnet og 0,4 db lágsuðsmagnara. Hann er reglulegur gestur á ON4KST 144/432 spjallvef og vill hitta einhvern TF amatör á spjallvefnum sem hefur áhuga.

   

Fjarlægðin er um 1800 km til Reykjavíkur

 

TF3Y sendi eftirfarandi frétt á CQ TF:

Eins og áður hefur komið fram á þessum vettvangi er ARRL DX morskeppnin nú um helgina. Helgin er spennandi fyrir íslenska amatöra að ýmsu leyti: (1) Hún felur í sér tækifæri til að kynnast skilyrðum vestur um haf á hinum ýmsu amatörböndum. (2) Í keppninni eru virkjaðar stöðvar í mörgum ríkjum BNA og fylkjum Kanada sem annars eru ekki eins auðínáanlegar. (3) Lega landsins gerir það að verkum að íslenskir amatörar eiga síst verri möguleika í að ná árangri í keppninni en amatörar í öðrum Evrópuríkjum.

Helgina 27/2-1/3 nk. er svo CQ 160m SSB keppnin en hún hefst kl. 22 þann 27/2 og lýkur kl. 22 þann 1/3. Sökum suðs og vegna þess hversu lítið tíðnisvið er til umráða þá hentar 160m bandið reyndar ekki sérstaklega vel til starfsemi á SSB. Það þýðir þó ekki að einhverjir gætu haft gaman af að spreyta sig. Heimasíða keppninnar er hér.

73, Yngvi

...

Samkvæmt spottun á DXWATCH er að sjá sem TF3CW, TF3GB og TF3SG taki þátt í keppninni um helgina...

ARRL DX keppnin á Morse er um næstu helgi 21. - 22. febrúar. Keppnin byrjar á miðnætti föstudagsins og lýkur á miðnætti sunnudags.

Hér er vísun á upplýsingar um keppnina ARRL- DX CW

Markmiðið er að hvetja W/VE amatöra til að afla sér þekkingar á radíóbylgjuútbreiðslu á HF og MF böndunum yfir langar vegalengdir, þjálfa sig í samskiptum á Morse og bæta sínar stöðvar. W/VE amatörar reyna að ná samböndum við sem flestar DX stöðvar í sem flestum löndum á 160, 80, 40, 20, 15, og 10 metra böndunum. DX stöðvar reyna að ná samböndum við sem flestar W/VE stöðvar í sem flestum ríkjum Bandaríkjanna.

Morse-lykill öðru nafni snertipalla eða snertispaðalykill

Útvarpsdagur heimsins var í gær

Fréttin hér á síðunni í gær var ekki alveg nákvæmlega rétt því dagurinn var dagur útvarps. Engu að síður nátengdur áhugamáli radíóamatöra og á sýningunni sem nú stendur yfir hjá ITU í Genf er meðal annars fjallað um mikilvægi óheftra tilrauna og smíði fyrir þróun tækninnar. Lausbeislaðir radíóamatörar skipta miklu máli fyrir alla þróun.

"Out of chaos comes brilliance." Ringulreið skapar hugljómun.

EBU Technology & Innovation ?#‎RadioHack? er hér! ..eltu uppi hakkarana og hugmyndir þeirra fyrir radíóið - útvarpið ?#‎WorldRadioDay? ... www.itu.int/en/wrd15

 

Vísun á umfjöllun um útvarpstæki.

CQ WPX RTTY keppnin er um helgina

CQ WPX RTTY keppnin er um helgina. Keppnin stendur yfir í 48 tíma og hefst á miðnætti í kvöld.

Vísun á keppnisreglur

Vísun á heimasíðu keppnisklúbbs í Kaliforníu.

Sameinuðu þjóðirnar kalla til allra íbúa jarðarinnar "í dag er Radíódagur heimsins 2015 og um leið afmælisdagur fyrstu útvarpssendingar Útvarps Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1946. Taktu þátt í afmælishátíðinni í  ICT Discovery Museum í Genf eða hlustaðu á útsendingu okkar frá klukkan 14:30 á miðevrópskum tíma, CET, og sérstaka útsendingu sem BBC sér um og byrjar klukkan 17:00 CET."

"This is the United Nations calling the peoples of the world.” Today is World Radio Day 2015, and marks the anniversary of the first broadcast by UN Radio in 1946. Join us in celebrating this occasion in our ICT Discovery Museum in Geneva, or if you are further afield, tune in to the webcast/broadcast from 14h30 CET and our special live program moderated by the BBC starting at 17h00 CET: ITU World Radio Day ...  ?#‎Worldradioday?

"
Marconi sýning á vegum Marconi stofnunarinnar og Bordoni stofnunarinnar á Ítalíu sem haldin er í Genf, er hluti af 150 ára afmælis hátíð ITU sem hófst 12. febrúar í ITU safninu í Genf.
"The Marconi exhibition is organized by the Marconi Foundation and the Bordoni Foundation of Italy in coordination with the Permanent Mission of Italy in Geneva and is part of the ITU 150th anniversary. Launched on 12 February in ICT...itu.int"
Vefvarp - veffundur

Í nótt  klukkan tvö verður aftur vefútsending og veffundur að frumkvæði W5KUB. Bæði er hægt að tengjast og hlusta eingöngu sem gestur eða skrá sig inná fundinn sem þáttakanda. Rætt verður um nærgeimflug loftbelgja, SDR, stafræna mótun, Dxing, heimasmíði o.fl. Allar upplýsingar um hvernig hægt er að tengjast fundinum/vefvarpinu eru á w5kub.com og á fésbókarsíðunni: https://www.facebook.com/groups/w5kub/

W5KUB

FÆRUM AMATÖRRADÍÓIÐ NÆR ÞÉR

ÍRA á þorranum

Ýmislegt er í gangi hjá félaginu á þorranum og stendur þar uppúr námskeiðið sem haldið er í einni skólastofu í Háskólans í Reykjavík tvö kvöld í viku, mánudagskvöld og fimmtudagskvöld. Í kennsluáætlun er gert ráð fyrir að nemendur mæti nokkra sunnudagsmorgna á seinni hluta námskeiðstímans í Skeljanes til að kynnast notkun amatörstöðvar undir handleiðslu amatörs með reynslu.

Á fyrsta fimmtudagskvöldi þorramánaðar mættu þeir bræður Benedikt TF3CY og Guðmundur TF3SG í Skeljanesið og sýndu hvernig hægt er að fjarstýra einni mestu amatörstöð landsins, TF4M, og þó víða væri leitað. Þorvaldur TF4M er í samstarfi við RemoteHamRadio. Fjarstýringin er í tilraunafasa og býður Þorvaldur öllum íslenskum radíóamatörum að tengjast og prófa.

Myndin sýnir fjarstýriviðmótið, til að tengjast þarf ekkert annað en tölvu með Chrome-vafra, aðgang hjá RemoteHamRadio og samkomulag við gestgjafann, TF4M, um hvaða kallmerki er notað úr fjarlægð.

.... .... ....

Loftnet félagsstöðvarinnar eru að mesu óvirk eins og er en í gær, á öðrum laugardegi þorrans, mættu nokkrir galvaskir félagar og tóku SteppIR greiðuna niður og í ljós kom að amk einn mótor af þremur er skemmdur, eitthvað af vatni hafði smogið inn í tengihús drifna staksins í loftnetinu, bakstakið hafði ekki heimast og koparþynnan skemmd. Ljóst er að einhvern tíma tekur að gera við og ætlunin er um næstu helgi, ef veður leyfir, að setja upp þriggja banda Fritzsel greiðu til að nota á meðan.

 

 

 

TF3SG verður með fimmtudagserindið í næstu viku þann 5. febrúar 2015 og mun fjalla um reynslu sína af fjaraðgangi. Guðmundur hefur reynt fjaraðganginn að stöð TF4M bæði í venjulegum DX-samböndum en einnig í  keppni. Þeir Stefán Arndal, TF3SA, tóku sem kunnugt er þátt í SAC CW síðastliðið haust frá heimili Guðmundar með fjaraðgangi að stöðinni í Otradal. Sendiviðtækið sem notað var í tengingunni var Elecraft K3 sem gefur mjög góða raun, en er þó ekki skilyrði fyrir tengingu. 

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og kynna sér áhugaverða tækni nú þegar P&F hefur staðfest að fjaraðgangur er heimill sbr. frétt á heimasíðunni fyrir ekki alls löngu. Erindið hefst kl. 20:30.

Stjórn ÍRA

Í síðustu viku birtist frétt á heimasíðu ARRL um samþykkt sem gerð var á fundi stjórnar ARRL um miðjan janúarmánuð.

"ARRL Board Okays Changes to DXCC Program, VHF and Above Contesting Rules" vísun á fréttina.

...fréttin markar ákveðin tímamót.

Fréttin er um ákvörðun stjórnar ARRL frá fundi um miðjan janúar þar sem samþykktar voru breytingar á reglum um DXCC viðurkenninguna með því að samþykkja sambönd sem höfð eru um fjarstýrðar stöðvar og breytingar á reglum um VHF/UHF keppnir til að hvetja til aukinnar þáttöku í þeim keppnum.

DXCC og fjarstýring

Samhliða viðurkenningu á samböndum um fjarstýrðar stöðvar leggur ARRL áherslu á mikilvægi siðareglna radíóamatöra og leggur það í raun í hendurnar á hverjum og einum radíóamatör að fara rétt að og hafa ekki rangt við.

David Sumner, K1ZZ, framkvæmdastjóri ARRL segir að breytingarnar gætu virst smávægilegar en eru engu að síður mikilvægar.  "Staðsetning amatörsins skiptir ekki lengur máli, amatörinn gæti verið á bakhlið tunglsins ef hann eða hún getur fjarstýrt stöð á jörðinni þaðan.“ segir David.

Stjórn ARRL samþykkti ennfremur nýja reglu, sem viðurkennir tækniframfarir og þar með tilveru fjarstýringar: „Technological advances, while welcome, also add to the difficulty in defining rules for DXCC, but the intent of the rules is what is important.  It is never OK to remotely use a station outside of the 'home DXCC entity' to add to the home-entity DXCC totals -- just as it is never OK for you to ask someone else at another station in another place to make QSOs for you.  Remotely controlled stations must be properly licensed if they are to count for DXCC.  It will continue to be up to the operator to decide what types of legal remote control operating he/she will use (if any) to contribute to an operating award" ...sem á íslensku gæti verið eitthvað á þessa leið: Við tökum tækniframförum opnum örmum, þær geta leitt til erfiðari skilgreiningar á reglum fyrir DXCC en inntak reglanna er það sem skiptir máli. Það er aldrei í lagi að nota fjarstýrða stöð utanlands til að ná fleiri DXCC löndum á kallmerkið alveg eins og það er ekki í lagi fyrir amatör að biðja erlendan amatör um að taka sambönd fyrir sig á sína stöð. Fjarstýrðar stöðvar verða að vera löglegar að öllu leyti til að sambönd um þær geti gilt til DXCC. Það verður áfram á ábyrgð amatörs að ákveða hvers konar löglega fjarstýrðar stöðvar hann notar ef hann velur að nota slíkar stöð til að ná fleiri löndum til DXCC viðurkenningar.

DXCC viðurkenningin er ein elsta og virtasta viðurkenning radíóamatöra og eftirsótt um allan heim og mörgum amatörum mikið mikið keppikefli að komast ofarlega á listann yfir þá sem náð hafa flestum löndum.

VHF/UHF-keppna breytingar

Nokkrar breytingar voru samþykktar á reglum um VHF/UHF keppnir. Með breytingunum verður amatörnum leyft að njóta aðstoðar án þess að það hafi áhrif á keppnisflokk, sjálfspottun verður leyfð í öllum flokkum og hverjum keppnisþáttakanda verður leyft að senda út samtímis á fleiri böndum.

Breytingarnar leiða til þess að leyft verður að njóta aðstoðar við að koma á sambandi en ekki þiggja aðstoð við sjálft sambandið/QSO-ið. Til dæmis verður amatörnum heimilt að tilkynna staðsetningu og keppnisþáttöku sína á spjallrásum, á endurvörpum og jafnvel í tölvupósti. 

 

CQ WW 160 keppnin gengur út á að stöðvar hvanæva að úr heiminum keppast við að ná sem flestum samböndum við stöðvar í Bandaríkjunum og sem flestum ríkjum Bandaríkjanna. Vísun á reglur keppninnar.

Einhvern aukinn óróleika var að sjá í segulsviði jarðar í dag samkvæmt mælingu í Tromsö, sjá mynd hér ofar. En hvaða áhrif það getur haft á skilyrðin um helgina á eftir að koma í ljós.

160 metra loftnet VY2ZM keppnisstöðvarinnar

Best búna stöðin hérlendis til þáttöku í keppni á 160 metrum er TF4M

Við amatörar vitum vel af áhrifum sólarinnar á skilyrðin á stuttbylgju og í dag verður japanskur prófessor með fyrirlestur í Háskóla Íslands um fylgni jarðskjálfta og virkni sólarinnar.

Fyrirlestur á vegum rafmagns- og tölvuverkfræðideildar HÍ og IEEE á Íslandi
miðvikudaginn 21. janúar kl. 16:15 í stofu VRII-156

Statistical detection of the influence of solar activities to weak
earthquakes and disturbance storm time (Dst) index

Prof. Ryuei Nishii
Institute of Mathematics for Industry
Kyushu University
Japan

Abstract

In the literature, it has been hypothesized that the solar wind released by the Sun affects the Earth as a trigger to cause earthquakes. This hypothesis is on the basis of the observation that the frequency of earthquakes rises at the period of solar minimum. In recent years, various physical measurements on the solar wind like velocity and temperature etc. became available. With these data, we focus on investigating the relation between the solar activities and the earthquakes. For this purpose, we constructed generalized auto-regressive models with exogenous variables obeying a Poisson or a negative binomial distribution, in which the response variable is the frequency of earthquakes with Richter magnitude scales 4-4.9 (EQ4-4.9), and the explanatory variables are nine physical measurements about the solar wind, the magnetospheres of the interplanetary magnetic field and the Earth. Model selection was conducted by using Bayesian information criterion based forward stepwise selection. Finally, numerical results showed that the exogenous variables of solar wind are statistically significant for the frequency of EQ4-4.9. We also evaluate the effect of solar activity to Dst by ARX models based on t-distributions.

Námskeiðið

Endurbætt dagskrá og gömul próf eru nú undir flipanum

"Félagið/"Amatörnámskeið 2015"

Bjarni, TF3GB

Einvala lið amatöra/félagsmanna kennir á námskeiði ÍRA sem nú stendur yfir til 13. apríl.

 • TF3HK           Haukur Konráðsson
 • TF3HM          Hörður Mar Tómasson
 • TF3UA           Sæmundur Þorsteinsson
 • TF3AU           Ágúst Úlfar Sigurðsson
 • TF3GL           Guðmundur Löve
 • TF3HRY        Henry Arnar Hálfdánarson
 • TF3GW          Þór Þórisson
 • TF3KX           Kristinn Andersen
 • TF3DX           Vilhjálmur Þór Kjartansson

  

Myndirnar eru af Kristni við kennsluna, önnur af nemunum í fyrstu kennslustundinni og sú þriðja af Þór og Bjarna með Kristni en þeir félagar okkar Þór og Bjarni hafa séð um að fjölfalda kennsluefni og annan undirbúning í samráði við Vilhjálm Þór Kjartansson formann prófnefndar.

Myndirnar tók Óskar/TF3DC stjórnarmaður í ÍRA.

 

Aðalfundur ÍRA 2014

Aðalfundur ÍRA var haldinn laugardaginn 17. maí 2014. Ný stjórn er þannig skipuð:

formaður TF3HP, Haraldur Þórðarson.

Aðrir í stjórn eru: TF3GW, Þór Þórisson varaformaður; TF3GB, Bjarni Sverrisson ritari; TF3DC, Óskar Sverrisson gjaldkeri;  TF3KX, Kristinn Andersen meðstjórnandi; TF3TNT, Benedikt Guðnason varamaður

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

_

Meira á Skilyrðasíðunni

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 1954 February 27 2015
 • Ham radio responds as a pair of tropical cyclones hit Australia
 • FCC and the FDA look the future of medical remote electronics
 • Printed FCC issued ham licenses come to an end
 • Stunning images received from the latest ISS slow-scan television experiment
 • Nominating period opens for the 2015 Amateur Radio Newsline Young Ham of the Year Award

THIS WEEK'S NEWSCAST

Script

Audio

 

Amateur Radio Newsline Report 1953 February 20 2015

 

 • The IARU R-1 Exec Committee discusses issues affecting the future of ham radio
 • ARRL tells a broadband company to use caution experimenting on the HF bands
 • Canadan government gives club grant to expand its emergency repeater network
 • Malta gives its ham community access to 4 meter band
 • K1N operation comes to an end: which DXpedition moves up on the “Most Wanted” list?
 • Hamvention week AuxComm course registration now open

THIS WEEK'S NEWSCAST

Script

Audio

Amateur Radio Newsline Report 1952 February 13 2015

 

 • Ham radio responds as a volcano erupts in Guatemala
 • A Super High Frequency band could face reallocation here in the USA
 • The K1N Nevassa Island DXpedition winds down
 • AMSAT-UK puts out first call for speakers for its 2015 Space Colloquium
 • FCC renews the only United States 4 meter experimental beacon permit
 • A fascinating discovery about the new Raspberry Pi 2 pico computer

THIS WEEK'S NEWSCAST

    Script

    Audio

 

Amateur Radio Newsline Report 1951 February 6 2015

 

 • Radio Shack Inc. files for Chapter 11 bankruptcy
 • The K-One-N, Nevassa Island DXpedition takes to the airwaves
 • The ARRL makes public its legislative agenda for 2015
 • The Raspberry Pi Foundation announces its latest system on a chip
 • A popular ham radio-based radio program of the 1990's is coming back via an Internet archive.

      THIS WEEK'S NEWSCAST  

**EDITOR'S NOTE: If you downloaded this week's audio newscast before Friday 2/6/15 @ 10:00pm CST (Sat. 2/7/15 @ 0400 UTC), there was an editing error! Please download the corrected audio. Thanks, and ~73~ --N5ASH

      Script

      Audio

 

 

 • No labels