,

CQ WW WPX SSB keppnin 2012, niðurstöður

Í janúarhefti CQ tímaritsins 2013 eru birtar niðurstöður úr CQ World-Wide WPX SSBkeppninni
sem fór fram helgina 24.-25. mars 2012. Alls sendu sex TF-stöðvar inn gögn til keppnisnefndar,
í fimm keppnisflokkum. Engin met voru slegin að þessu sinni enda skilyrði til fjarskipta afar erfið
(einkum fyrri dag keppninnar) sem glögglega kemur fram í meðfylgjandi töflu.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, keppti í einmenningsflokki á 14 MHz og náði bestum árangri
íslensku stöðvanna. Hann var með tæplega 1,8 milljónir stiga (1,351 QSO og 692 margfaldara).
Benedikt Sveinsson, TF1CY, keppti á öllum böndum og náði einnig góðum árangri. Hann var með
rúmlega 800 þúsund stig (984 QSO og 564 margfaldara). Andrés Þórarinsson, TF3AM,keppti í
sama flokki og var með tæplega 230 þúsund stig (524 QSO og 362 margfaldara).

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með niðurstöðurnar.


Niðurstöður í keppninni fyrir TF-stöðvar urðu að öðru leyti samkvæmt eftirfarandi:

Keppnisflokkur

Kallmerki

Heildarárangur

Fjöldi sambanda

Fjöldi forskeyta

Einmenningsflokkur, 14 MHz, háafl

Unknown macro: {center}TF3CW*

Unknown macro: {center}1,766,676

Unknown macro: {center}1,351

Unknown macro: {center}692

Einmenningsflokkur, 21 MHz, háafl, aðstoð

Unknown macro: {center}TF3AO*

Unknown macro: {center}81,039

Unknown macro: {center}302

Unknown macro: {center}227

Einmenningsflokkur, 28 MHz, háafl

Unknown macro: {center}TF8GX*

Unknown macro: {center}47,376

Unknown macro: {center}219

Unknown macro: {center}168

Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl

Unknown macro: {center}TF1CY*

Unknown macro: {center}803,995

Unknown macro: {center}984

Unknown macro: {center}565

Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl

Unknown macro: {center}TF3AM

Unknown macro: {center}228,422

Unknown macro: {center}524

Unknown macro: {center}362

Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl

Unknown macro: {center}TF3SG*

Unknown macro: {center}167,399

Unknown macro: {center}286

Unknown macro: {center}229

*Viðkomandi stöð fær viðurkenningarskjal frá CQ tímaritinu.

,

Vetrardagskrá Í.R.A. tímabilið janúar-maí 2013

Vetrarsól skín á Steppir í Skeljanesi í Reykjavík kl. 14:22 þann 6. desember 2012.

Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið janúar-maí 2013 liggur fyrir. Hún hefst að þessu sinni fimmtudaginn 24. janúar og lýkur fimmtudaginn 2. maí. Samkvæmt dagskránni verða alls í boði 20 viðburðir, þ.e. erindi, sunnudagsopnanir, hraðnámskeið, opið hús, sérstakur fimmtudagsfundur, DVD heimildarmynd og stöðutaka í morsi. Sunnudagsopnanir félagsaðstöðunnar hefjast á ný um miðjan febrúar og lýkur í byrjun apríl. Ánægjulegt er að geta um, að Bjarni Sigurðsson, sérfræðingur hjá Póst- og fjarskiptastofnun heimsækir okkur í Skeljanes á ný með erindi þann 21. mars. Dagskráin verður nánar til kynningar í 1. tbl. CQ TF sem kemur út síðar í þessum mánuði. Dagskráin er einnig birt í dálknum lengst til hægri (ofarlega) á heimasíðunni með meiri upplýsingum ásamt ljósmyndum. Verkefnið var annars í traustum höndum Andrésar Þórarinssonar, TF3AM, varaformanns félagsins, með aðkomu stjórnarmannanna Kjartans H. Bjarnasonar, TF3BJ og Jónasar Bjarnasonar, TF3JB.

J A N Ú A R

Viðburður

Upplýsingar

Fyrirlesari/umsjón

Tímasetn.

Aths.

24.1. fimmtudagur Fundur VHF og UHF málefni Fundarstjóri TF3BJ 20:30-22:00 Veitingar
31.1. fimmtudagur Opið hús Kaffi á könnunni Almennar umræður 20:00-22:00 Molakaffi
F E B R Ú A R Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/umsjón Tímasetn. Aths.
2.2. laugardagur Stöðutaka, mors Skráning, takmarkaður fjöldi TF3SA og TF3SG 15:00-18:00 Molakaffi
7.2. fimmtudagur Erindi PSK-31 fyrir byrjendur TF3VS 20:30-21:30 Molakaffi
14.2. fimmtudagur Erindi Sögur úr bílnum TF3DX 20:30-21:30 Molakaffi
17.2. sunnudagur 1. sófaumræður Kynning á Sky Command TF3WO 10:30-12:00 Molakaffi
21.2. fimmtudagur Opið hús Kaffi á könnunni Almennar umræður 20:00-22:00 Molakaffi
24.2. sunnudagur 2. sófaumræður Félagar koma með morslykla TF3SA 10:30-12:00 Molakaffi
28.2. fimmtudagur Erindi Stafrænt sjónvarp á Íslandi TF3HRY 20:30-21:30 Molakaffi
M A R S Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/umsjón Tímasetn. Aths.
7.3. fimmtudagur Erindi „Nýju” böndin á 4/60/630m TF3JB 20:30-21:30 Molakaffi
9.3. laugardagur Námskeið Win-Test, upprifjun-1 TF3Y 10:00-12:00 Molakaffi
14.3. fimmtudagur Erindi Loftnetsaðlögunarrásir TF3AM 20:30-21:30 Molakaffi
16.3. laugardagur Námskeið Win-Test, upprifjun-2 TF3Y og TF3CW 10:00-12:00 Molakaffi
17.3. sunnudagur 3. sófaumræður Að gera upp kapla rétt TF3TNT 10:30-12:00 Molakaffi
21.3. fimmtudagur Erindi Heiti erindis tilkynnt síðar Bjarni Sigurðsson PFS 20:30-21:30 Veitingar
A P R Í L Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/umsjón Tímasetn. Aths.
4.4. fimmtudagur DVD mynd DX-leiðangurinn til 3CØX TF3SG 20:30-21:30 Molakaffi
7.4. sunnudagur 4. sófaumræður Notkun SteppIR 2E loftnets TF3Y 10:30-12:00 Molakaffi
11.4. fimmtudagur Erindi Amatörsýningar um heiminn TF3EE TF3JB TF8GX 20:30-21:30 Molakaffi
18.4. fimmtudagur Erindi Starfshópur, fjaraðgangur TF3Y TF3DX TF3KB 20:30-21:30 Molakaffi
M A Í Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/umsjón Tímasetn. Aths.
2.5. fimmtudagur Erindi Starfshópur, neyðarfjarskipti TF3JA og fleiri 20:30-21:30 Molakaffi


ATh. að félagsaðstaðan í Skeljanesi verður lokuð eftirtalda fimmtudaga: 29. mars(skírdagur), 25. apríl (sumardagurinn fyrsti) og 9. maí (uppstigningadagur).

,

Gleðilegt nýtt ár 2013

Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra farsældar á nýju ári.

,

Sérstakar heimildir á 4, 60 og 160 metrum

Að gefnu tilefni er vakin athygli leyfishafa á að sækja þarf sérstaklega um heimild(ir) til notkunar á neðangreindum tíðnisviðum, sem Póst- og fjarskiptastofnuni hefur nýlega úthlutað til tímabundinnar notkunar hér á landi:

 • 1850-1900 kHz (á 160 metrum) í tilgreindum alþjóðlegum keppnum. Heimild dags. 9.11.12 gildir fyrir almanaksárið 2013.
 • 5260-5410 kHz (á 60 metrum). Heimild dags. 13.11.12 gildir fyrir almanaksárin 2013 og 2014.
 • 70.000-70.200 MHz (á 4 metrum). Heimild dags. 14.11.12 gildir fyrir almanaksárin 2013 og 2014.

Þeir leyfishafar sem hafa fengið heimildir stofnunarinnar til að vinna í einhverju eða öllum þessara tíðnisviða, og sem renna út þann 31. desemeber n.k., er góðfúslega bent á, að stofnunin fer þess á leit, að leyfishafar sendi inn nýjar umsóknir fyrir þessi tíðnisvið fyrir ofangreind ný tímabil.

Senda má umsóknir í tölvupósti á póstföngin hrh(hjá)pfs.is eða pfs(hjá)pfs.is Sækja má um heimild til notkunar á einu eða á öllum tíðnisviðunum í sama tölvupósti. Leyfishöfum er jafnframt bent á, að kynna sér skilyrði stofnunarinnar fyrir leyfisveitingum; sbr. vefslóðir neðar á síðunni.

F.h. stjórnar Í.R.A.,

Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.

,

Skilafrestur í CQ TF er sunnudagur 30. desember

Skilafrestur efnis í janúarhefti félagsblaðsins okkar, CQ TF, 1. tbl. 2013 er nk. sunnudag, 30. desember. Félagsmenn eru hvattir til að leggja til efni, annaðhvort með því að skrifa sjálfir, senda ritstjóra línu eða slá á þráðinn. Hér eru dæmi um nokkur atriði sem áhugavert væri að heyra um frá félögum okkar…

 • Áhugavert samband í loftinu nýlega?
 • Athyglisverð vefsíða, góð tímaritsgrein eða góð bók sem tengist amatör radíói?
 • Uppháhaldstækið í “sjakknum”? Radíótæki, mælitæki, verkfæri, eitthvað ómissandi?
 • Radíótækin, loftnet og bíllinn fyrir sumarið og ferðalög um landið.
 • Starfið í félaginu okkar, þjónusta við félagsmenn – hvað er gott og hvað má bæta?
 • Myndir, myndir, myndir,… lífga alltaf upp á blaðið.

73 – Kiddi, TF3KX – ritstjóri CQ TF. Netfang: cqtf@ira.is

,

Jóla- og nýárskveðjur.

Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar
jólahátíðar og farsældar á nýju ári.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður næst opin fimmtudaginn 3. janúar
2013.

,

Skráningu lýkur föstudaginn 28. desember

Fyrirhugað er að haldið verði námskeið til amatörprófs eftir áramót á vegum Í.R.A.

Fyrirhugað er að Í.R.A. bjóði upp á námskeiðið til amatörprófs, sem standi yfir frá
febrúar til apríl n.k. og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar laugardaginn 4.
maí 2013.

Námskeiðið verður kvöldnámskeið og verður kennt tvö kvöld í viku, 2 kennslustundir
í senn. Það verður opið öllum og ekki eru gerðar kröfur um sérstaka menntun eða
undirbúning. Tekið skal fram, að stjórnvöld gera ekki lengur kröfur um morskunnáttu
þannig að morskennsla er ekki hluti af námskeiðinu.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá ira.is”. Ath.
að skráningu fylgir engin skuldbinding, en veitir félaginu mikilvægar upplýsingar um
fyrirhugaðan fjölda nemenda. Fyrirspurnum má beina á sama töluvpóstfang.

Skráning verður opin til og með 28. desember n.k. Félagið setur þann fyrirvara,
að lágmarksþátttaka fáist. Námskeiðsgjald verður 14 þúsund krónur fyrir félagsmenn
en 19 þúsund krónur fyrir aðra. Inni í þessu verði eru öll námsgögn.

,

Orðsending frá gjaldkera.

Gjaldkeri minnir á að eindagi félagsgjalda var þann 1. september s.l. og brátt er árið á enda. Innheimt er samkvæmt tvennskonar félagsaðild, þ.e. fyrir félagsmenn á aldrinum 16-66 ára og fyrir félagsmenn á aldrinum 67 ára og eldri, maka félagsmanna og yngra fólk en 16 ára. Fyrrnefndi hópurinn greiðir fullt gjald, 6000 krónur og síðarnefndi hópurinn hálft gjald, 3000 krónur.

Félagsmenn sem ekki hafa fengið erindi um greiðslu félagsgjalds, vilja fá heimild til að skipta greiðslu eða eiga annað erindi við gjaldkera vegna innheimtunnar, eru beðnir að snúa sér til undirritaðs.

73,
Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ,
gjaldkeri Í.R.A.
kjartan(hjá)skyggnir.is

,

Endurnýjun tímabundinna sérheimilda

Athygli leyfishafa er vakin á því að sækja þarf sérstaklega um heimild(ir) til notkunar á eftirtöldum tíðnisviðum sem eru til tímabundinnar úthlutunar, ýmist á árinu 2013 eða á árunum 2013-2014. Leyfishöfum sem hafa heimildir Póst- og fjarskiptastofnunar til að vinna í einhverju eða öllum þessara tíðnisviða (sem renna út þann 31. desemeber n.k.) er góðfúslega bent á, að PFS fer þess á leit að leyfishafar sendi inn nýjar umsóknir fyrir þessi tíðnisvið fyrir ofangreind tímabil. Umrædd tíðnisvið eru:

 • 1850-1900 kHz (á 160 metrum) í tilgreindum alþjóðlegum keppnum. Heimild dags. 9.11.12 gildir fyrir almanaksárið 2013.
 • 5260-5410 kHz (á 60 metrum). Heimild dags. 13.11.12 gildir fyrir almanaksárin 2013 og 2014.
 • 70.000-70.200 MHz (á 4 metrum). Heimild dags. 14.11.12 gildir fyrir almanaksárin 2013 og 2014.

Bent er á, að senda má umsóknir í tölvupósti á póstföngin hrh(hjá)pfs.is eða pfs(hjá)pfs.is Sækja má um heimild til notkunar á einu eða á öllum ofangreindum tíðnisviðum í sama tölvupósti. Leyfishöfum er jafnframt bent á, að kynna sér skilyrði stofnunarinnar fyrir leyfisveitingum; sbr. tilgreindar vefslóðir neðar á síðunni.

F.h. stjórnar Í.R.A.,

Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.

,

Skráning opin til 28. desember n.k.

Frá vinstri (fyrir enda kennslustofunnar): TF3KX (prófnefnd), TF3DX (formaður prófnefndar), TF8SM (prófnefnd), TF3GW (leiðbeinandi á námskeiðinu) og TF3HR (skólastjóri námskeiðsins). Á myndinni má sjá þegar úrlausnum var dreift til nemenda eftir prófið. Ljósmynd: TF2JB.

Stjórn Í.R.A. samþykkti nýlega á fundi sínum, að félagið bjóði á næstunni upp á námskeið til undirbúnings amatörprófs. Fyrirhugað er að námskeiðið standi yfir um 10 vikna skeið, frá febrúar til apríl n.k. og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar laugardaginn 4. maí 2013.

Námskeiðið verður kvöldnámskeið og verður kennt tvö kvöld í viku, 2 kennslustundir í senn. Það verður opið öllum og ekki eru gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Tekið skal fram, að stjórnvöld gera ekki lengur kröfur um morskunnáttu þannig að morskennsla er ekki hluti af námskeiðinu.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá ira.is”. Ath. að skráningu fylgir engin skuldbinding, en veitir félaginu mikilvægar upplýsingar um fyrirhugaðan fjölda nemenda. Fyrirspurnum má beina á sama töluvpóstfang. Námskeiðsgjald verður 14 þúsund krónur fyrir félagsmenn Í.R.A., en 19 þúsund krónur fyrir aðra. Inni í þessu verði eru öll námsgögn.

Skráning verður opin til og með 28. desember n.k. Félagið setur þann fyrirvara um námskeiðshald, að lágmarksþátttaka fáist.

,

Jólakaffi Í.R.A. verður á fimmtudag

Síðasti viðburður á yfirstandandi vetrardagskrá er jólakaffi Í.R.A. sem haldið verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 13. desember næstkomandi. Húsið verður opnað kl. 20:00 að venju.

Þetta verður jafnframt síðasta opnun félagsaðstöðunnar á þessu ári en hún verður næst opin fimmtudaginn 3. janúar 2013.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.

,

Skemmtilegur sunnudagur í Skeljanesi

Kjartan H. Bjarnason TF3BJ stýrði umræðum um PIC smáörgjörva þann 9. desember í Skeljanesi.

Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, stýrði umræðum á 4. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá félagsins í Skeljanesi, þann 9. desember. Hann flutti fyrst u.þ.b. 40 mín. inngang um PIC örgjörva með PowerPoint glærum til skýringar. Í framhaldi fóru fram skemmtilegar umræður, en Kjartan hafði komið með margskonar PIC „konstrúksjónir” úr eigin safni, sem gengu á milli manna til skoðunar; auk þess sem aðrir félagsmenn komu með eigin smíðar til að sýna öðrum. Umræðum lauk á settum tíma, upp úr hádegi. Alls mættu 11 félagar í Skeljanes þennan veðurmilda sunnudagsmorgun.

Stjórn Í.R.A. þakkar Kjartani H. Bjarnasyni, TF3BJ, fyrir fróðlegan og vel heppnaðan viðburð. Þakkir einnig til TF3JB og TF3SB fyrir ljósmyndirnar.

Hressir á sunnudagsmorgni í Skeljanesi. Frá vinstri: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Brynjólfur Jónsson TF5B, Mathías Hagvaag TF3-Ø35 og Örnólfur Hall TF3AH.

Í fremri hluta salarins voru menn líka hressir. Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS, Guðmundur Sveinsson TF3SG og Jón Þóroddur Jónsson TF3JB.

Umræður í kaffihléi. Frá vinstri: Kjartan H. Bjarnason TF3BJ, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS og Haraldur Þórðarson TF3HP.