Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 28. október fyrir félagsmenn og gesti. Húsið opnar kl. 20:00. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Kaffiveitingar verða í boði í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólf félagsins og flokka nýjustu kortasendingarnar. Nýtt radíódót er væntanlegt í hús fyrir opnun á fimmtudagskvöld.

Umræðuþema kvöldsins: CQ World Wide DX SSB keppnin 2021 um næstu helgi.

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

TF ÍRA QSL Bureau (QSL stofa félagsins) er staðsett á 2. hæð í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.

CQ World Wide DX SSB keppnin fer fram helgina 30.-31. október. Þetta er 48 klst. keppni og engin tímatakmörk.

Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og hægt er við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og á eins mörgum CQ svæðum og frekast er unnt. Keppt er á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.

Þetta er stærsta alþjóðlega SSB keppni ársins. Undanfarin ár hafa yfir 35 þúsund radíóamatörar haft sambönd keppnisdagana. Í boði eru 66 mismunandi keppnisflokkar (tveir nýir bætast við í í ár, „Explorer“ og „Youth“).

Í ljósi nýlegra tilslakana heilbrigðisráðherra á takmörkum vegna farsóttar, kemur til greina að skoða á ný þátttöku í fleirmenningsflokki frá félagsstöðinni í Skeljanesi. Áhugasamir félagar eru beðnir um að hafa samband við Óskar Sverrisson, TF3DC keppnisstjóra ÍRA (GSM 862-3151). Hugmyndin er ennfremur, að ræða keppnina í félagsaðstöðunni n.k. fimmtudagskvöld.

Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til þátttöku og að skila inn radíódagbókum að henni lokinni. Látum TF og CQ svæði 40 hljóma á sem flestum böndum þar sem á annað borð eru skilyrði til fjarskipta.

Með ósk um gott gengi! Stjórn ÍRA.

Heimasíða keppninnar: https://www.cqww.com/index.htm
Keppnisreglur: https://www.cqww.com/rules.htm

Guðmundur Kristjánsson, fagstjóri rafmagns hjá Háskólanum í Reykjavík í iðn- og tæknifræðideild hafði samband við félagið, samanber eftirfarandi:

„Fyrir nokkru þá fór ég og Ágúst Valfells deildarforseti Verkfræðideildar HR, upp á Vatnsendahæð og sáum þar forlátan Marconi útvarpssendi frá 1938. Það er komin áætlum með að setja búnaðinn í gám til bráðabirgða en það eru áform um að finna sendinum varanlegt rými.

Til þess að þetta gangi upp þá vantar okkur sjálfboðaliða til að taka sendinn í sundur og því langar okkur til að leita á ykkar náðir og heyra hvort þið hefðuð tök á að aðstoða eða gætuð bent á einhverja sem væru reiðubúnir.

Tíminn er knappur og því þyrfti að ganga rösklega til verks. Það stendur nefnilega til að rífa húsið sem sendirinn stendur í eftir 2-3 vikur“.

Erindinu er hér með komið á framfæri við félagsmenn.

Hafa má samband við:

Guðmund Kristjánsson, Háskólanum í Reykjavík, GSM sími: 695-1327.
Bóas Eiríksson, rafmagnsverkfræðing, GSM sími: 898-1920.

Stjórn ÍRA.

Myndina tók Sigurður Harðarson TF3WS 11. ágúst s.l. af stöðvarhúsinu á Vatnsendahæð. Sigurður sagði eftirfarandi á FB síðu sinni þann dag: “Núna um hádegisbilið var seinna mastur gömlu Langbylgjunnar á Vatnsendahæð fellt því það er verið að rýma hæðina fyrir nýrri byggð. Þetta var tignaleg sjón og heppnaðist vel“.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 21. október kl. 20-22.

Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Kaffiveitingar í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólf félagsins og flokka nýjustu kortasendingarnar.

Tillaga að umræðuþema: CQ World Wide DX SSB keppnin 2021 en aðeins eru 10 dagar í þessa stærstu SSB keppni ársins.

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi á stóra fundarborðinu í salnum.
Enn er töluvert eftir af smærra radíódóti í austurhluta fundarsalarins, þ.á.m. vírloftnet og fæðilínur.
Stærri radíóhlutir sem eru í boði til félagsmanna í ganginum á jarðhæð í Skeljanesi. Ljósmyndir: TF3JB.

Ágætu félagsmenn!

Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 4. tbl. CQ TF 2021 sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni.

73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF.

Vefslóð á nýja blaðið: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/10/2021-4.pdf

Síðari hluti Scandinavian Activity keppninnar 2021 fór fram á SSB helgina 9.-10. október. Gögnum var skilað til keppnisstjórnar fyrir 4 TF kallmerki í þremur keppnisflokkum; 20 metrum háafli, á öllum böndum háafli og á öllum böndum lágafli. Heildarfjöldi innsendra keppnisdagbóka var 896.

TF2MSN – Öll bönd, lágafl.
TF8KY – Öll bönd, háafl.
TF3AO – 20 metrar, háafl.
TF3T – 20 metrar, háafl.

Fjórum dagbókum var einnig skilað inn fyrir TF kallmerki í morshluta keppninnar sem fram fór 18.-19. september s.l. Þátttaka var í tveimur keppnisflokkum; 20 metrum á háafli og á öllum böndum lágafli, auk viðmiðunardagbókar. Heildarfjöldi innsendra keppnisdagbóka var 1.412.

TF3EO – Öll bönd, lágafl.
TF3VS – Öll bönd, lágafl.
TF3W – 20 metrar, háafl.
TF3DC – Viðmiðunardagbók (e. check-log).

Hamingjuóskir til þátttakenda. Niðurstöður verða birtar á heimasíðu SAC í febrúar 2022.

Stjórn ÍRA.

https://www.sactest.net/blog/

Skemmtilegt kvöld. Góð mæting. Góðar umræður og létt yfir mannskapnum í félagsaðstöðunni í Skeljanesi 14. október. Sérstakur gestur okkar þetta fimmtudagskvöld var Daggeir H. Pálsson TF7DHP frá Akureyri. Að auki mættu þeir félagar Egill Þórðarson, TF3CG og Guðni Skúlason loftskeytamaður sem hefur hug á að fá útgefið leyfisbréf og koma í loftið á morsi.

Mikið var rætt um áhugamálið á báðum hæðum, þ.e. í salnum, í fjarskiptaherberginu og í herbergi QSL stofunnar. Rætt var um CQ WW keppnirnar framundan, um loftnet (og loftnetsturna), nýjustu sendi-/móttökustöðvarnar, m.a. um Elecraft K4, væntanleg ný flaggskip frá Icom og Kenwood. Einnig rætt um Yaesu FT-991A sem nokkrir leyfishafar hafa verið að kaupa að undanförnu.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A fór yfir notkun gervihnattastöðvar TF3IRA og sýndi hve auðvelt er að hafa sambönd um QO-100 gervitunglið.

Alls mættu 19 félagar + 2 gestir þetta ágæta fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Við stóra fundarborðið. Frá vinstri: Erling Guðnason TF3E, Kristján Benediktsson TF3KB, Mathías Hagvaag TF3MH og Hans Konard Kristjánsson TF3FG (með bak í myndavél).
Rætt um skilyrðin í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Frá vinstri: Guðni Skúlason, Daggeir H. Pálsson TF7DHP, Þórður Adolfsson TF3DT og Egill Þórðarson TF3CG.
“Þetta snýst allt um loftnetin” sögðu strákarnir. Frá vinstri: Georg Magnússon TF2LL og Þórður Adolfsson TF3DT.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A útskýrði virkan gervihnattastöðvar TF3IRA. Egill Þórðarson TF3CG, Guðni Skúlason og fleiri fylgjast með. Daggeir H. Pálsson TF3DHP tók “fyrirlestur” Ara upp á myndband. Ljósmyndir: TF3JB.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 14. október kl. 20-22. Sérstakur gestur verður Daggeir Pálsson, TF7DHP félagsmaður okkar á Akureyri.

Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Kaffiveitingar í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólf félagsins og flokka nýjustu kortasendingarnar.

Nýtt radíódót hefur borist í hús og verður í boði til félagsmana frá og með 14. október (sjá meðfylgjandi ljósmyndir).

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Á góðri stundu í Brasserie Aski í Reykjavík. Myndin var tekin þegar Daggeir kom í snögga heimsókn til borgarinnar og þurfti að fljúga norður sama dag. Að þessu sinni dvelur hann lengur og heimsækir okkur í Skeljanes í kvöld, 14. október. Frá vinstri: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Jónas Bjarnason TF3JB og Daggeir Pálsson TF7DHP.
Sigurður Harðarson TF3WS kom með mikið af góðu radíódóti í vikunni sem verður í boði til félagsmanna frá og með 14. október.
Georg Kulp TF3GZ færði félaginu þennan 90 cm gervihnattadisk í síðustu viku. Það er Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB sem virðir hann fyrir sér í Skeljanesi. Diskurinn er t.d. tilvalinn til uppsetningar fyrir QO-100 gervitunglið. “Original” búnaður fylgir og Georg sagði að veggfesting sé til staðar ef áhugi er fyrir hendi. Ljósmyndir: TF3JB.

Viðtæki Karls Georgs Karlssonar, TF3CZ í Perlunni varð virkt á ný í kvöld (13. október). Tækið var upphaflega sett upp 24. ágúst s.l., og tekið niður til viðgerðar þann 1. þ.m.

Hlusta má á tækið yfir netið. Um er að ræða Airspy R2 SDR viðtæki fyrir 24-1800 MHz (á VHF og UHF). Loftnet er Diamond D-190 sem er fyrir þetta tíðnisvið. QTH er Perlan í Öskjuhlíð í Reykjavík.

Viðtækið stillir sig sjálfvirkt (e. default) inn á APRS QRG 144.800 MHz, samanber APRS vefsíðuna: http://SDR.ekkert.org/map

Vefslóð á viðtækið: http://perlan.utvarp.com

Þakkir til Karls Georgs, TF3CZ fyrir verðmætt framlag. Viðtækið er mikilvægt fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

Brátt verða liðin tvö ár frá því ný 11 ára sólblettasveifla hófst (lota 25) samanber meðfylgjandi línurit. Skilyrðin eru þegar byrjuð að batna og hámarki er spáð 2025.

Kevin B. Loughin, KB9RLW setti saman stutt myndband þar sem hann ræðir skilyrðin og sýnir okkur m.a. viðtökuna á hærri böndunum í sínu QTH í Indiana í Bandaríkjunum. Athyglisvert myndband (um 15 mín. að lengd).

Vefslóð:  https://qrznow.com/solar-cycle-25-is-here-and-band-activity-is-up/

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 14. október kl. 20-22.

Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Kaffiveitingar í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólf félagsins og flokka nýjustu kortasendingarnar.

Nýtt radíódót hefur borist í hús og verður í boði til félagsmana frá og með 14. október (sjá meðfylgjandi ljósmyndir).

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Nýjustu tímarit amatörfélaganna liggja frammi á fundarborði í salnum.
Sigurður Harðarson TF3WS færði okkur fullan bíl af áhugaverðu dóti sem verður í boði til félaganna frá næsta opnunarkvöldi.
Lesið á merkingar á dótinu. Um er að ræða viðtæki, mælitæki, spólukassa, panelmæla í 19″ einingum o.m.fl.
Yfirlitsmynd sem sýnir hluta af dótinu sem barst til félagsins frá Sigurði Harðarsyni TF3WS 11. október. Ljósmyndir: TF3JB.

Háskólinn í Alaska; University of Alaska Fairbanks, birtir norðurljósaspár sem eru gerðar til 27 daga í senn. Hægt er að velja á milli fimm korta, fyrir Norður-Ameríku, Evrópu, Norðurpólinn, Suðurpólinn og Alaska.

Spáin fyrir Evrópu í dag (10. október) er þessi: „Forecast: Auroral activity will be moderate. Weather permitting, moderate displays will be visible overhead in Tromsø, Norway and Reykjavik, Iceland, and visible low on the horizon as far south as Sundsvall, Sweden and Arkhangelsk, Russia“.

Vefslóð: https://www.gi.alaska.edu/monitors/aurora-forecast