Stefán Arndal, TF3SA, við stjórnvölinn á TF3W í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi 17. september. Ljósm.: TF3JA.

Félagsstöðin TF3W hefur verið QRV í Scandinavian Activity morskeppninni sem hófst í dag (laugardag) á hádegi og hefur Stefán Arndal, TF3SA, verið á lyklinum. Stöðin var undirbúin til þátttöku með skömmum fyrirvara af þeim Benedikt Sveinssyni, TF3CY, stöðvarstjóra og Guðmundi Sveinssyni, TF3SG. Að sögn Benedikts, var SteppIR 3E Yagi loftnetinu snúið og það sett fast ca. í 265° (þar sem AlfaSpid rótorinn er enn bilaður) en stjórnbúnaður SteppIR loftnetsins gefur möguleika á að skipta á milli átta í 180° plani sem hjálpar mikið.

Stefán byrjaði keppnina á 21 MHz í dag en fór síðan QSY niður á 14 MHz um kl. 19:00 og er þar enn QRV þegar þetta er skrifað um kl. 22 á laugardeginum. Þá var fjöldi QSO’a kominn í um 550. Að sögn Benedikts, voru skilyrðin góð framan af degi, en hafa versnað með kvöldinu (K stuðullinn var t.d. kominn upp í 5 um kl. 20:00). Harris 110 RF magnari félagsins hefur verið notaður í keppninni ca. á 700W útgangsafli. Hugmyndin er, að vinna á 80 metrunum í nótt ef skilyrðin leyfa og mun Guðmundur þá koma með færanlegt 22 metra hátt stangarloftnet sitt á staðinn. SAC keppnin er 24 klst. keppni og lýkur á hádegi á morgun, sunnudag.

Þrjár aðrar TF-stöðvar hafa verið skráðar á þyrpingu (e. cluster) í keppninni, það eru þeir TF3DC, TF3SG og TF8GX.

Nýjustu fréttir 18. september kl. 13:00: Stefán hafði alls 1198 QSO og var einsamall í keppninni frá félagsstöðinni.
Stjórn Í.R.A. óskar honum til hamingju með árangurinn sem er mjög góður miðað við léleg skilyrði.

Stefán Arndal, TF3SA, í fjarskiptaherbergi Í.R.A. að keppni lokinni. Ljósmynd: TF3JA.

Guðmundur Löve, TF3GL, mun gera uppkast að framkvæmdaáætlun og reglum fyrir VHF TF útileika sumarið 2012.

Líkt og fram kom á fundinum í félaginu s.l. fimmtudagskvöld (15. september) hefur Guðmundur Löve, TF3GL, tekið að sér að leiða vinnu við gerð reglna fyrir sérstaka VHF útileika í samræmi við hugmynd sem hann kynnti á póstlista félagsins þann 19. ágúst s.l. Hugmynd Guðmundar var rædd á stjórnarfundi í félaginu þann 2. september s.l. og samþykkt að fara þess á leit við hann að taka að sér að vinna að undirbúningi verkefnisins. Guðmundur tók vel í það, og mun hann gera uppkast að framkvæmdaáætlun og reglum fyrir slíka keppni. Hann leggur áherslu á að félagsmenn fái tækifæri til að fylgjast með þróun verkefnisins og mun m.a. notast við póstlista félagsins til samskipta, auk þess sem hann mun væntanlega opna sérstakt svæði hér á heimasíðunni í samráði við Benedikt Sveinsson, TF3CY, rekstrarstjóra vefmiðla. Sjá nánar hugmynd Guðmundar eins og hann kynnti hana þann 19. ágúst s.l.:

„Eftir skemmtilegar tilraunir á VHF í sumar hefur áhugi minn vaxið á að koma í kring VHF viðburði á borð við útileikana. Nokkrar hugrenningar: Einfalt keppniskerfi má sjá hjá ARRL fyrir January VHF sweepstakes: http://www.arrl.org/january-vhf-sweepstakes Þetta kerfi mætti einfalda enn frekar fyrir okkar þarfir. Á okkar litla landi hentar e.t.v. best að nota Maidenhead grid squares http://f6fvy.free.fr/qthLocator/fullScreen.php til að gefa til kynna staðsetningu, en ekki squares. Tilvalin tímasetning væri fyrsta helgin í júlí, kjörin ferðahelgi”.

Hér með er auglýst eftir áhugasömum félagsmönnum sem vilja taka þátt í þessari vinnu með Guðmundi.

Frá vel heppnuðum fimmtudagsfundi þann 15. september 2011 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.

Góð mæting var á sérstakan fimmtudagsfund í félagsaðstöðunni þann 15. september og mættu yfir 30 félagar í Skeljanesið. Á fundinum fór fram kynning á fyrri hluta vetrardagskrár félagsins starfsárið 2011/2012 fyrir tímabilið október-desember n.k. og kynning á helstu alþjóðlegum keppnum á næstunni, auk dagskrárliðar um opna málaskrá (eftir kaffihlé).

Fram kom m.a. í kynningu formanns, Jónasar Bjarnasonar, TF2JB, að alls verða 20 viðburðir í boði á vetrardagskránni; þar af átta erindi auk annarra viðburða og að alls eru 16 félagsmenn sem standa að dagskránni. Að þessu sinni hefjast sunnudagsopnanir þann 20. nóvember og eru þær fjórar. Þá verður flóamarkaður að hausti með nýju sniði og var fyrirkomulagið sérstaklega kynnt á fundinum. Þá má nefna ánægjulega nýjung, sem er að sérfræðingur hjá Póst-og fjarskiptastofnun, mun koma og flytja erindi í félagsaðstöðunni í desember n.k. Vetrardagskráin verður nánar til kynningar hér á heimasíðunni frá og með 19. september n.k., auk þess sem hún verður birt í heild í 4. tbl. tölublaði CQ TF. Undir 2. dagskrárlið voru kynntar helstu alþjóðlegar keppnir út árið (sbr. meðfylgjandi töflu), þ.m.t. breyting á reglum í SAC keppnunum og nýtt stjórnunarfyrirkomulag.

Dagsetning

Keppni

Teg. útgeislunar

Bönd (MHz)

Byrjunartími

Unknown macro: {center}Heildartími

29.-30. október CQ World-Wide SSB Contest
Unknown macro: {center}SSB

Unknown macro: {center}1,8-28

Unknown macro: {center}Miðnætti

Unknown macro: {center}48 klst.

26.-27. nóvember CQ World-Wide CW Contest
Unknown macro: {center}CW

Unknown macro: {center}1,8-28

Unknown macro: {center}Miðnætti

Unknown macro: {center}48 klst.

24.-25. september CQ World-Wide RTTY DX Conterst
Unknown macro: {center}RTTY

Unknown macro: {center}3,5-28

Unknown macro: {center}Miðnætti

Unknown macro: {center}48 klst.

17.-18. september Scandinavian Activity Contest (SAC)
Unknown macro: {center}CW

Unknown macro: {center}3,5-28

Unknown macro: {center}Hádegi

Unknown macro: {center}24 klst.

17.-18. desember Stew Perry Topband Distance Challenge
Unknown macro: {center}CW

Unknown macro: {center}1,8

Unknown macro: {center}Kl. 15:00

Unknown macro: {center}24 klst.

8.-9. okóber Scandinavian Activity Contest (SAC)
Unknown macro: {center}SSB

Unknown macro: {center}3,5-28

Unknown macro: {center}Hádegi

Unknown macro: {center}24 klst.

2.-4. desember ARRL 160 Meter Contest
Unknown macro: {center}CW

Unknown macro: {center}1,8

Unknown macro: {center}Kl. 22:00

Unknown macro: {center}42 klst.

Kjartan Bjarnason, TF3BJ, varaformaður, annaðist stjórn 3. dagskrárliðar sem var opin málaskrá ásamt Benedikt Sveinssyni, TF3CY, meðstjórnanda. Kjartan útskýrði, að hugmyndin að baki þessum dagskrárlið væri m.a. að opna vettvang fyrir skoðaskipti á milli stjónar og félagsmanna. Rætt var m.a. um keppnir og keppnisþátttöku frá félagsstöðinni, tæki, búnað og loftnet félagsstöðvarinnar o.m.fl. Þá voru menn mjög áhugasamir um SDR tæknina og var rædd uppsetning SDR viðtækis á Garðskaga á vegum TF3ARI og TF8SM, sem Ari skýrði vel.

Fundinum var í alla staði mjög jákvæður og var umræðum slitið kl. 22:20. Stjórn Í.R.A. þakkar félögum góða mætingu og ánægjulegan fund. Sérstakar þakkir til Geirabakarís í Borganesi fyrir veglegt kaffimeðlæti.

Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður, kynnti nýju vetrardagskrá og flutti kynningu á helstu alþjóðlegum keppnum.

Benedikt Sveinsson, TF3CY, meðstjórnandi og Kjartan Bjarnason, TF3BJ, varaformaður kynntu 3. dagskrárlið.

Jón Óskarsson TF1JI; Jón Þ. Jónsson TF3JA; Ásbjörn Harðarson TF3LA; og Sveinn Bragi Sveinsson TF3SNN.

Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN; Guðjón Helgi Egilsson, TF3WO; og Benedikt Guðnason, TF3TNT.

Jón Þóroddur; TF3JA; Benedikt, TF3CY; Ari Þór, TF3ARI; Sæmundur, TF3UA; og Guðmundur, TF3SG.

fundarhléi á góðri stundu. Heimir Konráðsson, TF1EIN og Baldvin Þórarinsson, TF3-033.

Í fundarhléi á góðri stundu. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ.

Höskuldur Elíasson, TF3RF, sagðist vera mjög ánægður með fundinn.

(Ljósmyndir: Matthías Hagvaag, TF3-035 og Jónas Bjarnason, TF2JB).

Á myndinni má sjá hluta af fundaraðstöðu Í.R.A. á fyrstu hæð í félagsaðstöðunni við Skeljanes.

Hér með er boðað til sérstaks fimmtudagsfundar í félagsaðstöðunni við Skeljanes þann 15. september n.k. kl. 20:30.
Dagskrá verður sem hér segir:

1. Kynning á fyrri hluta á vetrardagskrár félagsins 2011/2012, fyrir tímabilið október-desember n.k.
2. Kynning á helstu alþjóðlegum keppnum á næstunni.
3. Opin málaskrá.

Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar verða í boði félagsins.

F.h. stjórnar Í.R.A.,

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, var með afgerandi bestan árangur TF-stöðva.

Í septemberhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ World-Wide DX CW keppninni sem fram fór dagana 27.-28. nóvember 2010. Ágæt þátttaka var frá TF, en alls sendu sjö TF-stöðvar inn keppnisdagbækur; þær dreifast á eftirfarandi sex keppnisflokka:

Öll bönd, SOP-H: Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarks útgangsafl.
Öll bönd, SOP-H-a: Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarks útgangsafl – aðstoð.
Öll bönd, SOP-L: Einmenningsflokkur, öll bönd, mest 100W.
Öll bönd, SOP-L-a: Einmenningsflokkur, öll bönd, mest 100W útgangsafl – aðstoð.
7 MHz, SOP-H-a: Einmenningsflokkur, 7 MHz, hámarks útgangsafl – aðstoð.
1.8 MHz, SOP-H-a: Einmenningsflokkur, 1.8 MHz, hámarks útgangsafl – aðstoð.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW náði afgerandi bestum árangri af TF-stöðvum í keppninni og var með 734,880 stig – 2,737 QSO. Sigurður keppti í einmenningsflokki á 7 MHz, hámarks afli – aðstoð. Óskar Sverrisson, TF3DC, náði ágætum árangri og var með 154,840 stig – 414 QSO. Óskar keppti í einmenningsflokki á öllum böndum, 100W – aðstoð. Þorvaldur Stefánsson, TF4M, náði einnig athyglisverðum árangri, en hann keppti í einmenningsflokki á 1.8 MHz í erfiðum skilyrðum og var með 31,032 stig – 197 QSO. Sjá nánar í meðfylgjandi töflu.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur

QSO

CQ svæði

DXCC einingar

Öll bönd (SOP-H) TF3SG

638

21

8

14

Öll bönd (SOP-H-a) TF3IG*

5,624

127

17

57

Öll bönd (SOP-L) TF8GX*

31,428

134

43

65

Öll bönd (SOP-L-a TF3AO

7,625

99

12

49

Öll bönd (SOP-L-a) TF3DC*

154,840

414

44

201

7 MHz (SOP-H-a) TF3CW*

734,880

2,737

38

122

1.8 MHz (SOP-H-a) TF4M*

31,032

197

21

73

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.
Lágmarks þátttökutími til að hljóta viðurkenningarskjal í keppninni er 12 klukkustundir.

Hamingjuóskir til þátttakenda með árangurinn.

Sveinn Guðmundsson, TF3T, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað, RST 000.

Synir hans, Benedikt Sveinsson, TF3CY og Guðmundur Sveinsson, TF3SG, settu tilkynningu þessa efnis á póstlista félagsins í gær, 7. september. Sveinn var á 82. aldursári, leyfishafi nr. 24 og heiðursfélagi í Í.R.A.

Um leið og við minnumst Sveins með þökk og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar,

Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður.

Comment frá TF5B

Ég Votta þeim bræðrum og fjölskyldunni innilega samúð mína.

Billi TF5B

DXCC viðurkenningarskjöl félagsstöðvarinnar TF3IRA eru komin til landsins og tilbúin til innrömmunar.

DXCC viðurkenningarskjölin frá ARRL fyrir TF3IRA komu í hús á fimmtudag. Um er að ræða þrjú viðurkenningarskjöl, þ.e. fyrir mors (CW), tal (Phone) og allar tegundir útgeislunar (Mixed). Hugmyndin var upphaflega að leitast við að fá skjölin til landsins í tíma fyrir 65 ára afmæli félagsins þann 14. ágúst s.l., sem náðist ekki. Mestu skiptir þó að þau eru komin í hendur félagsins (á afmælisárinu) og verða sett í innrömmun þegar í næstu viku. Í framhaldi verður þeim valin staðsetning í fjarskiptaherbergi félagsins í samráði við Benedikt Sveinsson, TF3CY, stöðvarstjóra. Búist er við, að hægt verði að sækja um fjórða skjalið fyrir stafrænar mótanir (Digital modes), s.s. RTTY, PSK-31, JT65 og fleiri, síðar á árinu. Þess má geta, að ARRL hefur staðfest að þetta eru fyrstu DXCC skjölin sem gefin hafa verið út fyrir TF3IRA.


Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Matthíasi Hagvaag, TF3-Ø35 og Guðlaugi K. Jónssyni, TF8GX, fyrir aðkomu þeirra að verkefninu, en Matthías tók saman kortin og vann umsóknir og Guðlaugur, sem er trúnaðarmaður ARRL vegna DXCC-umsókna hér á landi, annaðist yfirferð og sendingu gagna vestur um haf.

Matthías Hagvaag, TF3MG og Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX.

Myndin var tekin í félagsaðstöðu Í.R.A. 21. júlí s.l. þegar Matthías lagði fyrir Guðlaug, síðustu kortin vegna DXCC umsóknanna til ARRL.

Framkvæmdanefnd IARU Svæðis 1 fyrir starfstímabilið 2011-2014.

22. ráðstefna IARU Svæðis 1 var haldin í Sun City í Suður-Afríku dagana 12.-19. ágúst s.l. Alls sóttu fulltrúar 54 landsfélaga viðburðinn og var þetta í fyrsta skipti sem hann er haldinn í Afríku. Landsfélag radíóamatöra í Suður-Afríku, SARL, hafði veg og vanda af undirbúningi ráðstefnunnar sem þótti heppnast vel. Í.R.A. sendi ekki fulltrúa á fundinn að þessu sinni (vegna kostnaðar) en stjórn félagsins veitti fulltrúum norska landsfélagsins, NRRL, umboð til að fara með atkvæði Í.R.A. á ráðstefnunni og annaðist Kristján Benediktsson, TF3KB, IARU tengiliður félagsins þau samskipti.

Eftirtaldir leyfishafar skipa framkvæmdanefnd IARU Svæðis 1 næstu þrjú ár (2011-2014): Hans Blondeel Timmerman, PB2T (formaður), Hani Raad, OD5TE (varaformaður), Dennis Green, ZS4BS (ritari), Andreas Thiemann, HB9JOE (gjaldkeri), Thilo Kootz, DL9KCE (meðstjórnandi), Colin Thomas, G3PSM (meðstjórnandi), Nikola Percin, 9A5W (meðstjórnandi), Anders Larsson, SM6CNN (meðstjórnandi) og Panayot Danev, LZ1US (meðstjórnandi. Hans Blondeel Timmerman, PB2T, formaður, er þriðji frá vinstri á meðfylgjandi ljósmynd. Næsta ráðstefna Svæðis 1 (nr. 23) verður haldin í Varna í Búlgaríu í september 2014.

Nánar verður fjallað um ráðstefnuna í 4. tbl. CQ TF sem kemur út í september n.k.

Fréttatilkynningu frá ráðstefnunni má lesa á meðfylgjandi hlekk: http://www.iaru-r1.org/index.php?option=com_content&view=article&id=826:iaru-region-1-22nd-general-conference-news-release&catid=1:latest-news&Itemid=50

Margir tóku þátt úr bílnum í TF útileikunum um s.l. verslunarmannahelgi.

Frestur til að skila fjarskiptadagbókum (eða afritum þeirra) fyrir QSO í útileikunum, rennur út miðvikudaginn 31. ágúst n.k. Engar kröfur eru um að menn reikni stig sín sjálfir (frekar en þeir vilja) því það verður hvort eð er gert af þeim sem fara yfir dagbækurnar. Framsetning dagbókarfærslna er tiltölulega frjáls og því er unnt að skila inn ljósriti af pappírsloggum, í Excel, textaskrá eða á öðru formi sem auðvelt er að prenta á pappír. Þeir sem hafa dagbókina í gagnagrunni, eru þó beðnir um að senda ekki ADIF-skrár, heldur velja fremur Cabrillo-útgáfu sem sýnir samböndin listuð upp í röð. Munið að láta upplýsingar um stöðina ykkar fylgja (tæki, loftnet, QTH, afl, o.s.frv.) og myndir úr útileikunum eru alltaf vel þegnar fyrir CQ TF og vefsíðu ÍRA. Nánari upplýsingar um útileikana má t.d. sjá í júlíhefti CQ TF 2011 og á vef ÍRA á netinu.

Allir sem senda inn fjarskiptadagbók (sama hversu fá samböndin voru) fá viðurkenningu fyrir þátttöku og að auki fá stigahæstu menn sérstakar viðurkenningar. Menn eru hvattir til að skila gögnum inn ekki síðar en 31. ágúst n.k. Bjarni Sverrisson, TF3GB, veitir dagbókunum viðtöku. Hann svarar jafnframt spurningum um skil á gögnunum ef menn óska.

Bjarni Sverrisson, TF3GB,
Hnjúkaseli 4,
109 Reykjavík.
Netfang: tf3gb@islandia.is

Að sjálfsögðu eru myndir og frásagnir úr útileikunum alltaf vel þegnar! Þeim má skila um leið til Bjarna Sverrissonar, TF3GB, eða beint til Kristins Andersen, TF3KX, ritstjóra CQ TF. Netfang: cqtf@ira.is

Myndin var tekin snemma í morgun (laugardag) þegar búið var að tjalda fjarskiptatjaldi Í.R.A. Smári, TF8SM og Jón Gunnar, TF3PPN, tjölduðu. Til hægri á myndinni má sjá bíl þeirra TF/G4ODA og TF/G1GSN sem komu suður eftir í gærkvöldi. Ljósm.: TF3IG.

Vita- og vitaskipahelgin fer fram við Garðskagavita nú um helgina. Fyrstu félagsmennirnar mættu suður eftir þegar á miðvikudag, en vitasúpan fræga verður framreidd stundvíslega kl. 12 á hádegi í dag (laugardag). Það eru þau Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX og XYL Birna, sem hafa undirbúið þessa kraftmiklu súpu af kostgæfni. Gulli sagði, að lykillinn að gæðum súpunnar væri 1. flokks hráefni af Suðurnesjum. Það skal tekið fram að súpan er ókeypis fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra og verður framreidd fram eftir degi á meðan hún endist. Í samtali við Sigurð Smára Hreinsson, TF8SM, í morgun, sem er í forsvari fyrir undirbúnings- og framkvæmdanefnd, voru veðuraðstæður hinar ákjósanlegustu, þ.e. sól, logn, blíðviðri og um 14°C hiti.

Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM, sagði veðrið gæti ekki verið betra við vitann.

Við vitann er framúrskarandi góð aðstaða fyrir fjölskyldur, m.a. frí tjaldsvæði og góð aðstaða fyrir hjól- og tjaldhýsi, auk W.C. aðstöðu. Stórt gasgrill er komið á stðainn og geta allir fengið að nota það sem þess óska. Miðað er við að fólk hafi sjálft með sér matföng ásamt meðlæti og drykkjarföngum. Stóra gasgrillið verður tilbúið til afnota á dag (laugardag) frá kl. 18:00.

Stjórn Í.R.A. þakkar undirbúnings- og framkvæmdanefnd góð störf og óskar félagsmönnum ánægjulegrar vitahelgar.

Líkt og skýrt var frá á þessum vettvangi þann 7. júlí s.l., kallaði Póst- og fjarskiptastofnun nýlega eftir samráði við hagsmunaaðila um nýja tíðnistefnu til næstu fjögurra ára, 2011-2014. Skjal stofnunarinnar þessa efnis, auk sérstaks umræðuskjals um farnetsþjónustur og úthlutun tilheyrandi tíðnisviða, hefur verið til birtingar á heimasíðu stofnunarinnar frá 1. júlí s.l. og er frestur gefinn til að skila umsögnum og athugasemdum til 19. ágúst n.k.

Efni tíðnistefnunnar sem sérstaklega varðar radíóamatöra, er birt í kafla 6.11 (á bls. 27) í eftirfarandi texta: “6.11 Radíóáhugamannaþjónusta. Þjónusta fyrir radíóáhugamenn (radíóamatöra) er viðurkennd af hálfu ITU með formlegri þjónustuskilgreiningu í fjarskiptareglum og sérstaklega úthlutuðu tíðnisviði fyrir þá. Það er mat PFS að auka þurfi fræðslu og eftirlit með þessari þjónustu og meta hvort ástæða sé til að endurskoða hámarkssendistyrk sem leyfður er í þéttbýli Þá verður metið hvort ástæða er til að gera kröfur um tiltekna lágmarksfjarlægð loftnets frá íbúðarhúsnæði m.t.t. alþjóðlegra viðmiða”.

Á þeim tíma sem liðinn er frá kynningu PFS, hefur stjórn Í.R.A. fjallað um þau fjögur meginatriði tíðnistefnunnar sem snerta radíóamatöra, þ.e. mat stofnunarinnar um þörf á aukinni fræðslu, aukið eftirlit, hvort ástæða sé til að endurskoða hámarkssendistyrk í þéttbýli og lágmarksfjarlægð loftnets frá íbúðarhúsnæði. Í framhaldi umfjöllunar um þessi atriði, var formlega fjallað um málið á stjórnarfundi sem haldinn var í félaginu þann 19. júlí s.l. og samþykkt, að óska eftir samráðsfundi með fulltrúum stofnunarinnar. Sérstakur samráðsfundur var síðan haldinn með fulltrúum Póst- og fjarskiptastofnunar þann 16. ágúst s.l., þar sem m.a. var farið yfir framangreind meginatriði. Stjórn Í.R.A. er þeirrar skoðunar að fundurinn hafi verið mjög gagnlegur og þjónað tilgangi sínum í því að efla skilning hjá báðum aðilum. Nánar verður gerð grein fyrir fundinum í næsta tölublaði CQ TF sem kemur út í september n.k.

Tíðnistefnu PFS má nálgast á þessum hlekk: http://www.pfs.is/default.aspx?cat_id=112&module_id=220&element_id=3259

Hlé verður á morsæfingum fram yfir vitahelgina.  Það verður greint nánar frá fyrirkomulagi morsútsendinga í næstu viku.  Rétt þykir að segja frá því að þessar morsútsendingar eru ekki á vegum ÍRA.

73

Guðmundur, TF3SG