Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 13. júní kl. 20-22:00.

Opin málaskrá, nýjustu tímaritin og góður félagsskapur. Kaffi, te, kex og kökur.

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Myndin var tekin í fjarskiptaherbergi TF3IRA í Skeljanesi 20. október 2018. Frá vinstri: Vala Dröfn Hauksdóttir TF3VD, Elín Sigurðardóttir TF2EQ og Sini Koivaara OH1KDT. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Góð mæting var á opið hús í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 6. júní. Mest var rætt um heimaloftnet og bílloftnet á HF; enda sumarið loftnetatími hjá radíóamatörum.

Þrjú loftnet voru til sýnis á staðnum. AM PRO 160 bílloftnet fyrir 160m (kostar £41.46 frá NevadaRadio UK); ½λ tvípóll fyrir 6m (kostar £14.96) og ½λ Halo tvípóll fyrir 6m (kostar £41.63). 50 MHz loftnetin voru keypt frá Moonraker UK. (Halo loftnetið er svokallaður „beygður“ tvípóll, rétthyrndur í lögun og óstefnuvirkur).

TF3JB skýrði m.a. frá, að hann noti 1.8 MHz bílnetið fest við húsþakið með járnið á þakinu sem mótvægi. Það hafi komið ótrúlega vel út, því á tímabilinu 11.11.2018-11.2.2019 hafði hann QSO við alls 54 DXCC einingar á FT8 tegund útgeislunar og fékkst síðasta landið staðfest 31. maí s.l. Menn sýndu 50 MHz loftnetunum einnig áhuga, enda er 6 metra „vertíðin“ að hefjast um þessar mundir.

Mæting var góð í Skeljanes þetta fallega sumarkvöld í Reykjavík, alls 15 félagar og 2 gestir.

Loftnet eru óþrjótandi umræðuefni yfir góðu kaffi. Frá vinstri: Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN og Georg Magnússon TF2LL. Sjá má AM PRO 160 bílloftnetið næst myndavélinni á borðinu. Heildarlengd er 260 sentímetrar, þ.e. undirstilkur er 58cm, spóla 42cm og toppur 160cm. Þar fyrir ofan er 1/2 bylgju tvípóllinn fyrir 6 metrana og Halo tvípóllinn fyrir 6 metrana, pakkaður í plast.
Frá vinstri: Georg Magnússon TF2LL, Kristján Benediksson TF3KB, Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS.
Heimaloftnetin rædd við stóra borðið. Fyrir enda borðs: Þórður Adolfsson TF3DT, Einar Kjartansson TF3EK (Þórði á vinstri hönd), síðan Mathías Hagvaag TF3MH, Jón E. Guðmundsson TF8-02Ø, Jón Björnsson TF3PW og Benedikt Sveinsson TF3T. Ljósmyndir: TF3JB.

Einar Páll Stefánsson TF5EP hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað.

Einar var félagsmaður okkar um langt árabil þar til hann fluttist búferlum til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni. Hann var á 72. aldursári er hann lést og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 163.

Um leið og við minnumst Einars með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.

Næsta hefti CQ TF (3. tbl. 2019) kemur út á heimasíðu ÍRA 29. júní n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið – frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Opið er fyrir innsendingu efnis fram á sunnudag, 16. júní.

Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is

73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 6. júní kl. 20-22:00.

Opin málaskrá, nýjustu tímaritin og góður félagsskapur. Kaffi, te, kex og kökur.

Bílloftnet fyrir 1.8 MHz verður m.a. til sýnis sem fjallað var um í grein 1. tbl. CQ TF 2019 (bls. 40-41).

Stjórn ÍRA.

AM-PRO 160 bílloftnetið er hér sýnt við bifreið TF3JB til að átta sig á stærðarhlutföllum. Heildarlengd er 260 sentímetrar, þ.e. undirstilkur er 58cm, spóla 42cm og toppur 160cm. Það er gefið upp fyrir 250W PEP og að standbylgja sé betri en 2 miðað við 15 kHz bandbreidd. Loftnetið verður til sýnis í Skeljanesi þann 6. júní. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Félagsaðstaða ÍRA verður lokuð fimmtudaginn 30. maí n.k., sem er uppstigningardagur.

Næsti opnunardagur í Skeljanesi verður fimmtudaginn 6. júní n.k.

F.h. stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason TF3JB,
formaður.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti í Skeljanes laugardaginn 25. maí og sýndi viðstöddum hve auðvelt er að taka á móti merkjum frá nýja EsHailSat  / OSCAR 100 gervihnettinum sem mikið er rætt um á meðal radíóamatöra um þessar mundir.

Ari notaði sama 85 cm diskinn á þrífót innan við austurglugga í salnum á 1. hæð og þeir Erik höfðu notað til að hafa fyrstu samböndin um gervitunglið þann 9. maí s.l. (einnig í gegnum glugga). Móttökustyrkur var góður, og jafnvel betri heldur en frá SDR netviðtæki á heimasíðu tunglsins, sem hafður var til samanburðar. Notað var ódýrasta fáanlega viðtækið (RTL SDR) og voru menn sammála um að merki væru jafnvel skýrari heldur en á netviðtækinu.

Notað var SDR Console forritið sem er frítt fyrir radíóamatöra og getur jafnframt notast sem sendiforrit (hafi menn búnað). Ari sýndi hvernig viðmiðunarmerki er „læst“ við radíóvitann með því að nota nýtt forrit frá Símoni, HB9DRV. Hann sýndi jafnframt SDR Pluto sem er nýtt sendiviðtæki sem nær frá 60-6000 MHz, tekur allar tegundir útgeislunar (þá þarf ekki transverter).

Til gamans (í kaffihléi) var gerð tilraun á staðnum með að losa LNB‘ið frá disknum og beina því ca. að tunglinu, sem virkaði… þótt merki væru dauf. Menn sjá t.d. fyrir sér að íslenskir leyfishafar geti í framtíðinni verið með „local“ tíðni gegnum tunglið…sem er spennandi möguleiki eftir því sem fleiri verða QRV frá TF.

Dagurinn var feykilega vel heppnaður og ekki spurning að viðstaddir voru hæst ánægðir með kynninguna. Mikið var spjallað og Ari spurður spjörunum úr og svaraði hann vel. Tíminn flaug hratt og þrátt fyrir að fyrstu menn hafi mætt um kl. 13:30 yfirgáfu flestir staðinn ekki fyrr en kl. rúmlega 18.

Besti þakkir til Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A, fyrir fróðlegan, léttan og skemmtilegan laugardag. Alls mættu 12 félagar og 1 gestur í Skeljanes þennan ágæta laugardag.

Skeljanesi 25 maí. Kynning á viðtöku merkja frá nýja EsHailSat/OSCAR 100 gervihnettinum. Frá vinstri (innst): Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Gísli Gissur Ófeigsson TF3G, Mathías Hagvaag TF3MH, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Yngvi Harðarson TF3Y, Þórður Adolfsson TF3DT og Sigurður Benediktsson TF5SLN. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
Sigurður Benediktsson TF5SLN var sérstakur gestur okkar í Skeljanesi þennan laugardag. Sigurður er búsettur á Siglufirði og sagði að það hafi verið orðið allt of langt síðan hann hafi gefið sér tíma til að koma við hjá félaginu. Aðrir á mynd: Þórður Adolfsson TF3DT, Sigurður Bendiktsson TF3SLN og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
Sigurður Benediktsson TF5SLN skoðar búnaðinn hjá Ara, en hann hefur mestar áhyggjur af háum fjöllum heima á Siglufirði hvað varðar sambönd upp í Oscar 100 gervitunglið. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Ágæt mæting var í Skeljanes fimmtudagskvöldið 23. maí. Þar sem vetrardagskrá félagsins lauk í byrjun mánaðarins, var í boði svokölluð „opin málaskrá“ sem er þegar félagarnir koma saman og ræða málin yfir kaffibolla, skoða nýjustu tímaritin og velta fyrir sér hinum ýmsu hliðum áhugamálsins.

Að þessu sinni lágu frammi 70 ára gömul QSL kort Sigurðar Finnbogasonar, TF3SF (sk). Þetta eru kort fyrir sambönd frá árunum 1948-1951 og var mjög áhugavert að skoða kortin og sjá hvaða sambönd menn voru að hafa á þessum tíma. Stjórn félagsins bárust þessi gögn til varðveislu í síðasta mánuði.

Um er að ræða 54 QSL kort í pakkningu frá ARRL, sem hafa verið endursend til landsins árið 1951 eftir DXCC uppfærslu vestanhafs. Kortin eru vel varðveitt og pakkningin heilleg og höfðu viðstaddir ánægju af að fletta þeim og spá og spekúlera. Kortin verða varðveitt í Skeljanesi og er félagsmönnum velkomið að skoða þau á opnunarkvöldum.

Stutt samantekt verður um kortin í næsta hefti CQ TF, 3. tbl. 2019, sem kemur út þann 30. júní n.k.

Skeljanesi 23. maí. Ljósmyndin er af pakkningunni frá ARRL, kortabunkanum sjálfum og A4 blaði þar sem QSL kortin fyrir sambönd sem voru höfð fyrir 70 árum eru sett upp í stafrófsröð eftir forskeytum kallmerkja. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
Yngvi Harðarson TF3Y og Mathías Hagvaag TF3MH QSL stjóri ÍRA, skoða kortabunkann. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Laugardagsopnun verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi laugardaginn 25. maí. Húsið opnar kl. 14:00.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætir á staðinn og sýnir okkur hve auðvelt það er að taka á móti merkjum frá nýja EsHailSat  / OSCAR 100 gervihnettinum sem allir eru að tala um þessa dagana.

Þetta er gert með ódýrum og einföldum búnaði sem hann sýnir okkur.

Kaffi á könnunni og meðlæti.


Fyrsta sambandið gegnum Oscar 100 frá Íslandi. Myndin var tekin í fjarskiptaherbergi TF3IRA í Skeljanesi 9. maí s.l., þegar Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A (VHF-stjóri ÍRA) og Erik Finskas TF3EY (OH2LAK) settu upp búnað og gerðu tilraunir í gegnum nýja Es’hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið. Alls náðust 13 sambönd á SSB frá félagsstöðinni í gegnum tunglið. Fyrsta sambandið var við IT9CJC á Sikiley. Önnur DXCC lönd voru CT1, DL, EA5, F, G, OZ, PA og PY. Til fróðleiks má geta þess, að fjarlægðin frá Íslandi til Brasilíu (PY2RN) er 9.937 km. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 23. maí frá kl. 20-22:00.

Opin málaskrá, nýjustu tímaritin og góður félagsskapur. Kaffi, kex og kökur. Og frá og með þessu opnunarkvöldi verður jafnframt í boði Dilmah te í Skeljanesi.

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Myndin var tekin í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi 21. september 2018. Frá vinstri: Sigurður Kolbeinsson TF3-Ø66, Erik Finskas TF3EY (OH2LAK) og Njáll H. Hilmarsson TF3NH. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Opið hús verður í félagsaðstöðunni Skeljanesi fimmtudaginn 16. maí kl. 20:00-22:00.

Opin málaskrá, kaffi, kex, kökur og góður félagsskapur.

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Í fjarskiptaherbergi TF3IRA í Skeljanesi 27. september 2018. Jón G. Guðmundsson TF3LM við VHF/UHF stöð félagsins. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Laugardaginn 11. maí voru menn árrisulir og var mætt í Skeljanes í morgunkaffi. Verkefni dagsins var að færa og setja Diamond SX-200N VHF/UHF stangarloftnet TF3IRA á nýja festingu. Veður var eins og best verður á kosið, sól og vart ský á himni en nokkuð napurt eða um 6°C.

Loftnetið var fyrst sett upp á bráðabirgðafestingu 29. september (2018) og síðan á nýja öfluga veggfestingu 15. desember (2018). Nýja festingin var hins vegar með stuttu röri þannig að loftnetið lækkaði nokkuð frá því sem áður var. Það hafði m.a. þau áhrif, að ekki náðist ekki að opna endurvarpann Búra á 2 metrum.

Þessu var kippt í liðinn þegar Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Georg Kulp TF3GZ og Jónas Bjarnason TF3JB, mættu í félagsaðstöðuna til góðra verka. Georg gekk frá loftnetinu á nýja veggfestingu, Ari stjórnaði verkinu og JB lagaði kaffi.

Skemmst er frá því að segja, að verkefnið heppnaðist vel og Búri kemur nú inn í Skeljanesi ca. S5 á mæli enda er loftnetið a.m.k. 1 metra hærra en áður. Þórður Adolfsson, TF3DT og Wilhelm Sigurðsson, TF3AWS aðstoðuðu við prófanir á 2 metrum og 70 sentímetrum eftir færslu netsins.

Verkinu var lokið laust eftir kl. 12 og náðu menn að komast heim í hádegismat. Stjórn ÍRA þakkar viðeigandi fyrir vel heppnað verk.

Georg TF3GZ gengur frá Diamond loftnetinu á nýrri veggfestingu. Ari TF1A er ábúðarmikill enda stillti hann sér sértaklega upp fyrir myndatökuna.
Georg búinn að ganga frá netinu á leið inn af þakinu til að sjá hvort standbylgjumæling væri í lagi áður en gengið yrði endanlega frá fæðilínunni.
Ari mundar RigExpert AA-1400 loftnetsgreininn til að ganga úr skugga um að standbylgja væri í lagi.
RigExpert AA-1400 loftnetsgreinirinn sýndi að standbylgja gat ekki verið betri.
Diamond SX-200N VHF/UHF stangarloftnet TF3IRA komið upp á nýja veggfestingu. Ákveðið var að eiga gömlu festinguna (til vinstri) til góða í framtíðinni. Hægra megin má sjá J-pól loftnet sem notast við APRS búnað félagsins (TF3IRA-1Ø) og Vilhjálmur Í. Sigurjóns-son TF3VS smíðaði fyrir félagið. Ljósmyndir: Jónas Bjarnason TF3JB.