Antenna Standing Wave Animation

 

TF3ARI sýndi hvernig skarpar síur eru stilltar á rétta tíðni og bandvídd. Nokkrir mættu með síur og fengu Ara til að stilla þær fyrir sig og greinilegt er að þörf er fyrir að vera oftar með verklega kynningu á ýmsum leyndardómum áhugamálsins. Ekki það að þetta er ekkert sem er að uppgötvast núna slíkar kynningar haf oft verið í félaginu gegnum árin og verið velsóttar en tíðnin mætti greinilega vera hærri.

Glatt var á hjalla og mikið spjallað um hitt og þetta. Fjórar könnur þurfti til að metta kaffiþörfina og kleinurnar smökkuðust vel en einn hafði á orði að meðlætið hefði mátt vera með meiri af sætuefnum. Við bætum úr því næst.

TF3KY TF3EK TF3MH TF3OM og TF3ID fylgjast með TF3ARI stilla síu

 

TF2SUT

 

TF3CE og TF2SUT

 

TF3AO TF3AWS TF3Y

 

TF3AWS fær hamingjuóskir frá TF3AO

 

TF3ARI fylgist með TF3CE stilla síu öðru nafni tunnu

 

TF3ARI TF3DT TF3CE TF8KY TF2SUT TF3PW

 

TF3TPT á spjalli við TF3T

 

TF3GB

 

Ari skrifar í dag á fésbók:

Í kvöld fmmtudag ætla ég að mæta niður í Skeljanes með spectrumanalyzer og tracking generator.
Á mannlegu máli er þetta viðtæki sem tekur á móti og getur sent út á sama tíma. Hægt er að senda inn á rás eða kristalsíu merki og mæla hvað kemur út á hinum endanum. Ætla ég meðal annars að að taka síu fyrir endurvarpa , skoða stilla og skoða tap. Ef þú átt síu fyrir einhverja tíðni, ertu að smiða síu , taktu hana endalega með , ég verð með N tengi og UHF (Pl259) til að tengja tækið. Tíðnisviðið sem tækið ræður við er 100Khz – 6Ghz og bandbreidd í mælingu niður í 300 hz.
Einnig er hægt að mæla nákvæmni tíðnisviðs sendis. Tækifæri til að sjá radíóbylgjuna.

 

TF3ARI ætlar að koma með tæki og tól og sýna okkur hvernig á að stilla síur.

 

kaffi, kleinur og spjall …

TF3JM, Jóhannes Magnússon fær skírteinið sitt í dag eða á morgun og við bjóðum Jóhannes velkominn í loftið sem fyrst. Jóhannes var á námskeiðinu sem haldið var í haust og hann er búinn að panta sér QRP smíðasett, sendi-viðtæki fyrir 40 metra bandið.

QRP Labs 40 m CW

Nýju leyfishafarnir tínast inn, í síðustu viku fékk Sigurður Sigurðsson, TF9SSB, skírteinið sitt. Sigurður býr á Sauðárkróki, við bjóðum Sigurð velkominn í loftið og bíðum spenntir eftir að heyra í honum á 80 metrunum frá Sauðárkróki.

Mælifellshnjúkur í Skagafirði – mynd Mbl.

 

Mælifellshnjúkurinn er 1147 metra hár staðsettur innarlega í Skagafjarðarsveit. Víðsýnt er af hnjúknum um hálendi Íslands og héraðið liggur allt opið fyrir fótum fjallsins. Staðsetningin hentar vel fyrir víðsýnan endurvarpa en ekkert rafmagn á staðnum og ekki auðvelt að sinna viðhaldi þar uppi að vetri til.

Hnjúkurinn hefur SOTA númerið NL-056. Enginn hefur SOTA-virkjað tindinn þegar þetta er skrifað.

IARU er þáttakandi í alþjóðadegi fólks með hömlun. Félög radíóamatöra víða um heim skipuleggja sérstaka viðveru í loftinu á þessum degi og kynna vinnu við ýmis verkefni sem auðvelda fólki með ýmiskonar hömlun að stunda radíóáhugamálið.

Félagi minn Joel Shelton N8XJ/A65BX sem hélt kynningu í félagsheimilinu sumarið 2015 um könnun sem hann gerði um Amatör Radíó hefur lokið við skýrslu um niðurstöðuna. Áherslan í könnuninni er á framtíð áhugamálsins og ástæðu fólks til að velja áhugamálið.  Hvað það er sem vekur áhugann, almennt og sérstaklega hjá ungu fólki.  Joel vill að fram komi að könnunin var gerð á meðal bandarískra amatöra og forsendur miðast við það.

Kynning Joels sumarið 2015.

73 de TF8KY

Úrdráttur

Í skýrslunni er niðurstaða úr könnun sem gerð var meðal bandarískra radíóáhugamanna sem fengu leyfið á árunum 2000 – 2015. Í skýrslunni eru atriði tengd aldri amatöranna, áhuga þeirra á CW og tengsl milli vinnu eða viðfangsefna og innkomu í radíóamatöráhugamálið. Könnuð eru líkleg áhrif aðstæðna og aldurs sem leiddu amatörinn í áhugamálið.

Niðurstöður úr könnun á aldursþættinum geta hjálpað til við að búa aðferð eða aðstæður sem eru líklegar til að fjölga radíóamatörum.

mynd úr eftirfarandi skýrslu

Kannski ætti að taka upp MOTA, miðaldra radíóamatörar í loftinu?

Spurningarnar um CW eru ekki síður áhugaverðar:

Þekkir þú CW? Já sögðu 12 % en nei sögðu 88 % og af þeim sem ekki þekktu CW sögðust einungis 18 % engan áhuga hafa á að læra CW.

Af þessu má álykta að þrátt fyrir að Morse hafi verið aflagt sem krafa til leyfis radíóamatörs er Morse alls ekki deyjandi samskiptaháttur og miklar líkur á að amatörar læri Morse.

Áhrif radíóáhugamálsins á starfsval:

Um þriðjungur radíóamatöra segja að áhugamálið hafi haft áhrif á starfsval og þriðjungur radíóamatöra segja að starfið hafi haft áhrif á að þeir urðu radíóamatörar.

73 de TF3JA

Survey on amateur radio operators

http://w1dmh.blogspot.is/

 

W1DMH

 

http://w1dmh.blogspot.is/2014/06/rainier-w7wrs-001-sota.html

W1DMH

TF3ARI kynnti í gærkvöldi í Skeljanesi uppbyggingu VHF/UHF endurvarpa radíóamatöra á Íslandi og hér eru slæðurnar sem hann sýndi okkur.

02122017-endurvarpar-tf3ari

 

 

 

TF3ARI, Ari, samþykkti nýlega að taka að sér að vera VHF-stjóri félagsins. Ari kemur til okkar í Skeljanes annað kvöld og segir okkur frá uppbyggingu VHF og UHF amatörendurvarpa á Íslandi.

Kaffi á könnunni frá klukkan 20 og opið til 22.

 

Í dag eru Andrés Ólafsson, TF2ADN, Valgeir Pétursson, TF3VP og Vilhelm Sigurðsson, TF3AWS komnir með skírteinin sín að loknu prófi síðasta laugardag 25. nóvember 2017. Átta mættu til prófs, tveir náðu N-leyfi og fimm náðu G-leyfi þar af einn N-leyfishafi sem fór í prófið til að hækka sig.

Til hamingju hver og einn með þinn áfanga og nú er næsta skref að koma sér í loftið, nýta leyfið.

stjórn ÍRA

Amatörpróf verður haldið í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 25. nóvember 2017. Ennþá er hægt að skrá sig í prófið með því að senda póst á ira@ira.is. Prófið er tvískipt, tæknipróf byrjar klukkan 10 og stendur til klukkan 12. Reglugerðarpróf byrjar klukkan 13 og stendur til klukkan 15. Prófið er haldið í stofu V108 í HR.

Kæru félagar,

nú er komið að árlegri hreinsun kortastofu ÍRA.  Matti, TF3MH er QSL stjóri ÍRA en síminn hjá honum er 892 2067.

Verum snemma á ferðinni með skilin í ár – en síðasti skiladagur er fimmtudagurinn 4. janúar 2018.

 

Matti QSL-stjóri í góðra vina hópi. 

 

Sýnishorn af flottu íslensku QSL korti. 

Nánar um QSL kort almennt hér:

http://www.ira.is/qsl-kort/