,

Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið janúar-apríl 2012

SteppIR 3E 3 staka Yagi loftnet TF3IRA er staðsett við félagsaðstöðuna í Skeljanesi.

Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið janúar-apríl 2012 liggur nú fyrir og er til kynningar í meðfylgjandi töflum. Samkvæmt dagskránni verða alls 10 erindi í boði (jafn marga fimmtudaga), auk sýningar heimildarmyndar frá T32C DX-leiðangrinum sem farinn var s.l. sumar. Sunnudagsopnanir félagsaðstöðunnar hefjast á ný í marsmánuði og verða kynntar þegar nær dregur. Dagskráin verður nánar til kynningar í 1. tbl. CQ TF sem kemur út síðar í þessum mánuði (janúar). Vinna við verkefnið var í höndum Kjartans H. Bjarnasonar, TF3BJ, varaformanns félagsins og er honum þökkuð góð störf.

J A N Ú A R

Viðburður

Upplýsingar

Fyrirlesari/umsjón

Tímasetning

Skýringar/annað

5. jan., fimmtudagur Erindi Loftnetsframkvæmdir hjá TF2LL sumarið 2010 Georg Magnússon, TF2LL 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
12. jan., fimmtudagur Erindi Heimasmíði tvípóla loftneta á HF í bílskúrnum Andrés Þórarinsson, TF3AM 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
19. jan., fimmtudagur Opið hús Kaffi á könnunni Almennar umræður 20:00-22:00 Alm. opnunarkvöld
26. jan., fimmtudagur Erindi VHF leikar 2012; möguleikar á VHF/UHF; sögur Guðmundur Löve, TF3GL 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15

F E B R Ú A R

Viðburður

Upplýsingar

Fyrirlesari/umsjón

Tímasetning

Skýringar/annað

2. febr., fimmtudagur Opið hús Kaffi á könnunni Almennar umræður 20:00-22:00 Alm. opnunarkvöld
9. febr., fimmtudagur Erindi Alþjóðlegar keppnir, þátttaka og undirbúningur Sigurður TF3CW & Yngvi TF3Y 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
16. febr., fimmtudagur Opið hús Kaffi á könnunni Almennar umræður 20:00-22:00 Alm. opnunarkvöld
23. febr., fimmtudagur Erindi Ráðstefnan í IARU Svæði 1 2011; niðurstöður Kristján Benediktsson, TF3KB 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21.15

M A R S

Viðburður

Upplýsingar

Fyrirlesari/umsjón

Tímasetning

Skýringar/annað

1. mar., fimmtudagur Opið hús Kaffi á könnunni Almennar umræður 20:00-22:00 Alm. opnunarkvöld
8. mar., fimmtudagur Erindi QRP kvöld; heimasmíði og notkun QRP senda Kristinn Andersen, TF3KX 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
15. mar., fimmtudagur Erindi Hvernig reiknar IARU forritið út sviðsstyrk? Vilhjálmur Kjartansson, TF3DX 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
22. mar., fimmtudagur DVD mynd Heimildarmynd frá T32C DX-leiðangrinum Guðmundur Sveinsson, TF3SG 20:45-21:30 Kaffiveitingar
29. mar., fimmtudagur Erindi Nýir möguleikar APRS kerfisins Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15

A P R Í L

Viðburður

Upplýsingar

Fyrirlesari/umsjón

Tímasetning

Skýringar/annað

12. apr., fimmtudagur Erindi QRO kvöld; heimasmíði RF magnara og notkun Benedikt Sveinsson, TF3CY 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
26. apr., fimmtudagur Erindi Alþjóðleg viðurkenningarskjöl radíóamatöra Jónas TF2JB, Guðlaugur TF8GX 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15

(Ath. félagsaðstaðan verður lokuð fimmtudagana 5. og 19. apríl þar sem það eru almennir frídagar.)

,

GLEÐILEGT NÝTT ÁR 2012

Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra farsældar á nýju ári.

,

Frágangi og merkingum á QSL skáp lokið

Glæsileg aðstaða kortastofu Í.R.A. eftir breytingar og lokafrágang.

Við flutninga QSL stofu félagsins í nýtt rými þann 24. nóvember s.l. gafst tækifæri til að setja upp merkingar við QSL skáp félagsins. Við flutninginn var einnig byrjað á breytingum á merkingum við hólf félagsmanna, þ.e. endurgerð þeirra og uppfærlsu – sem nú er lokið fyrir öll kallsvæði. Þeir félagsmenn sem þurftu að bíða úthlutunar hólfa vegna þessa eru beðnir velvirðingar, en nýtt merkingakerfi hefur m.a. í för með sér að í framtíðinni verður ekki um biðtíma að ræða. Bjarni Sverrisson, TF3GB, er QSL stjóri innkominna korta.

Nýju QSL skilagreinarnar fyrir útsend kort sem kynntar voru á heimasíðu félagsins þann 9. desember (ásamt tilheyrandi umslögum) eru vel staðsettar vinstra megin við QSL skápinn. Hægra megin, neðarlega, má svo sjá mótttökukassa fyrir kort til útsendingar. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, er QSL stjóri félagsins.

Endurskipulagningu á aðstöðu QSL stofunnar sem hófst í júlímánuði í fyrra (2010) er nú lokið. Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum til hamingju með farsæla lausn á þessu mikilvæga verkefni og þakkar þeim Bjarna og Guðmundi gott vinnuframlag.

,

Næsta opnun í Skeljanesi verður 29. desember n.k.

Félagsaðstaða ÍRA

Félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verður lokuð fimmtudaginn 22. desember. Næsti reglulegur opnunardagur verður
fimmtudaginn 29. desember n.k. kl. 20:00-22:00.

Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar.

,

Nýjar skilagreinar frá TF Í.R.A. QSL Bureau

Guðmundur Sveinsson TF3SG

QSL skilagreinar fyrir QSL Bureau félagsins voru fyrst kynntar til sögunnar árið 2009 og endurgerðar í fyrra (2010). Í nóvember 2011 kom fram hugmynd um að nýta bakhlið eyðublaðsins (sem til þess tíma hafði verið auð) og birta þar leiðbeiningar frá QSL Manager ásamt lista yfir þau DXCC lönd sem ekki hafa starfandi QSL Bureau. Samkvæmt þessu var unnin upp endurgerð skilagrein í samvinnu við Guðmund Sveinsson, TF3SG, QSL Manager félagsins sem nú hefur verið til dreifingar frá 9. desember. Sjá mynd af fram- og bakhliðum nýju skilagreinarinnar hér fyrir neðan

Eins og sjá má á myndinni hefur framhlið skilagreinarinnar verið endurhönnuð m.a. með tilliti til þeirra sem handskrifa á eyðublöðin. Í annan stað hefur QSL Manager ákveðið að bjóða um val á greiðsluaðferð þegar menn greiða fyrir kort til útsendingar. Annars vegar gildir óbreytt fyrirkomulag áfram, þ.e. að leggja reiðufé í umslagið með kortunum. Nýbreytnin felst í því að bjóða félagsmönnum að leggja kortagjaldið inn á bankareikning kortastofunnar. Kosturinn er einkum sá, að t.d. félagsmenn úti á landi og aðrir sem kjósa að senda kortin í pósti til kortastofunnar, þurfa ekki lengur að leggja reiðufé í umslagið með kortunum.

Kjósi menn að leggja beint inn á reikning kortastofunnar, eru bankaupplýsingar þessar: Banki nr. 0111 / höfuðbók 05 reikningur nr. 246483 / kennitala 040659-6259. Í skýringu með greiðslu, skal skrá kallmerki/hlustmerki félagsmanns og fjölda innsendra korta.

Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum til hamingju með þessa nýju þjónustu.

,

EMC nefnd Í.R.A. skipuð

Yngvi Harðarson TF3Y

Gísli G. Ófeigsson, TF3G

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA.

Á stjórnarfundi nr. 6/2011 var samþykkt að skipa Sæmund Þorsteinsson, TF3UA, formann nýrrar EMC nefndar félagsins
(e. Electro Magnetic Compatibility). Sæmundi var falið að velja tvo leyfishafa til samstarfs í nefndinni og kynnti hann val sitt á
stjórnarfundi nr. 7/2011 sem haldinn var nýlega. Það eru: Gísli G. Ófeigsson, TF3G og Yngvi Harðarson, TF3Y.

Nefndin mun fljótlega koma saman, semja tillögur að reglum/erindisbréfi og undirbúa frumvarp til lagabreytinga á aðalfundi
Í.R.A. 2012. EMC nefnd verður einskonar „fastanefnd” innan félagsins, líkt og t.d. prófnefnd. Nefndin hefur það verksvið
að vera félagsmönnum til aðstoðar (ef óskað er) þegar truflanir koma fram, vera stjórn til ráðgjafar og í sérstökum tilvikum,
Póst- og fjarskiptastofnun, sbr. umfjöllun í síðasta hefti CQ TF.

Stjórn Í.R.A. býður nefndina velkomna til starfa.

,

Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3TNT og TF3WO.

Guðjón Helgi Elíasson TF3WO og Benedikt Guðnason TF3TNT í Skeljanesi 15. desember. Ljósmynd: TF3LMN.

Fimmtudagserindið 15. desember var í höndum þeirra Guðjóns Helga Elíassonar, TF3WO og Benedikts Guðnasonar, TF3TNT. Umræðuefni kvöldsins var smíði “collinear” loftneta í metrabylgju- og sentimetrabylgjusviðinu (VHF og UHF) og kynning á fyrirkomulagi endurvarpsstöðva í tíðnisviðunum. Þeir félagar útskýrðu m.a. (og sýndu myndir) frá smíði á 13 dB “collinear” loftneti á UHF sem búið var til úr “hard-line” kóaxkapli.

Loftnetið kom mjög vel út í prófunum, m.a. yfir 100 km vegalengd á mjög litlu afli (300 mW). Töluverðar umræður urðu m.a. um útgeislun frá loftnetum af þessari gerð. Þá kynntu þeir félagar stuttlega hugmyndir sínar um endurvarpsstövar sem vinna á mismunandi miklu afli, e.t.v. allt að 500W og svokallaða “diversity” notkun sem er áhugaverð útfærsla. Guðjón og Benedikt sýndu fjölda mynda með erindinu sem var vel heppnað. Á þriðja tug félagsmanna hlýddu á erindið.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Guðjóni og Benedikt áhugavert erindi og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatökuna

Þeir Guðjón og Benedikt sýndu fjölda áhugaverðra mynda með erindi sínu. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3LMN.

,

Ert þú með efni í CQ TF?

Nú nálgast undirbúningur janúarheftis blaðsins okkar, CQ TF. Félagsmenn ÍRA eru hvattir til að senda ritstjóra efni, eða ábendingar um efni. Til greina kemur allt sem tengist amatör radíói, s.s.

…Tæki, loftnet eða hugbúnaður
…Frásagnir úr DX, keppnum eða frá fyrri tíð
…Ferðasögur um amatör radíó
…Heimasmíðar, tækin í sjakknum
…Og MYNDIR eru lífga alltaf upp á blaðið!

Ritstjóri þarf alls ekki fullbúið efni, heldur er nóg að senda punkta eða ábendingar.

Blaðið verður unnið milli jóla og nýárs og miðað er við skilafrest sjálfan jóladaginn, sunnudaginn 25. desember. Látið annars vita ef efni kann að vera á leiðinni. Það er okkar sjálfra að gera blaðið eins áhugavert og við viljum!

73 og jólakveðjur – Kiddi, TF3KX – ritstjóri CQ TF

Netfang: cqtf@ira.is
GSM: 825-8130

,

Póst- og fjarskiptastofnun endurnýjar heimildir

Í.R.A. hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) dags. 15. desember 2011 þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veittur
aðgangur að tíðnisviðinu 1850-1900 kHz í tilgreindum alþjóðlegum keppnum radíóamatöra. Í annan stað er G-leyfishöfum veitt heimild
til að nota fullt afl í sviðinu (þ.e. 1kW). Erindi stofnunarinnar er í samræmi við beiðni félagsins þessa efnis, sem send var stofnuninni fyrr
í þessum mánuði.

Um er að ræða endurnýjun núgildandi heimildar fyrir almanaksárið 2012, sem hefði að óbreyttu, runnið út í lok þessa árs (2011). Hún
er veitt á víkjandi grundvelli (forgangsflokkur 2). Þeir leyfishafar sem óska að vinna í umræddu tíðnisviði í einhverri (eða öllum) neðan-
greindra keppna þurfa að sækja um það sérstaklega til stofnunarinnar á netfangið: hrh hjá pfs.is.

Stjórn Í.R.A. fagnar framkominni heimild stofnunarinnar.


Tilgreindar alþjóðlegar keppnir árið 2012 eru í tímaröð eftir mánuðum.

Keppni

Teg. útg.

Hefst

Lýkur

Tímalengd

CQ World-wide 160 m keppnin
Unknown macro: {center}CW

Föstudag 27. janúar kl. 22:00 Sunnudag 29. janúar kl. 22:00
Unknown macro: {center}48 klst.

ARRL DX keppnin
Unknown macro: {center}CW

Laugardag 18. febrúar kl. 00:00 Sunnudag 19. febrúar kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

CQ World-wide 160 m keppnin
Unknown macro: {center}SSB

Föstudag 24. febrúar kl. 22:00 Sunnudag 26. febrúar kl. 22:00
Unknown macro: {center}48 klst.

ARRL DX keppnin
Unknown macro: {center}SSB

Laugardag 3. mars kl. 00:00 Sunnudag 4. mars kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

CQ WPX keppnin
Unknown macro: {center}SSB

Laugardag 24. mars kl. 00:00 Sunnudag 25. mars kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

CQ WPX keppnin
Unknown macro: {center}CW

Laugardag 26. maí kl. 00:00 Sunnudag 27. maí kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

IARU HF Championship
Unknown macro: {center}CW/SSB

Laugardag 7. júlí kl. 12:00 Sunnudag 8. júlí kl. 12:00
Unknown macro: {center}24 klst.

CQ World-wide DX keppnin
Unknown macro: {center}SSB

Laugardag 27. október kl. 00:00 Sunnudag 28. október kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

CQ World-wide DX keppnin
Unknown macro: {center}CW

Laugardag 24. nóvember kl. 00:00 Sunnudag 25. nóvember kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

ARRL 160 metra keppnin
Unknown macro: {center}CW

Föstudag 1. desember kl. 22:00 Sunnudag 2. desember kl. 16:00
Unknown macro: {center}40 klst.

,

Niðurstöður í CQ WW 160 metra keppninni 2011

Richard L. King K5NA var á lyklinum frá TF4X í CQ WW 160 metra keppninni 2011.

Í desemberhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ WW DX 160 metra keppninni árið 2011. Morshluti keppni-
nnar fór fram 28.-30. janúar s.l. og talhlutinn 25.-27. febrúar s.l. Alls sendu fimm TF-stöðvar inn keppnisdagbækur að þessu
sinni, þ.e. fjórar í morshlutanum og ein í talhlutanum, sbr. eftirfarandi skiptingu:

Mors – Einmenningsflokkur, hámarksafl: 2 stöðvar.
Mors – Einmenningsflokkur, lágafl: 2 stöðvar.
Tal – Einmenningsflokkur, hámarksafl: 1 stöð.

TF4X var með afburðagóðan árangur í keppninni eða 1.031.438 heildarstig (alls 1.512 QSO). Það sama á ekki síður við um
TF3DX/m sem var með 51.728 heildarstig úr bílnum (alls 172 QSO).

Niðurstöður í keppninni fyrir TF-stöðvar urðu að öðru leyti samkvæmt eftirfarandi:

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur (stig)

QSO

Margfaldarar

DXCC einingar

Mors, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF4X (K5NA op.)

Unknown macro: {center}1.031.438

Unknown macro: {center}1.512

Unknown macro: {center}41

Unknown macro: {center}76

Mors, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF3SG

Unknown macro: {center}125.633

Unknown macro: {center}284

Unknown macro: {center}26

Unknown macro: {center}47

Mors, einmenningsflokkur, lágafl
Unknown macro: {center}TF3DX/m

Unknown macro: {center}51.728

Unknown macro: {center}172

Unknown macro: {center}13

Unknown macro: {center}40

Mors, einmenningsflokkur, lágafl
Unknown macro: {center}TF8SM

Unknown macro: {center}13.644

Unknown macro: {center}85

Unknown macro: {center}0

Unknown macro: {center}36

Tal, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF3SG

Unknown macro: {center}26.488

Unknown macro: {center}111

Unknown macro: {center}4

Unknown macro: {center}40

Hamingjuóskir til hlutaðeigandi með árangurinn.


(Þakkir til TF4M fyrir meðfylgjandi ljósmynd).

,

Morsæfingar til jóla – stöðutaka í morsi í febrúar 2012

Eftir nokkurt hlé verður byrjað aftur á morssendingum þriðjudaginn 13. desember.  Stefán Arndal, TF3SA mun senda út mors á ca. 3540 kHz klukkan 21.00. Fram að jólum verður sent dagana 13. og 14. desember og svo aftur 19, 20 og 21 desember.  Í febrúar verður stöðutaka í morsi og veittar viðurkenningar eins og hefðbundið er.  Stöðutakan verður í móttöku á stafagrúbbum og sendingu á morsi.  Nánar verður greint frá formi væntanlegrar stöðutöku í morsi byrjun janúar.

73

Guðmundur de TF3SG

,

TF3TNT og TF3WO verða með fimmtudagserindið

Benedikt Guðnason, TF3TNT

Guðjón Helgi Elíasson, TF3WO.

Síðasti viðburður á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldinn fimmtudaginn 15. desember kl. 20:30 í félags-
aðstöðunni í Skeljanesi. Þá munu þeir Benedikt Guðnason, TF3TNT og Guðjón Egilsson, TF3WO, fjalla um
smíði loftneta í metrabylgju- og sentimetrabylgjusviðinu (VHF og UHF) og um hugmyndir sínar um endurvarpa í
þessum tíðnisviðum. Þeir félagar hafa m.a. gert áhugaverðar tilraunir með smíði og prófun á lóðréttum „collinear”
loftnetum á þessum tíðnisviðum undanfarin misseri.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta stundvíslega. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.