Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                           

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra!                

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Sjá nánari upplýsingar með að smella hér: Hvað er amatörradíó? 


IARU svæðis 1 ráðstefnunni í VARNA, Búlgaríu er lokið

Nýr formaður hefur tekið við, Don Beattie, G3BJ, ýmislegt áhugavert kom fram á ráðstefnunni eins og það sem...

Mats SM6EAN setti á heimasíðu sænska amatörfélagsins, ssa.se um kynningu á FUNcube-1 CubeSat og fleira.

"Graham Shirville G3VZV sagði frá FUNcube-1 gervihnettinum sem settur var á loft í nóvember 2013. Gervihnötturinn er teningur að rúmmáli einn líter eða 1x1x1 desimeter. Með fartölvu, FUNcube SDR dongle og krossloftneti í höndunum á  Kjetil Toresen LA8KV, tók Graham á móti gagnastraumi og sýndi á tölvunni. Gagnastraumurinn frá gervihnettinum á 145.935 MHz heyrðist einnig á handstöð sem stillt var á SSB móttöku.

Graham Shirville G3VZV sýnir FUNcube-1 með Kjetil Toresen LA8KV á loftnetinu

Hamnet háhraðanet sem er víða í uppbyggingu var kynnt og rætt um hvernig IARU gæti stutt þróun þess."

Póst frá Mats SM6EAN má lesa á sænsku http://www.ssa.se/iaru-reg-1-dag-4/

FUNcube http://FUNcube.org.uk/

FUNcube SDR Dongle http://FUNcubeDongle.com/

Hamnet http://hamnetdb.net/

IARU svæðis 1 ráðstefnuskjöl og -myndir eru á http://iarur1con2014.bfra.bg/


TF2R og TF1AM tóku þátt í CQ WW DX RTTY keppninni um helgina með þokkalegum árangri þrátt fyrir misjöfn skilyrði.

TF2R náði 2425 QSOum og TF1AM náði um 800. TF2R kepptu á öllum böndum en TF1AM á 20 m bandinu eingöngu.

Vísun á árangur TF2R í keppninni. Vitað er um tvær aðrar íslenskar stöðvar sem  skiluðu loggum en voru ekki beinir þátttakendur í keppninni. Vísun á árangur allra sem skilað hafa inn loggum CQ WW DX RTTY 2014.

CQ WW DX RTTY er um helgina

Núna klukkan 16 á sunnudegi eru TF2R komnir með 1950 QSO sem gefa 1721174 stig.

Mynd af tölvuskjánum hjá TF2R

Engar fréttir hafa borist af öðrum íslenskum stöðvum í keppninni.

...

Nú um helgina fer fram stærsta RTTY keppni ársins, CQ WW RTTY. Vitað er um 2 stöðvar sem taka þátt, TF2R í Multi-One flokki og TF1AM í SO flokki. Þátttakendur undir merki TF2R eru: TF2LL, TF3AO, TF3FIN, TF3GB, TF3HP, TF3IG og TF3PPN. TF2R nota stöðina hans Georgs, TF2LL í Norðtungu. TF1AM er líklega í sínu sumarhúsi vestan við Þingvallavatn.

"Afleit skilyrði og 220 sambönd í loggnum kl 10, þrátt fyrir stöðuga yfirlegu frá miðnætti." QTC de TF3AO í morgun

"Kl 18 vorum við með um 730 sambönd" QTC de TF3AO kl. 18:24 frá farsíma

"Stigin okkar má sjá á cqcontest.net" QTC úr Samsung-farsíma 73 ao

 

TF2R nota forritin N1MM Logger Plus ásamt MMTTY og 2Tone

 

Háskólinn á Akureyri efnir til ráðstefnu að Sólborg á Akureyri á mánudaginn kemur, 29. september þar sem umfjöllunarefnið er tjáningarfrelsi og samfélagsleg ábyrgð. Sex erindi verða flutt af innlendum og erlendum fræðimönnum. Ráðstefnan er öllum opin en hún fer fram á ensku fyrir hádegi, en erindi og umræður verða á íslensku eftir hádegi.  Tilefni ráðstefnunnar er að um þessar mundir eru 80 ár liðin frá því að fyrst var horft á sjónvarp á Íslandi, en það gerðu þeir Grímur SIgurðsson, síðar útvarpsvirkjameistari og F.L. Hogg, breskur verkfræðingur sem hingað hafði komið á vegum trúboðans Arthurs Gook og Sjónarhæðarsafnaðarins. Þeir horfðu á tilraunaútsendingar frá Crystal Palace Studios í London á bernskuskeiði sjónvarps í heiminum, milli 1934 og 1935.  Af þessu tilefni verður jafnframt afhjúpuð "söguvarða" við Eyrarlandsveg þar sem þessarar tilraunar í sjónvarpsmálum er minnst.

 

Grímur Sigurðsson, útvarpsvirkjameistari, á svipuðum aldri og hann var þegar hann horfði fyrstur Íslendinga á sjónvarp árið 1934 og mynd af stöðinni.

 

Myndirnar eru eign Minjasafns Akureyrar

  

Loftnetið og skurðir fyrir  jarðvírana, jarðnetið og sagan segir að miklir útreikningar hafi legið að baki fyrirkomulagi jarðnetsins.

Staurarnir voru tveir 34 - 36 metra háir, myndin sýnir hífingu á efri hluta annars staursins.

...það hefði ekki vafist fyrir Grími og Hogg að reisa 80 m jafnvel 160 m kvartbylgju í fullri stærð í Skeljanesi.

SAC CW

TF3GB og TF4X, já og TF3VS með einu QSOi héldu uppi merki okkar íslenskra radíóamatöra í SAC keppninni um síðustu helgi. TF3GB með 830 QSO, um það bil eitt samband á hverri mínútu og TF4X í firðstýringu þeirra TF3SA og TF3SG frá Reykjavík með um 1200 QSO. Skilyrðin voru í meðallagi að sögn þáttakenda.

"...830 QSO gild til stiga. Að auki 3 QSO sem ekki gáfu stig. Búnaður Kenwood TS830S 100 w, styttur inv. V dípóll fyrir 40 og 80, og Cobwebb loftnet fyrir 20, 15 og 10 m. Bæði netin heimasmíðuð. Viðvera ca 18 tímar." QTC de TF3GB.

 "Það sem markar eflaust tímamót í þessari keppni á Íslandi er, að TF4X var stýrt og stjórnað frá Reykjavík, en flestir vita að QTH stöðvarinnar er í Otradal.  TF4X var því fjarstýrt (Remote controlled) frá Reykjavík.  Stöðin keppti í flokki Multi-One og þeir sem sátu við lykilinn voru Stefán Arndal, TF3SA og Guðmundur Sveinsson, TF3SG og skiptust þeir á um að lykla stöðina.  Á heimasíðu SAC mátti sjá tilkynningu þess efnis að stöðinni yrði fjarstýrt.

Remote operation á stöð er klárlega einn af merkilegustu vaxtarbroddum radíóamatöra í dag.  Þar fer saman  nýjasta tækni, nýjar hugmyndir um amatörradíó og brennandi áhugi radíóamatöra á því að beisla með öllum ráðum nýjustu tækniframfarir til þess að útvíkka áhugamálið. 

Eftir kröftugt sólgos á fimmtudag var ljóst að skilyrðin í keppninni yrðu ekki þau allra bestu.  Árangur TF4X í SAC 2014 er rétt rúmlega 1.200 sambönd.  Keppnin var hin mesta skemmtun og unun ein var að að taka þátt í keppninni með hnökralausum remote búnaði og með loftnetunum og búnaði í Otradal.  TF4X sem er topp kontest kallmerki og topp keppnisstöð með metnað." QTC de TF3SG

Magnús fékk leyfið í maí 2013 að loknu námskeiði hjá ÍRA. Magnús var rétt að byrja að koma saman amatörstöð og var kominn í loftið á VHF, næsta skref var HF. Magnús hafði nokkrum sinnum spurst fyrir um notaða HF stöð vestur í ÍRA og velt fyrir hvers konar loftnet hann gæti sett upp heima hjá sér á Selfossi. Við sendum fjölskyldu og vinum Magnúsar hugheilar samúðarkveðjur.

Fréttir frá Varna

Sæll vefstjóri!
Takk fyrir skeytið. Héðan er allt gott að frétta. Margir hafa komið að máli við mig og lýst sig algjörlega sammála þeim CW samskiptaháttum sem við tölum fyrir, þar af nokkrir lykilmenn í IARU...
Því bauð ég fljótlega upp á það á fundi í "ad hoc Working Group" sem sett var í að milda ályktunina, að fella 4 liði aftan af stafliðum okkar og halda bara a), b) og c), sem varða beinlínis K og (AR).  Enginn hefur hreyft mótmælum við liðunum sem ég felldi út, þetta var einfaldlega gert til að milda yfirbragðið og auðvelda vinnu hópsins. Einnig til að flýta fyrir, því við höfðum aðeins 3 korter uns við áttum að vera mættir í boð forseta IARU á 17. hæð í öðru hóteli! Niðurstaða vinnuhóps varð svo þessi:
Recommendation
1.        Considering the established practise in use by the majority of amateur radio operators, IARU Region 1 recommends that well established CW procedures can still be used, in addition to the alternative procedures introduced in the book "Ethics and Procedures for the Radio Amateur" by ON4UN & ON4WW, adopted by the IARU AC.
2.        The recommended CW (and digital mode) operating procedure involves the following:
a)        "K" is invitation to transmit.
b)        A station ending the transmission with "AR" alone is not inviting callers.
c)        "K" is the most common ending of a general "CQ" call.
3.        That maximum publicity should be given, via member societies and other available channels, to this recommendation.
4.        If this recommendation is carried, the Region 1 EC is instructed to bring this result to the IARU AC at the first possible opportunity.

Text of the ad-hoc Working Group; 23 Sept. 2014: 3A2LF, HA5EA, LA4LN, LB3RE, OH2KI, ON7TK, OZ1ADL, SM6JSM, TF3DX, TF3KB.
Þetta fer svo aftur fyrir fund í C3 núna á eftir. Þaðan svo til Final Plenary fyrir hádegi á morgun, fimmtudag. Hengi við kynningu mina frá C3 og mynd af atvikinu.
73, Villi TF3DX

TF3DX talar fyrir sinni tillögu á vinnufundi í Varna

IARU svæðis 1 ráðstefnan er þessa vikuna í VARNA, Búlgaríu

Í dag fimmtudag er síðasti dagur ráðstefnunnar í Varna og vert að kynna sér hvað þar fer fram, þar ráðast áherslumálin fyrir okkur radíóamatöra á komandi árum. Munið að hér neðar er vísun á beina útsendingu frá ráðstefnunni. Það eru breytingar í aðsigi og best væri að sem flestir kæmu að og leggðu til málanna þannig að þróunin verði í takt við það sem við radíóamatörar í heild vijum.

Fyrir ráðstefnunni liggur að fjalla um 100 tillögur sem hafa orðið til á síðustu þremur árum frá síðustu ráðstefnu og hér er vísun á ágæta samtekt um hvað hvert skjal fjallar um. ...í boði Seán Nolan EI7CD.

Klukkan í Varna er þremur tímum á undan okkar klukku, vinnan á ráðstefnunni fer að mestu fram í vinnuhópum og er á síðasta degi í dag miðvikudag. Tillaga TF3DX um notkun Morsemerkja er lögð fram í vinnuhóp C3 sem fundar klukkan 11 UTC í dag. Klukkan 14 að íslenskum tíma hefst bein útsending frá sameiginlegum fundi allra ráðstefnugesta og stendur í klukkutíma.

 

TF3KB er fulltrúi ÍRA á ráðstefnunni en TF3DX og TF3GD eru í Varna á eigin vegum

Bein útsending frá Varna

Samþykktir IARU

 

Nú er að baki CW hluti Scandinavian Activity Contest, SAC sem fram fór þessa helgi 20-21 september.  Að þessu sinni voru að minnsta kosti tvær íslenskar stöðvar í loftinu sem þátt tóku að fullum krafti og heyrðust kallmerki TF4X og TF3GB víða.

Það sem markar eflaust tímamót í þessari keppni á Íslandi er, að TF4X var stýrt og stjórnað frá Reykjavík, en flestir vita að QTH stöðvarinnar er í Otradal.  TF4X var því fjarstýrt (Remote controlled) frá Reykjavík.  Stöðin keppti í flokki Multi-One og þeir sem sátu við lykilinn voru Stefán Arndal, TF3SA og Guðmundur Sveinsson, TF3SG og skiptust þeir á um að lykla stöðina.  Á heimasíðu SAC mátti sjá tilkynningu þess efnis að stöðinni yrði fjarstýrt.

Remote operation á stöð er klárlega einn af merkilegustu vaxtarbroddum radíóamatöra í dag.  Þar fer saman  nýjasta tækni, nýjar hugmyndir um amatörradíó og brennandi áhugi radíóamatöra á því að beisla með öllum ráðum nýjustu tækniframfarir til þess að útvíkka áhugamálið. 

Eftir kröftugt sólgos á fimmtudag var ljóst að skilyrðin í keppninni yrðu ekki þau allra bestu.  Árangur TF4X í SAC 2014 er rétt rúmlega 1.200 sambönd.  Keppnin var hin mesta skemmtun og unun ein var að að taka þátt í keppninni með hnökralausum remote búnaði og með loftnetunum og búnaði í Otradal.  TF4X sem er topp kontest kallmerki og topp keppnisstöð með metnað. 

Takk fyrir okkur Þorvaldur, TF4M.

73

Guðmundur, TF3SG

 

 frá hádegi laugardags til hádegis sunnudags.

Það eru nokkrar breytingar á reglum, sjá hér: http://www.sactest.net/

"Keppnin hentar einnig vel þeim sem eru að stíga fyrstu skref í keppnisþátttöku af a.m.k. þremur ástæðum: - Hún er einungis 24 klst. - Það er ekki eins mikið kraðak á böndunum og í stærri keppnum. - Ísland er eftirsótt af stöðvum utan Skandinavíu." 73, Yngvi TF3Y http://www.tf3y.net

Heimsókn til VP8LP og VP8AIP í Port Stanley á Falklandseyjum.

 

Í mars sl var undirritaður staddur á Falklandseyjum og notaði tækifærið til þess að heimsækja þau hjón Bob og Janet Mcleod sem búa í Port Stanley. Bob er með kallmerkið VP8LB og Janet er með kallmerkið VP8AIB. Á undanförnum árum hef ég haft mörg QSO við Bob og  nokkur við Janet. Og reyndar eitt QSO fyrir tilviljun tveimur dögum áður en ég fór niður eftir.  Þegar ég kom svo til Port Stenley sló ég á þráðinn og það var auðsótt mál að fá að kíkja í heimsókn. Búnaður þeirra samanstendur af Yaesu FT-5000, SPE Expert magnari og þriggja elementa SteppIR auk vaff á hvolfi fyrir 40 metrana. Í sjakknum mátti líka sjá allskonar tæki sem safnast hafa saman í tímans rás. Vegna mikilla truflana á 80 og 160 m böndunum, aðallega frá Argentínu segist Bob nánast ekkert vera á þeim böndum. Hús þeirra hjóna stendur til þess að gera hátt í brekku upp frá sjónum og á myndinni sem sýnir loftnetið er það stefnan til Evrópu, nánast allt yfir sjó nema hæðin fjærst á myndinni. Í loggnum mátti sjá mörg TF kallmerki. Bob sagði mér að hann færi nánast aldrei í loftið nema fá á sig mikla "kös " og varð ég vitni af því er hann kveikti upp á 10 metra bandinu. Þarna er leyfilegt að nota 400 wött út í loftnet en Bob sagði mér að hann notaði yfir leitt 2-300 wött og það væri yfirleitt nóg.  Á Falklandseyjum er einfalt að fá amatör leyfi. Maður  fer á pósthúsið og sækir um amatöra leyfi. Til gamans gerði ég það og fékk kallmerkið VP8DOR. Það tók 20 mínútur að fá leyfisbréfið útgefið og kostaði 20 ensk pund. Nokkrum dögum seinna hafði ég tækifæri til þess að líta til þeirra hjóna aftur og fékk að fara í loftið undir nýja kallmerkinu mínu VP8DOR. Það var við mannin mælt að allt varð vitlaust og ég hafði engann veginn undan. Þarna heyrðist nýtt kallmerki og skondið að sjá á cluster vangaveltur manna um það hver væri þarna á ferðinni. Það var mjög gaman að heimsækja þessi gestrisnu hjón. Hafi þau kærar þakkir fyrir.

 

73 de TF2LL Georg.


Í dag barst fundargerð og önnur skjöl frá árlegum NRAU fundi sem í þetta sinn var haldinn í Finnlandi um miðjan ágúst. Fundargerðin og skjölin eru undir flipanum CEPT-NRAU-IARU hér til vinstri. Ýmislegt áhugavert var fjallað um á fundinum eins og átak til að fá ungt fólk í áhugamálið og verður fjallað um það betur síðar.

 

Í dag barst fundargerð og önnur skjöl frá árlegum NRAU fundi sem í þetta sinn var haldinn í Finnlandi um miðjan ágúst. Fundargerðin og skjölin eru undir flipanum CEPT-NRAU-IARU hér til vinstri. Ýmislegt áhugavert var fjallað um á fundinum eins og átak til að fá ungt fólk í áhugamálið og verður fjallað um það betur síðar.

 

TF3GD og fleiri fundarmenn létt í skapi í upphafi fundar og góða skapið hélst allan fundartímann.

"Félagsfundur um réttindamál amatöra og starfshætti stjórnar – málefni sem hafa mikil áhrif á framtíðarstefnu ÍRA hér heima og einnig hvaða máli ÍRA talar á vettvangi alþjóðasamtaka radíóamatöra IARU."

Um fjörutíu félagar mættu í Skeljanesið í gær og fylltu rýmið, öll þrjú hólfin, sem ekki hefur gerst áður. Fundurinn var málefnalegur og flutti TF3GL mál sitt af mikilli röggsemi og var greinilegt að hann hafði undirbúið sitt mál mjög vel og leitað fanga víða, meira að segja út fyrir landsteinana því hann hafði hringt í nokkra formenn erlendra amatörfélaga og spurst fyrir um þeirra meðhöndlum á fjarstýringu erlendra amatöra á stöðvum í þeirra landi. Skemmst er frá að segja að sögn Guðmundur voru allir þeir sem hann ræddi við hissa á að það gæti verið nokkurt vandamál svo lengi sem menn héldu sig við þær almennu leikreglur sem stjórnvöld og samtök amatöra hafa fyrir mart löngu gefið út. TF3DX tók síðan til máls og sagði frá tilurð radíóamatöra fyrir hundrað árum síðan. Amatörar voru í reynd brautryðjendur radíótækninnar en höguðu sér eins og villt hjörð í hasarleik. Fljótlega kom í ljós að yfirvöld urðu að koma böndum á þá til að almennar þjónustur kæmust líka fyrir í radíótíðnisviðinu og þannig náðist í raun þessi staða radíóamatöra að vera fjöldahreyfing áhugamanna um allan heim sem hafa engan peningalegan ágóða af sínu áhugamáli og halda trúmálum, stjórnmálum og öðru dægurþrasi utan samskiptarammans. Villi lagði áherslu á að samstarf radíóamatöra við stjórnvöld hefði skilað okkur "óviðjanfnanlegum heimildum" til afnota af radíótíðnisviðinu án þess að borgað væri fyrir á annan hátt en að radíóamatörar leggja með starfi sínu mikilvægan þátt til samfélagsins á sviði þróunar, nýsköpunar radíótækninnar og fræðslu.

TF3GL hafði lagt fram tvær tillögur til fundarins og TF3DX lagði fram í lokin mildari tillögu sem fjallaði í stórum dráttum um það sama að okkur bæri að hafa hagsmuni allra radíóamatöra að leiðarljósi í öllum samskiptum við stjórnvöld og innan okkar eigin raða. Tillögurnar hlutu allar gott brautargengi á fundinum og síðan er það stjórnar ÍRA að vinna úr niðurstöðum. Fundarmenn voru almennt ánægðir með fundinn og skildu sáttir.

Stjórn ÍRA á miklar þakkir skilið fyrir að hafa staðið mjög vel að undirbúningi og framkvæmd fundarins. Fundarstjóri var TF3VS og ritari TF3GB.

Takk fyrir okkur.

Fyrir fundinn.

Sælir félagar.

Ég setti fyrir stuttu nýjan tengil á aðalsíðuna vinstra megin. Hann heitir "Fyrir fundinn". Þarna eru gögn sem tengjast umræðuefni fundarins næsta fimmtudag. Hvet ég alla til að kynna sér þessi gögn. 73 de TF3GB

Aðalfundur ÍRA 2014

Aðalfundur ÍRA var haldinn laugardaginn 17. maí 2014. Ný stjórn er þannig skipuð:

formaður TF3HP, Haraldur Þórðarson.

Aðrir í stjórn eru: TF3GW, Þór Þórisson varaformaður; TF3GB, Bjarni Sverrisson ritari; TF3DC, Óskar Sverrisson gjaldkeri;  TF3KX, Kristinn Andersen meðstjórnandi; TF3TNT, Benedikt Guðnason varamaður

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Skilyrðin

_

Meira á Skilyrðasíðunni

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 1937 September 26 2014
Brazil will propose a permanent global 60 meter ham radio allocation  
Rules restructuring underway in Australia and Austria 
FCC turns down a petition to create a 4 meter band in the USA 
ARRL Simulated Emergency Test to be held October 4th and 5th 
Ham radio flood relief effort in India is stalled by government red tape
Hamvention begins soliciting nominations for its 2015 awards program
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio
Amateur Radio Newsline Report 1936 September 19 2014
 • Qatar will include ham radio in an upcoming 2016 geosat launch 
 • More information on the restructuring of the UK ham radio rules 
 • Philippine hams once again respond as a typhoon makes landfall 
 • W5KUB announces live coverage of the K6H operating event
 • Soon to be space traveler Sarah Brightman starts training in January
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio
Amateur Radio Newsline Report 1935 September 12 2014
Canada will proposes world-wide 60 meter ham radio allocation 
China announces a Lunar circling mission carrying amateur radio
Slow Scan television is back on the air from the ISS
FCC announces increase in the cost of a United States vanity callsign 
New Zealand hams to celebrate a major ham radio historical event
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio 
 
Amateur Radio Newsline Report 1934 September 5 2014
 • Japan space mission to asteroid will carry a ham radio satellite 
 • New study challenges the so-called broadband spectrum crunch 
 • DXpedition to Navassa Island within the next 18 months 
 • AMSAT-NA adds an auction at its upcoming space symposium  
 • Pirate radio causing aviation safety concerns in China
THIS WEEKS NEWSCAST
     Script
     Audio

 

 

 • No labels