ISS SSTV mynd sem Mike Rupprecht DK3WN tók á móti 12. apríl, 2016 kl. 15:56.

ISS SSTV mynd sem Mike Rupprecht DK3WN tók á móti 12. apríl, 2016 kl. 15:56.

Löturskannað sjónvarp, SSTV, er áætlað frá alþjóða geimstöðinni, ISS, dagana 8. og 9. desember.

SSTV myndirnar eru hluti af MAI-75 tilrauninni á 145.800 MHz FM og sendar út með Kenwood TM-D710 rx/tx sem er í rússneska hluta ISS.

MAI-75 virknin er áætluð 8. desember á tímabilinu 12:35 til 18:00 GMT og 9. desember á tímabilinu 12:40 til 17:40 GMT.

ISS sendir út á FM með 5 kHz mótunarfráviki á 145.800 MHz  5 kHz en ekki 2,5 kHz sem venjulega er notað í Evrópu. Ef þitt sendiviðtæki er með síuval er best að nota breiðari síuna.

Á heimasíðu ISS Fan Club http://www.issfanclub.com/ er hægt að sjá hvenær geimstöðin er innan seilingar frá þínum stað á jörðinni.

ISS SSTV upplýsingar og krækjur eru á: https://amsat-uk.org/beginners/iss-sstv/

ARISS-SSTV myndir á: http://ariss-sstv.blogspot.co.uk/

Hlustaðu á ISS þegar stöðin er yfir Rússlandi á R4UAB netviðtækinu:  websdr.r4uab.ru

Hlustaðu á ISS þegar stöðin er yfir London  á SUWS netviðtækið: http://websdr.suws.org.uk/

Ef þú nærð heilli eða hlutamynd er hugsanlegt að dagblað á þínum stað vilji nota: http://www.southgatearc.org/news/2016/july/now-is-a-great-time-to-get-ham-radio-publicity.htm

Þór, TF3GW, fyllti gömlu höfuðstöðvar Skeljungs í gærkvöldi og létt var yfir íslenskum radíóamatörum. Þór sagði sögur af ýmsum opnunum á 6 metrunum og minntist sérstaklega eins sumars í upphafi aldarinnar þegar 6 metrarnir voru opnir til Evrópu á daginn í fleiri mánuði. Formóðir allra 6 metra opnana.

Rætt var um radíóvitana og einn nýju amatöranna spurði hvort ekki væri tími til kominn að koma upp sjálfvirkri vöktun á sendingar radíóvita frá Evrópu og láta tölvuna senda SMS á alla áhugasama þegar eitthvað heyrðist. Hugmyndin er fædd og nú er bara spurning hvort einhver tekur að sér að hengja bjölluna á köttinn?

Mikið var rætt um hvað það væri í háloftunum sem réði því hvenær E-lagið jóníseraðist nægilega til að að erlendar stöðvar heyrðust hingað til okkar norður í Atlantshafinu. Eitt af því sem gerir þessar opnanir áhugaverðar er að engin þörf er á miklu afli eða stórum loftnetum, dípóll eða þriggja staka greiða og 10 wött út í loftnet er allt sem þarf.

Og E- lagið endurkastar ekki bara 50 MHz sendingum heldur líka hærri tíðnum og lægri eins og 10 metrunum. Hér á eftir eru krækjur á frekari upplýsingar.

6 m DX
Viðvörunarnet
NCXF
Viðvörun send í email

Chip N6CA segir svo frá formóður allra 6 metra opnana:

4. nóvember 2001 var mjög góð sex metra opnun til Suður-Kaliforníu. . . . opnun til Evrópu eins og alla sexmetra DXara dreymir um í sólblettalágmarki. Það var laugardagsmorgun í nóvember og sólarflæðið var að meðaltali 250 eða svo og á blómatíma seinna hámarks á endurfæddum 23. sóblettahring. Sólarflæðið hafði aukist jafnt og þétt mánuðunina á undan. Nánast allir voru í loftinu hér í Suður-Kaliforníu og það virtist eins og allir hefðu náð sambandi við Evrópu. Fyrir marga var það fyrsta Evrópusamband þeirra. Fyrir marga Evrópubúa var það fyrsta Californíusamband þeirra þannig að það var mikill æsingur á báðum endum. Evrópulöndum fjölgaði Frakkland, Írland, Norður-Írland, England, Skotland, Wales og Mön og ég missti sennilega nokkra.

Eftirvænting þessa dags var enn í fersku minni og vissum við ekki að við áttum áttum í vændum enn betri opnun þann 17. nóvember, 2001.. . . það var “móðir allra sex metra opnana” heyrðist einn náungi segja! rapport frá allri Ameríku virtist gefa til kynna það sama “besti dagur sem ég hef nokkurn tíma séð á sex metrum”. Margar af þessum amatörum höfðu verið á sex metrunum árum-, áratugum saman.

Dagurinn byrjaði með venjulegum samböndum frá norðaustur Bandaríkjunum til Evrópu, daufar portúgalskar og spænskar myndsendingar sáust. Stöðvar í Puerto Rico, Turks & Caicos byrjuðu að heyrast í Suður-Kaliforníu. Um klukkan 1700Z heyrðum við undrandi CQ frá CT1DYX og hann hélt áfram að styrkjast. Nokkrir EHs og CTs  heyrðust í næstu tvo tímana og við fréttum að K5 hafði náð FR1GZ í Reunion Island í Indlandshafi. Við vissum að Reunion hafði náðst í Phoenix (W7RV) árið áður og FR5DN heyrst í W6 tveimur vikum fyrr. Nokkrir af okkur fóru á vinnutíðni FR1GZ og okkur til undrunar var hann þar að senda CQ. N6KK, WA6PEV, W6CPL, N6XQ og N6CA náðu Yvon FR1GZ þann morgun. Meðal fjarlægð frá Suður-Kaliforníu var um 11470 mílur,18455 km. Slíkar vegalengdir höfðu reyndar aldrei náðst áður frá Suður-Kaliforníu á 6 metrum.

Á meðan við vorum enn að masa um þessa  morgunopnun til Evrópu, Reunion, Karíbahafs og Mið-Ameríku sveiflaðist opnunin skyndilega til KL7 og þeir voru sérstaklega sterkir. Þessu fylgdi mjög sterk opnun á Japan. Það hafði gerst áður en faldar inn á meðal Japananna voru nokkur Hong Kong stöðvar. Þær voru sjaldgæfar aðeins ein allt síðasta tímabil. Við fréttum að 9M6US Malaysian stöðin hafði náðst frá Pacific North West (PMW). Hann laumaðist upp úr suðinu og náðist af nokkrum San Francisco stöðvum og N6KK í Suður-Kaliforníu. Margir urðum við að sitja hjá og hlusta þar til hann hvarflaði frá okkur en að minnsta kosti heyrðum við 9M6. Mér líkaði aldrei kös. . . . sérstaklega þegar það eru þúsund aðrar stöðvar á tíðninni.

Enn spenntir eftir að minnsta kosti hafa heyrt 9M6US á sex metrum byrjuðum að heyra í XV3AA í Víetnam. Margir af okkur höfðu verið í Víetnam þannig að við vissum hversu langt er þangað, 12600 km, en að hafa samband á sex metrum ?. . . einsdæmi! Ég hef ekki einu sinni heyrt Víetnam á 40 metra CW. Hann var hér um S7 eða 8 bestur áður en hann hvarflaði burt eins og allur DX gerir að lokum. Fullkominn endir á fullkomnum degi á sex metra bandinu.

Það eru liðnar nokkrar nokkrar vikur og við erum öll enn í skýjunum yfir þessum degi. Við höfum haft nokkrar evrópskar opnanir síðan og ég get ekki ímyndað mér svona sex metra opnun aftur, en allt verður tilbúið ef það gerist.

73 Chip N6CA

Á Wikipedia er að finna eftirfarandi skilgreiningu á radíóvitum: A radio propagation beacon is a radio beacon, whose purpose is the investigation of the propagation of radio signals. Most radio propagation beacons use amateurradio frequencies. They can be found on LF, MF, HF, VHF, UHF, and microwave frequencies.

Radio propagation beacon – Wikipedia

Radíóvitar á 6 metrunum eru ætlaðir til að geta fylgst með opnunum á þessu vinsæla bandi en IARU hefur í áratugi samræmt HF radíóvita í sama tilgangi:

IBP Locations

IBP Locations

Krækja á upplýsingar um NCDXF

Fyrir ári síðan kynnti IARU hugmynd að nýrri stýringu fyrir HF radíóvita byggt á hinu velþekkta Arduino tölvuborði:

Krækja á nýja radíóvitastýringu

IBP 2 rev B

IBP 2 rev B

IPB v2 iCom 7200

IPB v2 iCom 7200

Kæru félagar, nú er komið að árlegri hreinsun kortastofu ÍRA hjá Mathías Hagvaag (TF3MH) QSL stjóra enda er kortaárinu að ljúka. Síðasti skiladagur er 5. janúar 2017.

TF3MH

TF3MH

Tíu mættu til prófs í dag sem haldið var í HR að loknu hálfs mánaðar námskeiði. Fimm N-leyfishafar mættu til að ná sér í hærra leyfi og tókst það hjá fjórum úr þeim hópi. Fimm nýjir þreyttu prófið og náðu þrír úr þeim hópi tilskilinni einkun til G-leyfis en tveir til N-leyfis.

Nýju radíóamatörarnir eru, Árni, Garðar, Karl, Sveinn og Rene.

Nýju radíóamatörarnir eru, Árni, Garðar, Karl, Sveinn og Rene.

Við þökkum öllum sem komu að kennslu og prófinu sjálfu fyrir þeirra framlag um leið og við óskum öllum próftökum með þann árangur sem þeir náðu.

Stjórn ÍRA.

TF3GB gerði við Fritzel loftnet félagsins í gær. Tveir álvinklar sem mynda krossfestingu greiðunnar við mastrið höfðu brotnað og voru endurnýjaðir. Í vetur setti Heimir, TF1EIN, upp spil til að fella mastrið sem auðveldar mikið allt viðhald.

TF3GB gerir við loftnet ÍRA

TF3GB gerir við loftnet ÍRA

Til aðstoðar voru TF3EK og TF3JA sem tók myndirnar.

Til aðstoðar voru TF3EK og TF3JA sem tók myndirnar.

Til hamingju Jónas, TF3JB með VUCC 50 MHz viðurkenninguna.

VUCC Viðurkenning TF3JB

VUCC Viðurkenning TF3JB

TF3JB er fyrsti íslenski leyfishafinn sem hlýtur þessa viðurkenningu sem er staðfesting á samböndum við stöðvar í a.m.k. 100 staðarreitum/hnitum (e. Maidenhead Grid Squares) á 50 MHz; en 133 hnit lágu til grundvallar umsóknar TF3JB.

Trúnaðarmaður vegna VUCC-umsókna og annarra viðurkenningaskjala ARRL hér á landi er Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX.

 

Krækja á tíðniskipulag á svæði 1.

https://en.wikipedia.org/wiki/Amateur_radio_frequency_allocations

Rafsegulsvið

Rafsegulsvið

Amatörpróf verður haldið eftir viku, 26. nóvember klukkan 13 kennslustofu V110 í Háskólanum í Reykjavík.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í prófinu en hafa ekki tekið þátt í yfirstandandi námskeiði er bent á að tilkynna þáttöku sem fyrst til Póst- og fjarskiptastofnunar eða senda tölvupóst á ira@ira.is.

Breadboard of Elecraft KX3, PX3 portable station.

Breadboard of Elecraft KX3, PX3 portable station.

http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/stefnumot/20161117