TF3GB gerði við Fritzel loftnet félagsins í gær. Tveir álvinklar sem mynda krossfestingu greiðunnar við mastrið höfðu brotnað og voru endurnýjaðir. Í vetur setti Heimir, TF1EIN, upp spil til að fella mastrið sem auðveldar mikið allt viðhald.

TF3GB gerir við loftnet ÍRA

TF3GB gerir við loftnet ÍRA

Til aðstoðar voru TF3EK og TF3JA sem tók myndirnar.

Til aðstoðar voru TF3EK og TF3JA sem tók myndirnar.

Til hamingju Jónas, TF3JB með VUCC 50 MHz viðurkenninguna.

VUCC Viðurkenning TF3JB

VUCC Viðurkenning TF3JB

TF3JB er fyrsti íslenski leyfishafinn sem hlýtur þessa viðurkenningu sem er staðfesting á samböndum við stöðvar í a.m.k. 100 staðarreitum/hnitum (e. Maidenhead Grid Squares) á 50 MHz; en 133 hnit lágu til grundvallar umsóknar TF3JB.

Trúnaðarmaður vegna VUCC-umsókna og annarra viðurkenningaskjala ARRL hér á landi er Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX.

 

Krækja á tíðniskipulag á svæði 1.

https://en.wikipedia.org/wiki/Amateur_radio_frequency_allocations

Rafsegulsvið

Rafsegulsvið

Amatörpróf verður haldið eftir viku, 26. nóvember klukkan 13 kennslustofu V110 í Háskólanum í Reykjavík.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í prófinu en hafa ekki tekið þátt í yfirstandandi námskeiði er bent á að tilkynna þáttöku sem fyrst til Póst- og fjarskiptastofnunar eða senda tölvupóst á ira@ira.is.

Breadboard of Elecraft KX3, PX3 portable station.

Breadboard of Elecraft KX3, PX3 portable station.

http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/stefnumot/20161117

 

Tom Gallagher NY2RF tók við formennsku í ARRL fyrr á þessu ári. Tom skrifar áhugaverða forystugrein í nýjasta hefti QST um amatörradíó í amerískum framhaldsskólum. Á kynningu sem ARRL hélt nýlega í einum framhaldskóla kom í ljós mikill og útbreiddur áhugi á amatörradíó þrátt fyrir dvínandi þáttöku. Í ljós kom við skoðun að þáttakan og virkni amatörklúbba í framhaldskólunum virðist fara eftir einhverskonar sínuskúrfu. Á einhverju árabili er virknin mikil en svo virðist sem stjórnendur klúbbanna hugi ekki nægilega vel að samfellu í starfi þeirra innan skólans þannig að þegar virkur forystumaður útskrifast er enginn tilbúinn til að taka við.

QST Desember 2016

QST Desember 2016

Er þetta draumabúnaður allra radíóamatöra?

Er þetta draumabúnaður allra radíóamatöra?

F3AT

F3AT

Ivan var 102 ára og fékk amatörleyfi 1931 og var virkur á CW (morse) fram á síðasta dag. Skrifari fann níu sambönd við F3AT í dagbókinni sinni á síðustu átta árum. Ivan byrjaði með algjörlega heimasmíðaða stöð eins og þá tíðkaðist, er skráður á heiðurslista ARRL (ásamt TF3SV (SK) og TF3Y) með 388 DXCC lönd staðfest og hafði auk þess 5BDXCC en þeim árangri hafa þrír íslenskir radíóamatörar einnig náð.

F3AT er minnst á heimasíðu ARRL sem mikillar fyrirmyndar yngri radíóamatöra. (“served as a model for younger operators”).

http://www.arrl.org/news/view/centenarian-dxer-ivan-pastre-f3at-sk

 

Snorri Ingimarsson er í forsvari fyrir hóp sem hefur áhuga á að endurvekja fjarskipti fjallaferðamanna á stuttbylgju og nýlega fékk hópurinn leyfi til að nota stuttbylgjutíðnir Landsbjargar. Þetta hefur verið í undirbúningi síðan í sumar en er nú endanlega komið í höfn.

Tíðnir Landsbjargar í kHz eru:

2912
3815
3835
4752
5752
6771

Snorri og félagar hafa prófað þessar tíðnir talsvert í sumar og niðurstaðan er í samræmi við eldri prófanir sem bentu til þess að 3815 væri heppileg sem aðaltíðni hér á landi. Lítið suð er á 3815 og mun minna heldur en á gömlu góðu 2790. 5752 hefur líka komið vel út og stundum heyrist mjög vel á 6771. Bylgjulengdin á 3815 er um 80 metrar en 108 metrar á 2790. þetta þýðir að hægt er að komast af með meðfærilegri og mjög góð loftnet fyrir þá sem geta notað gömlu Gufunesstangirnar, breyttar fyrir 3815.

Hér eru nokkrar tilvitnanir í minnisblað sem skýra þetta fyrirkomulag með tíðniheimildirnar betur:

” Slysavarnafélagið, SL heldur utan um úthlutun notkunarleyfa til einstaklinga á þessum tíðnum á sama hátt og leyfi fyrir notkun þriðja aðila á VHF tíðnum félagsins. Þeir sem óska þess að nýta tíðnirnar senda tölvupóst með nafni, kennitölu og netfangi til SL sem sendir til baka leyfi fyrir viðkomandi til að nota tíðnirnar. Leyfinu fylgir það skilyrði að viðkomandi víkur þegar Landsbjörg notar tíðnirnar í björgunaraðgerðum.”

“Hagur SL verður að upp byggist meðal almennings þekking, reynsla og búnaður til notkunar stuttbylgjufjarskipta. Komi upp sú staða að önnur fjarskiptakerfi verði óvirk gæti þessi hópur komið að notum til að koma á neyðarfjarskiptum auk þess sem einingar innan SL munu nýta þessar tíðnir sjálfar og hefðu þá bæði búnað og þekkingu tiltæka.”

Búið er að finna löglegar CE merktar HF stöðvar og ein er þegar komin til landsins. Einnig er til eitthvað af gömlum Yaesu FT-180A stöðvum með þessum tíðnum.”

Kynning Snorra hefst klukkan 20:15.

Nokkur fjöldi erlendra gesta heimsækir félagsheimili ÍRA og félagsstöðina á hverju ári. Eftir atvikum hafa þeir sambönd frá félagsstöðinni. Fjöldi radíóamatöra sem kemur til landsins hefur trúlega margfaldast líkt og fjöldi ferðamanna almennt. Mike, ON2MVH, leit við á laugardaginn nýkomin af Kringlufundi TF3ARI og félaga. Mike hafði komið áður til landsins í sumar og meðal annars tekið þátt í hátíð á Garðskagavita og eignast vini þar. Nefndi Inga, TF3IG og TF3ML sem hefði treyst sér fullkomlega fyrir stöðinni sinni. Í þetta sinn er Mike hér vegna Iceland Airwaves hátíðarinnar. Hann hefur tekið ástfóstri við landið og er staðráðinn í að kom aftur fljótlega.

ON2MVH heimsækir ÍRA

ON2MVH heimsækir ÍRA

ON2MVH heimsækir ÍRA

ON2MVH heimsækir ÍRA

BRATS

BRATS

BRATS eða Bredhurts Receiving and Transmitting Society.

BRATS eru með áhugaverða síðu með ýmiskonar kennsluefni.