Radíó Refir eru í Skeljanesi að taka þátt í CQ WW RTTY keppninni. Þeir voru komnir með vel yfir 400 QSO kl 14:00 í dag þegar Ritari ÍRA leit við.

Á myndinni eru þeir Svanur – TF3ABN, Bjarni – TF3GB og Halli – TF3HP. Félagsmenn eru hvattir til þess að heimsækja þá í sjakkinn.

Radíó Refir

Radíó Refir

Núna um helgina (24/25 sept) munu hluti af Refunum (RTTY keppnishópurinn) ætla að virkja félagsstöðina í CQWW RTTY keppnina um helgina. Halli HP, Svanur ABN og Bjarni GB.
Þeir bjóða mönnum sem áhuga hafa að líta við um helgina og bætast í hópinn ef svo ber undir. Heitt á könnunni og léttir sprettir eins og ávallt
í félagsheimilinu. Nánar: http://www.cqwwrtty.com/

Refirnir eru magnaðir. Það hafa þeir sýnt og sannað margoft. Tólfta í Evrópu og 18 í heiminum.
Að vísu frá Georg LL. En það er sama. Frábært!

world_wide_rtty_dx_contest

sac_scandinavian_actifity_contest

Stjórn ÍRA hvetur alla félagsmenn til þess að taka þátt í SAC CW 2016 sem fram fer um næstu helgi. Keppniskallmerki ÍRA, TF3W, verður virkjað og hvetjum við alla sem áhuga hafa á að taka þátt eða fylgjast með og líta við í Skeljanesinu um helgina. TF3W verður í umsjá TF3DC að þessu sinni.

Keppt er frá kl 12:00 á hádegi laugardagsins 17. september til og með kl 11:59 á hádegi sunnudagsins 18. september. Hér er tengill á heimasíðu SAC þar sem hægt er að kynna sér reglur keppninar: http://www.sactest.net/blog/

Stjórn ÍRA auglýsir hér með eftir áhugasömum félögum til þess að taka þátt í að virkja TF3W í SAC SSB sem fram fer aðra helgina í október. Áhugasamir vinsamlega sendið póst á ira@ira.is merktu SAC SSB 2016

Morse hluti SAC, Scandinavian Activity keppninnar verður um næstu helgi, 17.-18. september. SSB hlutinn verður helgina 8.-9. október.
SAC er 24 tíma keppni frá hádegi laugardags til hádegis sunnudags.
Norðurlöndin keppa við heiminn og innbyrðis, þess vegna er miklvægt að sem flestar TF stöðvar taki þátt.
http://www.sactest.net/blog/rules/
http://www.sactest.net/blog/

Stjórn ÍRA auglýsir eftir VHF/UHF umsjónaraðila fyrir félagið. Koma þarf upp Kenwoood tæki félagsins sem og netum fyrir það. Áhugasamir sendi póst á ira@ira.is merkt VHF/UHF umsjón.

uhfvsvhf

KO8SCA, Adrian Ciuperca kom í heimsókn.

15 félagar og tveir gestir, mættu í Skeljanes á fimmtudagskvöld og ræddu ýmis mál, amatörpróf og amatörleyfið almennt, prófuðu fjarstýringu á ICOM-stöð eins ÍRA-félaga og veltu fyrir sér loftnetunum í Skeljanesi.

ko8sca

TF3DX/P á Helgafelli hafði fyrsta SOTA sambandið á Íslandi fimmtudaginn 1. september klukkan 17:01 á 14,033 MHz CW við TF3EO.

tf3dx_sota_1sept2016

Myndin sýnir sjakkinn á Helgafelli fyrir lárétta stellingu.

Hljóðupptaka af 1. SOTA QSOi á Íslandi.

TF3EO, Egill Ibsen svarar “CQ SOTA” frá Villa, TF3DX/P.

73, Villi 3dx

SOTA ævintýrið á Íslandi hófst um helgina með glæsibrag og eigi þeir TF3EO og TF3EK miklar þakkir fyrir alla undirbúningsvinnuna. Á sunnudeginum fóru TF3GD, TF3DX, TF3EK, TF3EO, TF1INN og TF3WJ á fjöll og virkjuðu nokkra SOTA tinda. Hátt í tug radíóamatöra hafði sambönd við fjallafaranna eins og sjá má á SOTA-vefnum.TF3WJ og TF3EO

SOTA Reflector

 

 

 

 

Í opnu húsi í Skeljanesi s.l. fimmtudag var rætt um að menn myndu mæla sér mót á SOTA tindum í nágrenni Reykjavíkur og taka sambönd með handstöðvum t.d. á 145,5 MHz. Þá var talað um tíma milli 13:00 og 15:00.

Ég held að það væri betra að vera með styttra tímabil því að til að fá stig, þá þarf hver stöð á tindi að ná sambandi við a.m.k. 4 aðrar. Ég efast um að allir nenni að vera tvo klukkuíma á tindinum, því legg ég til að við miðum við tímann frá 13:00 til 14:00.

Það er góð veðurspá, en það er ekki víst að það verði alveg þurrt, hér er textaspá Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Hæg austlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum en rigning öðru hverju í kvöld og á morgun. Hiti 8 til 14 stig að deginum.

Spá gerð: 03.09.2016 13:09. Gildir til: 05.09.2016 00:00.

Sjá kort á: http://www.sotamaps.org/index.php?smt=TF/SV-041

Meðal þeirra sem hafa sýnt áhuga á að virkja tinda eru TF3DX (Hengill), TF3GD (Mosfell) og TF3JA. Því fleiri sem verða QRV á jafnsléttu, því betra.

Svo er að muna að skrá loggana á http://www.sotadata.org.uk/SOTA sunnudaginn 4. sept.

Villi TF3DX var fyrstur til þess að virkja tind samkvæmt SOTA reglunni á Íslandi. Opnað var fyrir SOTA TF 1. september. Villi fór uppá Helgafell sem ber heitið TF/SV-040 í kerfi SOTA. Fyrsta QSOið var við TF3EO kl 17:04. Nokkuð margir hafa náð sambandi við Villa og ef menn eru duglegir við að logga QSOin við hann á vef SOTA ( http://www.sotadata.org.uk/ ) að þá fær hann stig fyrir fyrirhöfnina. Hann þarf að fá 4 staðfest QSO til þess að það hafist. Ferlið við að logga í SOTA kerfið er mjög einfalt og fljótlegt.
Hér er ljósmynd sem Villi tók á tindi Helgafells á opnunardegi SOTA á Íslandi.

Helgafell tf3dx

Ýmislegt var rætt á SOTA-kynningu í Skeljanesi í gærkvöldi og meðal annars hvernig hægt væri að tryggja að radíóamatörar færu eftir SOTA-reglum um ferðamáta og búnað amatörsins á fjallstindi. Svarið er einfalt hver og einn á það við sjálfan sig að fara að reglum.

TF3EO verður með kynningu í Skeljanesi í kvöld klukkan átta.

Á miðnætti birtist eftirfarandi skráning á heimasíðu SOTA.

TF Iceland Einar, TF3EK 1. September 2016 7 908

OTA, “summits on the air” eða “fjallstindar í loftinu” hófst 2. mars 2002 eins og lesa má á heimasíðu SOTA.

 

Víkurfréttir – Amatörar á Garðskagavita

– Íslenskir radíóamatörar í Sjónvarpi Víkurfrétta

Íslenskir radíóamatörar komu saman við Garðskagavita um nýliðna helgi. Heimsókn radíóamatöranna fór ekki framhjá fólki sem sótti Garðskaga heim en tvö risastór loftnet sáust víða að enda annað þeirra svipað Garðskagavita á hæð.

Radíóamatörarnir héldu sérstaka vitahelgi en um helgina var alþjóðleg vitahelgi. Þá koma radíóamatörar saman við vita víðsvegar um heiminn og senda út kallmerki sín. Yfirleitt fara ekki flókin samskipti fram í gegnum talstöðvarnar, heldur gefa menn upp kallmerki sitt og staðsetningar. Þannig voru radíóamatörarnir á Garðskaga í samskiptum við kollega sína víðsvegar um heiminn.

egar Víkurfréttir komu við í búðum talstöðvarfólksins voru þeir m.a. í sambandi við aðila í Norður Kóreu. Þá var einnig verið að nota Mors og var áhugamaður um það í sambandi við aðila í Þýskalandi og á Bretlandseyjum. Þegar nóttin brestur á næst hins vegar Mors-samband víðar.

Stefán Arndal var hjá Gufunesradíói í 30 ár. Hann er áhugamaður um Mors.

Stefán Arndal var hjá Gufunesradíói í 30 ár. Hann er áhugamaður um Mors.

 

Vígaleg loftnet á Garðskaga um nýliðna helgi.

Vígaleg loftnet á Garðskaga um nýliðna helgi.

 

Radíóamatör í samskiptum við kollega hinu megin á hnettinum.

Radíóamatör í samskiptum við kollega hinu megin á hnettinum.

 

Yaki loftnetið

Yaki loftnetið