Vel búin keppnisstöð og besta log forritið

Einn tugur radíóamatöra mættu í Skeljanes í gærkvöldi og hlustuðu á áhugaverða kynningu Yngva Harðarsonar, TF3Y, á vel búnum keppnisstöðvum og hugmyndir um leiðir til að styrkja félagstöð ÍRA þannig að áhugaverðara væri fyrir félagsmenn að koma og taka þátt í að virkja stöðina. Fjörugar umræður urðu að lokinni kynningu Yngva og lauk ekki fyrr en um klukkan 23.

Niðurstaða frá kvöldinu var helst sú að mikilvægt næsta skref væri að byggja betur upp loftnet félagsins.

 

 

 

TF3Y, Yngvi Harðarson ætlar að koma í Skeljanes á fimmtudagskvöld og vera með kynningu eða tillögu að uppbyggingu tveggja sendiviðtækja keppnisstöð. Yngvi byrjar klukkan 20 og að lokinni kynningu Yngva verður á boðstólunum kaffi og eitthvað gott meðlæti.

Að loknu kaffihléi verða umræður um kynningu Yngva og undir lokin verður kannaður vilji félagsmanna til þess að félagið leggi í þá vinnu og kostnað sem er samfara því að gera stöð félagsins að virkilegri tveggja sendiviðtækja keppnisstöð.

Við hvetjum félagsmenn og aðra radíóáhugamenn að koma í Skeljanes í kvöld og hlusta á þá Hrafnkel, TF8KY og Einar, TF3EK fara yfir tvo skemmtilega atburði úr starfi radíóáhugamanna á liðnu sumri.

VHF-leikar, þátttakendur:

 

Útileikar, þátttakendur:

Kaffi á tveimur könnum og eitthvað gott meðlæti að skapi Ölvis.

stjórn ÍRA

 

TF8KY og TF8TY á skólabekk

Í lok apríl s.l. var haldið amatörpróf. Að prófi loknu kom í ljós að yngsti íslenski radíóamatörinn hafði lokið prófi með sæmd og hlotið G-leyfi. Sá ungi maður, Björn Þór Hrafnkelsson var á þeim tíma aðeins 11 ára. Hann valdi sér síðar kallmerkið TF8TY.
Það er sagt að ég hafi átt hugmyndina af að verðlauna fyrir árangurinn, enda alveg sérstakt tilefni. Kom ég hugmyndinni á framfæri, og var henni vel tekið af formanni og fleirum. Niðurstaðan var sú að keypt yrði handstöð af úrvals gerð og varð fyrir valinu ICOM ID-51A PLUS 2. Stöðin er bæði VHF og UHF, með D-Star, GPS ofl. ofl.
Jón Þóroddur keypti stöðina í Friedrichshafen s.l. sumar og afhenti hana stuttu eftir heimkomu. Því er hér aðeins um formlega afhendingu að ræða, en við vonum að gripurinn hafi reynst vel og sé hvatning til frekari afreka á sviði fjarskiptatækninnar.

Gefendur eru eftirtaldir:

TF2LL Georg Magnússon
TF3AB Svanur Hjálmarsson
TF3AO Ársæll Óskarsson
TF3DX Vilhjálmur Þór Kjartansson
TF3EK Einar Kjartansson
TF3GB Bjarni Sverrisson
TF3IO Egill Ibsen Óskarsson
TF3JA Jón Þóroddur Jónsson
TF3KB Kristján Benediktsson
TF3KX Kristinn Andersen
TF3ML Ólafur B. Ólafsson
TF3NE Jóhannes Hermannsson
TF3PPN Jón Gunnar Harðarson
TF3VS Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson
TF3WX Jóhann Friðriksson
TF3WZ Ölvir Styrr Sveinsson
TF3Y Yngvi Harðarson
TF8GX Guðlaugur Kristinn Jónsson
TF8KY Sigurður Hrafnkell Sigurðsson

Óskum við Birni innilega til hamingju, njóttu vel og heyrumst í loftinu.
73 de TF3AO

Opið hús í kvöld í Skeljanesi, yngsti íslenski amatörinn kemur í heimsókn og sýnir okkur gjöf sem hópur gamalreyndra amatöra gaf honum.

Bjössi, TF8TY, hreykinn með G-leyfið

Kaffi á könnunni og tilvalið að ræða um SAC keppnina sem er um helgina. Hugmyndin er að gera tilraun til að manna félagsstöðina og eru allir velkomnir í heimsókn um helgina hvort sem er tila að fylgjast með keppninni eða sem væri enn betra að manna stöðina í lengri eða styttri tíma.

SAC

SAC á fésbókinni

 

 

TF3ML og TF3ARI fylltu Skeljanesið í gærkvöldi með kynningu á lífinu fyrir ofan 50 MHz.

TF3ML – myndasmiður TF3DC

 

TF3ML og TF3ARI segja okkur frá amatörlífinu ofan við 50 MHz á opnu húsi í Skeljanesi annað kvöld 20 -22

TF3ML

TF3ML

Óli byrjar á lægri tíðnum en síðan tekur Ari við og talar um hærri tíðnirnar.

TF3ARI

TF3ARI

Ákall til allra radíóáhugamanna bæði radíóamatörleyfishafa og annarra radíóáhugamanna.
Námskeið til undirbúnings fyrir radíóamatörpróf sem áætlað er að halda 11. nóvember hefst á mánudagskvöld 2. október í Skeljanesi. Við hvetjum ykkur sem áhuga hafa á að ná sér í leyfi að koma á námskeiðið og við hvetjum ykkur sem þegar hafið leyfi til að aðstoða eftir mætti og benda þeim sem þið vitið að hafa áhuga á að verða radíóamatörar til að skella sér á námskeiðið.
Eitt aðal markmið og skylda okkar sem höfum leyfi er að styðja og aðstoða þá sem áhuga hafa við að ná þessu takmarki, að verða RADÍÓAMATÖR.
ALLIR SEM VILJA VERÐA RADÍÓAMATÖRAR EIGA AÐ GETA NÁÐ ÞVÍ TAKMARKI. ÞAÐ ER ÓUMDEILANLEG SKYLDA OKKAR SEM ÞEGAR HÖFUM LEYFI AÐ TRYGGJA AÐ SVO MEGI VERÐA.
fh stjórnar ÍRA 73 de TF3JA

Námskeið til amatörprófs verður haldið á vegum ÍRA, félags Íslenskra radíóamatöra í október og fram í miðjan nóvember. Kynning á námskeiðinu, afhending námsgagna og fyrsta kennslustund verður í félagsheimili ÍRA í Skeljanesi mánudagskvöldið 2. október klukkan 19. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í námskeiðinu sendi tölvupóst á ira@ira.is eða tilkynni þáttöku í GSM síma 8633399. Almennt námskeiðsgjaldgjald er kr. 20.000,- en kr. 14.000,- fyrir félaga í ÍRA.

Kennt verður á mánudags- og miðvikudagskvöldum, þrjá tíma á hvoru kvöldi og á laugardögum frá klukkan 10 til 12.

Allar upplýsingar um námskeiðið eru á heimasíðu félagsins ira.is.

Dagskrá haustnámskeiðs 2017

Þegar flett er í gegnum gamlar fréttir má sjá að ýmsir hafa gegnum tíðina tekið þátt í SAC-leikunum með góðum árangri eins og til dæmis TF3CW.

TF3CW í SAC 2010, myndina tók TF3LMN

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, starfrækti stöð ÍRA á kallmerkinu TF3W í CW-hluta SAC-2010. Sigurður hafði 1938 QSO í keppninni á 22 klukkustundum, um 1,5 QSO á mínútu að meðaltali. Vísun á fréttina

TF3W hefur verið starfrækt 7 sinnum í SAC og þar hafa ýmsir komið við sögu en hæst ber þá TF3CW og TF3SA sem hvor um sig starfræktu TF3W tvisvar sinnum einir í SAC keppnum og náðu mjög góðum árangri. TF3CW mest 2038 QSO eins og kemur fram hér ofar og Stefán Arndal, TF3SA mest 1605 QSO.

Á árinu 2000 tóku TF3AO, TF3GB, TF3HP, TF3RJT og TF3VS þátt í SSB hluta SAC frá TF3IRA og höfðu 1217 QSO.

Þáttaka einstakra íslenskra radíóamatöra í SAC-leikum hefur oft verið góð, ötulir við þáttöku hafa verið TF3SA, TF8GX, TF4M, TF3DC, TF3GB, TF3YH, TF3Y, TF3SG, TF3T, TF3CY, TF3AM og fleiri mætti telja hér upp. Við hvetjum sem flesta íslenskra radíóamatöra til að taka þátt í SAC og minnum á að einn þáttur leikanna er keppni milli Norðurlandanna.

The National Emergency NetworkWith the magnitude 8.1 Earthquake hitting Mexico at 0449UTC today, assume that these frequencies are in use now as they respond to that disaster.

20m 14,120 kHz
40m 7,060 kHz
80m 3,690 kHz

14325 kHz was also expected to be used to co-ordinate with the USA Hurricane Watch Net.

Various Winlink nodes may also be used to deal with the emergencies.

With HF propagation disturbed after the X9 solar flare on Wednesday, please take all steps to avoid interference to emergency communications activities in the Caribbean.  of the Mexican National Society (FMRE) declared on 8th September that they would be using the following frequencies as they prepared for the arrival of Hurricane Katia.

Um síðustu mánaðamót var liðið eitt ár frá því að Ísland varð hluti af SOTA (Summits on the air) verkefninu. Fjallað verður um það sem gerst hefur á þessum tíma í opnu húsi í Skeljanesi klukkan 20:15 n.k. fimmtudagskvöld, 21 september. Þar á meðal er:

  • 17 amatörar hafa virkjað 70 af þeim 908 tindum sem skilgreindir eru í verkefninu.
  • Sex af þessum 17 notuðu TF kallmerki. Þeir voru allir virkir haustið 2016 en aðeins þrír þeirra hafa skráð virkni á árinu 2017,  en jafn margir amatörar hafa notað HB9 kallmerki til að virkja TF tinda það sem af er 2017.
  • Af 46 tindum á SV svæði hafa 36 verið virkjaðir. Aðeins einn tindur sunnan Hvalfjarðar er eftir.
  • Flestir tindar hafa verið virkjaðir með DX samböndum á 20 metra bandinu. Meirihluti þeirra sambanda voru gerð með SSB, en allmargir amatörar hafa notað CW.  Nokkrir tindar hafa verið virkjaðir með FM samböndum á tveim metrum.