Næsta námskeið ÍRA til amatörleyfis hefst 4. október og lýkur með prófi Fjarskiptastofu 11. desember.

Námskeiðið verður í fjarnámi, þ.e. haldið yfir netið og kennt í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar sem leiðbeinandi og þátttakandi „hittast“ í rafrænni kennslustund gegnum eigin búnað. Notað verður forritið Google Meet.

Kennd verður raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti. Námskeiðið fer fram þrjá daga í viku, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18:30-21:30.

Skráning stendur til 30. september og fer fram á „ira hjá ira.is“. Vinsamlegast skráið nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer. Eftir að skráning er móttekin varða sendar upplýsingar um fyrirkomulag í tölvupósti, svo sem um kennsluefni og fleira.

Námskeiðsgjald er 22.000 krónur. Reikningur: 0116-26-7783 og kennitala: 610174-2809. Vinsamlegast skráið kennitölu í athugasemdir. Þátttakendum er bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til að sækja námskeiðið.

Fyrirspurnir má senda á póstfangið ira[hjá]ira.is eða á umsjónarmann, Jón Björnsson, TF3PW á póstfangið nonni.bjorns[hjá]gmail.com

Til grundvallar er reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna nr. 348/2004 með síðari breytingum. Vefslóð: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/348-2004

Stjórn ÍRA.

Hverjir gerast radíóamatörar?

Svarið er einfalt, fólk allsstaðar að úr þjóðfélaginu. Radíóamatörar eru á öllum aldri, af báðum kynjum og það eru engar kröfur gerðar um menntun; einvörðungu þarf að standast próf til amatörleyfis. Þeir sem gangast undir próf hjá stjórnvöldum yngri en 15 ára þurfa þó að leggja fram leyfi forráðamanns.

Allir eru jafnir í fjarskiptum og er kallmerkið einkenni hvers leyfishafa. Engir tveir radíóamatörar í heiminum hafa sama kallmerki og er því hvert kallmerki einstakt. Íslensk kallmerki radíóamatöra byrja á TF sem er alþjóðlegt forskeyti fyrir Ísland samkvæmt úthlutun Alþjóða fjarskiptastofnunarinnar, ITU.

Mynd af félagsstöðinni TF3IRA sem er staðsett í félagsaðstöðu Íslenskra radíóamatöra í Skeljanesi í Reykjavík. Ljósmynd: TF3JB.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 23. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22.

Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Innkomin QSL kort hafa verið flokkuð í hólf félagsmanna.

Kaffi og meðlæti verður í fundarsal. Nýjustu tímaritin liggja frammi.

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Nýjustu tímaritin frá stærstu landsfélögum radíóamatöra liggja frammi í fundarsal á 1. hæð.
Mikið hefur gegið út af smærra radíódóti undanfarið, en aðeins er tekið að bætast við á ný. Ljósmyndir: TF3jB.

KiwiSDR viðtækið yfir netið í Bláfjöllum hefur verið úti í nokkra daga vegna bilunar. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A lagði á fjallið og sótti viðtækið í fyrradag og er það nú til viðgerðar.

Tækið hafði virkað mjög vel frá því það var tengt aftur í Bláfjöllum og sérstaklega eftir 20. ágúst s.l., þegar gerðar voru ráðstafanir sem virkuðu vegna truflana og hefur 80 metra bandið t.d. verið tandurhreint síðan.

Ari segir að unnið verði að því að koma tækinu í lag hið fyrsta. Bláfjöll, vefslóð:  http://bla.utvarp.com:8080/

Tvö önnur KiwiSDR viðtæki yfir netið eru virk, þ.e. á Bjargtöngum í Vesturbyggð og á Raufarhöfn.

Bjargtangar, vefslóð: http://bjarg.utvarp.com

Raufarhöfn, vefslóð: http://raufarhofn.utvarp.com

.

NÝJAR FRÉTTIR: TÆKIÐ ER KOMIÐ Í LAG 21.9. KL. 09:00.

Myndin er af KiwiSDR viðtækinu, en samskonar tæki eru notuð í Bláfjöllum, á Bjargtöngum og á Raufarhöfn.

CQ World Wide RTTY DX keppnin 2021 fer fram um helgina. Þetta er 48 klst. keppni, sem hefst kl. 00:01 laugardag 25. september og lýkur tveimur sólarhringum síðar, sunnudag 26. september kl. 23.59.

Keppnin er í nokkrum atriðum ólík öðrum WW keppnum CQ tímaritsins. Hún fer t.d. ekki fram á 160 metrum; einnig eru margfaldarar ólíkir sem og stigagjöf. Sjá nánar í keppnisreglum: http://www.cqwwrtty.com/rules.htm

CQ WW RTTY DX keppnin hefur verið í boði árlega frá árinu 1987. Þátttaka hefur yfirleitt verið góð frá Íslandi. Nefna má t.d. frábæran árangur TF2R (2017) þegar TF2LL, TF3AO, TF3PPN og TF3IG náðu 9. sæti yfir Evrópu og 10. sæti yfir heiminn í fleirmenningsflokki. Einnig, að ógleymdum frábærum árangri TF1AM í einmenningsflokki þegar Andrés náði 10. sæti yfir Evrópu og 20. sæti yfir heiminn sama ár.

Bestu óskir um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Jón Gunnar Harðarson TF3PPN á lyklaborðinu frá TF2R í Borgarfirði í CQ WW RTTY keppninni árið 2017. Ljósmynd: TF3AO.

ÁRÍÐANDI!

ÍRA hafa borist upplýsingar um fjórar tíðnir á HF sem hefur verið teknar til notkunar fyrir neyðarfjarskipti radíóamatöra, eftir að eldgos hófst á eyjunni La Palma á Kararíeyjum síðdegis á sunnudag (19. september). Tíðnirnar eru:

80 metrar: 3.760 MHz.

40 metrar: 7.110 MHz.

20 metrar: 14.300 MHz.

15 metrar: 21.360 MHz.

Þess er farið á leit að íslenskir radíóamatörar taki tillit til forgangsfjarskipta á þessum tíðnum (og nærri þeim).

Stjórn ÍRA.

Næsta tölublað CQ TF, 4. tölublað 2021, kemur út sunnudaginn 17. október n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Skilafrestur er til 30. september n.k.

Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is

Síðsumarskveðjur og 73,

TF3SB, ritstjóri CQ TF.

Næsta námskeið ÍRA til amatörleyfis hefst 4. október og lýkur með prófi Fjarskiptastofu 11. desember.

Námskeiðið verður í fjarnámi, þ.e. haldið yfir netið og kennt í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar sem leiðbeinandi og þátttakandi „hittast“ í rafrænni kennslustund gegnum eigin búnað. Notað verður forritið Google Meet.

Kennd verður raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti. Námskeiðið fer fram þrjá daga í viku, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18:30-21:30.

Skráning hefst í dag, 15. september á heimasíðu ÍRA á „ira hjá ira.is“. Vinsamlegast skráið nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer. Eftir að skráning er móttekin varða sendar upplýsingar um fyrirkomulag í tölvupósti, svo sem um kennsluefni og fleira.

Námskeiðsgjald er 22.000 krónur. Reikningur: 0116-26-7783 og kennitala: 610174-2809. Vinsamlegast skráið kennitölu í athugasemdir. Þátttakendum er bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til að sækja námskeiðið.

Fyrirspurnir má senda á póstfangið ira[hjá]ira.is eða á umsjónarmann, Jón Björnsson, TF3PW á póstfangið nonni.bjorns[hjá]gmail.com

Til grundvallar er reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna nr. 348/2004 með síðari breytingum. Vefslóð: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/348-2004

Stjórn ÍRA.

Mynd úr prófi til amatörleyfis sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík. Ljósmynd: TF3JB.

Skemmtilegt kvöld. Góð mæting. Góðar umræður og létt yfir mönnum. Sérstakur gestur okkar var Ralf Doerendahl, HB9GKR sem einnig heimsótti okkur s.l. fimmtudag. Hann var nýkominn til borgarinnar frá Vestfjörðum þar sem hann virkjaði SOTA tinda.

Ralf var mjög hrifinn af starfseminni hjá okkur, m.a. aðstöðunni í Skeljanesi og „sjakknum“ fyrir TF3IRA. Honum fannst afrek að gefa út félagsblað fjórum sinnum á ári (en nýjasta CQ TF lá frammi á stóra fundarborðinu). Hann er embættismaður USKA systurfélags ÍRA í Sviss og tók eftir að félagsblað þeirra „HB Radio“ [sem kemur út 6 sinnum á ári] var ekki að finna í bókaskápunum okkar. Hann segist ætla að fá því breytt þegar hann kemur heim. Annars fjörugar umræður um áhugamálið á báðum hæðum.

Alls mættu 24 félagar + 3 gestir þetta ágæta rigningarmilda fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Góðar umræður yfir kaffinu í leðursófasettinu. Óskar Sverrisson TF3DC, Garðar Valberg Sveinsson TF3YY, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Jón G. Guðmundsson TF3LM.
Sigurður Kolbeinsson TF8TN skoðar radíódótið. Til hægri: Ralf Doerendahl HB9GKR, Þórður Adolfsson TF3DT (snýr baki í myndavél) og Jón Svavarsson, TF3JON.
Jón Svavarsson TF3JON, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Georg Kulp TF3GZ ræða málin.
Við stóra fundarborðið. Frá vinstri: Bendikt Sveinsson TF3T, Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Jón Björnsson TF3PW, Baldvin Þórarinsson TF3-033, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Kristján Bendiktsson TF3KB og Mathías Hagvaag.
Jón G. Guðmunsson TF3LM í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Jón skoðaði m.a. viðtöku á 2 metra bandinu í viðtæki Karls Georgs Karlssonar, TF3CZ sem er yfir netið. Karl setti viðtækið upp 24. ágúst s.l. en það þekur 24-1800 MHz. QTH er Perlan í Öskjuhlíð í Reykjavík. Viðtækið er Airspy gerð R2 SDR. Loftnet er Diamond D-190. Vefslóð: http://perlan.utvarp.com/?fbclid=IwAR268BADYCqimpAbozFMfFi31mw3g4wjOGpV6Kpd6NThnd2VMKho1YRXLSE#freq=144800000,mod=nfm,secondary_mod=packet,sql=-150
Sigurður Harðarson TF3WS færði okkur radíódót í hús 16. september. Myndin sýnir hluta af dótinu, rúllur með 0,5 kvaðrata “bjölluvír” bæði einn og fleiri samþættir vírar. Einnig rúllur með 6-32 víra stýriköplum. Ljósmyndir: TF3JB.

Systurfélag okkar í Finnlandi, Suomen Radioamatööriliitto, Ry (SRAL) fagnaði 100 ára afmæli í gær, þann 15. september.

Margar kveðjur bárust til SRAL í þessu tilefni, m.a. frá forseta Finnlands, Sauli Niinisto sem sendi afmæliskveðjur og þakkaði finnskum radíóamatörum fyrir mikilvægt hlutverk þeirra í gegnum áratugina fyrir þróun fjarskipta og tækni. Vefslóð á kveðju forsetans: https://www.sral.fi/en/2021/09/15/message-from-the-president-of-the-republic-of-finland/

Í tilefni afmælisins hafa stjórnvöld heimilað finnskum radíóamatörum að nota forskeytið “OF” frá og með 15. september til 23. desember n.k. (í 100 daga).

ÍRA sendi SRAL afmæliskveðju fyrir hönd íslenskra radíóamatöra í tilefni stórafmælisins.

Stjórn ÍRA.

Finnska landsfélagið er elst landsfélaga radíóamatöra á Norðurlöndunum, stofnað 1921. Það sænska, SSA var stofnað 1925; það danska, EDR 1927; það Norska, NRRL 1928, það íslenska, ÍRA 1946 og það færeyska, FRA 1965.

Meðfylgjandi ljósmynd er af Völu Hauksdóttur TF3VD og Merja “Memma” Koivaara, OH1EG formanni SRAL þegar hún heimsótti félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi ásamt dóttur sinni Sini Koivaara, OH1KDT 20. okótóber 2018. Ljósmynd: TF3JB.

Næsta námskeið ÍRA til amatörleyfis hefst 4. október og lýkur með prófi Fjarskiptastofu 11. desember.

Námskeiðið verður í fjarnámi, þ.e. haldið yfir netið og kennt í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar sem leiðbeinandi og þátttakandi „hittast“ í rafrænni kennslustund gegnum eigin búnað. Notað verður forritið Google Meet.

Kennd verður raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti. Námskeiðið fer fram þrjá daga í viku, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18:30-21:30.

Skráning hefst í dag, 15. september á heimasíðu ÍRA á „ira hjá ira.is“. Vinsamlegast skráið nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer. Eftir að skráning er móttekin varða sendar upplýsingar um fyrirkomulag í tölvupósti, svo sem um kennsluefni og fleira.

Námskeiðsgjald er 22.000 krónur. Reikningur: 0116-26-7783 og kennitala: 610174-2809. Vinsamlegast skráið kennitölu í athugasemdir. Þátttakendum er bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til að sækja námskeiðið.

Fyrirspurnir má senda á póstfangið ira[hjá]ira.is eða á umsjónarmann, Jón Björnsson, TF3PW á póstfangið nonni.bjorns[hjá]gmail.com

Til grundvallar er reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna nr. 348/2004 með síðari breytingum. Vefslóð: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/samgonguraduneyti/nr/3732

Stjórn ÍRA.

Mynd úr prófi til amatörleyfis sem haldið var í félagsaðstöðu ÍRA í Reykjavík. Ljósmynd: TF3JB.

Upplýsingar liggja fyrir um a.m.k. 22 íslensk kallmerki sem hafa sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags. Fyrir 15. maí 2020 var vitað um 17 TF kallmerki en þann dag fundust heimildir um 5 til viðbótar.  Frá þessu var sagt á heimasíðu og í 3. tbl. CQ TF 2020, bls. 14. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2020/06/cqtf_34arg_2020_03tbl.pdf

Svo skemmtilega vill til, að DXCC viðurkenningarskjal Einars Pálssonar, TF3EA (1914-1973) fannst í fórum félagsins við tiltekt vorið 2021. Það var gefin út 8. mars 1949, er númer 412 og er fyrir „Mixed“ DXCC ásamt uppfærslumiða í 110 einingar sama dag. Líkur benda til, að DXCC viðurkenning TF3EA hafi verið sú fyrsta sem gefin var út til íslensks leyfishafa.

Einar virðist hafa verið virkur strax/fljótlega eftir útgáfu leyfisbréfs, en fyrsta reglugerðin um starfsemi radíóamatöra var gefin út af Póst- og símamálastjórninni 7. febrúar 1947.  Til marks um virkni Einars, geta heimildir m.a. um að hann hafi tekið þátt í fyrstu CQ World Wide DX keppninni árið 1948 (bæði í tal- og morshlutanum).  Þess má geta, að TF3EA var handhafi leyfisbréfs nr. 1 á Íslandi, var fyrsti formaður ÍRA og fyrsti heiðursfélagi ÍRA.

TF kallmerki með DXCC skráningu: Virk skráning (14): TF1A, TF2LL, TF3DC, TF3DT, TF3EK, TF3G, TF3IRA, TF3JB, TF3MH, TF3SG, TF3Y, TF4M, TF5B og TF8GX. Óvirk skráning (3): TF3IM, TF3SV og TF2WLC. Eldri kallmerki með óvirka skráningu (5): TF3AR, TF3EA, TF3SG, TF3ZM og TF5TP.

Stjórn ÍRA.

.

DXCC viðurkenningaskjal Einars Pálssonar TF3EA frá 8. mars 1949 hefur nú verið sett í vandaðan viðarramma og verður hengt upp í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Ekki er ólíklegt að þetta sé fyrsta DXCC viðurkenningin sem gefin var út til íslensks leyfishafa en Sigurður Finnbogason, TF3SF varð einnig handhafi DXCC á svipuðum tíma.
 
Þetta 72 ára gamla skjal sem fannst í fórum félagsins í vor, er ótrúlega vel varðveitt þótt það hafi líklega lent í raka (eins og merkja má af meðfylgjandi mynd). Viðurkenningin var veitt fyrir allar tegundir útgeislunar („Mixed“) og er númer 412. Ljósmynd: TF3JB.

63. Scandinavian Activity keppnin (SAC) – CW hluti – verður haldin um næstu helgi, 18.-19. september.

Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á laugardag á hádegi og lýkur á sunnudag á hádegi.

Radíóamatörar í Danmörku, Íslandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð keppa ásamt radíóamatörum á Svalbarða, Bjarnareyju, Álandseyjum, Market Reef, Grælandi og í Færeyjum á móti heiminum og innbyrðis.

  • Svalbarði og Bjarnareyja – JW
  • Jan Mayen – JX
  • Noregur – LA – LB – LC – LG – LI – LJ – LN
  • Finnland – OF – OG – OH – OI
  • Álandseyjar –  OFØ – OGØ – OHØ
  • Market Reef – OJØ
  • Grænland – OX – XP
  • Færeyjar – OW – OY
  • Danmörk – 5P – 5Q – OU – OV – OZ
  • Svíþjóð – 7S – 8S – SA – SB – SC – SD – SE – SF – SG – SH – SI – SJ – SK – SL – SM
  • Ísland – TF

SSB-hlutinn er í næsta mánuði (9.-10. október). Sjá reglur í viðhengi.

Mikilvægt er að sem flestar TF-stöðvar taki þátt!

Stjórn ÍRA.

https://www.sactest.net/blog/