Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 19. janúar frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka innkomin kort. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Yngvi Harðarson TF3Y við tækin í CQ WW DX SSB keppninni í fjarskiptaaðstöðu TF3IRA í október 1979. Á myndinni er m.a. félagsstöð TF3IRA sem þá var glæný, Yaesu FT-10lZD. Ljósmynd: TF3KB.

Ritstjóri vekur athygli á að enn er hægt að senda efni í næsta tölublað CQ TF, eða fram á sunnudagskvöld 15. janúar.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Ath. að nýjung er, að félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Netfang ritstjóra: saemi@hi.is

Fyrirfram þakkir og 73,

TF3UA, ritstjóri CQ TF.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 12. janúar.

Sérstakir gestir félagsins voru þau Hansi Reiser, DL9RDZ og XYL Fiona Reiser, CT2KJT. Hann hefur verið búsettur hér á landi í rúmt ár og hefur heimsótt okkur áður en nú er Fiona einnig flutt til Íslands. Hún hefur mikinn áhuga á tækninni eins og Hansi og var mjög hrifin af aðstöðu félagsins í Skeljanesi. Þau hafa bæði áhuga á að sækja um íslensk kallmerki.

Mikið var rætt um tæki og búnað yfir kaffinu, m.a. um QO-100 gervitunglið sem sendir merki á 10.489 GHz. Ari Þórólfur, TF1A sagði m.a. frá áhugaverðum tíðnibreyti sem nú er fáanlegur á 1500 krónur hjá Öreind (breytir 10.489 GHz niður í 740 MHz). Fram kom, að vinsælt er að nota forritið „SDR Console“ (sem er frítt forrit) til að stýra breytinum.

Alls mættu 17 félagar og 2 gestir þetta ágæta fimmtudagskvöld í hæglætis vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Beðið eftir kaffinu. Mathías Hagvaag TF3MH, Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Fiona Reiser CT2KJT, Hansi Reiser DL9RDZ, Njáll H. Hilmarsson TF3NH og Mathías Hagvaag TF3MH.
Mathías Hagvaag TF3MH, Benedikt Sveinsson TF3T, Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK, Einar Kjartansson TF3EK, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID. Þakkir til Georgs Kulp TF3GZ fyrir ljósmyndir.

Samtök norrænna landsfélaga radíóamatöra (Nordisk Radio Amatør Union, NRAU) gangast fyrir tveimur virknikeppnum sunnudaginn 15. janúar.

Þetta er 2 klst. viðburðir; á 80 metrum og 40 metrum.

SSB keppnin fer fram kl. 06:30-08:30; og
CW keppnin fer fram 09:00-11:00.

Þetta er keppnir á milli Norðurlandanna (JW, JX, LA, OH, OH0, OJ0, OX, OY, OZ, SM, TF) og Eystrasaltslandanna (ES, LY, YL).

Í hugum flestra íslenskra radíóamatöra er NRAU e.t.v. þekktast fyrir að standa fyrir Scandinavian Activity Contest (SAC) keppnunum. En NRAU-Baltic keppnirnar og NRAU-Activity keppnirnar (NAC) eru þar til viðbótar.

Með ósk um gott gerngi!

Stjórn ÍRA.

Keppnisreglur:  https://www.nraubaltic.eu/

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 12. janúar frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að fara í pósthólfið og flokka innkomin kort.

Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Baldur Þorgilsson TF3BP og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A við gervihnattastöð félagsins í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Myndin var tekin 19. desember 2019. Ljósmynd: TF3JB.

Næsta tölublað CQ TF, 1. tölublað ársins 2023, kemur út 22. janúar n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Skilafrestur efnis er til 15. janúar. Netfang: saemi@hi.is

Félagskveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF

ARRL RTTY Round-up keppnin fer fram helgina 7.-8. janúar. Þetta er 30 klst. keppni sem hefst á laugardag kl. 18:00 og lýkur á sunnudag kl. 24:00. Einmenningsstöðvar geta keppt mest [samtals] í 24 klst.

Þetta er keppni þar sem allir hafa samband við alla, hvar sem er í heiminum. Hafa má samband einu sinni við hverja stöð á bandi. Bönd: 80-40-20-15 og 10 metrar.

Skilaboð eru RST og raðnúmer, en W-stöðvar senda RST og ríki í Bandaríkjunum og VE-stöðvar RST og fylki í Kanada. Sjá nánar upplýsingar um stig og margfaldar í keppnisreglum. Senda þarf keppnisgögn innan 7 sólarhringa frá því keppni lýkur.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

https://contests.arrl.org/ContestRules/RTTY-RU-Rules.pdf
http://www.arrl.org/rtty-roundup

Brynjólfur Jónsson, TF5B hafði alls 22.558 QSO á árinu 2022. Samböndin voru höfð á FT8 samskiptareglum undir MFSK mótun. Hann hafði alls 146 DXCC einingar (135 staðfestar) og 37 CQ svæði (vantaði aðeins svæði 31, 34 og 36).

Þetta eru eilítið færri sambönd en árið á undan (2021) þegar hann hafði 25.237 QSO – en hann rauf 30 þúsund sambanda múrinn árið 2020, þegar hann hafði alls 30.103 sambönd. Síðustu fjögur ár leggja sig á 104.333 sambönd og síðust tíu ár samtals 167.709 sambönd.

Þess má geta að TF5B er með staðfestar alls 296 DXCC einingar og er handhafi 11 DXCC viðurkenninga.

Glæsilegur, glæsilegur árangur…hamingjuóskir Billi!

Stjórn ÍRA.

Myndin sýnir glæsilega fjarskiptaaðstöðu Brynjólfs Jónssonar TF5B á Akureyri. Ljósmynd: TF5B.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 5. janúar frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort.

Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fundarsal ÍRA í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.

Óskum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir það sem er að líða.

Við vonum að nýtt ár 2023 færi okkur okkur öllum gæfu og gleði!

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður næst opin fimmtudaginn 5. janúar 2023.

Stjórn ÍRA.

Jón Guðmundur Bergsson, TF8JX (áður TF3JX) hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað.

Samkvæmt dánartilkynningu sem birtist í Morgunblaðinu í dag, 29. desember lést hann á Hrafnistuheimilinu Hlévangi Reykjanesbæ á aðfangadag 24. desember.

Jón var á 89. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 116.

Um leið og við minnumst Jóns með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður

Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað.

Hann lést á heimili sínu þann 23. desember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju 30. desember kl. 11.

Jón var á 78. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 46.

Um leið og við minnumst Jóns með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður