Opið í Skeljanesi í kvöld 20 – 22 og Villi, TF3VS ætlar að koma og rabba um einföld loftnet. Eftir viku ætlar síðan Andrés, TF3AM að koma til okkar og segja frá stórum og miklum lofnetum. Kaffi á könnunni og kex.

furdulegt_loftnet

Opið hús í Skeljanesi í kvöld 20 – 22 og um helgina er SSB hluti SAC keppninnar.

Heitt kaffi á könnunni og frystar kleinur í Skeljanesi í kvöld frá 20 til 22.

Um helgina er SSB hluti SAC keppninnar. SAC keppnin er norræn alheimskeppni þar sem stöðvar á Norðurlöndunum keppa sín í milli um að ná sem flestum samböndum út um heiminn. Keppnin er líka keppni milli Norðurklandanna á þann hátt að borinn er saman samanlagður árangur allar stöðva í hverju landi Norðurlandanna fyrir sig. Er ekki löngu kominn tími á að Ísland geri tilraun til að vinna þessa keppni?

Stjórn ÍRA hvetur alla félagsmenn til þess að taka þátt og væntanlega verður stöð félagsins virk í keppninni. Fyrir SAC CW keppninna auglýsti stjórn ÍRA eftir áhugasömum amatörum til að taka að sér að sjá um þáttökuna í SAC SSB en enginn hefur ennþá sýnt áhuga.

Keppt er frá kl 12:00 á hádegi laugardagsins 8. október til og með kl 11:59 á hádegi sunnudagsins 9. október. Hér er tengill á heimasíðu SAC þar sem hægt er að kynna sér reglur keppninnar: SAC reglur.

Ég var að þvælast í Litháen núna fyrir stuttu og ákvað að senda línu á Amatöra þar í landi. Þeir buðu mér strax í kaffi og bjór. Ég reynda hafði ekki tíma nema fyrir kaffibolla en fór samt og heimsótti þá og smellti af þeim mynd. Spjallaði við þá í smá tíma og voru þeir allir mjög áhugasamir um ísland. Ég lofaði að koma með hákarl og brennivín fyrir þá í næstu ferð!

Frá vinstri til hægri: Oleg LY3UE, Rolandas LY4Q, Simonas LY2EN, Vilius LY2PX og Vygintas LY2XW.

Heimasíða LRMD: http://www.lrmd.lt/index_en.htm

Radíó Refir eru í Skeljanesi að taka þátt í CQ WW RTTY keppninni. Þeir voru komnir með vel yfir 400 QSO kl 14:00 í dag þegar Ritari ÍRA leit við.

Á myndinni eru þeir Svanur – TF3ABN, Bjarni – TF3GB og Halli – TF3HP. Félagsmenn eru hvattir til þess að heimsækja þá í sjakkinn.

Radíó Refir

Radíó Refir

Núna um helgina (24/25 sept) munu hluti af Refunum (RTTY keppnishópurinn) ætla að virkja félagsstöðina í CQWW RTTY keppnina um helgina. Halli HP, Svanur ABN og Bjarni GB.
Þeir bjóða mönnum sem áhuga hafa að líta við um helgina og bætast í hópinn ef svo ber undir. Heitt á könnunni og léttir sprettir eins og ávallt
í félagsheimilinu. Nánar: http://www.cqwwrtty.com/

Refirnir eru magnaðir. Það hafa þeir sýnt og sannað margoft. Tólfta í Evrópu og 18 í heiminum.
Að vísu frá Georg LL. En það er sama. Frábært!

world_wide_rtty_dx_contest

sac_scandinavian_actifity_contest

Stjórn ÍRA hvetur alla félagsmenn til þess að taka þátt í SAC CW 2016 sem fram fer um næstu helgi. Keppniskallmerki ÍRA, TF3W, verður virkjað og hvetjum við alla sem áhuga hafa á að taka þátt eða fylgjast með og líta við í Skeljanesinu um helgina. TF3W verður í umsjá TF3DC að þessu sinni.

Keppt er frá kl 12:00 á hádegi laugardagsins 17. september til og með kl 11:59 á hádegi sunnudagsins 18. september. Hér er tengill á heimasíðu SAC þar sem hægt er að kynna sér reglur keppninar: http://www.sactest.net/blog/

Stjórn ÍRA auglýsir hér með eftir áhugasömum félögum til þess að taka þátt í að virkja TF3W í SAC SSB sem fram fer aðra helgina í október. Áhugasamir vinsamlega sendið póst á ira@ira.is merktu SAC SSB 2016

Morse hluti SAC, Scandinavian Activity keppninnar verður um næstu helgi, 17.-18. september. SSB hlutinn verður helgina 8.-9. október.
SAC er 24 tíma keppni frá hádegi laugardags til hádegis sunnudags.
Norðurlöndin keppa við heiminn og innbyrðis, þess vegna er miklvægt að sem flestar TF stöðvar taki þátt.
http://www.sactest.net/blog/rules/
http://www.sactest.net/blog/

Stjórn ÍRA auglýsir eftir VHF/UHF umsjónaraðila fyrir félagið. Koma þarf upp Kenwoood tæki félagsins sem og netum fyrir það. Áhugasamir sendi póst á ira@ira.is merkt VHF/UHF umsjón.

uhfvsvhf

KO8SCA, Adrian Ciuperca kom í heimsókn.

15 félagar og tveir gestir, mættu í Skeljanes á fimmtudagskvöld og ræddu ýmis mál, amatörpróf og amatörleyfið almennt, prófuðu fjarstýringu á ICOM-stöð eins ÍRA-félaga og veltu fyrir sér loftnetunum í Skeljanesi.

ko8sca

TF3DX/P á Helgafelli hafði fyrsta SOTA sambandið á Íslandi fimmtudaginn 1. september klukkan 17:01 á 14,033 MHz CW við TF3EO.

tf3dx_sota_1sept2016

Myndin sýnir sjakkinn á Helgafelli fyrir lárétta stellingu.

Hljóðupptaka af 1. SOTA QSOi á Íslandi.

TF3EO, Egill Ibsen svarar “CQ SOTA” frá Villa, TF3DX/P.

73, Villi 3dx

SOTA ævintýrið á Íslandi hófst um helgina með glæsibrag og eigi þeir TF3EO og TF3EK miklar þakkir fyrir alla undirbúningsvinnuna. Á sunnudeginum fóru TF3GD, TF3DX, TF3EK, TF3EO, TF1INN og TF3WJ á fjöll og virkjuðu nokkra SOTA tinda. Hátt í tug radíóamatöra hafði sambönd við fjallafaranna eins og sjá má á SOTA-vefnum.TF3WJ og TF3EO

SOTA Reflector

 

 

 

 

Í opnu húsi í Skeljanesi s.l. fimmtudag var rætt um að menn myndu mæla sér mót á SOTA tindum í nágrenni Reykjavíkur og taka sambönd með handstöðvum t.d. á 145,5 MHz. Þá var talað um tíma milli 13:00 og 15:00.

Ég held að það væri betra að vera með styttra tímabil því að til að fá stig, þá þarf hver stöð á tindi að ná sambandi við a.m.k. 4 aðrar. Ég efast um að allir nenni að vera tvo klukkuíma á tindinum, því legg ég til að við miðum við tímann frá 13:00 til 14:00.

Það er góð veðurspá, en það er ekki víst að það verði alveg þurrt, hér er textaspá Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Hæg austlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum en rigning öðru hverju í kvöld og á morgun. Hiti 8 til 14 stig að deginum.

Spá gerð: 03.09.2016 13:09. Gildir til: 05.09.2016 00:00.

Sjá kort á: http://www.sotamaps.org/index.php?smt=TF/SV-041

Meðal þeirra sem hafa sýnt áhuga á að virkja tinda eru TF3DX (Hengill), TF3GD (Mosfell) og TF3JA. Því fleiri sem verða QRV á jafnsléttu, því betra.

Svo er að muna að skrá loggana á http://www.sotadata.org.uk/SOTA sunnudaginn 4. sept.