Aðalloftnet ÍRA í Skeljanesi þarfnast viðhalds, snúningsvélin situr sem fastast og neitar að hreyfa sig. Ýmislegt fleira verður að laga í mastrinu fyrir veturinn en fyrsta skrefið gæti verið að fella mastrið, taka loftnetið af  og gefa sér tíma til að lagfæra það sem þarf.

Slálfboðaliða vantar í Skeljanesið klukkan tíu á laugardagsmorgun til að aðstoða við að fella mastrið og taka loftnetið af. Ef allt gengur að óskum er þetta um tveggja tíma vinna. Boðið verður uppá kaffi, meðlæti og skemmtilegan félagsskap. Benni TF3TNT stöðvarstjóri stýrir framkvæmdinni og gott væri að þeir sem hafa tök á að koma til aðstoðar létu Benna vita í dag eða kvöld.

Upp með húmörinn og mætum sem flest þó ekki væri nema til að spjalla um loftnetamál ÍRA.

Húsið verður opnað og byrjað að brugga kaffið klukkan 9:30.

Stjórnin.

Góðir félagar.

Stjórn ÍRA boðar hér með til almenns félagsfundar fimmtudaginn 4. september kl. 20.00. Fundarstaður verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Umræðuefnið er tillaga að ályktun sem fram kom á síðasta aðalfundi, undirrituð af TF3GL, með áorðnum breytingum. Þar er fjallað um lærlingamál, fjaraðgangsmál og fleira því tengt. Stjórnin hvetur alla félagsmenn til að kynna sér tillögur GL mjög vel, svo menn geti rætt þær á fundinum. Stjórnin hvetur félagsmenn einnig til að kynna sér það sem frá stjórninni hefur komið og vistað er á heimasíðu félagsins undir liðnum CEPT o.fl. og í fréttastraumnum á síðunni. Áréttað skal að einungis skuldlausir félagsmenn miðað við 2013 hafa atkvæðisrétt á fundinum. Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.

<Tenglar sem fylgdu fréttinni voru allir brotnir – TF3WZ>

 

Fundarboð þetta verður sent á irapóstinn og tölvupóstföng allra samkvæmt félagatalinu á heimasíðu félagsins.

73 de TF3GB, ritari ÍRA.

Árleg alþjóða neyðarfjarskiptaráðstefna radíóamatöra, GAREC 2014, var haldin um miðjan ágústmánuð í Huntsville Alabama. Á ráðstefnunni var helst rætt um framtíð amatörradíóáhugamálsins og hvernig hægt væri að nýta þáttöku radíóamatöra í neyðarfjarskiptum til að efla amatörradíó. Til viðbótar venjulegri ráðstefnuvinnu við skýrslur og IARU málefni var fjallað um SATERN verkefni Hjálpræðishersins, ýmsar stafrænar mótunaraðferðir og fjarstýringu amatörstöðva. Einnig var fyrirlestur um nýtingu fjarskiptabúnaðar ýmissa herja heimsins í neyðarástandi og náttúruhamförum og byggingu sameinlegra fjarskiptamiðstöðva svipaðar þeirri sem byggð hefur verið upp í Skógarhlíð á undanförnum árum og er ein sú fyrsta ef ekki fyrsta fjarskiptamiðstöð í okkar heimi sem sameinar allar fjarskiptaleiðir og samtengingu þeirra á einum stað.

Ýmis mál og framtíðarverkefni fæddust á GAREC 2014 eins og skoðun á þörfum ýmiskonar stofnana og samtaka fyrir fjarskipti og hvernig best væri að kynna amatörradíó sem traustverðan aðila í hamfarafjarskiptum. Rætt var einnig um hvernig best væri staðið því að koma á framfæri samstundis upplýsingum til almennings um hamfarir og þróun þeirra.

Næsta GAREC ráðstefna verður haldin í júní 2015 í Tampere Finnlandi.

Nánari fréttir verða sagðar frá GAREC 2014 um leið og fundargerðir berast.

Ég held að ég tali fyrir munn allra radíóamatöra þegar ég segi frá því og fagna að í september verður kallmerkið TF4X með í SAC CW 2014 í flokknum Multi Op./Single TX/All Band [MULTI-ONE]. Þetta er nú hægt með því að tengjast við stöðina í Otradal, TF4X með Remote búnaði sem keyptur hefur verið til landsins.  Remote búnaðurinn verður í Reykjavík.

Nú er skorað á áhugasama og færa CW leyfishafa að slást í hópinn.  Þetta er einstakt tækifæri til þess að taka þátt í SAC með nýjum búnaði og nýrri tækni og kynnast því um leið hvað amatörradíó getur verið skemmtilegt.  Fyrir hina sem ekki geta tekið þátt þá eru þeir boðnir velkomnir í heimsókn til þess að skoða og þiggja kaffibolla.

73 Guðmundur, TF3SG

SAC keppnin, Morse-hlutinn er í næsta mánuði. Gerðar hafa verið breytingar á reglum keppninnar, þar sem nýir flokkar koma til sögunnar, “assisted” og “low band” flokkar. “National Team Contesting” flokkurinn er aflagður. Skilafrestur á loggum er færður niður í 7 daga.

Breytingarnar er að finna hér:  http://www.sactest.net/blog/

Heildarreglurnar eru hér:   http://www.sactest.net/blog/rules/

73 de TF3GB

Hér er listi yfir þau mál sem tekin verða fyrir á ráðstefnunni í Varna. Einungis er sagt í grófum dráttum um hvað þau fjalla og hvaða númer þau hafa. Númeraröðin segir ekki til um mikilvægi eða neitt þess háttar. Málið er varðar athugasemdir Íslendinga við kaflann um Morse-samskipti í siðfræðibókinni er neðst á listanum.

73 de TF3GB

Fulltrúi ÍRA á fundi NRAU um helgina var TF3DX en fundurinn er haldinn til að samræma og undirbúa þáttöku fulltrúa norrænu amatörfélaganna í komandi IARU svæðis 1 fundi sem haldinn verður í Varna í Búlgaríu 20. – 27. september og sagt var frá á aðalfundi ÍRA í vor. Sagt verður nánar frá þessum fundi um leið og fundargerð verður opinberuð.

Viðbótarfrétt er að NRAU fundurinn samþykkti einróma að styðja íslenska málið, VA14-C3-40. Auk þess sendi FISTS klúbburinn breski stuðningsyfirlýsingu bréflega til ÍRA.

NRAU Meeting 2014

To Nordic Radio Amateur Union member societies. The Finnish Amateur Radio League (SRAL) has a pleasure to invite you the 2014 NRAU meeting in Porvoo (Borgå), Finland on August 15 – 17, 2014. Porvoo is a smaller town located 50 km east of Helsinki.Also, by June 15, please inform the undersigned (current SRAL IARU/NRAU liaison officer) on any changes or additional topics you wish to add to the meeting agenda. Welcome to Finland! 73’s Markku Markku Toijala, OH2BQZ

Heldur lítil þáttaka var í Vitahelginni hér á landi þetta árið en hins vegar virðist þáttakan hafa aukist annarsstaðar í heiminum og margir nýir vitar verið virkjaðir.

Frá formanni ÍRA af ÍRApóstinum: Kærar þakkir til ykkar sem sáuð ykkur fært að koma að Knarrarósi um helgina. Mikill vindur og vindkæling gerði útiveruna frekar óþægilega en það var samt hægt að amatörast í skjóli við vitann. Rúmlega 200 QSO náðust, á CW, PSK og SSB. Á sunnudagsmorgninum komu 3 félagar úr Björgunarfélagi Hafnarfjarðar sem jafnframt eru meðlimir í íslensku Alþóða fjarskipta/björgunarsveitinni, ICE-SAR með hluta af sínum búnaði, bæði á HF og VHF ásamt loftnetum og settu upp. Bestu þakkir til þeirra. 73 de TF3HP

Myndin sýnir, Berg, Gumma og Ingólf úr fjarskiptasveitinni og Sæla, Halla og Svan eitilharða radíóamatöra með meiru. Myndina tók TF3JA sem skrapp á staðinn og þáði þetta líka ljómandi góða kaffi að því afreki loknu.

Nokkrir óboðnir ferfætlingar komu í heimsókn á laugardagsnóttina og gerðu sér aðeins of dælt við bílana en rætt var um að ef farið verður aftur á staðinn að ári væri óvitlaust að hafa með sér rafmagnsgirðingu eða elda hrossakjötssúpu.

Frá Knarrarósi, TF3HP í skjóli við vitann í sólinni og rokinu í dag, Mynd TF3AO

Við Knarrarós eru þeir TF3AO, TF3HP, TF3FIN og í heimsókn hafa komið, TF3GB, TF1GC, TF3VS, TF3GS og TF3PPN. Að sögn TF3AO eru skilyrðin frekar slöpp en þeir hafa náð um 200 samböndum, mest á SSB. TF3GB sem var hjá þeim í gærkvöldi og hafði drjúgan slatta af samböndum á Morse.

Skammt frá Knarrarósi við suðurströndina er TF3ML með sinn fjarskiptabíl,

Í myndasafni ÍRA er að finna þessar líka fínu myndir af þeim TF3HP .TF3ML saman í CQWWSSB keppninni á árinu 1999. Á seinni myndinni sjást betur þeir félagarnir TF3WO, TF3VG, TF3RJ og TF3AO sem voru þá reyndar allir með T í endanum á sínu kallmerki.

TF3FK, Friðrik Kristjánsson lést fyrir nokkrum dögum í Reykjavík. Friðrik var virkur radíóamatör í mörg ár og hafði verið sæmdur silfurmerki ÍRA vegna félagsstarfa og einstaklega góðrar viðkynningar. Friðrik var mjög virkur og ötull við að fylgjast með amatörum á ferðalögum um landið, á tuttugu ára tímabili var alltaf hægt að treysta á sked við Friðrik hvort sem var á HF eða VHF. Friðrik var ötull við fjarskipti um gervitungl radíóamatöra og hafði komið sér upp góðum búnaði og loftnetum í Einarsnesi til þess. Friðrik fæddist í Svendborg í Danmörku og kom til Íslands með Margréti konu sinn á seint síðustu öld. Friðrik var yfirvélstjóri á togaranum Sigurði. Einn vina Friðriks, TF2LL segir svo frá um þeirra samskipti: “Ég átti mörg skemmtileg samtöl við Friðrik, blessuð sé minning hans, á 2 m beint úr Norðtungu og í Skerjafjörðinn, án endurvarpa. Heiman frá mér liggur þetta einhvernvegin opið þangað.”

TF3FK á miðri mynd í hópi vina sinna 1999

Vitahelgin er hafin og rétt að taka fram að í þetta skiptið verður engin sameiginleg kjötsúpa og hver og einn sér um sinn bita…

Margt var um manninn í afmæliskaffinu í gærkvöldi og verða fleiri myndir sem teknar voru þar birtar fljótlega.

TF3JON ljósmyndari ÍRA, TF3MHN QSL manager og TF3HP formaður

góðir félagar og aðrir sem þetta lesa, annað kvöld verður sérbakað meðlæti með fimmtudagskaffinu í tilefni af afmæli félagsins og kannski sitthvað fleira. Húsið verður opnað klukkan átta og félagar eru hvattir til að taka með sér gesti.

Eins og áður hefur komið fram hefur verið á döfinni að flikka uppá útlit húss og girðingar í Skeljanesi. Búið er að endurnýja þakrennur og gera við þakjárnið á aðalhúsinu en nú er komið að girðingunni. Ágætis notað þakjárn verður í næstu viku flutt á staðinn og í framhaldi af því er hugmyndin að gera tilraun til að safna kröftum og endurnýja bárujárnsgirðinguna. Nánar verður sagt frá þessu þegar nær dregur og vonast er til að sem flestir félagar hafi tækifæri til að koma og taka þátt í vinnunni sem unnin verður í samráði við aðra sem hafa aðstöðu í Skeljanesi.

Framundan er Vitahelgin og útlit var fyrir að félagar ÍRA mundu vera á tveimur stöðum, Knarrarósi og Garðskaga. Samkvæmt síðustu fréttum virðast þeir sem taka þátt ætla að koma sér fyrir við Knarrarós. Á laugardeginum verður grillað sameiginlega klukkan 18 og Alþjóða fjarskiptasveitin kemur í heimsókn að Knarrarósi á sunnudagsmorgni og setur upp sinn búnað. Þar gefst tækifæri til að sjá hvaða loftnet hafa reynst þeim best yfir bæði stuttar og langar vegalengdir. Hver veit nema Fjarskiptasveitarmenn geti lært eitthvað af þeim þaulvönu radíóamatörum sem boðað hafa komu sína að Knarrarósi. Hvernig væri að gleyma ati líðandi stundar og skreppa í grill austur í Knarrarós?