Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                         

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra, ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi er opin á fimmtudagskvöldum 20:00-22:00. Strætisvagn, leið 12, stansar við húsið. Hekla, ljósmynd Helgi Bjarnason.

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Hvað er amatörradíó ?

Öllum íslenskum radíóamatörum er heimilt að nota svæðistöluna 70 í sínu kallmerki á afmælisári félagsins í stað hefðbundinnar svæðistölu. 

Ýmsar krækjur

Ath. að smella á myndir til að fá fram stærri og skýrari mynd.

Annað kvöld koma TF3UA og TF3Y í Skeljanes og fjalla um truflanir frá sendingum radíóamtörs inná önnur kerfi.

Þeir félagarnir í EMC-nefnd ÍRA ætla sérstaklega að fjalla um vandamál sem kom upp hjá amatör í Mosfellsbæ þegar Síminn breytti DSL tenginu úr ADSL í VDSL.

Kaffi og kleinur.

---------- Forwarded message ----------
From: Hörður R. Harðarson <hrh@pfs.is>
Date: 2017-01-04 11:54 GMT+00:00
Subject: 5260-5410 kHz Framlenging heimildar
To: "ira@ira.is" <ira@ira.is>
Cc: Þorleifur Jónasson <thorleifur@pfs.is>, Bjarni Sigurðsson <bjarni@pfs.is>

Meðbréfi 2014120011 dags 2.12.2014 heimilaði PFS radíóáhugamönnum tímabundna notkun tíðnisviðsins 5260-5410 kHz út árið 2016.  25 radíóáhugamenn sóttu um slíka heimild og fengu. Ofangreind heimild framlengist hér með til 1.5.2017 á meðan framhaldið er skoðað.

Með kveðju

Hörður R. Harðarson

Sérfræðingur í tíðnimálum / Head of Frequency Management

Tæknideild / Technical Division

Sími / Tel. (+354) 510 1500

Fax (+354) 510 1509

email: hrh@pfs.is

Kæru félagar og aðrir radíóáhugamenn,

Við í stjórn ÍRA sendum ykkur bestu óskir um heillaríkt komandi ár og þökkum stuðning ykkar við félagið á liðnum árum.

Við byrjum nýja árið næsta fimmtudagskvöld á að fara yfir Útileika síðustu tveggja ára og ræða um okkar reynslu af Útileikunum og hugmyndir sem komið hafa fram sem leitt gætu til aukinnar þáttöku. Ýmislegt annað verður til umræðu allt eftir tíma og ykkar áhuga.

Nú fer að styttast í aðalfund og frestur til að skila tillögum um breytingar á lögum félagsins rennur út 14. janúar.

Við minnum ykkur líka á að muna eftir að endurnýja  sérleyfin á 1850-1900 kHz, 160 metrum og 70.000-70.200 MHz, 4 metrum ef þið ætlið að nota þau tíðnibönd. Sjá nánar á: Tíðnisvið radíóamatöra á Íslandi. Sérleyfið á 60 metrum er í skoðun og endurmati en þau leyfi sem veitt hafa verið gilda áfram eða þar til PFS gefur út endurnýjað leyfi eða sérleyfi. Þeir sem eru með gilt sérleyfi til 31.12.2016 þurfa ekkert að gera í bili en þeir sem ekki hafa haft leyfi á 60 metrunum en vilja fara í loftið á bandinu núna næstu daga ættu að senda póst á Hörð hjá PFS hrh@pfs.is, við látum ykkur vita hvernig þessu verður háttað eins fjótt og niðurstaðan verður ljós.

f.h. stjórnar ÍRA 73 de TF3JA

 

Hörður Harðarson hjá PFS staðfesti í vikunni í símtali að sérleyfið á 60 metrunum gildir áfram óbreytt þar til annað verður ákveðið. sjá: Sérheimild á 60 metrum.

f.h. stjórnar ÍRA

73 de TF3JA

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi einfalda og fallega mynd er fengin að láni hjá VFÍ. Tæknifræðingar og verkfræðingar tóku nýlega þá löngu tímabæru ákvörðun að sameinast frá næstu áramótum í einu félagi undir nafni VFÍ, til hamingju tækni- og verkfræðingar.

Eitt aðalsmerki radíóamatöra er alheimssamvinna á öllum sviðum, við tölum öll sama málið.

Opið verður í Skeljanesi frá kl. 20 - 22 báða fimmtudagana sem eftir eru á þessu ári og boðið uppá kaffi og piparkökur.

Fyrsta fimmtudaginn á nýju ári, 5. janúar 2017 höldum við radíóáhugamenn uppskeruhátíð þar sem ýmislegt verður til umfjöllunar.

Gleðileg jól f.h. stjórnar ÍRA 73 de TF3JA

Eins og fram kom í tölvupósti sem við sendum á irapóstinn í gær verða þeir sem ætla að nota áfram 4 metra bandið að endurnýja sín leyfi frá næstu áramótum. Tólf íslenskir radíóamatörar hafa haft leyfi til að nota 4 metra bandið samkvæmt upplýsingum PFS.

Um áramótin rennur líka út sérleyfið fyrir sextíu metra bandið og allar líkur á að þá taki gildi ákvörðum WRC-15 frá því í fyrra:

Radíóamatörar óskuðu eftir nokkuð víðtækri heimild til tíðnibands og afls á 60 metrunum en niðurstaðan varð málamiðlun sem tekur gildi um næstu áramót að öllu óbreyttu.

Radíóamatörar fá leyfi til að nota bandið 5351,5 - 5366,5 kHz eða í allt 15 kHz og mega mest senda út 15 wött e.i.r.p. með þeirri undantekningu að í Mexíkó mega radíóamatörar senda út 20 wött og 25 wött í suður- og mið-Ameríku.

Ekki þarf að sækja sérstaklega um leyfi til að nota 60 metra bandið frá áramótum ef þetta verður niðurstaðan. Rétt er að benda á að innan alheimssamtaka radíóamatöra fer fram umræða um hvernig bandið verður best nýtt og sterkar óskir hafa komið upp um að nota bandið fyrst og fremst fyrir stafræna mjóbandshætti. Rétt er líka að benda á að radíóamatörar fá leyfið á "secondary basis" sem þýðir að radíóamatörar verða að víkja fyrir umferð af annnarri tegund og mikilvægt að tryggja að útgeislað afl fari ekki yfir 15 wött.

Hér fyrir ofan er mynd af afriti úr tilmælum IARU R1 um hvernig radíóamatörar noti 60 m bandið. Eins og sjá má leggur IARU ríka áherslu á að radíóamatörar noti, 15 kHz bandskákina sem WRC-15 úthlutaði radíóamatörum, ekki nema ef radíóamatörar í viðkomandi landi hafa ekki leyfi fyrir víðara bandi á 60 metrum eins og við hér á landi höfum haft undanfarin ár leyfi fyrir tíðnisviðinu 5260 til 5410 kHz.

Óskir um að halda áður útgefnum leyfum á 60 metrum hafa komið fram hjá amatörum í öðrum löndum og við munum fylgjast með hver þróunin verður hjá okkar nágrönnum.

f.h. stjórnar

73 de TF3JA

 

Stew Perry Topband Challenge

Krækja á reglur keppninnar.

Keppnin er Morse-keppni og hefst á laugardag kl. 15:00. Keppninni  lýklur á sunnudag kl. 15:00.

 

Myndin sýnir sendiloftnet TF4M á 160 metrum í Otradal. Myndin er úr fyrirlestri sem TF3DX hélt í ÍRA á árinu 2011.

Kaffi og piparkökur í Skeljanesi í kvöld.

fh. stjórnar ÍRA

73 de TF3JA

Næsta IARU svæðis 1 ráðstefna verður haldin í Landshut Þýskalandi dagana 16. - 23. september á næsta ári.

Upplýsingar um ráðstefnuna eru á: http://www.iaru-r1.org/index.php/general-conference/landshut-2017

Síðasti dagur til að tilkynna þáttöku er föstudagurinn 16. desember eftir viku.

f.h. stjórnar ÍRA, 73 de TF3JA

Næsta alheims ráðstefna um radíómálefni:

World Radiocommunication Conference 2019, WRC-19.

verður haldin haustið 2019, 28. október til 22. nóvember. Upplýsingar um undirbúningsvinnu radíóamatöra eru á http://www.iaru-r1.org/.

Við í stjórn ÍRA stefnum að upplýsinga- og vinnufundi félagsins um WRC-19 núna fyrir eða fljótlega uppúr áramótum. Við hvetjum alla radíóamatöra til að kynna sér hvað helst er á döfinni hjá radíóamatörum um allan heim og ekki síst hvaða hugmyndir eru meðal amatöra um framtíð áhugamálsins. Einn stór þáttur í eflingu amatörhreyfingarinnar er fræðsla og leyfisveitingar til nýrra radíóahugamanna og virk þáttaka núverandi leyfishafa í starfssemi radíóamatöra.

f.h. stjórnar ÍRA 73 de TF3JA

Á opnu húsi í Skeljanesi í gærkvöldi var TF3EK með kynningu á ýmsum gerðum radfhlaða.

Að sögn eins af nýju radíóamatörunum var kvöldið skemmtilegt og fræðandi og að loknum umræðum um rafhlöður var farið vandlega yfir hvernig auðvelt væri fyrir nýjan radíóamatör að koma sér upp loftneti til að geta hafið ferðina um loftin blá.

Sverrir Helgason, TF3FM, er látinn.

Sverrir lauk prófi frá loftskeytaskólanum 1958 og var loftskeytamaður á sjó og hjá Landhelgisgæslunni fyrstu árin. Seinna varð Sverrir rafverktaki og rak eigið fyrirtæki allt sitt líf. Sverrir var amatörleyfishafi nr. 83 og virkur radíóamatör á áttunda og níunda áratugum síðustu aldar.

Við íslenskir radíóamatörar sendum syni Sverris, Óskari TF3DC og öðrum aðstandendum okkar samúðarkveðjur.

Í opnu húsi næst komandi fimmtudagskvöld, 8 desember, ætla ég að fjalla um hleðslurafhlöður. Nú fæst fjölbreytt úrval af hleðslurafhlöðum sem hafa um margt ólíka eiginleika sem henta fyrir mismunandi þarfir. Viðhald og sérstaklega það sem þarf að varast í umgengni, er mjög mismunandi eftir tegundum af rafhlöðum.

Kaffi og með því!

English

 

Stjórn ÍRA er þannig skipuð:

TF3JA, Jón Þ. Jónsson formaður

TF3DC, Óskar Sverrisson varaformaður

TF3EO, Egill Ibsen Óskarsson ritari

TF3EK, Einar Kjartansson gjaldkeri

TF3WZ, Ölvir Styrr Sveinsson meðstj.

TF8KY, S. Hrafnkell Sigurðsson varam.

TF3NE, Jóhannes Hermannsson varam.

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Krækja á sérstök DX tækifæri.

Skilyrðin

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 2046 for January 13, 2017
 • LONG ISLAND, NEW YORK REPEATER IMPERILED
 • MEMORIAL PLAQUE NAMED FOR POPULAR UK CONTESTER
 • NETS OF NOTE: THE YL SYSTEM
 • RADIO CLUB OF AMERICA SPOTLIGHTS 'WIRELESS WOMEN'
 • SCOUTS GETTING PREPPED FOR JAMBOREE ON THE AIR
 • 100 YEARS' WORTH OF ISLAND CELEBRATION
 • KAZAKHSTAN GETS 60 METER BAND
 • 80-METER COUNTIES CONTEST LOGS ARE DUE
 • THE WORLD OF DX
 • POLITICS ASIDE, INAUGURATING THE AIRWAVES

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 2045 for January 06, 2017
 • GENEROSITY'S IN ORBIT WITH THE ISS
 • HAMS ASSIST AT HINDU GATHERING
 • BACK TO SCHOOL AT HAM RADIO UNIVERSITY
 • NEW LF FREQUENCY EYED FOR FRENCH LICENSEES
 • AUSTRALIAN HAMS AWAIT 60 METER BAND
 • AMERICAN INDIAN TRIBES HOST FIRST NET
 • AMATEUR RADIO SISTERHOOD HONORS COFOUNDER
 • CANADA CELEBRATES COMING OF AGE IN BATTLE
 • THE WORLD OF DX
 • U.S. WINTER FIELD DAY IS HOT, HOT, HOT!

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 2044 for December 30, 2016
 • HAMS RESPOND TO SUPER TYPHOON IN PHILIPPINES
 • RADIO AUSTRALIA ENDING SHORTWAVE BROADCASTS
 • NO WALK IN THE PARK
 • SILENT KEY: ALAN HEATHER  G0PQA
 • SILENT KEY: CANADA'S WILLIAM JAMES 'BILL' GILLIS VE1WG
 • HAMS KEEP PACE IN PARADISE
 • NO QTH TO CALL THEIR OWN
 • VIRGINIA FONE NET, AN 'OM' AMONG NETS
 • THAT'S THE SPIRIT! LOOK OUT FOR INTREPID DX AWARDS
 • SCOUT MERIT BADGE FINDS NEW DIRECTION
 • WORLD OF DX
 • A NET GAIN FOR THE SANTA NET

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 2043 for December 23, 2016
 • MISSOURI AMATEURS RENEW PARITY ACT PUSH
 • AUTHOR DECIPHERS SDR -- AGAIN
 • DRUMMING UP A LICENSE UPGRADE
 • CELEBRATING RADIO HISTORY AND A LITTLE OF HIS OWN TOO
 • NORWAY'S RADIO GOES DIGITAL
 • UK TESTS GO ONLINE, THEN ON THE AIR
 • HAMS KEEP PACE IN PARADISE
 • UK STUDENT-BUILT BALLOON REACHES ALASKA
 • WORLD OF DX
 • 'TWAS THE END OF THIS WEEK'S NEWSCAST

SCRIPT

AUDIO

 

 

 • No labels