Hér er að finna fróðleik um aðgang þeirra sem hafa áhuga á fjarskiptum, en eru ekki komnir með sendileyfi að tækjum amatöra í Danmörku. Aðgangur lærlinga hefur verið í okkar reglugerð frá því laust eftir síðustu aldamót. Nú geta Danir leyft þeim sem hafa áhugann en ekki sendileyfi að taka í stöð, t.d. í klúbbstöð, stöð á skátamóti, námskeiðum,  sýningum og viðburðum á vegum klúbba og félaga radíóamatöra. Athygli vekur að notkun einkastöðva í þessum tilgangi er ekki leyfð.

Aðgangur lærlinga hefur verið í okkar reglugerð frá því laust eftir síðustu aldamót.Nú geta Danir leyft þeim sem hafa áhugann en ekki sendileyfi að taka í stöð, t.d. í klúbbstöð, stöð á skátamóti, námskeiðum,  sýningum og viðburðum á vegum klúbba og félaga radíóamatöra. Athyglivert er að notkun einkastöðva í þessum tilgangi er ekki leyfð. Vonandi vefst danskan ekki fyrir mönnum.

73 de TF3GB

Eftirfarandi póstur barst til TF3GW frá Werner Hasemann DJ9KH bróður DB5MH:

I am the brother of Michael and would like to thank You also in the name of his family beeing with us in these hours of hope and sadness. You did a good job, the police in Greenland did a great job. They kept us informed and got all necessary informations from us to be successful in their search and rescue actions. They tried it 3 times by helicopter, they flew the route and beside the route, they looked into the glaciers, they landed several times. They also met fishermen, hunters and a trecking-group, they published photos and informed the newspapers. But not a footstep of Michael. So, we have to wait for a miracle……Thank You all Werner DJ9KH

Eftir því sem næst verður komist tóku eftirfarandi amatörar þátt í útileikunum um verslunarmannahelgina. TF3DX/3, TF3HP/1, TF1JA, TF2WIN, TF2AO, TF3GB, TF3SG/5, TF8GX, TF3JB, TF3CY/1. Ef þið vitið um einhvern eða einhverja sem vantar á listann vinsamlega látið vita af því. Oft hafa fleiri amatörar eða amatörstöðvar tekið þátt en oft hafa líka færri verið með og kannski má með sanni segja að mátt hefði minna betur á útileikana og hafa í frammi meiri hvatningu til þátttöku hér á síðunni og rabbinu. En munum að hvatning og þáttökuefling á ekki bara að koma frá stjórn félagsins allir ættu að taka þátt í að peppa upp þáttökuna. Peppa upp er kannski ekki besta íslenskan og íslensku orðin “hressa við” og “lífga uppá” mætti að ósekju nota í staðinn. Sögnin peppa mun hafa verið til frá byrjun seinna stríðs í málinu og líkast til áhrif frá ensku “pep up”. Þáttakendur eru hvattir til að senda inn sína logga sem fyrst og ekki síðar en um næstu mánaðamót til TF3GB. Athyglisvert var að svo virðist sem fleiri CW sambönd en talsambönd hafi verið í loftinu í þetta skiptið.

Ágætu félagar,

fimmtudagskvöldið 13. ágúst verður afmæliskaffi í félagsheimilinu kl.20:30. Daginn eftir, 14.ágúst, verða 69 ár liðin frá því að félagið var stofnað.

Nýrri fréttir … Þess má geta að Grænlensk yfirvöld hafa hafið leit að honum þannig að málið lítur ekki of vel út.

Sæl allir.

Ég var beðinn að koma áfram þeim skilaboðum að  þjóðverji sem hefur verið á ferð á Grænlandi og ætlaði að vera farinn heim skilaði sér ekki í flug.  Hann hefur kallmerkið OX/DB5MH og heitir Michael, síðast heyrðist frá honum þann 16. júlí, hann er á svæðinu norður af Nuuk.  Þess er óskað að íslenzkir radioamatörar hlusti eftir honum næstu kvöld kl. 21:00 GMT á tíðninni 14260 KHz þar sem óvíst er hvort eitthvað hafi komið fyrir hann en hann ætlaði að vera í sambandi daglega kl. 21:00 á þessari tíðni.

73 de TF3GW

Daddi

Póstur barst frá G6UIM um loftbelg M0XER-4 sem er að ljúka flugi umhverfis jörðina… einhverntíma á næstu tveimur sólarhringum gætu APRS merki frá honum heyrst hér á Íslandi á tíðninni 434,5 MHz. Þeir sem eiga góð loftnet fyrir 70 cm og setja upp APRS hugbúnað eða DL-Fldigi HAB hugbúnaðinn á tölvu tengdri móttakaranum gætu náð einhverjum merkjum.

“For those of you in the SW UK if you have the capability of putting a receive system on 434.500MHz or can use Contestia on 434.500MHz please do over the next couple of days. Either use a standard APRS system or download DL-Fldigi HAB, I can help with setup. M0XER-4 was launched from the UKon July 12th and so far has flown over Europe,Russia andNorth America. It’s predicted back over theUK in the next couple of days. This is a first, Leo M0XER has done a fantastic job

Steve G6UIM”

Ég vek athygli á frétt á heimasíðu Sænskra radíóamatöra, www.SSA.se þar sem sagt er frá því að bandarískir operatorar hafi með fjaraðgangi stýrt sænskri HQ stöð. Sjá brot af fréttinni hér fyrir neðan og hlekk á fréttina í heild sinni.

SK9HQ MED AMERIKANSKA OPERATÖRER

Här hemma i Sverige gjordes en stor satsning med vår egen HQ-station: SK9HQ. Det var SJ2W, SK3W och SK0UX som ställde upp i den speciella HQ-klassen för att representera SSA i testen. Alla HQ-stationer är egna multipliers, så det blir ett högt tryck på dessa. På SK3W upplät man en av operatörsplatserna till remote-körning från WRTC-högkvarteret i Boston, där bland annat W1VE körde som operatör. Klicka igång videon nedan för att se och höra hur enkelt det är att köra contest remote.

Hér fyrir neðan er hlekkur á fréttina í heild sinni.

frétt

73 Guðmundur, TF3SG

Lauslega þýdd frétt

Það er að koma í ljós skortur á tíðnisviðum

ARCEP, franska fjarskiptastofnunin, hefur sent frá sér almenna könnun, fyrirspurn og kynningu á opnu tíðnisviði fyrir tengingu ýmiskonar  hluta og lifandi vera um internetið með ýmiskonar þráðlausum aðferðum yfir stuttar vegalengdir.

Eins og alltaf við almenna könnun og þegar leitað er ráða hjá almenningi er þetta fyrsta skrefið á langri skriffinnskuleið sem getur leitt til niðurstöðu og aðgerða.

sjá frétt

Hér á Íslandi geta radíóamatörar fengið sérleyfi til að nota 60 metra bandið sem hefur reynst vel til fjarskipta innan lands. Leyfilegt tíðnisvið nær frá 5260 kHz að 5410 kHz. Ekki er einhlítt hvernig leyfi hafa verið veitt í öðrum löndum á þessu bandi. Sagt er frá því í frétt á hlaðvarpi sem nefnist Amateur Radio Newsline, vísun á þetta óháða hlaðvarp hefur um nokkurn tíma verið hér neðarlega til hægri á síðunni, að Spánverjar hafi fengið framlengingu á tilraunanotkun tíðna á bandinu. Spánverjar hafa leyfi til að nota tíðnirnar 5268, 5295, 5313, 5382, 5430 and 5439 kHz á 100 wöttum PEP. Þessar tíðnir falla ekki alveg saman við íslenska leyfið og Spánverjarnir sjá ástæðu til að vara amatöra við því að halda sig innan leyfðs tíðnisviðs í hverju landi. Rétt er að minna á að leyft hámarksafl er 100W og að heimildin er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi, verður að hætta sendingum strax. Hver og einn radíóamatör sækir sérstaklega um leyfi fyrir 60 metrunum. Upplýsingar um íslenska sérleyfið eru á: FLUTT Tíðnisvið radíóamatöra á Íslandi..

Tilkynning hefur borist frá andorranska félaginu um að þeir hafi fengið víkjandi aðgang að tíðnisviðinu 5275 til 5450 KHz ( 60 m ) á CW og SSB. Leyft hámarksafl er 100 w PEP og hámarksbandbreidd 3 KHz. Leyfið gildir fram að WRC-15 ráðstefnunni, sem haldin verður 2. til 27. nóvember 2015.

TF3GB

Kallmerkið er skráð á QRZ og aðstoð óskast við að safna sem bestum upplýsingum þar inn.

Tækniminjasafn Austurlands

Upphaf radíótækninnar