,

Yngsti íslenski amatörinn, TF8TY, kemur í heimsókn í Skeljanes í kvöld

Opið hús í kvöld í Skeljanesi, yngsti íslenski amatörinn kemur í heimsókn og sýnir okkur gjöf sem hópur gamalreyndra amatöra gaf honum.

Bjössi, TF8TY, hreykinn með G-leyfið

Kaffi á könnunni og tilvalið að ræða um SAC keppnina sem er um helgina. Hugmyndin er að gera tilraun til að manna félagsstöðina og eru allir velkomnir í heimsókn um helgina hvort sem er tila að fylgjast með keppninni eða sem væri enn betra að manna stöðina í lengri eða styttri tíma.

SAC

SAC á fésbókinni

 

 

,

Skemmtilegt og fræðandi kvöld í Skeljanesi í gær

TF3ML og TF3ARI fylltu Skeljanesið í gærkvöldi með kynningu á lífinu fyrir ofan 50 MHz.

TF3ML – myndasmiður TF3DC

Kynning - Ólafur B. Ólafsson - 2017

 

,

TF3ML og TF3ARI í Skeljanesi annað kvöld

TF3ML og TF3ARI segja okkur frá amatörlífinu ofan við 50 MHz á opnu húsi í Skeljanesi annað kvöld 20 -22

TF3ML

TF3ML

Óli byrjar á lægri tíðnum en síðan tekur Ari við og talar um hærri tíðnirnar.

TF3ARI

TF3ARI

,

ÁKALL til allra radíóáhugamanna

Ákall til allra radíóáhugamanna bæði radíóamatörleyfishafa og annarra radíóáhugamanna.
Námskeið til undirbúnings fyrir radíóamatörpróf sem áætlað er að halda 11. nóvember hefst á mánudagskvöld 2. október í Skeljanesi. Við hvetjum ykkur sem áhuga hafa á að ná sér í leyfi að koma á námskeiðið og við hvetjum ykkur sem þegar hafið leyfi til að aðstoða eftir mætti og benda þeim sem þið vitið að hafa áhuga á að verða radíóamatörar til að skella sér á námskeiðið.
Eitt aðal markmið og skylda okkar sem höfum leyfi er að styðja og aðstoða þá sem áhuga hafa við að ná þessu takmarki, að verða RADÍÓAMATÖR.
ALLIR SEM VILJA VERÐA RADÍÓAMATÖRAR EIGA AÐ GETA NÁÐ ÞVÍ TAKMARKI. ÞAÐ ER ÓUMDEILANLEG SKYLDA OKKAR SEM ÞEGAR HÖFUM LEYFI AÐ TRYGGJA AÐ SVO MEGI VERÐA.
fh stjórnar ÍRA 73 de TF3JA

,

Námskeið til amatörprófs er að hefjast hjá ÍRA

Námskeið til amatörprófs verður haldið á vegum ÍRA, félags Íslenskra radíóamatöra í október og fram í miðjan nóvember. Kynning á námskeiðinu, afhending námsgagna og fyrsta kennslustund verður í félagsheimili ÍRA í Skeljanesi mánudagskvöldið 2. október klukkan 19. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í námskeiðinu sendi tölvupóst á ira@ira.is eða tilkynni þáttöku í GSM síma 8633399. Almennt námskeiðsgjaldgjald er kr. 20.000,- en kr. 14.000,- fyrir félaga í ÍRA.

Kennt verður á mánudags- og miðvikudagskvöldum, þrjá tíma á hvoru kvöldi og á laugardögum frá klukkan 10 til 12.

Allar upplýsingar um námskeiðið eru á heimasíðu félagsins ira.is.

Dagskrá haustnámskeiðs 2017

,

SAC leikarnir

Þegar flett er í gegnum gamlar fréttir má sjá að ýmsir hafa gegnum tíðina tekið þátt í SAC-leikunum með góðum árangri eins og til dæmis TF3CW.

TF3CW í SAC 2010, myndina tók TF3LMN

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, starfrækti stöð ÍRA á kallmerkinu TF3W í CW-hluta SAC-2010. Sigurður hafði 1938 QSO í keppninni á 22 klukkustundum, um 1,5 QSO á mínútu að meðaltali. Vísun á fréttina

TF3W hefur verið starfrækt 7 sinnum í SAC og þar hafa ýmsir komið við sögu en hæst ber þá TF3CW og TF3SA sem hvor um sig starfræktu TF3W tvisvar sinnum einir í SAC keppnum og náðu mjög góðum árangri. TF3CW mest 2038 QSO eins og kemur fram hér ofar og Stefán Arndal, TF3SA mest 1605 QSO.

Á árinu 2000 tóku TF3AO, TF3GB, TF3HP, TF3RJT og TF3VS þátt í SSB hluta SAC frá TF3IRA og höfðu 1217 QSO.

Þáttaka einstakra íslenskra radíóamatöra í SAC-leikum hefur oft verið góð, ötulir við þáttöku hafa verið TF3SA, TF8GX, TF4M, TF3DC, TF3GB, TF3YH, TF3Y, TF3SG, TF3T, TF3CY, TF3AM og fleiri mætti telja hér upp. Við hvetjum sem flesta íslenskra radíóamatöra til að taka þátt í SAC og minnum á að einn þáttur leikanna er keppni milli Norðurlandanna.

,

Neyðartíðnir í Mexíkó

The National Emergency NetworkWith the magnitude 8.1 Earthquake hitting Mexico at 0449UTC today, assume that these frequencies are in use now as they respond to that disaster.

20m 14,120 kHz
40m 7,060 kHz
80m 3,690 kHz

14325 kHz was also expected to be used to co-ordinate with the USA Hurricane Watch Net.

Various Winlink nodes may also be used to deal with the emergencies.

With HF propagation disturbed after the X9 solar flare on Wednesday, please take all steps to avoid interference to emergency communications activities in the Caribbean.  of the Mexican National Society (FMRE) declared on 8th September that they would be using the following frequencies as they prepared for the arrival of Hurricane Katia.
,

SOTA á Íslandi er orðið eins árs.

Um síðustu mánaðamót var liðið eitt ár frá því að Ísland varð hluti af SOTA (Summits on the air) verkefninu. Fjallað verður um það sem gerst hefur á þessum tíma í opnu húsi í Skeljanesi klukkan 20:15 n.k. fimmtudagskvöld, 21 september. Þar á meðal er:

  • 17 amatörar hafa virkjað 70 af þeim 908 tindum sem skilgreindir eru í verkefninu.
  • Sex af þessum 17 notuðu TF kallmerki. Þeir voru allir virkir haustið 2016 en aðeins þrír þeirra hafa skráð virkni á árinu 2017,  en jafn margir amatörar hafa notað HB9 kallmerki til að virkja TF tinda það sem af er 2017.
  • Af 46 tindum á SV svæði hafa 36 verið virkjaðir. Aðeins einn tindur sunnan Hvalfjarðar er eftir.
  • Flestir tindar hafa verið virkjaðir með DX samböndum á 20 metra bandinu. Meirihluti þeirra sambanda voru gerð með SSB, en allmargir amatörar hafa notað CW.  Nokkrir tindar hafa verið virkjaðir með FM samböndum á tveim metrum.
,

ÍRA – námskeið og opið hús á fimmtudagskvöldum

Haustámskeið til undirbúnings fyrir amatörpróf er byrjað. Sjö nemendur mættu í fyrsta tímann þannig að nóg pláss er fyrir fleiri þátttakendur. Allir sem áhuga hafa á að verða radíóamatörar eru velkomnir hvenær sem er á námskeiðið og kennarar munu gera allt sem á þeirra valdi er til að tryggja að nemendur sem byrja

, ,

SAC norræna fjarskiptakeppnin 2017 – Áfram Ísland

Það er auðvitað skylda okkar allra sem á annað borð erum virk á HF að taka þátt í norrænu keppninni/leikunum sem haldnir verða um næstu helgi CW hlutinn og SSB hlutinn verður í næsta mánuði:
SAC CW 16 – 17. september 2017.
SAC SSB 14 – 15. október 2017.
Sólarhringskeppni frá hádegi á laugardegi til hádegis á sunnudegi.

Nánari reglur og meiri upplýsingar eru á:
http://www.sactest.net/blog/
http://www.sactest.net/blog/sac-frequently-asked-questions/

Skilyrðaspárnar gætu verið betri fyrir næstu helgi – en óþarfi að láta þær slá sig út af laginu frekar en aðrar spár.

Hvað þýðir Kp-gildið (til upprifjunar og fyrir nýliða eða aðra sem vilja fylgjast með:
https://www.stjornufraedi.is/solkerfid/jordin/nordurljos/#kp_gildi

 

Félagar okkar sem orðið hafa meistarar í SAC eru þeir:

Norðurlandameistari SOAB CW 2009

TF3Y, Yngvi

 

Norðurlandameistari SOAB SSB 2010

Gulli, TF8GX

 

 

73 de stjórn ÍRA

 

 

 

 

,

Opið í Skeljanesi í kvöld 20 – 22

Opið verður að venju í Skeljanesi í kvöld frá klukkan átta til tíu eða lengur ef menn vilja. Ekkert ákveðið fundarefni er á dagskrá í kvöld en á fésbók hefur vaknað umræða um kallmerki og því ekki úr vegi að spjalla opið um kallmerkin í kvöld eða hvað annað sem áhugi er á að fjalla um.

Einar, TF3EK og Þór, TF3GW/TF1GW hafa fallist á að sitja fyrir svörum um kallmerki radíóamatöra í kvöld. Þeir opna umræðuna um klukkan 20:15 og nú hvetjum við alla sem vilja koma sínum skoðunum á framfæri að mæta og taka þátt. Kaffi og meðlæti í boði félagsins.

Við minnum á að hjá stjórnvöldum liggur til afgreiðslu tillaga okkar radíóamatöra um breytingu á reglugerð sem sem samþykkt var á síðasta aðalfundi sjá Aðalfundur 2017:

Tillögur um breytingar á 8. grein í

Reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna, 348/2004

Fyrsta málsgrein verði svo hljóðandi:

Póst- og fjarskiptastofnun úthlutar leyfishöfum kallmerki sem nota skal í öllum viðskiptum. Íslensk kallmerki hefjast á bókstöfunum TF en á eftir fylgir tölustafur og síðan einn til þrír bókstafir. Póst- og fjarskiptastofnun getur úthlutað sérstöku kallmerki vegna reksturs sameiginlegrar stöðvar jafnvel þó að þeir sem að slíkum rekstri standa hafi sitt eigið kallmerki.

Þriðja málsgrein verði svohljóðandi:

Leyfishafar sem nota far- eða burðarstöðvar skulu bæta aftan við kallmerki sitt skástriki og bókstafnum M eða P eftir því hvort um far- eða burðarstöð er að ræða.