Villi TF3DX var fyrstur til þess að virkja tind samkvæmt SOTA reglunni á Íslandi. Opnað var fyrir SOTA TF 1. september. Villi fór uppá Helgafell sem ber heitið TF/SV-040 í kerfi SOTA. Fyrsta QSOið var við TF3EO kl 17:04. Nokkuð margir hafa náð sambandi við Villa og ef menn eru duglegir við að logga QSOin við hann á vef SOTA ( http://www.sotadata.org.uk/ ) að þá fær hann stig fyrir fyrirhöfnina. Hann þarf að fá 4 staðfest QSO til þess að það hafist. Ferlið við að logga í SOTA kerfið er mjög einfalt og fljótlegt.
Hér er ljósmynd sem Villi tók á tindi Helgafells á opnunardegi SOTA á Íslandi.

Helgafell tf3dx

Ýmislegt var rætt á SOTA-kynningu í Skeljanesi í gærkvöldi og meðal annars hvernig hægt væri að tryggja að radíóamatörar færu eftir SOTA-reglum um ferðamáta og búnað amatörsins á fjallstindi. Svarið er einfalt hver og einn á það við sjálfan sig að fara að reglum.

TF3EO verður með kynningu í Skeljanesi í kvöld klukkan átta.

Á miðnætti birtist eftirfarandi skráning á heimasíðu SOTA.

TF Iceland Einar, TF3EK 1. September 2016 7 908

OTA, “summits on the air” eða “fjallstindar í loftinu” hófst 2. mars 2002 eins og lesa má á heimasíðu SOTA.

 

Víkurfréttir – Amatörar á Garðskagavita

– Íslenskir radíóamatörar í Sjónvarpi Víkurfrétta

Íslenskir radíóamatörar komu saman við Garðskagavita um nýliðna helgi. Heimsókn radíóamatöranna fór ekki framhjá fólki sem sótti Garðskaga heim en tvö risastór loftnet sáust víða að enda annað þeirra svipað Garðskagavita á hæð.

Radíóamatörarnir héldu sérstaka vitahelgi en um helgina var alþjóðleg vitahelgi. Þá koma radíóamatörar saman við vita víðsvegar um heiminn og senda út kallmerki sín. Yfirleitt fara ekki flókin samskipti fram í gegnum talstöðvarnar, heldur gefa menn upp kallmerki sitt og staðsetningar. Þannig voru radíóamatörarnir á Garðskaga í samskiptum við kollega sína víðsvegar um heiminn.

egar Víkurfréttir komu við í búðum talstöðvarfólksins voru þeir m.a. í sambandi við aðila í Norður Kóreu. Þá var einnig verið að nota Mors og var áhugamaður um það í sambandi við aðila í Þýskalandi og á Bretlandseyjum. Þegar nóttin brestur á næst hins vegar Mors-samband víðar.

Stefán Arndal var hjá Gufunesradíói í 30 ár. Hann er áhugamaður um Mors.

Stefán Arndal var hjá Gufunesradíói í 30 ár. Hann er áhugamaður um Mors.

 

Vígaleg loftnet á Garðskaga um nýliðna helgi.

Vígaleg loftnet á Garðskaga um nýliðna helgi.

 

Radíóamatör í samskiptum við kollega hinu megin á hnettinum.

Radíóamatör í samskiptum við kollega hinu megin á hnettinum.

 

Yaki loftnetið

Yaki loftnetið

 

Vitahelgin er 19. til 21. ágúst.

Línur eru farnar að skýrast fyrir Vitahelgina og líkur á mikilli þátttöku íslenskra radíóamatöra. Eftir því sem best er vitað verða radíóamatörar við þrjá vita, Knarrarós, Garðskaga og Akranes. Upphaflega ætlaði félagið að standa fyrir virkninni á Garðskaga en nú hefur Radíóklúbbur Suðurnesja tekið að sér að sjá um samkomuna og eru allir velkomnir á staðinn. Í fyrirsvari  eru þeir TF8GX og TF8SM. Um leið og fleiri fréttir berast af dagskrá helgarinnar verða upplýsingar þar um settar hér inn.

Sem fyrri ár mun Knarrarósviti verða með á Vitahelginni 2016 og kallmerkið verður TF1IRA. Það var líklega 1998 sem félagar tóku þátt frá vitanum í fyrsta skipti og þá í fyrsta skipti sem íslenskur viti var virkjaður þessa helgi. Nokkrir þeirra sem byrjuðu á ævintýrinu hafa haldið tryggð við vitann og gera enn. Má nefna TF3AO, TF3GB og TF8HP sem og fleiri. Vænta þeir að verða með þetta árið auk fleiri. Þar má nefna fremstan í flokki Svan, TF3ABN. Hafi menn áhuga á að vera með og óski frekari upplýsinga skal bent á að hafa samband við Svan.

Garðskagaviti verður á Vitahelginni á kallmerkinu TF8RX og TF3ML ætlar að setja þar upp fjögurra staka yaka fyrir 40 metra bandið. Hefðbundin kjötsúpa verður á hádegi laugardags í boði Gulla, TF8GX og sameiginlegt grill um kvöldið, allir velkomnir. Ýmislegt fleira er í bígerð á Garðskaga um Vitahelgina og verða upplýsingar settar hér inn jafnóðum og það skýrist.

Við Akranesvita ætla nokkrir eldhugar úr röðum radíóamatöra að vera í loftinu og gera tilraunir með ýmsar gerðir loftneta.

Félagið sem slíkt mun ekki um þessa Vitahelgi standa fyrir neinni virkni en félagið á búnað sem stendur félögum til boða.

Borist hefur rafbréf  frá Póst- og fjarskiptastofnun um nýja amatörbandið á 5 MHz.

Vinsamlega athugið að nú eru fallnar úr gildi allar tímabundnar heimildir á 60 metrunum en í staðinn höfum við fengið nýtt tíðniband 5.351,5 – 5.366,5 kHz á víkjandi grunni. Hámarks útgeislað afl er 15 wött e.i.r.p. sem þýðir til dæmis að ef við notum dípól í fullri stærð fyrir loftnet megum við mest vera með um 10 watta sendiafl. Allar venjulegar mótunaraðferðir eru leyfðar innan 3 kHz bandvíddar.

Ágæt umfjöllun um nýtni stuttbylgju bílloftnets er á netinu “Nýtni loftneta” . Gróflega má áætla að mest megi afl frá sendi vera einhversstaðar á milli 50 – 100 wött út í bílloftnet.

Á stjórnarfundi 9. desember tók TF3SG sæti í stjórn sem meðstjórnandi og TF3EK tók við varaformannsembættinu.

 

heimasíða CQWW

Íslenskar stöðvar sem tóku þátt í CQ WW DX CW og SSB keppnunum 2015.

 

CW-keppnin var helgina 28. og 29. nóvember:

 

TF2CW SINGLE-OP ASSISTED ALL HIGH
TF3DC SINGLE-OP ASSISTED ALL LOW
TF3DX/M CHECKLOG · · ·
TF3EO SINGLE-OP ASSISTED 160M LOW ROOKIE
TF3JB SINGLE-OP NON-ASSISTED 20M HIGH
TF3SG SINGLE-OP ASSISTED 80M HIGH
TF3VS CHECKLOG · · ·
TF3W MULTI-OP ONE ASSISTED ALL HIGH TF3DC, TF3EO, TF3KX, TF3SA, TF3UA og TF3Y
TF8HP SINGLE-OP NON-ASSISTED 20M LOW

 

SSB-keppnin var helgina 24. Og 25. október:

 

TF2LL MULTI-OP ONE ASSISTED ALL HIGH TF3AO og TF2LL
TF2MSN SINGLE-OP NON-ASSISTED ALL LOW
TF3CW SINGLE-OP NON-ASSISTED 20M HIGH
TF3CY SINGLE-OP NON-ASSISTED 10M HIGH
TF3DC SINGLE-OP ASSISTED ALL LOW
TF3EK SINGLE-OP NON-ASSISTED ALL LOW CLASSIC
TF3JB SINGLE-OP NON-ASSISTED 20M LOW
TF3MHN SINGLE-OP ASSISTED ALL LOW
TF3SG SINGLE-OP NON-ASSISTED 40M HIGH
TF3W MULTI-OP ONE ASSISTED ALL HIGH TF3ABN, TF3DC, TF3EK og TF3JA
TF4X SINGLE-OP NON-ASSISTED ALL HIGH CLASSIC SOUTHERN CALIFORNIA CONTEST CLUB
TF8HP SINGLE-OP NON-ASSISTED 20M LOW TANGO FOX RADIO FOXES
TF8KY SINGLE-OP NON-ASSISTED ALL LOW ROOKIE

 

Samantekt um fjölda innsendra logga í CQ WW DX SSB 2015 samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu fyrir hvern keppnisflokk. 

TF3CW: 4. sæti (H); 4. sæti (E); einm.fl., 14 MHz, háafl.

World = 76 og EU 35.

TF3SG: 24. sæti (H); 13. sæti (E); einm.fl., 7 MHz, háafl.

World = 60 og EU 31.

TF3CY: 36. sæti (H); 11. sæti (E); einm.fl., 28 MHz, háafl.

World = 88 og EU 36.

TF3JB: 41. sæti (H); 27. sæti (E); einm.fl., 14 MHz, lágafl.

World = 195 og EU 103.

TF4X: 54. sæti (H); 16. sæti (E); einm.fl., öll bönd, háafl, classic (Op: N5ZO).

World = 856 og EU 307.

TF2LL: 63. sæti (H); 32. sæti (E); fleirm.fl. 1-TX, aðstoð (Ops: TF2LL, TF3AO).

World = 262 og EU 144.

Það vekur athygli hversu fáir loggar eru innsendir en miðað við þetta er  einm.fl., öll bönd, háafl, classic flokkurinn vinsælastur og síðan fleirm.fl. 1-TX, aðstoð næst vinsælastur, og fáir loggar fyrir einmennings og einsbands flokka. Samantekt TF2LL.

Íslenskar stöðvar sem tóku þátt í CQ WPX CW og SSB keppnunum 2015.

 

TF3AO SINGLE-OP ASSISTED 15M HIGH TANGO FOX RADIO FOXES
TF3CW SINGLE-OP NON-ASSISTED 15M HIGH
TF3CY SINGLE-OP NON-ASSISTED 10M HIGH
TF3JB SINGLE-OP NON-ASSISTED ALL LOW
TF3VS CHECKLOG
TF3CW SINGLE-OP NON-ASSISTED 15M HIGH
TF3JB SINGLE-OP NON-ASSISTED ALL LOW
TF3SG CHECKLOG · · ·
TF3VS/P SINGLE-OP NON-ASSISTED ALL LOW
TF3W SINGLE-OP ASSISTED ALL HIGH ICELANDIC RADIO AMATEURS

 

 

Íslenskar stöðvar sem tóku þátt í CQ WW DX 160 m keppnunum 2015.

160 m CW

TF3SG SINGLE-OP 8540 HIGH NON-ASSISTED

 

160 m SSB

TF3SG SINGLE-OP 80 HIGH NON-ASSISTED

 

Íslenskar stöðvar sem tóku þátt í CQ RTTY keppnunum 2015.

 

RTTY WPX

TF2CT SINGLE-OP ONE ALL HIGH DX
TF2MSN SINGLE-OP TWO ALL LOW DX
TF3AO SINGLE-OP 924534 ONE ALL HIGH DX

 

RTTY

TF2MSN SINGLE-OP NON-ASSISTED ALL LOW
TF3AO SINGLE-OP ASSISTED ALL HIGH TANGO FOX RADIO FOXES
TF3DC SINGLE-OP ASSISTED ALL LOW
TF3PPN SINGLE-OP ASSISTED 20M LOW
TF3VS/P CHECKLOG · · ·
TF8HP SINGLE-OP NON-ASSISTED 20M LOW TANGO FOX RADIO FOXES

 

 

Sælir ágætu félagar í ÍRA og aðrir sem þetta lesa.

Eftir viku á fimmtudagskvöldi höldum við fund í ÍRA í samvinnu við Ferðaklúbbinn 4X4 í þeirra sal að Síðumúla 31. og í tengslum við þennan fund ætlum við að gefa út blað.  Stærð blaðsins og efni ræðst alfarið af því hversu duglegir þið eruð að senda okkur efni eða ábendingar um hvað þið viljið sjá í blaðinu fyrir lok sunnudags 6. desember..

stjórn ÍRA

Comment frá TF3JA

Takk fyrir það efni sem hefur borist blaðinu en betur má ef duga skal þannig að ennþá er opið fyrir þá sem vilja koma einhverju á framfæri eða segja fréttir í blaðinu.

stjórn ÍRA

Um komandi helgi er ein stærsta amatörkeppni ársins, CQ WW DX CW, og meðal þáttakenda verður stöð félagsins á kallmerkinu TF3W. Keppnin fer fram á Morse og nokkrir flinkir Morse-menn ætla að taka þátt á félagsstöðinni undir stjórn Yngva, TF3Y. Enn er pláss fyrir fleiri í hópinn og tilvalið að koma og taka þátt á stöð félagsins í skemmri eða lengri tíma um helgina. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Yngva, TF3Y, hann raðar mönnum niður á tíma og stýrir keppnisþáttökunni.

Tvær stöðvar verða í gangi samtímis í Skeljanesi um helgina, önnur verður notuð sem aðalstöð og kallar út CQ, búast má við miklu kraðaki stöðva frá öðrum löndum og ágangi á þá stöð en hin stöðin verður notuð til að svara stöðvum sem kalla CQ og leita uppi stöðvar sem gefa sem flesta púnkta fyrir TF3W.

Opið verður í Skeljanesi um helgina fyrir þá sem vilja koma og fylgjast með kraftmiklum keppnismönnum á lyklinum. Ýmsar hugmyndir eru á lofti um hvernig best er að koma gestum að til að fylgjast með en hvort tekst að koma því öllu í framkvæmd verður bara að koma í ljós en við minnum á að öll hjálp er vel þegin.

Ýmsar fréttir hafa borist af þáttöku annarra TF-stöðva í keppninni og verður sagt frá þeim hér um leið og í ljós kemur hverjir verða í loftinu um helgina, því fleiri því skemmtilegra. Við vonum að skilyrðin verði hagstæð og við sendum öllum góðar óskir um velgengni í keppninni.

http://dxnews.com/zs4txd4b/

http://www.cqww.com/rules.htm

Á stjórnarfundi í gærkvöldi var samþykkt samhljóða  tillaga frá TF3EK um að breyta skilgreiningu á núllsvæðinu í komandi Útileikum. Stjórnin, TF3EK, TF3DC, TF8KY, TF3FIN og TF3JA sannfærðist endalega um ágæti tillögu Einars, TF3EK, þegar skoðuð var myndin sem sýnir mannvirkjabeltin.

Rauðu borðarnir tákna mannvirkjabeltin sem eru þá hluti af núllsvæðinu og væntanlega verður einfaldara fyrir félagsmenn að átta sig á hvort þeir eru staddir í núllinu eða ekki.

fh stjórnar ÍRA, de TF3JA

Comment frá TF3GB

Gott mál. Fellur ágætlega að mínum hugmyndum amk.

73, TF3GB

Í dag, 15. nóvember 2015, sagði TF3ABN, Svanur Hjálmarsson, varaformaður ÍRA, sig úr stjórn með tölvupósti.

Við þökkum Svani fyrir hans störf í þágu ÍRA.

Fh. stjórnar ÍRA, TF3JA

SAC CW keppnin er um næstu helgi 20 – 21 september. Keppnin varir í 24 klst, hefst á hádegi laugardagsins.

Það eru nokkrar breytingar á reglum, sjá hér:
http://www.sactest.net/